Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 15 MENNING ÁHUGAFÓLK um bókmenntir hefur beðið ákvörðunar son- ar Vladimirs Nabokovs heit- ins um örlög handrits að skáldsögu hans óbirtri um ára- bil. Rithöfund- urinn skildi eftir fyrirmæli um að handritið ætti að brenna eftir hans dag, en nú hefur sonur hans, Dmitri Nabokov, tekið af skarið og ákveðið að bókin Frummyndin af Láru verði gefin út og komi fyrir sjónir almennings. „Ég er tryggur sonur og velti þessu lengi fyrir mér. Þá birtist faðir minn mér, brosti kaldhæðn- islega og sagði: „Þetta er nú meiri klípan sem þú ert kominn í. Í guð- ana bænum láttu bara gefa þetta út,““ sagði Dmitri Nabokov í sam- tali við þýska vikuritið Der Spiegel. Hann hefur áður haldið því fram að í þessu verki hafi sköpunargáfa föður hans náð nýj- um hæðum. Dmitri hefur verið gagnrýndur fyrir hversu tvístíga hann hefur verið í málinu í gegnum tíðina og sakaður um að draga ákvörðunina á langinn að óþörfu en nú eru rúm þrjátíu ár síðan Vladimir lést og spurningin um örlög handritsins kom upp. Bókin er varðveitt á fimmtíu pappaspjöldum í sviss- nesku bankahólfi. Bókin ekki brennd Síðasta skáldsaga Nabokovs gefin út Vladimir Nabokov SÖNGLEIKURINN Gone With The Wind var frumsýndur fjölmiðla- fólki í New London Theatre í Lond- on í gærkvöldi en því hefur verið spáð að uppfærslan muni ganga illa þar sem hún sé alltof löng (3,5 klst) og þar að auki drepleiðinleg. Sýn- ingin er sú kostnaðarsamasta sem sett verður upp í leikhúshverfinu West End á þessu ári. Margaret Martin, læknir í Los Angeles, skrifaði handritið að söng- leiknum upp úr 1.000 bls. skáldsögu Margaret Mitchell. Martin hefur aldrei áður skrifað leikverk, hvorki leikrit né söngleik. Sýningin fór illa af stað á dögunum þegar ein leik- kvenna slasaðist á fæti á forsýningu og nokkrum dögum síðar varð að fresta annarri forsýningu vegna breytinga, śkveðið var að stytta verkið eftir prufukeyrslu sem reyndist mörgum áhorfendum svo erfið að þeir gengu út. Sýningin var þá rúmir fjórir tímar að lengd. Þær sögur hafa gengið af sýningunni að henni hafi verið flýtt af fjárhags- ástæðum og hún því í raun ekki tilbúin. Með aðalhlutverk fara Dar- ius Danesh, sem tók þátt í Pop Idol 2001 og leikur Rhett Butler, og óþekkt leik- og söngkona, Jill Paice, fer með hlutverk Scarlett O’Hara. Óbærileg leiðindi? Kvikmyndin fræga Clark Gable og Vivien Leigh á veggspjaldi Gone With the Wind. DAGSKRÁIN „… og fjöllin urðu til“ byggist að miklu leyti á ljóðum Halldórs Laxness. Í kvöld, á fæðingardegi skálds- ins, verða haldnir tónleikar í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna í tilefni af útgáfu sam- nefnds geisladisks. Bjarki Bjarnason og Sig- urður Ingvi Þorsteinsson tóku dagskrána saman og fram koma þau Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari og Þór- unn Lárusdóttir leikkona. Dagskráin hefst klukkan 20.30, allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Tónlist Ljóðin sungin á afmæli skáldsins Þórunn Lárusdóttir MOSFELLSKÓRINN fagnar tvítugsafmæli sínu með tón- leikum í Austurbæ í kvöld. Þar flytur kórinn úrval laga sem hann hefur haft á dagskrá í gegnum tíðina ásamt nýju efni. Kórstjóri hefur frá upphafi verið Páll Helgason. Í tilefni afmælisins leikur hljómsveit með kórnum að þessu sinni og hana skipa þeir Óskar Einarsson hljómborðs- leikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Gunn- laugur Briem trommuleikari og Sigurgeir Sig- mundsson gítarleikari. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangs- eyrir er 2.000 krónur. Tónlist Tvítugsafmæli Mosfellskórsins Gunnlaugur Briem KARLAKÓRINN Stefn- ir heldur fyrstu vortón- leika sína í Langholts- kirkju í kvöld. Flutt verða lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Gunn- laug S. Snævarr, Sig- valda S. Kaldalóns og fleiri. Stefnir telur um fimmtíu félaga, kórstjóri er Gunnar Ben. og undirleikari Judith Þorbergsson. Kórinn heldur vortónleikaröðinni áfram í Víði- staðakirkju og Hlégarði í maí og í sumar liggur leiðin síðan austur í Mývatnssveit, á Eskifjörð, Egilsstaði og Vopnafjörð. Tónleikar karlakórsins í Langholtskirkju hefj- ast klukkan 20 í kvöld. Tónlist Fyrstu vortónleikar karlakórsins Stefnis Langholtskirkja Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is DEGI BÓKARINNAR verður fagn- að með margvíslegum hætti í dag. Rithöfundasamband Íslands ákvað að nota tækifærið til þess að heiðra Stein Steinarr, en öld er liðin frá fæðingu hans í ár. Á dagskrá sem haldin verður í Iðnó í kvöld koma ólík skáld fram og lesa ljóð eftir Stein og fjalla um verk hans frá eigin brjósti, þau Bragi Ólafsson, Gerður Kristný, Kristján Þórður Hrafnsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Matthías Johann- essen, Óskar Árni Óskarsson og Sig- urður Pálsson. „Steinn satt að segja var mikill áhrifavaldur í mínu lífi,“ segir Pétur Gunnarsson, formaður Rithöfunda- sambandsins og einn skipuleggjenda dagskrárinnar. „Ég las hann mjög mikið á unglingsárunum og sem ung- ur maður. Þá var hann minn sálu- félagi. Þetta er skáld sem maður gat leitað til bæði með sín áhugamál og áhyggjumál. Hann talar beint til manns.“ Kynnin endurnýjuð „Ég lít svo á að það sé heilmikið verk að halda þessum skáldum okkar inni í myndinni. Það er svo margt sem bætist við og margt sem gerist og alltaf meira og meira, örar og ör- ar. Það er hætta á því að skáld og rit- höfundar, sama hvað þau eru góð, gleymist eða þokist úr sjónmáli. Það finnst mér að megi alls ekki gerast með Stein og svona dagskrá er alveg rakið tækifæri til þess að endurnýja kynnin,“ segir Pétur. Hann segir alltaf hættu á því að þegar skáld hverfi af sjónarsviðinu dofni minning þeirra smám saman. Stundum geti það verið eðlileg þró- un. „Það verður alltaf að vera inn- stæða fyrir því að skáld sé lesið og sé í umferð. Ef efni er gjörsamlega komið úr takti við tímann er kannski eðlilegt að það þoki til hliðar, en það á alls ekki við um Stein. Ég held að hann eigi mikið erindi við okkur í dag og hafi náð því að verða sígildur.“ Heildarsafn ljóða Steins Steinars var endurútgefið á dögunum eftir að hafa verið ófáanlegt um nokkurt skeið. „Á sínum tíma var það mikið keypt til fermingargjafa, sem er dá- lítið merkilegt af því að Steinn var svo mikið uppreisnarskáld á sínum tíma og þótti ekki sérstaklega fínn pappír í betri kreðsum. Svo náði hann þessari stöðu að verða svona sjálfkrafa fermingargjöf. Það er náttúrlega annað sem við erum alltaf að hugsa um, að viðbrögðin við skáldum mega ekki verða svona sjálfkrafa. Þess vegna er ég spennt- ur að heyra í þessum ólíku skáldum, sem hvert hafa sinn vinkil á Stein Steinarr. Dagskráin hefst klukkan átta og aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Auk fyrr- nefndra skálda koma fram Þórður Helgason skáld og bókmenntafræð- ingur sem flytur erindi um áhrif Steins á næstu kynslóðir skálda og Guðmundur Ólafsson leikari sem les úr prósa Steins. Þá syngur Kvennakór við Háskóla Íslands lög við ljóð hans undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Sálufélaginn Steinn  Rithöfundar fagna aldarafmæli Steins Steinars með afmælisdagskrá í kvöld  „Heilmikið verk að halda þessum skáldum okkar inni í myndinni“ Morgunblaðið/hag Formaðurinn Pétur Gunnarsson undir vökulu auga Steins Steinarr. „ÉG BYRJAÐI að læra þegar ég var fjögurra ára svo ég hef alla ævi verið að spila á fiðlu. Þetta er líka bæði gefandi og það sem mér finnst skemmtilegast að gera. Ég fór að taka þetta alvarlega á unglingsár- unum og síðan þá hefur þetta bara verið lífið,“ segir Helga Þóra Björg- vinsdóttir fiðluleikari sem heldur í kvöld sína fyrstu einleikstónleika á Íslandi eftir áralangt nám erlendis. Tónleikarnir eru hluti af tónleika- röðinni Tónsnillingar morgundags- ins. Eftir að Helga Þóra lauk prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2004 lá leið hennar til Berlínar í fram- haldsnám í listaháskólanum UDK og þaðan útskrifaðist hún með hæstu mögulegu einkunn í fyrra. Nú er hún sest að í París og stund- ar þar frekara nám í fiðluleik. „Ég myndi helst vilja vinna í Frakklandi, Þýskalandi eða hérna á Íslandi,“ segir Helga Þóra og segir ýmsa möguleika opna nýútskrifuðu tónlistarfólki hérlendis. „Það er hægt að gera margt á Íslandi. Það er hægt að kenna og það er hægt að búa sér til tækifæri til að spila.“ Í kvöld flytur Helga Þóra sónötur eftir Bach, Prokofiev og Debussy. Tónleikarnir hefjast í Salnum í Kópavogi klukkan 20. Lífið er fiðluleikur Morgunblaðið/Valdís Thor Fiðla Helga Þóra kemur fram á sínum fyrstu einleikstónleikum í kvöld. Hlaut hæstu mögulegu einkunn við útskrift úr framhaldsnámi í Berlín Ég geng í hring í kringum allt, sem er. Og innan þessa hrings er veröld þín. Minn skuggi féll um stund á gluggans gler. Ég geng í hring í kringum allt, sem er. Og utan þessa hrings er veröld mín. (Steinn Steinarr) Utan hringsins LINDA Vilhjálmsdóttir er einn þeirra rithöfunda sem taka þátt í hátíðarhöldunum í Iðnó í kvöld. Hún valdi að lesa og fjalla um ljóðið hér að ofan, „Utan hringsins“ sem kom fyrst út í bókinni Ferð án fyr- irheits árið 1942. „Mér finnst það segja mikið í ofsalega stuttu máli,“ segir Linda. Steinn Steinarr var í miklu uppá- haldi hjá henni áður fyrr, en það hefur breyst. „Hann var það þegar ég var unglingur, en það hefur dofnað yfir því með árunum.“ Hún segist ekki hafa lesið ljóð hans í nokkurn tíma, en við und- irbúning dagskrárinnar í Iðnó hafi hún kynnst þeim á ný. „Það kom mér svolítið á óvart þegar ég fór að leita að ljóði til þess að lesa, hvað þau voru öll keimlík og hvað mér fannst hann með svipað yrkisefni í gangi í öllum sínum ljóðum, svona þrjú þemu eða svo.“ Segir mikið í stuttu máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.