Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 110. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is HÁRLOSIÐ BURT! ÞAÐ ER GEFANDI AÐ AUKA LÍFSGÆÐI FÓLKS, HÁRSEKK FYRIR HÁRSEKK >> 18 FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÞRJÁTÍU Íslendingar voru 100 ára og eldri hinn 1. janúar síðastliðinn. Á sama tíma voru jafnmargir 99 ára. Aldrei höfðu fleiri Íslend- ingar náð 99 ára aldri en í fyrra og því gætu óvenju margir náð því að verða 100 ára í ár, eins og Jónas Ragnarsson bendir á á vef sín- um, www.langlifi.net. Í Morgunblaðinu hafa m.a. birst undanfarið viðtöl við hvern 100 ára öldunginn á fætur öðrum sem ber ald- urinn vel og er hress til orðs og æðis. Í byrjun þessa árs höfðu 11 Íslendingar náð 100 ára aldri og jafnmargir voru 101 árs, fjórir voru 102 ára, tveir 103 ára, einn 104 ára og einn 105 ára. Kristín Guðmunds- dóttir, sem var elst Íslendinga í ársbyrjun, 105 ára, lést 8. janúar síðastliðinn. Nú er Þuríður Samúelsdóttir í Reykjavík, sem fæddist 19. júní 1903 í Strandasýslu, elst Ís- lendinga, 104 ára að aldri. Af tíu elstu Ís- lendingum sem voru á lífi 1. mars síðastlið- inn var aðeins einn karl, Sigsteinn Pálsson í Mosfellsbæ. Hann fæddist 16. febrúar 1905 á Fáskrúðsfirði og er því 103 ára. Íslenskir karlar elstir í heiminum Íslenskir karlar verða nú karla elstir í heiminum, 79,4 ára, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Karlar í Hong Kong eru í öðru sæti, Japanir í því þriðja, Svíar í fjórða og Svisslendingar í fimmta sæti samkvæmt vefnum um langlífi. Íslenskar konur geta vænst þess að verða 82,9 ára en japanskar konur lifa kvenna lengst og er meðalævilengd þeirra nú 86 ár. Lengi voru lífslíkur íslenskra kvenna hærri en kynsystra þeirra af öðru þjóðerni. Nú lifa konur meðal nokkurra annarra þjóða að meðaltali lengur en íslenskar konur. Næst á eftir japönskum konum ná konur í Taívan mestri ævilengd, þá á Spáni, í Sviss, Hong Kong og San Marínó. Sé horft til Norður- landanna sérstaklega er ævilengd kvenna litlu minni en íslenskra kynsystra þeirra, að undanskildum dönskum konum. Danskar konur geta vænst þess að verða 80,3 ára en danskir karlar 75,4 ára gamlir. Dregið hefur saman með kynjunum hér á landi hvað meðalævilengd varðar. Á 7. og 8. áratug 20. aldar var um sex ára munur á meðalævilengd íslenskra karla og kvenna. Nú er munurinn einungis 3,6 ár. Svipuð þró- un hefur orðið annars staðar í Evrópu, ekki síst á Norðurlöndum. Þessi munur er nú 4,4 ár í Svíþjóð þar sem minnstu munar utan Ís- lands á ævilengd kynjanna. Met í aldar- afmælum Dregur saman með ævilíkum kynjanna Morgunblaðið/ÞÖK Langlífi Íslendingar geta vænst þess að lifa lengur en fólk af flestu öðru þjóðerni. Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is FORSVARSMENN Samvinnutrygginga ehf. ásamt tengdum hluthöfum í Icelandair Group hf. hafa leitað eftir því við erlend flugfélög að þau kaupi allt að 35% hlut í Icelandair fyrir um 8,5 milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur Glitnir tekið að sér að hafa milligöngu um söluna. Samvinnutryggingar ehf. eiga þriðjung hluta- fjár í Langflugi ehf. sem er stærsti hluthafinn í Icelandair, með 23,8% hlut. Finnur Ingólfsson á 2⁄3 hluta Langflugs ehf. Annar stærsti hluthafi Icelandair er Fjárfest- ingarfélagið Máttur ehf. sem er að 49% hlut í eigu Karls Wernerssonar og fjölskyldu og 49% í eigu Einars Sveinssonar og fjölskyldu. Gunn- laugur Sigmundsson, stjórnarformaður Ice- landair, á um 2% í Mætti. Karl Wernersson á einnig félagið Naust ehf. sem á 14,8% í Iceland- air. Buðu SAS að kaupa 30% Aðrir stórir hlutir í Icelandair eru í eigu Óm- ars Benediktssonar í félaginu Urði ehf., sem á 5,55%, og Glitnir banki á 4,11% í Icelandair. Samtals eiga því eigendur Langflugs, Urður ehf. og Glitnir banki tæp 35%, en það munu vera þeir hlutir sem Glitnir hefur nú til sölumeðferð- ar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hófust þreifingar eftir áramót í hópi ákveðinna hluthafa Icelandair með þeim hætti að SAS var ritað bréf, þar sem kannað var hvort áhugi væri hjá skandinavíska flugfélaginu á að koma inn í Icelandair með hlut á milli 25% og 30%. Engin niðurstaða varð hins vegar af þeim þreifingum. Það var svo fyrir skömmu að forsvarsmenn Samvinnutrygginga hófu á ný könnun á því, hvort erlent flugfélag eða erlend flugfélög hefðu áhuga á því að kaupa stóran hlut í félaginu með milligöngu Glitnis. Ekki liggur fyrir niðurstaða í þeim könnunum, enn sem komið er, en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa und- irtektir erlendra flugfélaga verið fremur dræm- ar. Vilja selja allt að 35% í Icelandair  Samvinnutryggingar ehf. og tengdir hluthafar leita eftir erlendum kaupendum að hlut sínum í Icelandair  Glitnir hefur milligöngu um söluna ALÞJÓÐLEGA lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings segir í nýrri skýrslu um Ísland að tímanlegar og ákveðnari aðgerðir af hálfu hins opinbera en hingað til hafi verið greint frá geti aukið tiltrú, án þess að stofna lánshæfi hins opinbera í hættu. Norski olíusjóðurinn hefur fjárfest fyrir yfir 60 milljarða króna í íslenskum ríkis- og fyrirtækjaskuldabréfum. Íslenskir bankamenn hafa sagt að sjóðurinn hafi tekið þátt í að stuðla að verulegri hækk- un skuldatryggingarálags íslensku bankanna. Talsmenn sjóðsins vildu í gær ekki tjá sig um þær fullyrðingar. Hlutabréf lækkuðu almennt í kauphöllinni á Íslandi í gær eins og víðast hvar annars staðar í heiminum en hlutabréfavísitölur lækk- uðu í flestum kauphöllum í Asíu, Evrópu og Ameríku. | 13 Fitch vill ákveðnari aðgerðir ríkisins Norðmenn með yfir 60 milljarða Fló á skinni >> 37 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu Nýtt orð yfir kaffitímann ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 19 15 0 4 /0 8 INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði eftir við- ræður við Mahmoud Abbas, for- seta Palestínumanna, í gær að hún hefði skipað Þórð Ægi Óskarsson sendiherra sérstakan sendifulltrúa í málefnum Palestínumanna. Mun hann hafa aðsetur á Íslandi en fara reglulega í heimsókn til svæðisins og að sögn ráðherra verða ígildi sendiherra í Palestínu. „Í öðru lagi þá var um það rætt hvort við gætum látið þessi mál til okkar taka, m.a. með því að bjóða saman palestínskum þingmönnum og ísraelskum hingað til lands til að eiga viðræður og tala líka við ís- lenska stjórnmálamenn.“ Aðspurð sagði Ingibjörg nokkra sérþekk- ingu á málefnum Mið-Austurlanda þegar vera fyrir hendi í ráðuneyt- inu. Palestínusamskipti efld Ráðherra skipar sérlegan sendi- fulltrúa Íslands Morgunblaðið/Frikki Fundur Saeb Erekat, Mahmoud Abbas og Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í gær.  Ísland getur | Miðopna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.