Morgunblaðið - 06.05.2008, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Atli
Geitarhús Stærsti kiðlingurinn á Rauðá vakti áhuga nemenda, f.v.: Arnór
Ingi Heiðarsson, Ólafur Freyr Jónasson og Bjarni Dagur Vigfússon.
Eftir Atla Vigfússon
Þingeyjarsveit | Árleg sveitaferð 4.
bekkjar Borgarhólsskóla á Húsavík
var farin á dögunum og að sögn
Bjargar Jónsdóttur kennara voru
krakkarnir ánægðir enda mikil til-
breyting í skólastarfinu að fá að
skreppa suður í sveit til þess að sjá
hvað þar er að gerast.
Alls voru rúmlega 30 nemendur
ásamt kennurum sínum sem fóru í
ferðina og var byrjað á því að fara í
mjaltir á bænum Fremstafelli í Kinn
en þar er mjög nútímalegur búskap-
ur með tveimur mjaltaþjónum og
annarri tækni sem gladdi augað. Síð-
an var farið að bænum Rauðá í Þing-
eyjarsveit þar sem skoðað var eina
geitabú héraðsins og gerðu kiðling-
arnir mikla lukku enda margir
þeirra orðnir pattaralegir og stórir.
Þar gaf einnig að líta sauðfé og kálfa,
en bóndinn, Vilhjálmur Grímsson,
hefur um árabil tekið á móti skólum
til þess að sýna þennan búskap sem
geitaræktin er. Um hádegisbil var
svo farið að Fosshóli þar sem nem-
endur fengu hressingu hjá Goðafoss-
veitingu en síðan lá leiðin í Hesta-
miðstöðina Saltvík sunnan
Húsavíkur þar sem farið var á hest-
bak og fengu allir að taka þátt undir
leiðsögn Bjarna Páls Vilhjálmsson-
ar, eiganda hestamiðstöðvarinnar,
og hans fólks.
Húsdýraskóli stofnaður
Að sögn Bjargar Jónsdóttur munu
börnin í framhaldi af ferðinni vinna
verkefni í skólanum sem tengjast
landbúnaðinum og m.a. vinna í tó-
vinnu og fleira auk þess sem lestr-
arefni um sveitina er lagt til grund-
vallar ásamt myndböndum. Þá
tengist efnið vinnu með ljóð og sögur
úr sveitinni og í myndmenntinni fær
sköpunargáfan að njóta sín.
Mikill áhugi er fyrir því í Þingeyj-
arsýslum að auka fræðslu um hús-
dýrin og landbúnaðinn almennt en til
stendur að stofna heildstæðan um-
hverfisskóla á komandi hausti þar
sem starfandi verða hinar ýmsu
deildir og gæti Húsdýraskólinn orðið
ein þeirra. Aðrar deildir verða lík-
lega m.a. Fornleifaskólinn, Hvala-
skólinn, Laxárskólinn og Þjóðgarðs-
skólinn og er þá verið að tala um
tímabundið útinám og verkefna-
vinnu inni í skólunum sem tengist
einu þema hverju sinni.
Þeir bændur sem tekið hafa á móti
skólabörnum eru sammála um það
að best sé að fá færri börn í einu og
leyfa þeim að gera eitthvað og fá
tíma til að upplifa og fá þannig sem
mest út úr heimsókninni. Útinám er
það sem koma skal segja margir
enda mjög gefandi fyrir þá sem það
vinna og það mun víkka út starfsemi
grunnskólanna í sýslunni.
Tilbreyting að fá að
skreppa í sveitina
Í HNOTSKURN
»Borgarhólsskóli á Húsavíkhefur um langt árabil sýnt
því mikinn áhuga að efla fræðslu
um húsdýr og landbúnað al-
mennt.
»Húsdýraskólinn er þróun-arverkefni fyrir grunnskóla
sem farið verður að vinna að á
komandi hausti í Þingeyjarsýslu.
Eftir Birki Fanndal Haraldsson
Mývatnssveit | Margur maðurinn
hefur átt sér þann draum að eign-
ast fornbíl. Það veltur þá á ýmsu
hverslags bíll það er sem menn
falla fyrir. Einn velur sér glæsi-
vagn frá Ameríku þegar annar
velur Trabant frá Austur-
Þýskalandi.
Kári Þorgrímsson í Garði hafði
lengi átt sér þann draum að eign-
ast Trabant enda í eina tíð aðdá-
andi Austurþýska Alþýðulýðveld-
isins. Kári lét þennan draum sinn
rætast þegar þýskur vinnumaður
sem dvaldi í Garði um tíma útveg-
aði honum ágætan Trabant að
austan og ók honum í veg fyrir
ferjuna Norrænu, sem flutti síðan
bílinn til Íslands. Þessi Trabant er
frá því um 1980 og verður auð-
veldlega í ökufæru standi þegar
Kári gefur sér tíma til að fara með
hann á skoðunarstofu. Kári segist
dást að því hvað A-Þjóðverjum
tókst að gera góðan bíl úr nánast
engu og var það heldur önnur
saga en með Rússana sem höfðu
nægtir alls en útkoman var ekki
nærri eins góð þegar þeir smíðuðu
Moskvich-bílinn, að mati Kára.
Til að setja punktinn yfir i-ið
keypti Kári loðhúfu með bílnum,
hermannshúfu sem hann telur efa-
laust að sé ættuð úr þrotabúi Var-
sjárbandalagsins sáluga. Í húfunni
er fagurgljáandi skjaldarmerki
Sovétríkjanna, hamarinn og sigðin.
Það má búast við að Mývetn-
ingar í brauðstriti hversdagsins og
ekki síður erlendir ferðamenn
verði kindarlegir á svip þegar þeir
mæta Kára bónda, akandi um
sveitina í Trabbanum, með loðhúf-
una glæsilegu á höfði.
Morgunblaðið/BFH
Heima í Garði Kári Þorgrímsson gerði það fyrir fréttamann að stilla sér
upp við Trabantinn með hermannshúfuna góðu á höfði.
Gerðu góðan bíl
úr litlum efnum
Reykjanesbær | Fræðsluráð
Reykjanesbæjar efnir til hvatning-
arverðlauna fyrir einstaka kenn-
ara, kennarahópa og starfsmenn í
leikskólum, grunnskólum og tón-
listarskóla bæjarins. Verðlaunin
eru veitt fyrir starf eða verkefni
sem þykja skara fram úr og vera
öðrum til eftirbreytni.
Afhending verðlaunanna fer
fram 11. júní. Skila þarf inn tilnefn-
ingum til Fræðsluráðs Reykjanes-
bæjar fyrir 20. maí.
Markmið hvatningarverð-
launanna er að vekja athygli á
gróskumiklu starfi skólanna og
stuðla að nýbreytni og þróun-
arstarfi. Verðlaunin eru viðurkenn-
ing fyrir vel unnin störf í þágu nem-
enda og foreldra og staðfesting á
því að skólinn sé fyrirmynd ann-
arra á því sviði sem um ræðir.
Hvetja kennara og
starfsfólk til dáða
SUÐURNES
Sandgerði | Guðmundur Maríasson
hefur opnað málverkasýningu á
Listatorgi í Sandgerði, „Sérð þú
það sem ég sé?“
Guðmundur er Suðurnesjamaður
og býr í Reykjanesbæ. Hann fékk
snemma áhuga á myndlist, fór í
myndlistarskóla og hefur verið að
mála síðan.
Sýningin er opin til 15. maí milli
kl. 13 og 17.
Sérð þú það
sem ég sé?
Sandgerði | Það var handagangur í
öskjunni hjá leikmönnum og stuðn-
ingsmönnum knattspyrnufélagsins
Reynis í Sandgerði þegar þeir tóku
að sér að rífa gamalt saltfiskverk-
unarhús á Garðvegi 3. Húsið er
sambyggt Fræðasetrinu og verður
byggt nýtt hús á grunninum.
Reynismenn höfðu tvær afkasta-
miklar vélar til verksins sem stjórn-
að var af mikilli færni, tveir gáma-
bílar sáu um að aka brakinu frá
staðnum og höfðu ekki undan, enda
einvala lið sem vann að rifinu.
Verkið unnu þeir í sjálfboðavinnu
til að safna peningum til starfsins.
Nú verður hafist handa við að
undirbúa byggingu á nýju húsi á
grunninum sem er 740 fermetrar.
Þar verður
sett upp rannsóknastöð fyrir sýk-
ingarannsóknir á fiskum. Áætlað er
að nýja húsið verði komið upp í júlí.
Með endurbyggingu saltfiskverk-
unarhússins er búið að endurnýja
allt húsnæði sem áður hýsti frysti-
hús og saltfiskverkunarhús Garðs
hf. og síðar útgerðarstöð Guð-
mundar Jónssonar.
Sandgerðisbær stendur að þess-
um framkvæmdum sem eru áætl-
aðar munu kosta um 35 milljónir.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Niðurrif Vaskir knattspyrnumenn með stórvirkar vinnuvélar voru ekki
lengi að rífa gömlu fiskverkunarhúsin sem stóðu við hlið Fræðasetursins.
Rifu gamalt salt-
fiskverkunarhús
Reykjanesbær | Róbert Daníel Cu-
tress varð Skákmeistari Heiðarskóla
2008. Sigraði hann á skákmóti sem
haldið var í skólanum um þennan tit-
ilinn.
Yfir 60 nemendur tóku þátt í
mótinu en að lokum kepptu fjórir
nemendur um fjögur efstu sætin.
Skákmeistari Heiðarskóla 2008 varð
Róbert Daníel sem er úr 9. bekk HE.
Í öðrum sæti varð Hlynur Almar
Sölvason í 5. EN og jafnir í 3.-4. sæti
voru Guðni Már Grétarsson 9. HE
og Geirmundur Ingi Eiríksson 4.
HT.
Róbert Daníel fékk eignarbikar
frá fyrirtækinu „Milli himins og jarð-
ar“ og einnig verður nafn hans sett á
bikar sem geymdur er í skólanum.
Á myndinni eru skákmeistararnir,
Geirmundur, Hlynur, Róbert og
Guðni, og Sóley Halla Þórhallsdóttir,
aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla.
Róbert Daníel er Skák-
meistari Heiðarskóla
Reykjanesbær | Nemendur í 1.
bekk í öllum grunnskólum Reykja-
nesbæjar fengu á dögunum að gjöf
sundpoka frá Reykjanesbæ í tilefni
sumarkomu.
Sundpokarnir eru afhentir árlega
en með þeim fylgir sundferðakort
sem er hvatning til hreyfingar. Með
því að safna 40 stimplum í kortið
geta börnin átt von á skemmtilegum
vinningi í Vatnaveröld í Reykja-
nesbæ.
Þetta er í þriðja sinn sem sund-
pokunum er dreift til ungmenna en í
upphafi var þeim dreift til allra nem-
enda í 1.-10. bekk í Reykjanesbæ við
opnun Vatnaveraldar í Reykja-
nesbæ, sem er yfirbyggður vatns-
leikjagarður og ný 50 m innilaug.
Með verkefninu er minnt á sund
sem holla afþreyingu og börnin
hvött til hreyfingar. Um leið er
minnt á að það er frítt í sund fyrir öll
börn í Reykjanesbæ.
Börnin
minnt á
sundið
Ljósmynd/Dagný Gísladóttir