Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 33 dagbók Í dag er miðvikudagur 23. apríl, 114. dagur ársins 2008 Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I.Kor. 13, 13.) Félag íslenskra fræða stend-ur fyrir fyrirlestri á morg-un, fimmtudag. Þar munAðalheiður Guðmunds- dóttir aðjúnkt flytja erindið „Gangið hægt um gleðinnar dyr“ – Um skemmtanasiði Íslendinga fyrr á öldum „Fyrirlesturinn byrja ég með yf- irliti yfir danssöguna á Íslandi, hve- nær heimildir segja okkur að dans- inn berist hingað og síðan mun ég tala um andstöðu trúarlegra og ver- aldlegra yfirvalda við dansinn í gegnum aldirnar,“ segir Aðalheiður en hún er einn höfunda bókarinnar Norden i Dans, sem segir danssögu Norðurlanda. Í fyrirlestrinum beinir Aðalheiður einkum sjónum sínum að tímabilinu frá 16. og fram á 17. öld: „Þær heim- ildir sem við höfum um dansinn eru einkum úr opinberum skjölum mennta- og ráðamanna. Ég freista þess því að hlusta eftir viðhorfum al- þýðunnar í gegnum þau kvæði sem flutt voru með dönsunum, þá víki- vakakvæðin sérstaklega og önnur danskvæði.“ Aðalheiður segir að við nánari skoðun hafi komið í ljós að kvæðin feli í sér miklar upplýsingar um það hvað fór fram á danssamkomunum: „Nokkur atriði koma endurtekið fyr- ir í kvæðunum. Til dæmis er ljóst að dansfólkið tekur sjálft sig og aðra viðstadda ekki of hátíðlega, og eru lýsingarnar oft skrautlegar eftir því. Kvæðin ganga líka mikið út á það að piltar og stúlkur, eins og það hét, hittast til að spá hvert í annað,“ segir Aðalheiður. „Finna má mýmörg dæmi um það hvernig karlmennirnir lofa konurnar í dansinum, bæði bún- að þeirra og líkamlegt atgervi, og einnig eru dæmi um að konurnar geri hið gagnstæða, gefi körlunum gaum og lofi þá.“ „Það kemur í ljós að sú mynd sem alþýðan gefur af dansinum er ekki par skárri en sú sem lýst er í plögg- um ráðamanna. Yfirvöld sveitanna settu sig kannski ekki upp á móti sakleysislegu daðri, heldur þurftu þau frekar að taka á praktískum málum, s.s. að sjá fyrir öllum þeim börnum sem komu undir eftir gleð- irnar.“ Fyrirlesturinn fer fram í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3 og hefst kl. 20. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Sagnfræði | Fyrirlestur um nýja innsýn í dansmenningu fyrr á öldum Dans, kossar og gleði  Aðalheiður Guðmundsdóttir fæddist 1965. Hún lauk B.A. í íslensku frá HÍ 1989, varð cand- .mag. í íslenskum bókmenntum 1993 og doctor phil. í íslenskum miðaldabókmenntum 2002. Að- alheiður hefur verið stundakennari við HÍ frá 1995, aðjúnkt frá 2006 og er nú með rannsóknarstöðustyrk frá Rannís. Eiginmaður Aðalheiðar er Guðvarður Már Gunnlaugsson handritafræðingur og eiga þau þrjú börn samanlagt. Tónlist Bústaðakirkja | Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur heldur vortónleika kl. 20 á sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Magga Stína verður einsöngvari með kórnum. Einnig koma fram: Aðalheiður Þorsteins- dóttir, Tómas R. Einarsson og Kjartan Guðnason. Síðan fer Léttsveitin til Berl- ínar þar sem Maríus Sverrisson söngvari stígur á svið með kórnum. Á efnis- skránni verða m.a. söngverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Megas, Tómas R. Ein- arsson, Kjartan Ólafsson og Helga R. Einarsson, m.a. við texta Laxness, Meg- asar og Þórarins Eldjárns. Nánari uppl.http://lettsveit.is/ Dillon | Rokksveitin noise spilar í kvöld og frumflytur nýtt efni af væntanlegri plötu, sem kemur út í haust og er sú þriðja í röðinni. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er frítt inn. Norræna húsið | Söngkórinn Domus Vox heldur tónleika með nemendum á fram- haldsstigi síðasta vetrardag, kl. 20. Anna Birgitta Bóasdóttir og Guðný Jónsdóttir flytja sönglög frá ýmsum tím- um. Frístundir og námskeið Mímir símenntun ehf. | Spænsk- unámskeið verða haldin í maí. Í boði verða byrjenda- og framhaldsnámskeið. Upplýsingar og skráning í síma 580- 1808 og á www.mimir.is. Uppákomur List án landamæra | Opið hús á Sléttu- vegi 9, kl. 15. Þar sýna Óskar Theodórs- son og Guðmundur Kristján Jónsson málverk, Arngrímur Ólafsson flytur ljóð, Sigurður Sigurðsson býður upp á heima- gert konfekt, Ómar Kristjánsson og Leif- ur Leifs þeyta skífum og Jón Sigurður Friðvinsson kynnir bækur. Mannfagnaður Landbúnaðarháskóli Íslands | Sum- ardeginum fyrsta verður fagnað í blóma- bænum Hveragerði. Hefðbundið er opið hús hjá Landbúnaðarháskólanum á Reykjum í Ölfusi og skólahúsin á Reykj- um verða opin kl. 10-18 og eru allir vel- komnir í heimsókn. Í Hveragerði verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Fyrirlestrar og fundir HÍ, VRII, Hjarðarhaga 2-6, stofa 158 | Dr. John Douglas frá BRGM, í Frakklandi heldur fyrirlestur í boði verkfræðideildar Háskóla Íslands. Fjallað er um aðferðir sem beitt er við mat á jarðskjálftavá og jarðskjálftaáhættu. Fyrirlesturinn hefst kl. 16 og fer fram á ensku. Ættfræðifélagið | Ættfræðifélagið held- ur fund fimmtudaginn 24. apríl kl. 20.30, í húsi Þjóðskjalasafnsins á Lauga- vegi 162, 2. hæð. Sigurður Hermund- arson fjallar um Laugardalsættina, sem kom út á síðasta ári. Fréttir og tilkynningar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Mat- arúthlutun kl. 14-17. Tekið við hreinum fatnaði og öðrum varningi á þriðjudögum kl. 10-15. Sími 551-4349. Netfang maed- ur@simnet,is Útivist og íþróttir Reykjavíkurborg | Bænaganga kl. 9, gengið verður á mörgum stöðum um- hverfis Reykjavík og Kópavog og víða á höfuðborgarsvæðinu. Sjá www.lindin.is Félagsstarf 40+ félagsstarf fyrir fólk með þroskahömlun | Félagsmiðstöðin er opin kl. 17-22, bingó, matur, verð kr. 700. Aflagrandi 40 | Leikfimi kl 8.30, vinnustofa kl. 9-16.30, postulíns- málun kl. 9-12 og 13-16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna, smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10-11.30. Uppl. í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, glerlist, almenn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, spiladagur, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-16, leiðb/Halldóra kl. 13-16, leikfimi kl. 10, leiðb/Guðný. Hársnyrting Guðrúnar sími 553- 3884/893-3384. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 10-11.30. Sími 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin kl. 15-16. Sími 554-3438. Félagsvist er í Gjábakka í miðvikudögum kl. 13. FEB Kópavogi, ferðanefnd | Ferð um Vatnsleysuströnd – Voga – Njarð- víkurnar – Keflavíkurflugvöll – Kefla- vík – Garðskaga – Sandgerði – Hafnir – Reykjanesvita og Grindavík verður farin föstudaginn 2. maí. Brottför frá Gjábakka kl. 9.45 og Gullsmára kl. 10. Kvöldmatur í Grindavík. Skrán- ingarlistar í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Síðdegisdans undir stjórn Matt- hildar og Jóns Freys kl. 14.30, kaffi- veitingar. Söngfélag FEB, æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía og glerlist kl. 9.30, handavinnustofan opin, leiðbeinandi verður til kl. 17, fé- lagsvist og glerlist kl. 13, söngfugl- arnir taka lagið við gítarundirleik Guðrúnar Lilju kl. 15.15, viðtalstími FEBK kl. 15-16, bobb kl. 16.30 og dans kl. 18-20 undir stjórn Sigvalda. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, hádeg- isverður, kvennabrids kl. 13. Kaffi- veitingar. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, brids og búta- saumur kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof- ur opnar kl. 9-16.30, dansæfing kl. 10. Frá hádegi er spilasalur opinn. Vetur kvaddur kl. 14, fjölbreytt dag- skrá í tali og tónum í Breiðholts- kirkju, m.a. sönghópur frá Hæð- argarði, stjórn. Hjördís Geirs. Á eftir Dómkirkjan | Bænastund kl. 12.10- 12.30. Léttur hádegisverður á kirkju- loftinu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520-9700 eða með tölvupósti til domkirkj- an@domkirkjan.is. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Prédikun, tónlist og samvera. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir, hádegisverður að lokinni stundinni, TTT fyrir 10-12 ára kl. 17- 18 í Rimaskóla og Korpuskóla. Grensáskirkja | Samverustund aldr- aðra kl. 12, matur og spjall. Helgi- stund kl. 14. Hallgrímskirkja | Árdegismessa kl. 8. Hugvekja, altarisganga, einfaldur morgunverður í safnaðarsal á eftir. Háteigskirkja | Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Prestar og kirkjuverðir taka við bænarefnum. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Há- degisbænastund kl. 12-13. Hægt að senda bænarefni á filadelfia(hja) gospel.is Biblíukennsla – Royal Rang- ers (kristilegt skátastarf) kl. 18-20, fyrir allan aldur. Súpa og brauð kl. 18. Hægt er að kaupa mat fyrir alla fjöl- skylduna á lágu verði. Royal Rangers kl. 19, kristilegt skátastarf, fyrir börnin og biblíukennsla fyrir full- orðna. KFUM og KFUK á Íslandi | Kaffisala Skógarmanna KFUM í Vatnaskógi verður á Holtavegi 28 á sumardag- inn fyrsta kl. 14-18. Skógarmenn og aðrir velunnarar Vatnaskógar eru hvattir til að mæta. Kristniboðssalurinn | Samkoma kl. 20. Skúli Svavarsson segir frá starfi SAT-7 sjónvarpsstöðvarinnar. Kjart- an Jónsson er ræðumaður kvöldsins og fjallar um starf Páls postula. Kaffi á eftir. Langholtskirkja | Hádegisbæna- gjörð með orgelleik og sálmasöng kl. 12.10. Létt máltíð kl 12.30. Starf eldri borgara kl. 13-16, sungið, spilað, föndrað og kaffisopi. Laugarneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, gönguhópurinn Sólarmegin kl. 10.30, kirkjuprakkarar (1.-4. bekkur) kl. 14.15. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórð- arson. Opið hús kl. 15. Vigdís Gríms- dóttir rithöfundur kemur í heimsókn á degi bókarinnar og spjallar um sig og verk sín í síðasta opna húsi vetr- arins, les úr bókinni um Bíbí og segir frá kynnum þeirra. Veitingar á Torg- inu. Selfosskirkja | Skátamessa kl. 11. Skrúðganga leggur af stað frá Sand- víkurskóla kl. 10.30. Sr. Gunnar Björnsson. Vídalínskirkja Garðasókn | For- eldramorgunn kl. 10-12.30. Fyr- irlestur mánaðarlega, kynntir sér- staklega. Heitt á könnunni. skapandi skrif, félagsvist, hlát- urklúbbur, framsögn. Uppl. 568- 3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sport- húsinu í Dalsmára kl. 9.30-11.30, ringó í Smáranum kl. 12, línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 17. Uppl. í síma 564-1490. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur frá heilsugæslunni kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handverksstofa opin – námskeið í myndlist kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30. Hárgreiðslu- stofa sími 552-2488, fótaaðgerða- stofa sími 552-7522. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9-16, félagsvist kl. 14, hárgreiðslu- stofa Erlu Sandholt sími: 588-1288. Norðurbrún 1 | Félagsvist kl. 14. Sjálfsbjörg | Félagsvist kl. 19 í fé- lagheimili Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík | Fjáröflunarkaffi verður í Hátúni 2, Fíladelfíu, fimmtudaginn 24. apríl kl. 15.30. Fjöldi mótorhjóla og tækja á svæðinu. Kaffiveitingar kosta 1.000. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík | Afmælisfundur SVD kvenna í Reykjavík verður haldinn í Gaujabúð föstud. 25. apríl kl. 19. Matur og leik- ir, verð 3.500 kr. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir kl. 9-12. Aðstoð v/böðun kl. 9.15-16, handavinna kl. 10-12, sund kl. 11.45, hádegisverður, verslunarferð í Bónus kl. 13-16, tréskurður kl. 14.30, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, morgunstund kl. 10, handa- vinnustofan opin allan daginn, hár- greiðslu- og fótaaðgerðarstofan opin allan daginn, upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, dans kl. 14. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Almenn handa- vinna kl. 9-13, salurinn opinn kl. 13, ganga kl. 14, botsía kl. 15, kaffi. Kirkjustarf Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðra safnaðarheimili kl. 11. Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í Holtakoti kl. 10-12, farið í göngu um Álftanesið kl. 10 og kaffi í Holtakoti að lokinni göngu. Opið hús eldri borgara er í Litlakoti kl. 13-16, bingó og spilað. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hverfishátíð eldri borgara kl. 14. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16. TTT 10-12 ára kl. 17. Æskulýðsstarf KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf eldri borgara er á miðvikudögum kl. 13-16. Spilað, föndrað, handavinna og óvænt uppá- koma. Hafið samband við kirkjuvörð í síma 553-8500 ef bílaþjónustu er óskað. er boðið upp á kaffiveitingar í safn- aðarheimilinu. Furugerði 1, félagsstarf | Bókband kl. 9, leikfimi og framhaldssagan kl. 13.15, kaffi. Hraunbær 105 | Handavinna og út- skurður kl. 9, hádegismatur, brids kl. 13, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, pútt á Keilisvelli kl. 10-11.30, línudans kl. 11, saumar – almenn handmennt kl. 13, pílukast kl. 13, Gaflarakórinn kl. 16.15, dansleikur með Þorvaldi Halldórs- syni kl. 20.30. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnu- stofa hjá Sigrúnu kl. 9-16, keramik, taumálun o.fl. Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi. Bíó kl. 13.30, kaffisala í hléi. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan; út- skurður, bútasaumur, glerlist, postu- lín, frjáls verkefni. Ókeypis tölvu- kennsla á miðvikud. og fimmtud. Línudans, Bör Börsson, söngur, þeg- ar amma var ung og afi líka, brids,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.