Morgunblaðið - 06.05.2008, Side 4

Morgunblaðið - 06.05.2008, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÖLLUM fastráðnum starfsmönnum Fiskimjöls- verksmiðju HB Granda á Akranesi, fjórum að tölu, var sagt upp störfum í gær. Að sögn Eggerts Benedikts Guðmundssonar, forstjóra HB Granda, er ástæða uppsagnanna sú að verið er að breyta til í rekstrinum. Ekki sé ætlunin að draga úr rekstr- inum og verða nýir starfsmenn ráðnir í stað þeirra sem var sagt upp. Segir Eggert að ekki hafi náðst sá árangur í rekstri verksmiðjunnar sem stefnt hafi verið að og því sé ráðist í umræddar aðgerðir. „Við teljum okkur þurfa að skerpa á rekstrinum með þessu móti,“ bendir hann á. „Við höfum verið að reyna að bæta reksturinn og töldum að við þyrftum að taka á þessu svona.“ Umræddir starfsmenn hafa sumir unnið lengi í verksmiðjunni en Eggert tjáir sig ekki um það hvort þeir hafi verið taldir standa sig illa í ljósi þess að nýir verða ráðnir í stað þeirra. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness er fjallað um uppsagnirnar og farið hörðum orðum um þær. Sagt er frá því að formaður verkalýðs- félagsins hafi hitt starfsmenn í gærmorgun og ekki hafi farið á milli mála að starfsmenn voru bitrir og reiðir vegna málsins og ljóst að krafist verði skýringa á umræddri ákvörðun. Gersamlega óskiljanleg ákvörðun „Samkvæmt þeim upplýsingum sem formaður hefur aflað þá stendur ekki til að leggja verksmiðj- una niður hér á Akranesi. Á þeirri forsendu er þessi ákvörðun gjörsamlega óskiljanleg,“ segir á heimasíðunni. „Menn velta því fyrir sér hvernig eigendur HB Granda ætli sér að reka þessa verksmiðju eftir að sá mannauður sem þarna hefur starfað í áratugi hefur látið af störfum,“ segir þar ennfremur. Uppsagnir hjá HB Granda ÞEGAR Haraldur Böðv- arsson sameinast Granda árið 2004 þá störfuðu 15 manns í síld- arbræðslunni,“ segir á heimasíðu Verkalýðs- félags Akraness. „En nú, eftir þessar uppsagnir þá verður enginn eftir. Þetta er algjörlega í anda þess sem við Skagamenn höfum mátt þola frá því að við sameinuðumst Granda og því miður virðist sem þessum harmleik ætli aldrei að ljúka. Þegar uppsagnirnar í landvinnslunni hafa tekið gildi í júní næstkomandi verða einungis 20 manns í starfi hjá fyrirtækinu á Akranesi.“ „Enginn eftir“ BREIÐAVÍKURNEFNDIN svo- nefnda hefur ákveðið að rannsaka átta vistheimili á líkan hátt og gert var í úttekt hennar á Breiðavíkur- heimilinu í vetur. Þær stofnanir sem um ræðir eru Vistheimilið Kumbara- vogur, Vistheimilið Knarrarvogur, Heyrnleysingjaskólinn, Stúlkna- heimilið Bjarg, Heimavistarskólinn Reykjahlíð, Heimavistarskólinn Jað- ar, Upptökuheimili ríkisins/Ung- lingaheimili ríkisins og Uppeldis- heimilið Silungapollur. Nefndin á að skila áfanga- skýrslum um könnunina til forsætis- ráðherra eigi síðar en 1. júlí 2009 og 1. júlí 2010. Nefndin skal síðan ljúka störfum sínum og skila lokaskýrslu um könnun sína til forsætisráðherra eigi síðar en 15. apríl 2011. Gert er ráð fyrir því að í fyrstu verði aflað tiltækra gagna í vörslum stjórnvalda um starfsemi þessara stofnana. Í framhaldinu mun nefndin taka ákvarðanir um frekari aðgerðir til upplýsingaöflunar, meðal annars í formi munnlegra framburða. Nefndin hefur að svo komnu máli ekki ákveðið hvort fjallað verði um ofangreindar stofnanir sameiginlega eða hverja um sig í áfangaskýrslum eða í heildarskýrslu hennar, segir í tilkynningu. Rannsakar átta vist- heimili Vistheimili Gerð verður úttekt á starfsemi Heyrnleysingjaskólans. BANDBREIDD Fréttavefjar Morg- unblaðsins, mbl.is, hefur verið fimm- földuð. Fyrir breytinguna var band- breiddin 200 megabit en er nú 1000 megabit. Fyrir stuttu voru einnig teknir í notkun nýir miðlarar sem geta betur annað enn frekari um- ferð. Þessar aðgerðir eiga að tryggja auðveldari aðgang notenda að vefj- um mbl.is. Bandbreidd mbl.is verið fimmfölduð Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is RÍFLEGA 100 manns tóku þátt í leit að sex ára stúlku, nemanda í grunn- skóla við Vífilsstaði í Garðabæ, sem lét sig hverfa úr útivistarstund í skól- anum fyrir hádegi og fannst ekki fyrr en um tveimur og hálfum tíma síðar, þá á gangi nálægt miðbæ Garða- bæjar. Leitarmenn höfðu töluverðar áhyggjur af stúlkunni enda er stutt í hætturnar á leitarsvæðinu: vatn, vegi, læki og skurði. Útiveran stóð á milli klukkan 11 og 12 og segir Þorgerður Anna Arn- ardóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum, að það hafi verið „hræðileg upplifun“ þegar stúlkan skilaði sér ekki í hús. „Það eru margar hugsanir sem fljúga í gegnum kollinn þegar maður lendir í svona reynslu.“ Sagðist mega skoða heiminn Þorgerður segir að við útiveruna sé farið eftir fastmótuðu kerfi og börnin séu bæði talin þegar þau fari út og aftur þegar þau fara inn. Kennarar hafi séð stúlkuna að leik með öðrum stúlkum og hvarf hennar uppgvöt- aðist ekki fyrr en kallað var inn. Í skólanum eru tveir kennarar um hvern kjarna (bekk) og fóru þeir þeg- ar í stað út að leita. Þeir fundu hana ekki í grennd við skólann og var þá fjölgað í leitarhópnum og stúlkurnar sem voru með henni að leik jafnframt spurðar hvort stúlkan hefði kannski ætlað á flakk. „Þá kemur í ljós að hún hafði ætlað að skoða sig svolítið um, fara í smá ferðalag. Hún sagði að hún mætti nú alveg skoða heiminn,“ segir Þorgerður. Hún hafi m.a. nefnt að hún ætlaði kannski niður að vatni og fóru kennarar þá þangað til að leita, en án árangurs. Upp úr hálfeitt var síðan haft samband við föður stúlk- unnar og lögreglu, að sögn Þorgerð- ar. Þá voru kennarar jafnframt að leit í hrauninu við Vífilsstaðalæk og víðar. Langt ferðalag Af gefnu tilefni einblíndu björg- unarsveitarmenn að miklu leyti á Víf- ilsstaðavatn og nágrenni en kennarar ákváðu að leita þar sem björg- unarsveitirnar voru ekki, m.a. innan- bæjar í Garðabæ. Það var einmitt einn kennari sem fann stúlkuna á gangi ná- lægt Kirkjulundi í Garðabæ og var hún þá á leið heim til sín. Hún mun hafa verið hin rólegasta. Ferðalag stúlkunnar stóð í um tvo og hálfan tíma. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu hafði stúlkan geng- ið frá skólanum yfir í Kauptún og einn- ig komið við í stórri leikfangaverslun vestan Reykjanesbrautar. Um 180 nemendur eru í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Í úti- veru eru um 30–40 börn úti við í einu. Skólalóðin er ekki afmörkuð en Þor- gerður segir að nemendur eigi að vita hvar þau mega leika sér og hvar ekki. Útigæslan sé öflug en eftir þetta at- vik verði farið yfir vinnulagið. Jafn- framt verða reglurnar brýndar fyrir börnunum. Ætlaði í „smá ferðalag“                       ! " ##$ %" & " '  $( )*" +  * # '"            Morgunblaðið/Júlíus Leitað Lögregla, björgunarsveit, kennarar og fleiri tóku þátt í leitinni. Í HNOTSKURN » Um 100 björgunarsveitar-menn tóku þátt í leitinni og um tugur leitarhunda. » TF-EIR, þyrla Landhelgis-gæslunnar, var kölluð út en hafði rétt tekið á loft þegar stúlkan fannst. ♦♦♦ ÓLAFUR F. Magnússon borgar- stjóri segir að hann hafi í grundvall- aratriðum ekki skipt um skoðun varðandi verðlaunatillögu um þróun Vatnsmýrarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. Þar kemur einnig fram að það liggi fyrir og sé ekkert nýtt að hann telji að framtíðarþróun Vatnsmýrar- innar eigi ekki að fela í sér flutning flugvallar, eins og verðlaunatillagan gerir ráð fyrir. „Að því leyti er ég ekki sáttur við tillöguna, en sú af- staða er hvorki ný né fréttnæm,“ segir í tilkynningunni. Ólafur segist þó líta svo á að hafa megi verðlaunatillöguna til hliðsjón- ar við uppbyggingu á jaðarsvæðum flugvallarins, óháð staðsetningu hans. „Ég tel hins vegar brýnt að til- lagan lagi sig að ýmsum samgöngu- lausnum og skipulagslegum stað- reyndum en ekki öfugt.“ Loks segir Ólafur að hann beri fullt traust til þeirra sem verkefnið leiða í umboði borgarráðs. Ólafur treystir þeim sem leiða verkefnið Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is GÍSLI Marteinn Baldursson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að engum komi á óvart að Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, vilji hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni, hann hafi ekki breytt um stefnu og enginn titr- ingur sé á stjórnarheimilinu í Reykjavík. Skipulag Vatnsmýrar- innar verði rætt á fundi borgar- stjórnar í dag að beiðni allra flokka og því oftar sem rætt sé um svæðið þeim mun betra. Ekkert á óvart Ólafur F. Magnússon, borgar- stjóri, gagnrýndi vinningstillöguna í hugmyndasamkeppni um Vatnsmýr- ina á íbúafundi á laugardag. Gísli Marteinn Baldursson, sem var í dómnefnd hugmyndasam- keppninnar, segir að alltaf hafi legið fyrir að Ólafur F. Magnússon vildi hafa flugvöll í Vatnsmýrinni en ekki væri gert ráð fyrir flugvelli í vinn- ingstillögunni. Því hafi alltaf verið ljóst að Ólafur styddi ekki tillöguna og ef hann hefði verið í dómnefndinni hefði hann greitt allt annarri tillögu sitt atkvæði. Engu að síður hafi um- rædd tillaga sigrað í samkeppninni, og Ólafur, sem þá hafi verið orðinn borgarstjóri, hafi sagt að þrátt fyrir að í tillögunni væri lagt til að flug- völlurinn færi úr Vatnsmýrinni mætti nýta sér hugmyndir í henni um svæðið utan flugvallarins. Þess vegna hafi allir flokkar sameinast um tillögu í borgarráði sem hafi gengið út á það að vinna áfram að skipulagi umhverfis flugvöllinn með hliðsjón af þessari nýju tillögu. Engin breyting Borgarfulltrúinn segir að það sem Ólafur hafi sagt á laugardaginn sé ekki í andstöðu við þessar meginlín- ur. Sjálfsagt sé að hann ítreki sína skoðun um flugvöllinn og þar með andstöðu við stóran hluta tillögunn- ar. „Það kemur ekkert á óvart en þá er alveg hægt að ítreka líka vilja minn og þar með ágreining okkar Ólafs um flugvöllinn vegna þess að ég vil einmitt vinna að þessari sig- urtillögu alla leið,“ segir Gísli Mar- teinn. „Það er hins vegar ekkert nýtt og það er mál sem við höfum afgreitt í okkar málefnasamningi og veldur engum titringi á stjórnarheimilinu í Reykjavík. Ólafur talaði svolítið hressilega á laugardaginn og þess vegna hafa kannski margir hrokkið í kút en hann hefur staðfest við okkur – og það sést glöggt ef skoðað er hvað hann sagði – að hann hefur ekk- ert breytt um stefnu og þaðan af síð- ur hefur einhver breyting orðið á þeirri vinnu sem við erum að vinna núna í Vatnsmýrinni.“ Segir borgarstjórann ekki hafa breytt um stefnu í Vatnsmýrinni Enginn titringur á stjórnarheimilinu að sögn Gísla Marteins Baldurssonar Ólafur F. Magnússon Gísli Marteinn Baldursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.