Morgunblaðið - 06.05.2008, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Á HÁDEGISFYRIRLESTRI
Sagnfræðingafélagsins í dag
kl. 12.05 í Þjóðminjasafni Ís-
lands flytur Kristinn Schram
fyrirlestur sem hann kallar: Að
endurheimta augnablikið:
Þjóðfræði, kvikmyndatækni og
íronía. Hann spyr hvort kvik-
myndun sé sjálfsagt tæki í
vettvangsrannsóknum, hvort
menning varðveitt í hreyfi-
mynd og hljóði verði endur-
upplifuð; hvers eðlis þjóðfræðilegar kvikmyndir
séu og hvort kvikmyndir hafi yfir höfuð eðli. Í fyr-
irlestrinum verður fjallað um kosti og galla kvik-
myndatækni við þjóðfræðilegar rannsóknir.
Fræði
Þjóðfræði, íronía og
kvikmyndatækni
Kristinn Schram
þjóðfræðingur
Í DAG kl. 17 verður dagskrá í
Norræna húsinu á vegum
Arkitektafélagsins með heit-
inu: Miðborgin mín – Vanga-
veltur um miðborgina. Magnús
Jensson fjallar um miðborg-
arhugtakið, Steve Crister
kynnir tillögu að endur-
uppbyggingu á Vegamótastíg,
Jóhannes S. Kjarval talar um
stjórnsýslu í skipulagi; Björn
Gunnlaugsson kallar erindi
sitt: Miðborgin fyrir alla – fáum fólk aftur í bæinn;
Snorri Freyr Hilmarsson ræðir Reykjavík hægri
og vinstri; Ívar Örn Guðmundsson framtíðarsýn í
uppbyggingu og Jón Kaldal talar um fólk og hús.
Arkitektúr
Arkitektar ræða
miðborgina mína
Snorri Freyr
Hilmarsson
KÓPAVOGSDAGAR standa
nú yfir og annað kvöld kl. 20
halda Kópavogstónlistarmenn-
irnir Guðrún Birgisdóttir og
Martial Nardeau flautuleik-
arar ásamt píanóleikaranum
Peter Máté vortónleika í Saln-
um. Á efnisskránni eru vals og
Pikkolópolki næturgalans eftir
Köhler, Mephisto-valsinn eftir
Liszt, auk verka eftir Fauré,
Debussy og Ravel. Punkturinn
verður svo settur yfir i-ið á þessum fjörugu vor-
tónleikum á Kópavogsdögum með nokkrum lög-
um eftir heiðursborgarann Sigfús Halldórsson í
nýrri útsetningu Atla Heimis Sveinssonar.
Tónlist
Kópavogslistamenn
spila vorið í Salinn
Guðrún
Birgisdóttir
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
HILDUR Ásgeirsdóttir Jónsson myndlistarkona
hreppti nú, fyrsta maí, Cleveland Arts Prize,
Listaverðlaun Clevelandborgar í Ohio-ríki í
Bandaríkjunum, en verðlaunin eru virt og eft-
irsótt, og þau elstu sinnar tegundar í Bandaríkj-
unum. Verðlaunahafar geta komið úr öllum list-
greinum; tveir listamenn á miðjum starfsferli eru
verðlaunaðir, einn listamaður fyrir ævistarfið og
einn efnilegur byrjandi. Hildur var verðlaunuð í
flokki listamanna á miðjum starfsferli, og nema
verðlaunin andvirði tæpra 200 þúsund króna, auk
heiðursins sem þykir mikill. Í frétt um verðlaunin
segir, að þeir sem hljóti þessi verðlaun þurfi að
njóta viðurkenningar í Bandaríkjunum fyrir list
sína, auk þess að vera þekktir og viðurkenndir á
heimaslóðum í og umhverfis Cleveland, og hafa
haft búsetu í Norður-Ohio, en Hildur hefur búið í
Cleveland í aldarfjórðung.
Ekkert sem maður sækir um
„Þetta kom mjög á óvart,“ segir Hildur, sem
var stödd á Íslandi þegar tíðindin spurðust, en
hún er nú með sýningu í gallerí Turpentine í Ing-
ólfsstræti. „Þetta er mikill heiður fyrir mig. Sam-
keppnin er mikil og svæðið stórt; það búa þarna
nokkrar milljónir manna. Það er ekkert farið að
líta á listamenn úti fyrr en þeir eru búnir að starfa
að list sinni í að minnsta kosti tíu ár. En við verð-
launin er líka tekið mið af því hversu duglegt fólk
er að sýna og sinna listinni. Mér þykir þetta ekki
síst heiður vegna þess að þarna eru allar list-
greinar saman, og maður er líka að keppa við ann-
ars konar listamenn. Þetta er ekkert sem maður
sækir um; fólk er tilnefnt og dómnefnd velur. Ég
vissi ekki einu sinni að ég væri tilnefnd,“ segir
Hildur.
Erindi nýstúdentsins Hildar til Cleveland fyrir
aldarfjórðungi var að leggja stund á arkitektúr,
og það gerði hún í tvö ár. En hún freistaðist til að
taka með því námi fáeina áfanga í myndlist. Eftir
fyrstu árin skipti Hildur alveg yfir í myndlistina.
„Ég sá að það átti miklu betur við mig, og sé aldr-
ei eftir því að hafa skipt. Ég fann ekki nægilega
fyrir skyldleika þessara greina í arkitektúrnum,
og hefði viljað hafa meiri teikningu og skúlptúr
þar. Þess vegna fór ég að taka myndlistarkúrsa.“
Hildur lauk prófum úr textíldeild og vefur
myndverk sín. Engu að síður kallar hún sig mál-
ara og verkin málverk. „Hugmyndafræðilega séð
eiga verkin mín miklu meira skylt við málverkið
en textíl, að mínu mati, en samt eru þau unnin á
venjulegan gamaldags vefstól.“ Og íslenskur upp-
runi listakonunnar leynir sér ekki. „Já, síðustu sjö
árin eða svo hef ég eingöngu unnið úr íslensku
landslagi. Ég ferðast um landið, horfi, skoða og
tek myndir. Þegar ég fer aftur út geri ég skissur
og vinn úr hugmyndunum. Mér finnst ég vera ís-
lenskur listamaður þótt ég búi úti.
Og þá hlýtur maður auðvitað að velta því fyrir
sér hvort það séu ef til vill sterk-íslensku einkenn-
in sem hafi vakið hrifningu Ohio-búa á list Hildar.
„Ég held að það sé það, en líka aðferðin sem ég
nota. Hún er einstök, og virðist vekja bæði athygli
og forvitni.“ Hildur málar þráðinn sem hún vefur
með. Ekki þannig að hún sé með málningarburst-
ann á lofti við vefstólinn, heldur er hún búinn að
mála alla þræðina í réttum litum, áður en sjálf
handavinnan hefst. Þannig er verkið í senn vefn-
aður og málverk. „Þetta er það sem ég geri.“
Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson fékk æðstu listverðlaun Clevelandborgar í Ohio
Málari sem vefur málverk á vefstól
Verðlaunahafinn „Hugmyndafræðilega séð eiga verkin mín miklu meira skylt við málverkið en text-
íl, að mínu mati, en samt eru þau unnin á venjulegan gamaldags vefstól,“ segir Hildur.
GRAMOPHONE, tónlistartímaritið
breska ætlar að koma öllu sínu efni
frá stofnun tímaritsins árið 1923 á
netið, til ókeypis afnota fyrir al-
menning. Gramophone hefur frá
upphafi verið metið áhrifamesta og
virtasta tónlistartímarit um klass-
íska tónlist í heiminum. Áætlað er
að í september verði efnið tilbúið.
Umfjöllun um útgefið efni hefur
ávallt verið undirstaða tímaritsins,
en þar hefur einnig verið að finna
gríðarlegan fjölda viðtala við allt
þekktasta og athyglisverðasta tón-
listarfólk heims, auk greina um allt
það er lýtur að klassískri tónlist,
tónlistarútgáfu og hljómtækjum.
Ljóst er að gagnavefur Gramop-
hone verður einstakur, og auðveld-
ar til muna heimildaöflun og rann-
sóknarvinnu í tónlist.
Þá hyggst Gramophone bæta um
betur í byrjun næsta árs og opna
samhliða gagnasafninu nýjan tón-
listarvef sem mun veita alla þá
þjónustu sem unnendur klassískrar
tónlistar gætu kosið sér. Þangað
verður hægt að sækja tónlist til
kaups í stafrænu formi, jafnt sem á
plötum. Þar verður hægt að hlusta
á sýnishorn af plötum sem eru á
leið í útgáfu, lesa dóma, kaupa miða
á tónleika víðs vegar um heim.
Gramo-
phone frá
1923 á netið
Einstakar heimildir
opnaðar almenningi
TENGLAR
..............................................
gramophone.co.uk
SÖGULEGIR tónleikar voru haldn-
ir í Riyad í Sádi-Arabíu nýverið,
þegar þýskur strengjakvartett,
Artiskvartettinn, lék sígilda kamm-
ertónlist, eftir Mozart, Brahms og
fleiri, og fyrir áheyrendur af báð-
um kynjum.
Tónleikarnir fóru fram í 500
sæta sal í ríkisrekinni menningar-
miðstöð, og hafa vakið spurningar
um hvort strangtrúaðir Sádar og
íslamskt konungsríki þeirra hafi í
hyggju að opna samfélag sitt frekar
fyrir vestrænum áhrifum. Tónleik-
arnir voru liður í þýskri menning-
arhátíð í Sádi-Arabíu, og var haft
eftir þýska sendiherranum, Jürgen
Krieghoff, í tilefni af hátíðinni, að
miklar breytingar ættu sér nú stað í
Sádi-Arabíu.
Sádar
hlusta á
Brahms
ÞESSA dagana stend-
ur yfir sýning Þórdísar
Aðalsteinsdóttur í
Specta-galleríinu í
Kaupmannahöfn þar
sem hún sýnir á þriðja
tug málverka.
Þórdís hélt sýningu
á Kjarvalsstöðum fyrir
tveimur árum og vakti
hún talsverða athygli.
Á síðasta ári var hún
með einkasýningar í
galleríum í Los Angel-
es og Tókýó en hún er
á mála hjá Stux-
galleríinu í New York,
þar sem hún er búsett.
Lofsamlegur dómur
birtist um sýninguna í
Politiken. Sagt er frá
því að þegar listakonan
var ung hafi lítinn
hungraðan ísbjörn rek-
ið að landi. Björninn
var drepinn en heim-
sókn hans hafði sest að
í huga Þórdísar. Hún sá
fyrir sér að björninn
færi um bæinn og kíkti
á glugga. Löngu síðar
varð til málverk sem
sýnt er í Kaupmanna-
höfn og heitir „Ísbjörn
eða gluggi með útsýn
til himinsins.“
„Eins og sést í málverkinu af ís-
birninum, er draumsleg, súrrealísk
stemning einkennandi fyrir málverk
Þórdísar,“ skrifar Kristine Kern. „Í
myndunum birtast iðulega absúrd
senur, sem vega salt á milli hins
húmoríska og dýrslega.
Falleg dýr með dapurleg, svört
augu, afrifna útlimi og hversdags-
hlutir eins og kaffibollar mætast á
strigunum. Málverkin eru einföld en
engu að síður hlaðin smáatriðum
sem hliðra merkingum til.“
Verk Þórdísar má sjá víðar í
Kaupmannahöfn þessa dagana, en
hún er ásamt Þór Vigfússyni fulltrúi
Íslands á Carnegie sýningunni sem
var opnuð 17. apríl síðastliðinn.
Þórdís Aðalsteinsdóttir sýnir málverk í Kaupmannahöfn
Sögð vega salt á milli hins
húmoríska og dýrslega
Þórdís Verkin einföld
en hlaðin smáatriðum.
♦♦♦
Kynntu þér Tvennu á www.nb.is
Við tryggjum þér bestu vextina!
Nýjung sem sameinar kosti verðtryggðra
og óverðtryggðra reikninga
TB
W
A\REYKJAVÍK\
SÍA