Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 23 Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Umræðan um breytingar ávaktafyrirkomulagiskurð- og svæfinga-hjúkrunarfræðinga hófst fyrir fjórum árum,“ segir Anna Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar á LSH og starfandi for- stjóri. „Þær áttu því ekki að koma neinum á óvart. En vissulega hef ég skilning á því að breytt vakta- fyrirkomulag, með skipulagðri viðveru um helg- ar sem þessi hópur hjúkr- unarfræðinga hefur ekki vanist, valdi óánægju.“ – Er von til þess að þið hverfið frá breytingunni? „Nei, það stendur ekki til að breyta þessari ákvörðun,“ segir Anna. Breytingin, sem gerð verður í þremur áföngum til áramóta, mið- ast að því að fjölga svokölluðum staðarvöktum, þar sem hjúkr- unarfræðingar eru í húsi í stað bak- vakta. Í dag eru t.d. engir skurð- eða svæfingahjúkrunarfræðingar á staðarvöktum á sjúkrahúsinu um helgar. Breytt vaktafyrirkomulag nær til 104 skurð- og svæfinga- hjúkrunarfræðinga og hafa 96 þeirra sagt upp störfum frá 1. maí nk. Sparnaður ekki meginmarkmið Anna segir markmiðið með breyt- ingunum margþætt, en að sparn- aður sé ekki meginatriðið. Ekki hafi komið niðurskurðarkrafa frá Vil- hjálmsnefndinni svokölluðu, líkt og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. Engu að síður sé það von stjórn- enda spítalans að þegar nýtt kerfi verði að fullu komið til fram- kvæmda muni það spara peninga, því veikindafjarvistir og yfirvinna minnki. „Við leggjum áherslu á að með breytingunni ætlum við okkur að auka öryggi sjúklinga,“ segir Anna. Það verði m.a. gert með því að fækka löngum vinnulotum hjúkr- unarfræðinganna, sem standi nú stundum vaktina í allt að sextán klukkutíma. „Þessar löngu lotur uppfylla hvorki vinnutímatilskipun ESB, sem ekki verður undan vikist, né vinnuvernd. Fjöldi rannsókna sýnir að á svo löngum vöktum minnkar einbeiting og mistökum fjölgar.“ Anna segir að eitt af því sem hjúkrunarfræðingarnir hafi áhyggj- ur af sé að í breyttu vaktafyr- irkomulagi þurfi þeir að sinna fjöl- breyttari verkefnum, t.d. vöktum á kvennasviði, sem þeir telji sig ekki hafa fulla þjálfun til. Við þessu verði brugðist með markvissri þjálfun áð- ur en breytingin tekur að fullu gildi. Hjúkrunarfræðingarnir hafa einnig gagnrýnt að með breyttu vaktafyrirkomulagi þurfi þeir að vinna meira fyrir lægri laun. „Við erum að taka upp staðarvaktir í stað bakvakta þar sem greidd er yf- irvinna og í einhverjum tilvikum þurfa þeir að hafa meiri viðveru,“ segir Anna. „Ég hef skilning á þeirra afstöðu en það breytir ekki því að við þurfum á þessari stað- arvakt að halda, líka um helgar.“ Mjög brýnt sé að hafa hjúkr- unarfræðingana á staðnum ekki bara í miðri viku heldur einnig um helgar þegar eitthvað óvænt komi upp, t.d. ef gera þurfi bráðakeis- araskurð um helgi. Annað sem hjúkrunarfræðingarnir hafa gagn- rýnt er að breytingin nái aðeins til þeirra en ekki annarra fagstétta á sjúkrahúsinu, s.s. skurð- og svæf- ingalækna. Anna segir það ekki rétt. Til standi að gera sambærilega breytingu á vaktafyrirkomulagi lækna og að viðræður um slíkt séu þegar hafnar og breytingin taki gildi fyrsta september. Að sögn Önnu var breyting á vinnufyrirkomulagi hjúkrunarfræð- inganna ákveðin af sviðsstjórum og framkvæmdastjórn spítalans en óskað hafi verið eftir samstarfi við hjúkrunarfræðingana um útfærslu og framkvæmd. „Því miður varð ekki af því,“ segir Anna. Hjúkr- unarfræðingarnir hafi allt frá upp- hafi verið harðir á því að hafna breytingunni alfarið, án þess að leggja eitthvað annað til. – Rússneskar stjórnunaraðferðir, sagði hjúkrunarfræðingur í Morg- unblaðinu nýverið. Er það svo? „Ég er ósammála því,“ segir Anna. „Hópurinn hefur vitað lengi að breytingarnar stæðu til og þeim var boðið til samstarfs um útfærslu. Þegar það náðist ekki þurftum við að grípa til þess að tilkynna þetta formlega. Hjúkrunarfræðingarnir kusu hins vegar að sætta sig ekki við boðaðar breytingar og sögðu upp.“ Spurð hvort hún hafi átt von á þeirri óánægju sem breytingin hafði í för með sér segir Anna svo ekki vera. „Ég átti ekki von á að upp- sagnirnar yrðu svona margar, að allur hópurinn myndi hafna breyt- ingunni. Það kom mér á óvart.“ – En hverjar telurðu skýring- arnar á þessari almennu óánægju? „Þeir vilja bara óbreytt fyr- irkomulag á vöktum,“ segir hún. Viðvarandi álag á spítalanum sé hins vegar ekki uppsprettan. „Við höfum gert breytingar hjá öðrum hópum hjúkrunarfræðinga, yfirleitt í sátt og samvinnu. Flestir hafa haft ríkan skilning á nauðsyn breyting- anna.“ Niðurstaða á elleftu stundu? – En hvað gerist fyrsta maí? „Ég veit það ekki – ég er hóflega bjartsýn á að það náist sam- komulag. Það er oft þannig að nið- urstaða næst á elleftu stundu og ég bind vonir við að það muni einnig gerast nú.“ Anna segir nú unnið að því að ræða við hjúkrunarfræðingana þar sem farið er yfir breytingar á vakta- fyrirkomulagi hvers og eins. Hún segir niðurstöður viðtalanna gefa ákveðnar væntingar. Hins vegar sé þegar ljóst að einhverjir muni hætta. „Hvernig sem þetta fer verður það blóðtaka fyrir spítalann, við megum ekki missa einn einasta hjúkrunarfræðing.“ Skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar séu dýrmætir starfsmenn með mikla þekkingu og reynslu og almennur skortur sé á hjúkrunarfræðingum. „Það mun því draga dilk á eftir sér kjósi margir að fara.“ Anna segir að neyðaráætlun verði undirbúin þegar árangur af viðtölum verði ljós. „Við vonum það besta en verðum að vera búin undir það versta,“ segir Anna. – Þegar þú lítur til baka, telurðu að hægt hefði verið að standa öðru- vísi að málum og ná samkomulagi án þess að til uppsagna þyrfti að koma? „Miðað við þær aðstæður sem við stóðum frammi fyrir tel ég okkur ekki hafa getað staðið öðruvísi að málum,“ segir Anna. Hóflega bjart- sýn á að sam- komulag náist „Það stendur ekki til að breyta þess- ari ákvörðun,“ segir forstjóri LSH Anna Stefánsdóttir leiddi ferlið til þess að samstaða næðist um stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels. Abbas fagnaði því að hafa fengið afhent trúnaðarbréf Þórðar Ægis Óskarssonar sendiherra, sem verð- ur nú sérlegur sendimaður Íslands gagnvart Palestínu. Utanrík- isráðherra telur að skilgreina megi nýja stöðu Þórðar sem sendiherra- ígildi. „Við erum ákaflega ánægð með þessa breytingu,“ sagði Abbas. „Þetta er býsna mikilvæg ákvörð- un og við metum hana mikils vegna þess að hún endurspeglar ekki aðeins vonir Íslendinga um að Palestínumenn og Ísraelar semji frið heldur líka þann áhuga sem al- þjóðasamfélagið sýnir málinu.“ kjon@mbl.is samkomulagi um friðsamlega lausn á Gaza milli deiluaðila.“ Nýtt embætti sérlegs sendimanns Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði á fundinum í Ráðherrabústaðnum að Íslendingar styddu eindregið friðarviðleitnina í deilu Palest- ínumanna og Ísraela. Vonandi en því miður tókst honum ekki að sannfæra þá. Ég vona að þeir hafi hlustað vel en heimsókn hans bar ekki góðan árangur. Ég vil einnig taka skýrt fram hér að ég er sem forseti Palestínu einnig ábyrgur fyrir örlögum 1,2 milljóna Gazamanna. Með aðstoð Mubaraks Egyptalandsforseta og stjórnar hans er ég að reyna að ná r breyt- rið- rs í ns,“ svar- im rétt il að ausnina inga sem við Ísrael lagt fram skerf“ Morgunblaðið/Frikki moud Abbas, forseti Palestínu, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á áðherrabústaðnum í Reykjavík gær. Í HNOTSKURN »Staða Abbas veiktist mjögfyrir nokkrum árum þegar flokkur hans, Fatah, missti þingmeirihlutann í hendur ofsa- trúaröflunum í Hamas- samtökunum. »Hamas-menn tóku öll völd áGaza í fyrra. Þótt Hamas- menn séu súnnítar hafa þeir lengi fengið stuðning frá Hiz- bollah, samstökum herskárra sjíta í Líbanon og bakhjörlum þeirra, klerkastjórninni í Íran. »Jimmy Carter, fyrrverandiBandaríkjaforseti, ræddi við æðstu menn Hamas í liðinni viku og segir að þeir hafi gefið fyrirheit um að grafa ekki und- an friðarsamningum verði þeir að veruleika. ðarinnar eirihlut- rn Pal- ða.“ stundum i, stund- a það … kap og a, eru brögð. ni viku. gt á bak að gang- fstæk- til árs- mistakist allri ela. Þá muni n við mun- is, hvort a, þjóð- fyrirvara. amas.“ ðið/Frikki eyndur EINN af þekktustu leiðtogum Pal- estínumanna síðustu árin er án efa Saeb Erekat, hinn 53 ára gamli að- alsamningamaður þeirra und- anfarinn áratug í viðræðunum við Ísraela. Hann er frá Jeríkó, hlaut menntun sína í hagfræði og stjórn- málafræði við háskóla í Bandaríkj- unum og Bretlandi og starfar sem háskólaprófessor. – Hvernig eru friðarhorfurnar núna ef þú berð þær saman við stöðu mála þegar þú byrjaðir? „Við eigum okkur langa sam- skiptasögu, Palestínumenn og Ísr- aelar,“ segir Erekat. „Og þetta er ekki einfalt mál að leysa, þetta er flóknara en landamæraþrætur milli Ekvador og Perú, erfiðara viðfangs en landhelgisdeilurnar ykkar á sínum tíma. Gyðingar í borginni minni hafa farið í sam- kunduhús í 5.700 ár, kristnir í kirkju í bráðum 2.000 ár og músl- ímar í mosku í meira en 1.350 ár. Þeir fara alltaf með sömu bæn- irnar og ekki má hnika einu orði, aldrei yrði hægt að semja um það. Þetta er deila sem snýst um svo margt. Um landamæri, um Jerú- salem, trú, öryggi, sálarástand. Fyrir 15 árum gátum við samn- ingamennirnir ekki sætt okkur við að sjá hver annan, við urðum að hafa vegg á milli í sjónvarps- viðtölum! Og við viðurkenndum ekki tilvistarrétt hver annars. Almenningur vill frið Núna styðja 70% aðspurðra í báð- um löndunum þá lausn að þjóð- irnar búi hvor fyrir sig í sjálf- stæðu ríki, hlið við hlið. Forseti Bandaríkjanna hefur lýst stuðn- ingi við þá lausn, Ísland eykur nú samstarf við Palestínustjórn. Skilaboðin sem ákvörðun ykkar merkir eru mikilvæg fyrir Palest- ínumenn, hvort sem þeir búa á Gaza eða í Jeríkó. Þetta merkir í eyrum þeirra að þeir eru ekki ein- ir í heiminum. Að heimurinn skilji vandann og vilji leysa hann. Ég held að við séum búin að ná miklum árangri.“ – En þetta lítur illa út núna... „Erfiðasti tími meðgöngunnar er sjálf fæðingin, þá er sársaukinn mestur. Ég held að Palestínumenn og Ísraelar séu að ganga í gegnum það skeið í friðarferlinu núna. Þetta er tími umskipta, þetta eru hvörf í sálfræðilegum skilningi, líka landfræðilegum og hvað varð- ar tilifinningu fyrir öryggi. Þetta er ekki auðveldur tími, alls ekki. Afurð eigin sögu En við eigum að halda áfram á þessari braut. Ég hef sagt: Ég vinn að friði af því að ég vil ekki að son- ur minn verði sjálfsmorðssprengj- umaður.“ – Tala margir Palestínumenn enn um slíkt fólk sem píslarvotta? „Allar þjóðir eiga sína menn- ingu og sögu, þið eigið ykkar menningu og ég lít ekki niður á hana. Við erum afurð okkar eigin menningar. Fólk af minni kynslóð vill semja frið, við viljum vernda lífið. Ég hef trú á að við Palestínumenn og Ísr- aelar munum að þessu sinni ná því takmarki að semja um frið.“ – Hefð er fyrir því í ritum íslams að tala um bráðabirgðafrið, hudna. Þá er ætlunin að nota tím- ann til að eflast og hjóla seinna í andstæðinginn. Verður þetta raunverulegur friður? „Já þetta verður raunverulegur friður.“ Fæðingin sársaukafyllsti hluti meðgöngunnar Morgunblaðið/Frikki Samningamaðurinn Saeb Erekat: „Ég vinn að friði af því að ég vil ekki að sonur minn verði sjálfsmorðssprengjumaður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.