Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Okkur finnst frá- bært að hafa átt svona góða og æðislega ömmu. Þegar við vorum litlar fórum við alltaf til ömmu á daginn og fengum alltaf hjá henni kökur og kakó og sögðum henni allt sem var að gerast í lífi okkar, við treystum henni fyrir öllu og sögðum henni stór leynd- armál. Amma var alltaf konan sem maður gat leitað til þegar eitthvað bar á brjósti. Oft þegar við fórum saman til ömmu hélt fólk að við vær- um að fara þangað til að sníkja okk- ur inn aur en við litum alltaf á hana sem bara eina af okkar betri vinkon- um. Einu sinni þegar hún bjó á Snorrabrautinni hringdum við í hana og sögðum henni að við ætl- uðum að koma til hennar, en komum svo ekki og hún hringdi mjög oft í okkur og var orðin mjög sár og pirr- uð útí okkur útaf því við komum ekki en síðan komum við til hennar seinna um daginn og höfum aldrei séð hana jafn ánægða á svip áður. Alltaf þegar við fórum til hennar vildi hún vera að gefa okkur þótt það væri matur, peningar, pillubox, klútar eða annað. Í hvert skipti sem við fórum til hennar spurði hún alla- vega 7 sinnum hvort við vildum fá Ingibjörg Þorsteinsdóttir ✝ Ingibjörg Þor-steinsdóttir fæddist á Þver- hamri í Breiðdal 23. apríl 1917. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 25. mars síð- astliðinn og var jarðsungin frá Laugarneskirkju 3. apríl. eitthvað að borða eða drekka, hún vildi sko ekki að okkur liði illa hjá sér og reyndi þannig allt til þess að við kæmum daginn eftir. Núna er amma okk- ar á góðum stað með manninum sínum, syni sínum, systkinum og fleirum ættingjum sínum. Við vitum að henni líður vel núna og er á öruggum stað og við erum mjög ánægðar með það. Hvíl í friði, amma Gull. Við elskum þig. Diljá og Kolfinna. Nú kveðjum við Immu móður- systur okkar. Hún var elst systkina sinna sem öll eru farin áður. Hún saknaði þeirra mikið og þótti ekki réttlæti í því að vera ein orðin eftir. Imma var falleg, góð, skemmtileg, fróð, bókmenntaþyrst, ljóðelsk og á allan hátt yndisleg. Hún var glæsi- leg kona og mjög vinmörg. Þær mamma voru fæddar hvor á sínu árinu í fallegu sveitinni þeirra, Breiðdalnum. Þær voru afskaplega góðar vinkonur alla ævi og sá vin- skapur átti ekki síst þátt í því að hlúa að og halda saman fjölskyld- unni okkar. Þótt Imma hafi ekki búið í húsi stórfjölskyldunnar á Hrísateigi þá var hún þar mjög oft. Í því húsi bjuggu afi og amma ásamt börn- unum sínum, Rósu, Ragnari og Margréti, og þeirra fjölskyldum. Þar var líf og fjör, landsmálin rædd, spilað – að sjálfsögðu bridge, lesin ljóð og saumaðir kjólar. Á meðan mamma var að vinna hjálpaði Imma oft við heimilisstörfin og uppeldið á okkur systrunum. Hún sá um að við borðuðum matinn okkar og kom okkur svo í rúmið, vel þvegnum og greiddum. Síðan kom amma og signdi yfir hvert barn. Allar eigum við systurnar Immu mikið að þakka, en þó Anna Þóra sýnu mest. Allt frá fæðingardegi hennar átti hún sérstakt pláss í hjarta Immu, kannski vegna þess að á þeim sama degi hefði drengurinn sem hún missti orðið átta ára gam- all. Imma var boðin og búin að gera allt sem hún gat fyrir hana. Fyrsta heimili Önnu Þóru og Sveins var hjá Immu og fyrstu börnin þeirra fædd- ust inni á hennar heimili, enda var hún þeim ævinlega sem önnur móð- uramma og þau elska hana sem slíka. Mamma hélt heimili fyrir afa og ömmu, en eftir að þau dóu bjuggu þær Imma og mamma saman ásamt Sigrúnu systur okkar. Þetta voru skemmtileg ár þar sem þær nutu samveru og stuðnings hvor af ann- arri. Seinna fluttu þær hvor í sína íbúðina í nýju húsi á Snorrabraut- inni. Þrátt fyrir að vera ólíkar manneskjur áttu þær þó ótalmargt sameiginlegt og voru yfirfullar af elsku hvor til annarrar. Á síðustu árum áttu æskuárin í sveitinni oft hug Immu. Rifjaði hún upp margar skemmtilegar sögur þaðan af leikjum krakkanna, dýr- unum og náttúrunni. Hestarnir og bæjarlækurinn voru henni sérlega hugleikin. Á heiðskírum nóttum virðist hljóðlega fetað af stjörnu á stjörnu – okkur heyrðist einhver stikla himingeiminn eins og læk (H.P.) Við óskum elsku Immu okkar vel- farnaðar á ókunnum stigum. Drott- inn blessi hana. Ágústa, Anna Þóra, Sigrún og Margrét. AKRANESKIRKJA | Skáta- messa kl. 11. Ávarp skáta, Svannakórinn syngur. Skrúð- ganga frá Skátahúsinu kl. 10.30. Fögnum sumri og fjölmennum. ÁSKIRKJA | Barnaguðsþjón- usta kl. 11 í umsjón Elíasar og Hildar Bjargar. Síðasta samverustund sunnudaga- skólabarnanna í vetur og kveðja þau Engilráð önd og Rebbi refur í bili. Börnin fá sumargjöf að skilnaði og eft- ir samveruna verða í boði pylsur af grillinu og hollir drykkir með. Sóknarprestur. BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 13.30. Skátar taka þátt í athöfninni. Organ- isti Steinunn Árnadóttir. BÆGISÁRKIRKJA | Ferming kl. 14. Fermd verður Heiða Ösp Sturludóttir, Þúfnavöll- um. Sóknarprestur. DIGRANESKIRKJA | Skáta- messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigur- jónsson, organisti Kjartan Sigurjónsson. Skátar sjá um messuna. www.digranes- kirkja.is. EIRÍKSSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Fermdur verður Björgvin Jóhannsson Reynihvammi 2, Fellabæ. Organisti Drífa Sigurðardóttir og félagar úr kór Áskirkju í Fellum syngja. Sóknarpresturinn, Lára G. Oddsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingamessa kl. 14. Fermd verða: Birta Marselía Öss- urardóttir, Dóra Björg Árnadóttir, Hrafnhild- ur Olga Hjaltadóttir, Sigurjón Ingi Hilmars- son, Sunneva Sigríður Júlíusdóttir, Þorgils Eiður Einarsson, Ingólfur Hersir Stein- grímsson og Hjálmar Forni Sveinbjörns- son. Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar og predikar fyrir altari. HJALTASTAÐARKIRKJA | Messa kl. 14. Fermd verður Glódís Sigmundsdóttir, Ekru. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA | Skátaguðsþjónusta 12.30. Prestur er sr. Sigfús Baldvin Ingva- son. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar. LAUGARNESKIRKJA | Fermingarmessur verða haldnar kl. 11 og 13.30. Sóknar- prestur, meðhjálpari, kór og organisti safn- aðarins þjóna ásamt fulltrúum Kvenfélags Laugarneskirkju. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Fögnum sumri með skátamessu kl. 11. Skátasöngvar sungnir, skátavígsla og Hannes Garðars- son skáti flytur hugvekju. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA | Skátamessa kl. 11. Skrúðganga fer frá Sandvíkurskóla kl. 10.30. Á uppstigningardag, 1. maí er messa kl. 11. Heldri borgarar aðstoða við messugjörðina. Sr. Gunnar Björnsson. SELJAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 13.30. Guðsþjónusta 27. apríl kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason predikar, kirkjukórinn leiðir söng, organisti Jón Bjarnason. Guðs- þjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Fermingarmessa kl. 11. Fermdur verður, Heiðar Örn Hönnu- son, Hlíðarvegi 78. Einsöngvari er Emanúel Pugi og organisti Gunnhildur Halla Baldurs- dóttir. Kór kirkjunnar leiðir söng. Sunnu- dagskólinn kl. 11. Dagmar Kunakova leikur á gítar. Boðið upp á grillaðar pylsur. Um- sjón hefur starfsfólk sunnudagaskólanna. Spilakvöld aldraðar og öryrkja kl. 20. Um- sjón hafa félagar í Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríður Helga Sigurðardóttir, Gunnhildur Halla Baldursdóttir og sóknarprestur. Eiríksstaðakirkja Morgunblaðið/Sigurður Ægisson LOKAKEPPNI íslenskra grunn- skóla í BEST-stærðfræðikeppninni (sem áður hét KappAbel) er haldin í Kópavogi í gær og í dag, 22. og 23. apríl. Þema keppninnar 2007-2008 er „Stærðfræði og dýr“. Sýning á þemaverkefnum kepp- enda í 9. bekk í níu grunnskólum á landinu var opnuð af Gunnari Birg- issyni bæjarstjóra í Náttúru- fræðistofunni í Kópavogi í gær- morgun. Sýningin stendur fram á sunnudag 27. apríl. Stærðfræðikeppnin á rætur sínar í Noregi og tekur Ísland nú þátt í henni í sjöunda sinn. Keppnin hefur gengið undir heitinu KappAbel og verið kennd við norska stærðfræð- inginn Niels Henrik Abel (1802- 1829), sem Abelsverðlaunin heita eftir, en þeim hefur verið jafnað við Nóbelsverðlaunin. Hér eftir verður hvert ríki Norðurlandanna að hafa sitt eigið nafn á keppninni. Íslenska heitið er BEST og stendur fyrir það að bekkirnir keppi í stærðfræði. Hvað eru dýrin lengi að ferðast á eigin hraða um hálfan hnött? Keppnin, sem íslenskir 9. bekkir hafa tekið þátt í síðan haustið 2001, hefur auk þemaverkefnisins snúist um að gefa nemendum kost á að spreyta sig á góðum stærð- fræðiþrautum, vinna saman og færa rök fyrir máli sínu. Þess má geta að 9. bekkur í Digranesskóla hefur sigrað í tvígang í stærð- fræðikeppninni undir stjórn Þórðar St. Guðmundssonar kennara. Í verkefni nemenda úr Digranes- skóla var velt upp spurningum eins og hve mikil ull fæst af einni kind, hve mikið garn fæst úr ullinni og hvað er hægt að gera við hana? Nemendur Hrafnagilsskóla í Eyjafirði velta fyrir sér kúm al- mennt og afurðakúnni Obbu. Dæmi um spurningar: Hve langan tíma tekur Obbu að fylla sundlaug af mjólk? Hver stór hluti er mjólkin hennar Obbu af heildarframleiðslu MS? Nemendur í Síðuskóla á Ak- ureyri velta fyrir sér hvað tiltekin dýr eru lengi að ferðast á eigin hraða um hálfan hnöttinn? Hvar eru þau stödd þegar hið fyrsta kem- ur í mark? Fræðast má nánar um stærð- fræðikeppnina á eftirfarandi slóð: http://staerdfraedin-hrifur.khi.is/ BEST-stærðfræði- keppnin í Kópavogi Dýrin og stærðfræðin Hve lengi er Obba að fylla sundlaug af mjólk? MESSUR SUMARDAGINN FYRSTA FRÉTTIR ✝ Guðrún fæddist íHringsdal í Arn- arfirði 12.9. 1914, dóttir hjónanna Ein- ars Bogasonar, út- vegsbónda, kennara og fræðimanns, f. 11.1. 1881, d. 4.10. 1966, og Sigrúnar Önnu Elínar Boga- dóttur, f. 21.1. 1881, d. 9.5. 1965. Systkini Guðrúnar eru: Lilja, f. 13.12. 1909, d. 2001, Arndís, f. 28.10. 1911, d. 1990. Bogi, f. 27.11. 1915, d. 2001, Svava, f. 21.2. 1917, Hulda, f. 25.1. 1919, d. 2002, Ás- dís, f. 29.4. 1923, d. 1996, Lára, f. 28.12. 1925, d. 1975. Guðrún á eina dóttur, Sigrúnu A.E. Stefánsdóttur hjúkr- unarfræðing, f. 7.5. 1960. Faðir hennar er Stefán Íslandi óp- erusöngvari, f. 6.10. 1907, d. 1994. Maki Sigrúnar er Elís Örn Hinz, f. 21.10. 1959. Sonur þeirra er Einar Theodór Hinz. Einnig á Sigrún Arnar Hrafn Gylfason, f. 17.1. 1980. Faðir hans er Gylfi Þór Pálsson. Guðrún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Reykjavíkur 1937 og hjúkr- unarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1943. Hún stundaði fram- haldsnám í geð- hjúkrun við St. Hans Hospital í Hróarskeldu 1946, og framhaldsnám í blóðmeinafræðum við Centrallabo- ratoriet við Finsens Institute í Kaupmannahöfn 1947 til 1948. Hún hóf störf sem yfirhjúkr- unarkona við rannsóknardeild St. Jósefsspítala, Landakoti, 1. októ- ber 1948 og starfaði þar óslitið til 1. september 1984 er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Guð- rún átti heimili á Kleppsvegi 2 frá 1959 þar til heilsu og krafta þvarr. Hún dvaldi á Hjúkr- unarheimilinu Holtsbúð í Garða- bæ síðustu æviárin. Guðrún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Hún Dúna, ömmusystir mín, var falleg og glæsileg kona, með dökkt hárið uppsett, síðar knallstutt, grá- sprengt og smart. Hún var tíður aufúsugestur á Hjallaveginum hjá ömmu, sem var athvarf systranna og eina bróðurins, hans Boga. Amma og Dúna voru samrýndar systur og líkar. Þær gátu talað um alla heima og geima, stundum klukkutímunum saman í símann, svo mörgum þótti nóg um. Hún, eins og svo margir, missti mikið þegar amma dó, sína bestu vin- konu. Hún hélt þó alltaf tryggð við Hjallaveginn, þó svo lengra liði milli heimsókna, en oft voru þær framhald af löngum gönguferðum hennar um hverfið, hluti af hennar daglega lífi. Þá mætti hún í eldhús- ið, geislandi og frísk í skærlituðum sportgallanum og fékk að heyra sögur af fjölskyldunni. Henni var annt um heilsuna og lifði heilbrigðu lífi. Hún var líka óþreytandi við að boða fagnaðarerindið um heilbrigð- an lífsstíl og þær voru margar ræð- urnar, sem haldnar voru, um skað- semi reykinga og áhrif þeirra á útlit og heilsu, sem maður hefði betur hlustað á. Dúna var fylgin sér. Hún reyndi líka að innprenta manni þann góða sið að kaupa aldr- ei neitt nema að eiga fyrir því, regla sem hún fór eftir. Hún var sjálfstæð og var mikið í mun að vera engum háð. Kom sér ein og óstudd upp fallegu heimili á Kleppsveginum, sem hún innréttaði smekklega og stílhreint enda mikill fagurkeri. Tónlist var hennar líf og yndi og þá sérlega söngur. Því hef- ur sennilega fáum komið á óvart að hún skyldi falla fyrir manninum með langfallegustu röddina honum Stefáni og sú ást var gagnkvæm. Með honum eignaðist hún hana Sig- rúnu sína, sem var ljósið í lífi henn- ar og var henni ómæld uppspretta hamingju. Dúna gat verið hvöss við þá sem henni stóðu næst en það var vegna þess að hún bar hag þeirra fyrir brjósti og vildi veg þeirra sem mestan. Allt sem hún gerði gerði hún af ást og af henni átti hún nóg. Við frænkurnar náðum betur sam- an þegar ég var orðin stálpuð og sóttum við saman ótal tónleika. Oft áttum við skemmtileg samtöl á eft- ir. Hún gat verið óvæginn gagnrýn- andi en hún var líka hrifnæm, þá gátu tárin runnið og eftir á var flogið hátt. Þegar ég lít til baka og minnist hennar Dúnu, hugsa ég til þess hversu kær hún var mér og ég sé hvílík forréttindi það voru að alast upp með slíka manneskju nálægt sér. Hinn stóri systkinahópur frá Hringsdal hefur svo sannarlega sett mark sitt á tilveruna. Sögurnar úr Hringsdalnum, sem oftar en ekki voru rifjaðar upp þegar systk- inin komu saman, sumar sorglegar en langflestar þó í léttari kantinum, skemmtisögur af fjölskrúðugum og ólíkum systkinum, ylja manni og þangað er hægt að sækja styrk og birtu þegar á bjátar. Dúna var vön að kveðja sína nánustu með stórum kossi og skilja eftir rautt varalitar- far. Þegar ég kvaddi hana í síðasta sinn, hugur hennar og sál löngu farin til annars og betri staðar en hjartað svo sterkt að það neitaði að gefast upp, kvaddi hún mig líka með kossi þó að ekki fylgdi varalit- arfarið með en það gerir ekkert til því það er fast í hjarta mínu. Hafðu þökk fyrir allt, kæra, besta frænka. Arndís Björk. Guðrún Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.