Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 36
... í talsverðri fjarlægð frá öllum Stillerunum, Sandlerunum og Ferrellunum sem hafa tröllriðið þessari kvikmyndagrein… 38 » reykjavíkreykjavík SÝNING á leikriti Vest- urports, Kommúnunni, hef- ur notið mikillar athygli í Mexíkó og þá fyrst og fremst vegna þátttöku mexíkóska leikarans Gael García Bernal í uppfærslunni. Sýningin hefur hlotið misjafna dóma í mexíkóskum fjölmiðlum. Dagblaðið La Jornada segir að sýningin endurspegli ekki hippahreyfinguna eins og hún hafi verið á 8. áratugnum og El Universal segir Gael hafa borið af öðrum leik- urum í sýningunni en erfitt hafi þó reynst að lesa þýðingar á ís- lenskum leiktexta, sem birt- ar voru á hliðarskjáum. Bernal sagði m.a. á blaða- mannafundi vegna sýning- arinnar, sem Gísli Örn Garð- arsson, leikstjóri verksins, sat einnig, að það hefði verði ótrúlega skemmtilegt að fá að vinna með spænsku leik- konunni Elenu Anaya enda hafi þau verið vinir í tíu ár. Þá fór Gael fögrum orðum um reynslu sína af því að leika á Íslandi og sagðist fullur orku eftir dvölina. Misjafnlega tekið Gael García Bernal  Tímaritið Reykjavík Grape- vine og tónlist- arbúllan Organ boða til sum- arglaðnings á Organ í kvöld. Fram koma sveitirnar Seabear, Skátar, Kimono og Swords of Chaos auk þess sem von er á sér- stökum heiðursgestum, þeim Magn- úsi Kjartanssyni og Möggu Gauju Magnúsdóttur en saman hyggjast þau flytja hið sígilda lag „Sólar- samba“ sem fyrst heyrðist í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 1988. Lagið á 20 ára afmæli núna í vor og því var það talið tilvalið að dusta rykið af þessum þemasöng ís- lenska sumarsins og kynna það von- andi fyrir nýjum kynslóðum. Lagið þykir um margt byltingarkennt en eitt af því sem texti lagsins inn- leiddi í nútímamál er orðið „bongó- blíða“ sem er nú hverju mannsbarni tamt. Reikna má með því að fagn- aðarlætin berist langt út á götu í Veltusundinu þegar feðginin Maggi og Magga stíga á svið en heyrst hef- ur að þau hafi þegar pantað þrjár tequila-flöskur upp á svið fyrir at- riði sem tekur víst ekki lengri tíma en 10-15 mínútur. Sól, samba og þrjár tequila-flöskur  Eins og kom fram á mbl.is í gær eru Evróvisjón-veðbankarnir farnir að spá því að framlag Rússa fari með sigur af hólmi í Serbíu í næsta mánuði. Samkvæmt þessum sömu veðbönkum eru líkurnar á því að Eurobandið fái flest stig 1 á móti 33 sem telst nokkuð slappt en myndbandið virðist ekki hafa gert mikið gagn þar. Í ljósi þessa mega landsmenn búast við því að á næstu dögum lýsi Evróvisjón-fararnir því yfir að það væri í sjálfu sér „mikill sigur“ að komast upp úr forkeppn- inni. Markið sett lægra?  Duggholu- fólkið í leikstjórn Ara Krist- inssonar vann aðalverðlaunin (Golden Sprockets Award) í flokki kvikmynda fyrir börn á aldrinum 8- 10 ára á Sprockets-kvikmyndahá- tíðinni í Toronto um síðustu helgi. Veitt voru aðalverðlaun fyrir bestu mynd fyrir aldurshópinn 8-10 ára annars vegar og hins vegar ald- urinn 11-12 ára. Sprockets-kvikmyndahátíðin (Sprockets Toronto International Film Festival for Children) var haldin dagana 12.-18. apríl sl. og mun vera ein virtasta barnamynda- hátíð í heimi. Duggholufólkið var svo opnunarmynd barnamyndahá- tíðarinnar í Kristiansand sem hófst á mánudaginn. Duggholufólkið fær gull í Toronto „ÉG hef nú ekki alveg tölu á þessu, en næsta vor verða liðin 20 ár frá því við byrjuðum með þessa seríu. Þá langar okkur til að loka hringn- um og loka þessu 20 ára tímabili,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, for- sprakki Spaugstofunnar. Síðasti þáttur þeirra félaga þenn- an veturinn verður sýndur næst- komandi laugardagskvöld, og verð- ur það þáttur númer 333 frá upphafi. Aðspurður segist Karl Ágúst telja að þar sé um einhvers konar heimsmet að ræða, að minnsta kosti í þessum flokki sjón- varpsþátta. „Ég hugsa það nú, en það fer nú kannski svolítið eftir því hvernig þetta er reiknað. Ef við skoðum leikna gamanþætti í sjón- varpi með sömu höfundum og sömu áhöfn allan tímann held ég að þetta hljóti að vera heimsmet,“ segir hann en leggur um leið áherslu á að líklega sé enginn þáttur eins og Spaugstofan sýndur í heiminum. „En auðvitað eru svona frétta- tengdir þættir keyrðir víða og sem dæmi má nefna Saturday Night Live sem hefur verið sýndur í bandarísku sjónvarpi í eitthvað yfir 30 ár. En þar er hins vegar skipt um áhöfn reglulega, og búið að fara í gegnum marga hópa.“ Ala upp nýja kynslóð Spaugstofan er stöðugt í efstu sætum á listum Capacent Gallup yf- ir vinsælustu þættina í íslensku sjónvarpi, og sem dæmi má nefna að þáttur þeirra félaga sem sýndur var hinn 12. apríl mældist með 44,3% uppsafnað áhorf. Hvernig tel- ur Karl Ágúst að standi á þessum óþrjótandi vinsældum? „Vænt- anlega er það vegna þess að fólk hefur ennþá gaman af okkur, ég held að það sé stærsta skýringin. Við erum náttúrlega að fjalla um líð- andi stund, og þar af leiðandi veru- leika fólks sem er að horfa á okkur. Og ég vænti þess að við séum að gera það á þann hátt að fólk vilji frekar sjá það frekar en missa af því,“ segir hann. En ætlið þið nokkuð að rugga bátnum þegar það gengur svona vel, og gera einhverjar róttækar breyt- ingar síðasta veturinn? „Við erum svo sem ekkert farnir að ræða næsta vetur, en við erum alltaf opnir fyrir nýjum hlutum og reynum reglulega að sprengja rammann og gera eitt- hvað sem við höfum ekki gert áður. Við höldum því áfram, enda mynd- um við ekki nenna að standa í þessu ef við værum að gera það sama dag eftir dag,“ segir Karl Ágúst, en meðal þeirra breytinga sem gerðar hafa verið má nefna þann fjölda aukaleikara sem hefur komið fram í þáttunum í vetur, og mun halda því áfram þann næsta. „Þetta er nefnilega líka liður í því að ala upp nýja kynslóð,“ segir Karl Ágúst og hlær. Það er því ljóst að þeir félagar eru fyllilega klárir í sinn síðasta vetur á skjánum, enda segir Karl Ágúst þá frískari en nokkru sinni fyrr. Sem dæmi nefnir hann að þeir verði aldrei uppiskroppa með hug- myndir. „Það var það sem allir héldu í upphafi, og þar á meðal við sjálfir, að þegar við færum að keyra svona viku eftir viku kæmi að því á endanum að það yrði einhvers konar þurrð. En þegar þessi hópur kemur saman er eins og þarna sé einhver uppspretta sem ekki geng- ur til þurrðar. Þannig að við höfum aldrei lent í því að vanta hug- myndir.“ En eruð þið alveg harðir á því að hætta endanlega eftir næsta vetur? „Þannig líður okkur allavega í dag, og við höfum hugsað þetta þannig að við lokum þessum 20 ára hring – og snúum okkur svo að einhverju öðru.“  Þáttur númer 333 sýndur á laug- ardaginn  Allra síðasta þáttaröðin sýnd næsta vetur Í þá gömlu góðu Spaugstofan í sinni upprunalegu mynd árið 1990. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Spaugstofan setur heimsmet Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ■ Fim 8. maí kl. 19.30 PPP áttræður Íslenskt tónlistarlíf og ekki síst Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur í þakkarskuld við Pál Pampichler Pálsson og heiðrar hann áttræðan með þessum tónleikum þar sem einn athyglisverðasti ungi sellisti heims leikur dásamlegan sellókonsert Schumanns. Þá er á efnis- skránni hin magnaða fimmta sinfónía Mahlers auk verks eftir afmælis- barnið. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba. Einleikari: Danjulo Ishizaka Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir. ■ Fim. 15. maí kl. 19.30 Swingle Singers – frá Bach til Bítlanna Hinn heimsþekkti sönghópur Swingle Singers mætir með efnisskrá sem spannar allt sviðið. Tónleikar sem söngunnendur vilja ekki missa af. ■ Lau. 17. maí kl. 14. Maxi snýr aftur! Vegna fjölda áskorana og mikilla vinsælda bókarinnar um Maxímús Músíkús verður þetta stórkostlega ævintýri endurflutt. Tryggið ykkur miða!Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.