Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 3. mars 1952. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Inga Ein- arsdóttir, f. 27. maí 1930 og Ólafur Gaukur Þórhallsson, f. 11. ágúst 1930. Alsystkini Ingi- bjargar eru: 1) Berg- þóra, f. 10. október 1949, maki Sigurjón Jóhannsson (skilin), börn Inga Lára og Atli Már. 2) Ragnhildur, f. 14. janúar 1951, maki Haraldur Sigurðsson, dætur Ólöf Una, Helga Dögg og Jóhanna Bára. 3) Ingunn, f. 3. febr- úar 1954, sonur Ólafur Steinn. 4) Hlöðver Már, f. 31. maí 1959, maki Erla Jóna Guðmundsdóttir, börn Eva Björk, Davíð Örn og Íris Ósk. Systir sammæðra er Ingveldur, f. 1. október 1966, maki Jóhannes Ólafsson, börn Ólafía og Einar Páll. Systkin sam- feðra eru: 1) Aðal- björg María, f. 12. mars 1953, maki Páll Sigurgeirsson, börn Aðalsteinn Ingi og Heiða Sigrún. 2) Inga Sigrún, f. 12, mars 1953, maki Smári Árnason, börn Örn, Sólveig, Berglind og Aðal- björg Arna. 3) Andri Gaukur, f. 11. ágúst 1963, maki Ingi- björg Sigurjóns- dóttir, börn Aron Gaukur og Alex- andra. 4) Anna Mjöll, f. 7. janúar 1970, maki Neil Stubenhaus. Ingibjörg lauk hefðbundinni skólagöngu ásamt tveimur árum í Kennaraskólanum. Þá lá leiðin út á vinnumarkaðinn og starfaði hún við ljósmyndagerð alla tíð, í Dan- mörku, Noregi og á Íslandi, síð- ustu 19 árin hjá Morgunblaðinu. Útför Ingibjargar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elskuleg systir hefur kvatt okkur um stund, erfiðum vetri er lokið og við tekur sumar með birtu og yl. Við látum öðrum það eftir að fjalla um lífshlaup hennar en minnumst Ingibjargar eins og hún kom fjöl- skyldunni fyrir sjónir. Hún var ákveðin og sjálfstæð, sem sást best á því hvernig hún tókst á við verkefnin sem lífið lagði á hana. Bar- átta við Bakkus og viðurkenning sam- kynhneigðar voru til dæmis ekki auð- veldustu verkefnin en þau voru leyst með þeim sóma sem henni var lagið. Margt var henni til lista lagt og er þar efst á blaði einlægur áhugi henn- ar á ljósmyndun, ekki var haldin sú veisla í fjölskyldunni að hún væri ekki mætt með ljósmyndagræjurnar. Brúðkaup, fermingar, skírnir og af- mæli, allt var fest á filmu og síðan fært viðtakanda tilbúið í möppu eða tæknin nýtt og allt sett á DVD. Sást þá best hve metnaðarfull hún var gagnvart verkinu og hve stolt hún var yfir að geta gert þetta fyrir sína fjöl- skyldu. Systkinabörn hennar voru henni afar mikilvæg og hún var og verður í þeirra huga hin eina sanna „Frænka“. Hún hafði gaman af útivist og gönguferðum, naut þess að vera í tjaldi og ekki var nú leiðinlegt að kasta öngli út í vatn. Lestur og hvers kyns þrautir áttu upp á pallborðið því hún hafði ríka þörf fyrir að ögra hug- anum. Ingibjörg okkar var búin að glíma við erfið veikindi í þrjú ár. Sjúkdóms- greining í júní 2005, uppskurður í júlí og lyfjameðferð fram til áramóta sama ár var tekið sem hverju öðru verkefni, skipulega og ákveðið. En þó að um tíma liti út fyrir að lækning hefði fengist þá fór svo að meinið hafði sigur. Ingibjörg var lögð inn á Landspítalann í desember síðastlið- inn og síðan lá leiðin á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 14. janúar á þessu ári. Þar dvaldi hún þar til yfir lauk hinn 17. apríl. Umönnun sú sem hún naut bæði á Landspítalanum og síðan á líknar- deildinni var alveg einstök og fyrir hana erum við fjölskylda hennar eilíf- lega þakklát. Það þarf sterk bein til að horfast í augu við þá staðreynd að fá ekki bata meina sinna og getur enginn skilið, nema sá sem upplifir. Þessa ágjöf stóð Ingibjörg af sér og tók þá ákvörðun að eiga sem flesta góða daga fram að lokastund sem kostur væri. Við sem næst henni stóðum nut- um þess heiðurs að fá að taka þátt í þessari baráttu hennar og ómetanleg- ur er sá tími sem við áttum með henni, hvert og eitt. Minningarnar eru svo ótal margar og skemmtilegar, þær eru farteskið sem við höldum með út í hversdaginn, þær munu ylja okkur elsku systir. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Bergþóra, Ragnhildur, Ingunn og Ingveldur. Það eru ljúfar minningar sem tengjast Ingibjörgu. Hún hafði já- kvæð áhrif á fólkið í kringum sig með gleði sinni og umhyggju. Ingibjörg var dugnaðarforkur og þau verkefni sem hún tók sér fyrir hendur sinnti hún samviskusamlega. Helstu ein- kenni Ingibjargar voru ákveðni og þrautseigja sem komu berlega í ljós í baráttu hennar við illvígan sjúkdóm. Við minnumst þess eins og það hefði verið í gær þegar hún flutti til okkar á Grettisgötuna eftir dvöl sína í Noregi. Hún var hjá okkur í rúma tvo mánuði og áttum við þá saman marg- ar yndislegar stundir. Hún var fjöl- skyldumanneskja mikil og naut sín vel þegar öll fjölskyldan kom saman, þá var Ingibjörg ekki langt undan með myndavélina. Næmt auga henn- ar töfraði fram góðar og eftirminni- legar myndir sem munu varðveitast með fjölskyldunni. Hún hélt mikið í hefðir og þrátt fyrir skyndileg veik- indi rétt fyrir síðustu áramót var það einlæg ósk hennar að hið árlega gaml- ársboð fjölskyldunnar yrði haldið. Við söknum Ingibjargar sárt og þökkum yndisleg og góð kynni. Minn- ing hennar mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Hlöðver, Erla og börn. „Það var nú ekki alveg svona sem ég hafði hugsað mér þetta,“ sagði hún frænka mín við mig rétt fyrir jólin síð- ustu, þegar ljóst var að hverju stefndi. Og nú er stríðinu lokið, og Ingibjörg horfin á þá braut er okkur er öllum ætluð. Keik og ótrauð horfð- ist hún í augu við það sem koma skyldi og maður veltir því fyrir sér hvað það er sem gefur manneskjunni þann kjark og þá reisn að takast á við þennan dóm. Hún stóð svo sannarlega ekki ein í baráttu sinni, fjölskyldan hennar sló um hana skjaldborg og hélt þétt utan um hana svo að eftir er tekið. Börn systkina hennar voru líka börnin hennar, enda veit ég að hún var Frænkan með stóru effi. Síðastliðið sumar var haldið ættar- mót niðja ömmu okkar og afa, stór- fjölskyldunnar frá Bergstaðastræti 24B. Þetta var í þriðja sinn sem þessi stóra fjölskylda hélt slíkt mót en í þetta skipti hittumst við í skugga sorgar vegna fráfalls ungrar frænku okkar nokkrum dögum áður. Ingi- björg var harðákveðin að mæta, og er mér ekki örgrannt um að hún hafi þarna einnig komið til að kveðja okk- ur. Ingibjörg var slyngur ljósmyndari og hafði fyrir þetta mót okkar unnið og sett saman myndir frá fyrri ætt- armótum og sett yfir á geisladiska fyrir okkur. Þetta var frábært fram- tak og ómetanleg samantekt minn- inga bæði fyrir okkur í eldri kantin- um, en ekki síður fyrir þau yngri. Ingibjörg starfaði á ljósmynda- deild Morgunblaðsins til margra ára, og sá þá um framköllunina og þegar framköllun lagðist af um tölvuvinnslu mynda. Ég hitti hana þar öðru hvoru þegar ég átti erindi á ljósmyndadeild- ina í starfi mínu og það er ekki ofsög- um sagt að framköllunarvélarnarnar hennar voru þær snyrtilegustu sem maður rakst á og allt í röð og reglu á þeim bænum. Ingibjörg var hrein og bein, hún var lítið fyrir að kalla hlutina annað en sínu réttu nöfnum og var ákaflega traust sínu fólki, hvort heldur sem var fjölskyldu sinni eða vinnuveitendum. Ég er þess fullviss að vel hefur ver- ið tekið á móti frænku minni og bið henni Guðs blessunar á sóllendum himnanna. Ragnhildur Ásmundsdóttir. Eyri á Seltjarnarnesi stendur við Tjarnarstíginn þar sem áður skopp- uðu stundum gárur Skerjafjarðar yfir fjörukambinn svo að mýrin umhverfis Eyri stóð undir vatni. Eyri var bernskuheimili okkar Ingibjargar og systkina hennar fjögurra, Beggu, Röggu, Ingunnar og Hlöðvers, sem þá var í vöggu. Þau voru börn Gauks bróður og Ingu konu hans. Á Eyri var mannmargt og þar áttu lengst af heima allt að fimmtán manns. Á miðhæð hússins var kontórinn, þar sem réð ríkjum magister Þórhall- ur, faðir minn og afi Ingibjargar og systkina hennar. Þegar hann var af bæ, ýmist við vinnu sína á Lands- bókasafninu eða kennslu- og fræði- störf, heima og erlendis, kannski við kennslustörf í Maryland University meðal amerískra á Keflavíkurflug- velli, var rekinn skóli á kontórnum. Var kontórnum skipt í tvær kennslustofur, þar sem störfuðu neðri og efri bekkur (undirbúnings- og framhaldsdeild). Kennaraliðið sam- anstóð af mér, sem var skólastjóri (rektor) og kennari, og Bergþóru, systur Ingibjargar, sem var bæði að- stoðarkennari og nemandi í efri bekk (framhaldsdeildinni). Nemendur skólans voru systurnar á Eyri og nokkur börn úr næstu húsum, öll af- burðanemendur, sem sköruðu fram úr hvert á sínu áhugasviði. Helstu námsgreinar voru klassískar: lestur, ritmennt, myndmennt og jafnvel stærðfræði (ekki þó fræðileg). Þarna í Eyrarskóla komu snemma fram góðar námsgáfur Ingibjargar Ólafsdóttur, sem varð snemma læs og gerðist lestrarhestur mikill samtímis Röggu systur sinni, og mátti stundum vart á milli sjá hvor þeirra las fleiri bækur á viku. Þá var Ingibjörg líka sérstaklega flink í að setja upp bækur með biblíumyndum sem hún fékk í barnastúkunni hjá Sigurði Jónssyni, skólastjóra Mýrarhúsaskólans, þang- að sem allir krakkarnir í hverfinu sóttu skóla. Þarna kom strax fram hæfileiki Ingibjargar við að skipu- leggja og raða niður myndefni, sem nýttist henni löngu síðar, er hún vann við ljósmyndadeild Morgunblaðsins. Á ofanverðum 6. áratugnum féll Þórhallur, pater familias á Eyri, frá langt um aldur fram, eins og Ingi- björg barnabarn hans nú, og úr því tók stórfjölskyldan að dreifast og hverfa á brott frá Eyri, bernskuheim- ili okkar Ingibjargar og systkina hennar. Þau fluttu í Þingholtin, á Bergstaðastrætið, en við mamma fluttum í Vesturbæinn, á Hagamelinn. Þá var Ingibjörg litla tæpra sjö ára. Eftir árin blíð á Nesinu tóku við fullorðinsár í Reykjavík, sem líka var að breytast úr bæ í borg. Ingibjörg kom stundum að heimsækja Berg- þóru, ömmu sína, sem þótti einkar vænt um Ingibjörgu sem var einatt málglöð og skemmtileg. Stöku sinnum hittumst við Ingi- björg á fullorðinsárum og var þá gam- an að rifja upp minningar horfinnar bernsku. Ég leitaði stundum ráða hjá henni varðandi ljósmyndun, en hún var afbragðsljósmyndari. Minning hennar er hlý. Að leiðarlokum bið ég henni Guðs blessunar. Einar G. Elsku frænka mín er látin. Barátta hennar var löng og ströng og hetjuleg en á endanum varð hún að láta í minni pokann. Margs er að minnast á stundu sem þessari þegar manneskja sem hefur haft jafnmikil áhrif á mann eins og hún hafði á mig hverfur á braut. Stundirnar sem við áttum sam- an munu ávallt vera ljóslifandi í huga mínum. Frænka var um margt stór- kostleg manneskja. Víðtæk reynsla hennar af lífinu hafði þau áhrif á mig að þegar við töluðum saman um hjart- ans málefni vissi ég að það sem hún sagði var ekki sagt út í bláinn heldur var það vel og vandlega hugsað mál sem mælt var af þekkingu og reynslu. Það var margt sem við gátum talað um og hvort sem það voru bókmennt- ir og listir, pólitík, samfélagsmál eða bara fótbolti sem voru til umræðu kom maður aldrei að tómum kofun- um. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og þrátt fyrir að það væri ýmislegt sem við vorum ekki endilega sammála um bárum við alltaf virðingu fyrir skoðunum hvort annars eins og sannir vinir gera. Ég mun alltaf sakna þess að geta ekki setið hjá henni og spjallað við hana á Skólavörðustígn- um þar sem hún hafði búið sér ynd- islegt heimili. Draumur hennar var að vera heima hjá sér innan um sitt dót og var það henni mikið áfall og von- brigði þegar útséð var með að hún gæti ekki verið þar lengur vegna veik- inda sinna. Um daginn rakst ég á lítið segulbandstæki með spólu í þar sem hún var að syngja og spila á gítar og langar mig að láta ljóðið fylgja með þar sem það lýsir henni svo vel og hennar hugðarefnum um réttlæti og samkennd, ekki síst í málefnum sam- kynhneigðra. Ég hef hlustað svo oft á hin hljóðu tár, hin hljóðu tár sem í myrkrinu falla, svo harmþrungin, vonlaus og veik og þjáð, eins og veiks manns stuna, sem heyrist varla. Gegnum áranna þyt, gegnum aldanna nið, frá upphafi heyrðist sá vonlausi rómur, eins og bölvunar orð yfir breyskum lýð, eins og bannfæring guðs eða skapadómur. Þau falla svo hægt þessi hljóðu tár, þessi hljóðu tár út í myrkrinu svarta, samt tákna þau þjáning hins þrautpínda lýðs og þjáning og kvalir í mannlegu hjarta, samt boða þau hefnd fyrir böl og skort, og bölvun og dauða yfir heimsbyggð alla. Og þau brenna af hatri, hin hljóðu tár, hin hljóðu tár, sem í myrkrinu falla. Þau streyma, þau streyma svo brennandi beisk, með brimsins gný gegnum rúm og tíma. Hvort kúgarinn lifir, eða kúgarinn deyr, hún kemur nú bráðum, sú úrslitaglíma. Þau falla, þau falla, hin hljóðu tár, eins og fórnir til lífsins í myrkrinu svarta. Og þau boða hefnd fyrir bölvun og kvöl, sem var brennd, sem var brennd inn í mannlegt hjarta. (Steinn Steinarr.) Ég mun aldrei gleyma henni elsku frænku minni svo lengi sem ég lifi. Hún á sérstakan stað í hjarta mínu sem ég mun alltaf getað leitað til þeg- ar ég er hryggur og leiður og fundið þar gleðina og hamingjuna sem ávallt fylgdi henni. Ólafur Steinn Ingunnarson. Ingibjörg Ólafsdóttir var sannköll- uð kjarnakona. Það var því mikið lán fyrir Morgunblaðið og okkur sem vor- um fyrir á ljósmyndadeild blaðsins, að hún skyldi koma til starfa í framköll- uninni eftir að hún flutti aftur til landsins. Hún hafði reynslu í ljós- myndavinnslu frá Norðurlöndum og var fljót að setja mark sitt á hinn sam- henta hóp á ljósmyndadeildinni og vinnuna sem þar var unnin. Faðir deildarinnar, Ólafur K. Magnússon, var ekki lengi að komast að því að þarna var kominn kona sem hann gat fullkomlega treyst fyrir filmum sínum og myndum, og það var hið besta gæðavottorð. Ingibjörg varð verkstjórinn í fram- kölluninni og sætti sig ekki við neitt hálfkák eða fúsk, umgengnin skyldi vera eins og hún ákvað og hinir gömlu hundar fengu að heyra það ef þeir stóðu sig ekki. Hún gat verið ströng og föst fyrir en jafnframt var hún hláturmild og hafði gaman af sprell- inu í strákagenginu sem hún vann með. Undir stjórn Ingibjargar var farið út í litframköllun og innleiddur dýrindis tækjakostur, sem hún tók til- skilin próf á og fékk vottorð upp á að við værum komin í alþjóðlegan gæða- klúbb í framkölluninni. Henni, eins og okkur hinum, fannst annað ekki hæfa. Við settum okkur á þessum tíma það markmið að bjóða lesendum okkar upp á blaðaljósmyndun sem væri sambærileg við það besta annars staðar – og í því starfi var Ingibjörg ómissandi. Ingibjörg fékk smám saman meiri áhuga á að mynda sjálf og varð liðtæk á því sviði, enda skildi hún hvað þarf til að ná góðum ljósmyndum. En hún leiddi áfram myndvinnsluna á deild- inni, og eftir að hin stafræna bylting fór að hafa hátt, þótt óburðug væri í fyrstu, fylgdist hún einnig vel með í þeim geira. Svo fór, þegar dró úr framkölluninni, að við urðum enn nán- ari samstarfsmenn þegar hún settist við myndborðið á Morgunblaðinu. Þar nutu dugnaður hennar og nákvæmni sín engu síður, þegar saman komu þekking á ljósmyndamiðlinum og um- sjón með framleiðsluferli myndanna. Hún var líka afskaplega ákveðin kona hún Ingibjörg og lét ekki kveða sig í kútinn. Þó mátti alltaf treysta því að hún stæði heils hugar með okkur koll- egunum, á hverju sem gekk. Það voru aldrei vöflur á þessari konu, eins og sást þegar hún hikaði ekki við að fara í óveðrinu með Ragnari Axelssyni vest- ur á firði, þegar snjóflóðið féll á Flat- eyri. Þar mynduðu tveir sérfræðingar ósigrandi lið sem kom efninu til les- enda blaðsins. Síðustu árin hafa verið Ingibjörgu afar erfið og skelfing ósanngjarnt að sjá þessa sterku og ungu konu þurfa að takast á við þessa erfiðu sjúkdóma. Aðdáunarvert var að fylgjast með samheldni fjölskyldunnar, sem var alltaf til staðar fyrir kæra dóttur, systur og frænku, allan tímann á langri þrautargöngu. Á ljósmyndadeildinni söknum við trausts samstarfsmanns og afar góðs vinar. Einar Falur Ingólfsson. Í dag kveðjum við góða vinkonu og samstarfsmann til margra ára á Morgunblaðinu, Ingibjörgu Ólafs- dóttur. Það er margt sem kemur upp í hug- ann þegar hugsað er til bakan til þeirra ára þegar Ingibjörg hugsaði um okkur strákana og filmurnar okk- ar af samviskusemi, dugnaði og ósér- hlífni. Þar var ekki leyft kæruleysi í umgengni við menningarleg verð- mæti, sem fólust í því að skrásetja í myndum atburði Íslandssögunnar til varðveislu. Þar fór ekki á milli mála hver réði og okkur líkaði það vel. Við vissum að allt sem hún gerði var pott- þétt. Það voru ófáar ferðirnar sem Ingi- björg kom með í á þeim stundum þeg- ar mikið lá við að ná myndum af at- burðum á Íslandi. Það getur hrikt í sálinni þegar farið er af stað í brjál- uðum veðrum til að ná fréttamyndum fyrir lesendur blaðsins, í flugi, á bát eða í bíl, við verstu aðstæður sem fáir fara ótilneyddir í. Þá reynir á einbeit- ingu hugans og áræði til að komast heilir í höfn. Ingibjörg kom með, æðrulaus eins og alltaf, hún treysti okkur, hvernig sem við fórum, líkt og við treystum henni fullkomlega. Það var einhvern veginn svo að við treystum henni betur en nokkrum öðrum að koma myndunum á leiðar- enda. „Strákar, ég kalla á ykkur þeg- ar ég er tilbúin, þið bara truflið mig á Ingibjörg Ólafsdóttir                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.