Morgunblaðið - 06.05.2008, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 06.05.2008, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 9 FRÉTTIR Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „LEIÐIN sem gengin verður er táknræn,“ segir Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu- deild og einn skipuleggjenda átaksins Gengið gegn slysum sem fram fer á fimmtudag. „Við byrjum við Land- spítalann við Hringbraut og áleiðis að Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð þar sem sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn standa heiðursvörð. Þeir standa með fimmtán svartar blöðrur sem eru táknrænar fyrir þá sem létust í umferðinni á síðasta ári en hjúkrunarfræðingar verða með 166 rauðar blöðrur sem tákna þau al- varlegu umferðarslys sem urðu á sama tímabili. Þaðan höldum við framhjá Fossvogskirkjugarði og end- um loks við þyrlupallinn við spítalann í Fossvogi þar sem blöðrunum verður sleppt.“ Stéttirnar sem bregðast við Hópurinn sem skipuleggur göng- una er myndaður af fólki úr öllum þeim stéttum sem bregðast þurfa við þegar alvarleg slys henda; það eru hjúkrunarfræðingar, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningamenn, geð- hjúkrunarfræðingar, slysa- og bráða- læknar, sjúkrahúsprestar og útfarar- stjórar. „Það lendir á okkur að taka á móti og reyna að bjarga fólki sem lendir í slysum. Við viljum reyna að hafa áhrif og koma því til leiðar í þjóð- félaginu að fólk fari varlega,“ segir Bríet. „Nú styttist í Hvítasunnuhelg- ina sem er yfirleitt fyrsta stóra ferða- helgi sumarsins. Við viljum minna ökumenn á að aka ekki af hugs- unarleysi, aka hægar og í samræmi við aðstæður. Það að lenda í slysi get- ur haft svo alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins líkamlegar heldur einnig andlegar og oft þær að fólk ber ör á sálinni alla ævi eftir alvarleg slys.“ Vel sótt ganga Gengið var gegn slysum í fyrsta skipti á síðasta ári og mættu þá um 5.000 manns í gönguna, að sögn skipuleggjenda. Léttar veitingar verða í boði í göngulok. Mælt er með að þeir sem eiga erfitt um gang eða nota hjólastóla sláist í hópinn við Veð- urstofu Íslands þegar að baki er sá kafli leiðarinnar þar sem brekkur og tröppur geta verið farartálmar. Gangan mun hefjast Eiríksgötu- megin við Landspítala og er öllum sem áhuga hafa boðið að ganga með hópnum. Segjum stopp við slysum  Ganga gegn slysum á fimmtudag  Hefst k. 16.30 við Landspítala og lýkur í Fossvogi  15 banaslys og 166 alvarleg slys urðu í umferðinni á síðasta ári Morgunblaðið/RAX Förum varlega Viðbragðsaðilar efna til göngu með almenningi og minna ökumenn á að haga akstri eftir að- stæðum. Umferðarslys hafa iðulega skelfilegar afleiðingar sem fylgt geta fólki fyrir lífstíð. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 „ÞETTA eru helstu hagsmunasam- tök sveitarfélaga í Evrópu og sem slík eru þau viðsemjendur fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins um ýmis mál, stundum á forstigi, stundum ekki. Þau gæta hagsmuna gagnvart Evrópusambandinu með því að upplýsa kjörna fulltrúa og embættismenn framkvæmdastjórn- ar,“ segir Anna Margrét Guðjóns- dóttir, forstöðumaður Brusselskrif- stofu Sambands íslenskra sveitar- félaga, um hlutverk Evrópusamtaka sveitarfélaga, sem funda hér í Reykjavík í vikunni. „Það eru sveitarfélagasamtök þrjátíu og sex landa í þessum sam- tökum. Þau sinna ýmsum öðrum verkefnum en hagsmunagæslu gagnvart ESB, enda var upphaflegt hlutverk þeirra að efla samvinna sveitarfélaga í Evrópu, sem er enn eitt af lykilhlutverkum þeirra. Fundurinn er haldinn tvisvar á ári, en ástæða þess að hann er á Ís- landi núna er sú að Samband ís- lenskra sveitarfélaga opnaði skrif- stofu í Brussel fyrir tæplega tveimur árum og síðan hefur þátttaka ís- lenskra sveitarfélaga í starfinu auk- ist mjög mikið. Við lögðum í fram- haldinu fram tillögu um að fundurinn yrði haldinn hér og samtökin féllust strax á það. Það er verið að ræða nýja stjórnarskrá ESB og margt fleira. “ Samtök Um 130 fulltrúar sækja fundinn í Reykjavík, allir kjörnir fulltrú- ar, og ræðir þar um borgarstjóra, bæjarstjóra og bæjar- og borgarfulltrúa. Sveitarfélagasamtök ESB funda í Reykjavík FJÖLDI farþega í flugi Flugfélags Íslands til og frá Vestmanna- eyjum jókst um 27% fyrstu fjóra mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Aukning farþega á þessari flug- leið er nokkuð almenn en þó er áberandi hvað mikið af hópum hef- ur flogið með félaginu á þessum fyrstu mánuðum ársins. Bókanir fyrir sumarið eru góðar. Frá og með 1. maí hafa verið flognar þrjár ferðir á dag alla daga vikunnar nema miðvikudaga og laugardaga og verða 19 ferðir á viku í boði í allt sumar. „Sú öfluga uppbygging atvinnu- lífs og ferðaþjónustu í Vestmanna- eyjum sem verið hefur á undan- förnum misserum gefur væntingar um að þessi aukning sem nú hefur orðið muni vera varanleg og mun Flugfélag Íslands halda áfram af fullum krafti því kynningar- og markaðsstarfi sem hófst í lok ársins 2006 þegar félagið hóf aftur áætl- unarflug til Vestmannaeyja,“ segir í frétt frá Flugfélagi Íslands. Mikil fjölg- un farþega í Eyjaflugi Útsala Útsala Útsala Útsasala ala Útsala Útsala Útsala Mjódd, sími 557 5900 m bl 1 00 10 63 Verið velkomnar Vordagar í fullum gangi Gallapils, kvartbuxur, stuttbuxur og margt fleira 15% afsláttur af öllum vörum frá Esprit á vordögum STÆRÐIR 40-52 Hverfisgötu 6 101 Reykjavík sími 562 2862 FRÁBÆR BUXNASNIÐ SPARIBUXUR, GALLABUXUR, KVARTBUXUR, VANDAÐAR VINNUBUXUR, 2 SÍDDIR Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 Gallapils verð frá 3.900 kr. M bl . 10 02 05 8 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Stuttbuxur margar gerðir og litir Str. 36-56 Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T N‡r sjúkrafljálfari Sandra Dögg Árnadóttir sjúkrafljálfari Bc er komin aftur til okkar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.