Morgunblaðið - 06.05.2008, Page 17
Hugmyndin kviknaði fyrirnokkrum árum þegar égvar nýflutt hingað tillands og hafði eignast
mína yngstu dóttur, Darcie Þórdísi,“
útskýrir Letetia Jónsson sem hingað
flutti ásamt manni sínum Sturlu
Jónssyni arkitekt en saman eiga þau
einnig stelpurnar Chanel, 14 ára, og
Theu, 11 ára. „Í Bretlandi var að-
gengi að upplýsingum um tóm-
stundaiðkun barna svo einfalt og
gott. Það var einfalt að vita hvaða
námskeið væru í gangi og hvenær.
Fyrsta árið var tungumálið, íslensk-
an, mér líka fjötur um fót. Mér
fannst þetta eins og fuglamál,“ segir
hún og hlær. „Það var nánast ekkert
af upplýsingum á ensku eða öðrum
tungumálum. Nú er ég farin að tala
aðeins meiri íslensku og get lesið
hana nokkuð vel. En það var því
tilviljunarkennt hvað og hvort ég
frétti af því sem var að gerast í
samfélaginu og fyrsta árið fannst
mér ég svolítið einangruð með
Darcie.“
Framtíðin er landið allt
Það sem fyrst var bara hugdetta
varð brátt að viðskiptahugmyndinni
Frístundir Ísland og að ástríðuverk-
efni Letetiu sem nú er að verða að
veruleika. „Já, ég hef verið vakin og
sofin yfir þessu síðastliðna 18 mán-
uði en ég er einnig í mastersnámi í
ensku í Háskóla Íslands. Það er því
nóg að gera og þetta er búin að vera
mikil vinna og skemmtileg,“ segir
hún en áður vann hún sem verkefn-
isstjóri hjá Vodafone UK og segir
það hafa nýst sér vel.
– Finnst þér þú hafa komist betur
inn í íslenskt samfélag í gegnum
þessa vinnu?
„Já, það má segja að þetta hafi
verið mín leið til þess að aðlagast ís-
lensku samfélagi því að í gegnum
þetta hef ég kynnst fjölmörgu fólki,
bæði í viðskiptum og öðru. Vefurinn
hefur líka fengið góðar undirtektir
og öllum líst mjög vel á hugmyndina,
sem er að sameina undir einum hatti
alla tómstundaiðju fyrir krakka á
aldrinum 1-18 ára. Það er hægt að
leita undir sveitarfélögum á höf-
uðborgarsvæðinu, eins og Reykja-
vík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði
og Seltjarnarnesi. Þetta er alveg ný
þjónusta. Framtíðin er samt að vera
með upplýsingar fyrir landið allt og
næst á dagskrá eru Akureyri, Dalvík
og Húsavík svo dæmi séu tekin. Þess
vegna heitir vefurinn Frístundir Ís-
land.“
Andlit Íslands breyst
– Nú er vefurinn á þremur tungu-
málum, hvers vegna finnst þér það
mikilvægt?
„Það er mikilvægt vegna þess að
það endurspeglar Ísland í dag. Hér
eru nú töluð fleiri tungumál en ís-
lenska því hér býr fleira fólk en það
sem hefur átt Íslendinga sem for-
feður. Andlit Íslands hefur breyst og
við þurfum að endurspegla þá fjöl-
breytni sem nú ríkir hér. Ég vil að
þessar upplýsingar séu aðgengilegar
fyrir sem flesta. Til að byrja með
verður vefurinn á íslensku, ensku og
pólsku og síðar hef ég hug á að bæta
við upplýsingum á taílensku og víet-
nömsku. Vefsíðan á fyrst og fremst
að vera aðgengileg fyrir notendur og
hún er mjög einföld í notkun. Þar
verður t.d. sagt frá því hvort mögu-
legt sé að nota frístundakort sveitar-
félaganna til niðurgreiðslu á nám-
skeiðum. En þetta er líka þjónusta
fyrir íþróttafélög, klúbba, skóla og
fyrirtæki sem bjóða upp á íþrótta-
og tómstundaþjónustu.“
Letetia segir að auk vefsíðunnar
komi út bæklingur þrisvar á ári,
einnig fjöltyngdur, í maí, í lok ágúst
og í byrjun janúar, þar sem fram
komi námskeiðsframboðið. „Þetta
eru aðalnámskeiðstímabilin og
bæklingnum er ætlað að styðja við
vefsíðuna, sem er samt reglulega
uppfærð,“ segir Letetia um þetta
nýjasta barn sitt en vefsíðan fer
formlega í loftið á næstunni.
uhj@mbl.is
Frístundir á fjölmörgum tungumálum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölskyldan Letetia ásamt dætrunum Chanel, Theu, og Darcie Þórdísi og eiginmanninum Sturlu.
Letetia Jónsson fann
ekki auðveldlega það
sem hún leitaði að hér á
landi og í stað þess að
bíða með hendur í
skauti ákvað hún að
búa til slíkan vettvang.
Frístundir Ísland er af-
raksturinn, fjöltyngdur
upplýsingavefur sem
auðveldar leit að
íþrótta- og tómstunda-
iðju fyrir börn á aldr-
inum 1-18 ára. Unnur
H. Jóhannsdóttir
ræddi við þessa bresku
athafnakonu.
www.fristundir.is
Fyrsta árið var tungu-
málið, íslenskan, mér líka
fjötur um fót. Mér fannst
þetta eins og fuglamál.
|þriðjudagur|6. 5. 2008| mbl.is
daglegtlíf
SAMHENGI gæti verið milli vírussýkingar
og lungnakrabbameins ef marka má rann-
sókn sem bandarískir vísindamenn kynntu
nýverið á stórri lungnakrabbameins-
ráðstefnu í Genf og Berlingske tidende
greinir frá á vefsíðu sinni.
Dr. Arash Rezazadeh og samstarfsmenn
hans frá Háskólanum í Louisville í Ken-
tucky rannsökuðu 22 sjúklinga sem höfðu
lungnakrabbamein. Fimm þeirra reyndust
einnig bera í sér HPV-veiruna sem er talin
vera forsenda þess að konur fái legháls-
krabbamein. Vírusinn getur einnig valdið
öðrum tegundum af slímhimnukrabbameini
auk þess sem hann orsakar kynfæravörtur.
Allir sjúklingarnir sem voru rannsakaðir
reyktu en Rezazadeh telur að uppgötvun
hans bendi til þess að vírusinn auki hætt-
una á því að fá krabbamein.
Af þeim fimm sjúklingum sem höfðu
HPV-veiruna voru tveir sýktir af tegund
hennar númer 16 en hún, auk tegundar 18,
er talin orsaka um 70 prósent legháls-
krabbameinstilfella. Tveir sjúklinganna
voru smitaðir af tegund 11 sem auk teg-
undar 6 orsakar um 90 prósent allra
kynfæravarta.
Fimmti sjúklingurinn hafði HPV-tegund
22 sem hingað til hefur ekki verið tengd
ákveðnum sjúkdómi.
Morgunblaðið/Ásdís
Krabbamein Reykingar eru enn stærsti áhættuþáttur þess að fá lungnakrabbamein.
Veira tengd lungnakrabba
HEILLANDI kvenrómur getur mögulega
afhjúpað ákveðið grundvallaratriði. Það get-
ur þó verið varasamt að láta þýða röddina
heilla sig upp úr skónum.
Til dæmis er ekki gefið að kynþokkafull
konurödd gefi til kynna að draumadísin sé á
næsta leiti. Skýringin getur frekar verið að
eigandinn sé á sínu frjósamasta tímabili og
að röddin breytist í takt við tíðahring hans,
samkvæmt nýrri rannsókn sem forskning.no
greinir frá.
Rannsóknin leiddi í ljós að þær kvenraddir
sem þóttu mest aðlaðandi tilheyrðu konum
sem höfðu egglos. Niðurstaðan var byggð á
tilraun sem gerð var meðal námsmanna en
þeir fengu að hlusta á hljóðupptökur af kon-
um sem töldu frá einum og upp í tíu á fjórum
mismunandi stöðum í tíðahring sínum.
Bæði karlkyns og kvenkyns stúdentum
þóttu raddir frjósömu kvennanna mest að-
laðandi.
Ánægð kona aðlaðandi
Vísindamennirnir Gordon Gallup og Nath-
an Pipitone við State University of New
York í Albany í Bandaríkjunum standa á bak
við rannsóknina. Þeir segja raddbreyting-
arnar styðja kenningar þess eðlis að kon-
urnar séu öðruvísi en ella í kringum egglos.
Breytingarnar geta þó verið svo smávægi-
legar að það sé erfitt fyrir karlmenn að átta
sig á þeim nema með aðstoð vísindamann-
anna. Engin augljós ytri merki gefa til kynna
að kona sé frjósöm, ólíkt mörgum öðrum
spendýrum þar sem kynfæri kvendýrsins
þrútna og gefa þannig karldýrinu merki um
frjósemi.
Vísindamennirnir telja þó að konur gefi
frá sér fleiri merki um frjósemi sína, sé tekið
tillit til hárfínna breytinga á henni í tengslum
við egglos. T.d. breytist skynbragð þeirra á lykt
auk þess sem þær verða móttækilegri fyrir kyn-
lífi.
Kanadamaðurinn David Feinberg, sem er sér-
fræðingur í mannsröddinni og aðdráttarafli, tel-
ur þó ósennilegt að niðurstöður þeirra félaga,
Pipitone og Gallup, gagnist fólki með beinum
hætti. Það vanti t.a.m. að kanna hvernig radd-
breytingar skili sér í venjulegu samtali. Auk þess
sveiflist skap kvenna eftir tíðahringnum og t.d.
geti fólk einfaldlega laðast að konum sem hljómi
ánægðar, frekar en vegna þess að þær séu frjó-
samar.
Aðlaðandi Marilyn Monroe þótti vissulega
hafa einstaklega kynþokkafulla rödd.
Kynþokkafullar
kvenraddir