Morgunblaðið - 06.05.2008, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Andrés Guðna-son fæddist á
Uxahrygg á Rang-
árvöllum 7. ágúst
1919 og lést á heimili
sínu 25. apríl síðast-
liðinn.
Hann var sonur
hjónanna Guðna
Magnússonar, f.
12.11. 1889, d. 28.9.
1978, bónda í Hólm-
um í Landeyjum og
Rósu Andrésdóttur,
f. 19.3. 1890, d. 28.1.
1983 húsfreyju.
Systkini Andrésar eru Jón, f. 23.2.
1918, d. 10.9. 1991, Kristrún, f.
8.11. 1920, og Magnea Guðbjörg, f.
29.4. 1922. Uppeldissystir hans er
Gerður Elimarsdóttir, f. 19.11.
1937. Andrés kvæntist hinn 26. jan-
úar 1952 Guðrúnu Guðfinnu Guð-
mundsdóttir, f. 10.3. 1919, d. 7.10.
1989. Foreldrar hennar voru hjón-
in Kristín Gísladóttir, f. 7.6. 1879, d.
1961, og Guðmundur Jónsson, f.
7.3. 1888, d. 1920, bóndi í Grinda-
vík. Andrés og Finna byggðu sér
hús í Mosgerði 1 í Reykjavík, fluttu
síðan að Sundlaugavegi 20 og það-
an á Langholtsveg 23, en þar bjó
Andrés til dánardags.
Börn þeirra eru fjögur, 1) Örn
Úlfar, f. 21.6. 1951, húsasmíða-
meistari, giftur Jóhönnu Stef-
1945, Ruskin College í Oxford
1946, Social Institut í Stokkhólmi
1947 og Berlitz School of Language
1949 til 1950. Hann stundaði versl-
unar- og skrifstofustörf, vann hjá
Verslun Ingimundar Jónssonar í
Keflavík 1939 til 1941, hjá Ölgerð
Egils Skallagrímssonar í Reykjavík
1941 til 1943, var stofnaði og skrif-
stofustjóri Byggingarfélagsins
Brúar hf. frá 1943 til 1944, forstjóri
Bílaverkstæðis Hafnarfjarðar 1947
til 1949. Andrés var skrifstofustjóri
hjá Kassagerð Reykjavíkur frá
1951 til 1961, stofnaði Öskjur og
prent 1958 og rak þá prentsmiðju
til 1963 en lengst af rak hann heild-
verslun undir eigin nafni eða í um
30 ár. Andrés var ritstjóri tímarits-
ins Víðsjár frá 1947 til 1949 og
skrifaði fjölda greina í blöð og
tímarit. Hann skrifaði og gaf út
bækur, fyrst ferðaþættina Í öðrum
löndum árið 1950 og síðan á seinni
árum ljóðabækur, ferðabækur,
smásögur og skáldsöguna Gunsu-
kaffi. Hann ferðaðist mikið og
hafði gaman af að skrifa um og
kvikmynda þær ferðir. Hann var
áhugamaður um ættfræði og síð-
ustu árin tók hann saman margar
ættir á Suðurlandi og gaf út. Andr-
és var hestamaður til margra ára,
lengst í Víðidal og svo seinni árin
líka í Fljótshlíðinni. Hann var einn-
ig mikill sundmaður og stundaði
Sundlaugar Reykjavíkur fram á
síðasta dag.
Útför Andrésar verður gerð frá
Áskirkju í dag 13.
ánsdóttur, börn
þeirra eru Arnar Þór,
f. 16.9. 1972, og Rósa
Guðný, f. 11.10. 1993,
barnabörn eru Már
Jóhann Arnarsson, f.
7.1. 1990, og Mína
Arnarssdóttir, f. 7.6.
2001. 2) Kristín Rós, f.
22.12. 1952 bókari,
gift Birni S. Ástvalds-
syni, dætur þeirra eru
Dagmar, f. 20.9. 1975,
Sandra Rós, f. 31.7.
1987, og Birna Karen,
f. 22.7. 1990. Barna-
barn þeirra er María Rakel Magn-
úsdóttir, f. 23.7. 1999. 3) Gunnar
Már, f. 13.12. 1954, verslunarmað-
ur, giftur Bjargey Stefánsdóttur,
börn þeirra eru Stefán Andri, f. 6.5.
1980, Erla Guðrún, f. 11.8. 1983, Ír-
is Dögg, f. 18.9. 1989, og Bjarki
Már, f. 27.2. 1991. Barnabarn
þeirra er Júlía Kristey Gunn-
arsdóttir, f. 24.2. 2007. 4) Sigrún, f.
11.12. 1958, augnþjálfi, gift Þorleifi
Sigurjónssyni, börn þeirra eru
Andrés, f. 19.7. 1988, Alexander, f.
21.9. 1990, Hákon, f. 6.5. 1996, og
Kristín, f. 13.1. 1998.
Andrés ólst upp ásamt systkinum
hjá foreldrum sínum í Hólmum í
Landeyjum. Hann stundaði nám við
Héraðsskólann á Laugarvatni 1937
til 1939, Rider College í Trenton
Elsku afi. Við systurnar erum
mjög leiðar að sjá þig fara svona
skyndilega en við vonum að þú hafir
það gott hvar sem þú ert staddur
núna.
Þú varst alltaf mikill rólyndismað-
ur. Þú lést ekki fara mikið fyrir þér
en maður gat alltaf treyst á það að
þú værir hinum megin við götuna og
að þú værir viðstaddur öll mannamót
fjölskyldunnar og svo í sundi á
morgnana. Á okkar heimili varstu
tíður gestur og sá maður þig ósjald-
an röltandi hérna yfir til okkar og þú
hlóst að ýmsu sem fram fór við mat-
arborðið.
Þú varst alltaf mjög hraustur þó
að þú færir þér kannski ekki hratt.
Orðinn næstum því 89 ára og enn í
sama gamla húsinu ykkar ömmu
verður að teljast eitt af þínum afrek-
um. Þú varst sjálfstæður og gast allt-
af séð um þig sjálfur. Sást meira að
segja um barnapíustörf þegar við
vorum yngri.
Þú reyndir líka alltaf að vera frek-
ar nýjungagjarn. Keyptir þér ferða-
tölvu þegar þær fyrst komu til lands-
ins og þú notaðir til að skrifa
skáldsögurnar þínar í. Eftir um 15
ára notkun gafst tölvan upp. Þegar
þú fórst svo með hana í Apple til að
fá nýja ráku afgreiðslumennirnir
upp stór augu við að sjá þennan forn-
grip.
Við vonum að þú vitir að okkur
þykir ávallt vænt um þig og það
verður skrítið að hafa þig ekki leng-
ur í sunnudagsmat og jólin verða lík-
lega aldrei söm.
Sandra Rós og Birna Karen
Björnsdætur.
Andrés Guðnason
✝ Jósef Hall-dórsson var
fæddur að Garða-
koti í Hjaltadal 12.
október 1917. Hann
lést 28. apríl 2008 á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi. Foreldrar
hans voru Ingibjörg
Jósefsdóttir og Hall-
dór Gunnlaugsson
Garðakoti.
Systkini Jósefs:
Kristín, gift Hart-
manni Guðmunds-
syni b., Þrasastöðum Fjótum;
Gunnlaugur, lést ungur; Hólm-
laug, gift Árna Stefánssyni lög-
fræðingi í Reykjavík; Hildur, gift
Runólfi Þórðarssyni, verkfræðingi
í Reykjavík; Gunnlaugur, b.
Brattavöllum, Árskógsströnd,
kvæntur Guðrúnu Kristjáns-
dóttur. Öll systkini hans eru látin
nema Gunnlaugur. Jósef kvæntist
19.11. 1938 Jónu Ástu Sigurð-
ardóttur, f. 29.9. 1913. Þau skildu.
Foreldrar hennar voru Sigurlaug
Jónsdóttir og Sigurður Jónsson
Hömrum í Laxárdal. Börn þeirra:
Hafsteinn, f. 1.11. 1936, d. 7.2.
2006, var kvæntur Ingveldi Magn-
úsdóttur. Þau skildu. Börn þeirra
Thongleg Utsa og eiga þau tvær
dætur. Jósef kvæntist 16.11. 1974
Ingibjörgu Gísladóttir, f. 13.10.
1915, d. 9.7. 2006. Foreldrar henn-
ar voru Gísli Jónsson, b. í Saurbæ í
Vatnsdal, og kona hans, Katrín
Grímsdóttir. Börn Ingibjargar frá
fyrra hjónabandi eru: Guðni, Guð-
rún Katrín, Gísli, Sigurður, Baldur
og Gunnar Dagbjartsbörn. Auk
þess ólst upp hjá Jósef og Ingi-
björgu Lars Kjartan, sonur Guð-
rúnar Katrínar. Jósef ólst upp í
Garðakoti og einnig Hofsstöðum
þar til að hann fluttist til Reykja-
víkur 1933 og hóf þar nám í húsa-
smíði hjá frænda sínum, Birni
Rögnvaldssyni, sem starfaði um
árabil sem eftirlitsmaður rík-
isbygginga á vegum Húsameistara
ríkisins. Jósef lauk sveinsprófi
1937 og vann síðan við byggingar
og eigið verkstæði þar til hann
réðist til Meistarafélags húsa-
smiða 1966. Hann var einn af
stofnendum Meistarafélags húsa-
smiða og starfaði þar allt til þess
að hann veiktist 1987. Jósef var
einnig einn af stofnendum Harm-
onikufélagsins í Reykjavík. Síðast-
liðna tvo áratugi hefur hann búið
á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi og notið þar frábærrar
umönnunar starfsfólks heimilis-
ins.
Jósef verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 15.
eru þrjú auk þess
sem Hafsteinn átti
tvö börn frá fyrri
sambúð. Ingibjörg
Erla, f. 25.5. 1939,
var gift Birni Al-
freðssyni. Þau skildu.
Þau eiga þrjú börn,
Þröstur f. 17.12.
1940, d. 31.12. 1999,
Reykjavík, var
kvæntur Ósk Péturs-
dóttur. Þau skildu.
Börn þeirra eru þrjú
auk þess sem hann
átti tvö börn frá fyrri
sambúð. Jósef kvæntist 27.1. 1945
Dýrfinnu Helgadóttur, f. 4.10.
1925, d. 14.9. 1991. Þau skildu.
Foreldrar hennar voru Helgi
Jörgensson og Anna Sigurð-
ardóttir, Reykjavík. Börn þeirra:
Gunnlaugur, f. 6.7. 1945, kvæntur
Lilju Njálsdóttur og eiga þau fjög-
ur börn. Helgi, f. 7.2. 1947, d. 3.12.
2005. Kona hans var Arnbjörg
Pálsdóttir og eru dætur þeirra
þrjár. Halldór, f. 23.6. 1949, d.
18.3. 1986, var kvæntur Ólöfu
Guðrúnu Albertsdóttur og eru
dætur þeirra fjórar. Gunnar, f.
6.4. 1953, var kvæntur Brynhildi
Egilson. Þau skildu. Þau eiga þrjá
syni. Seinni kona Gunnars er
Það eru rúm 40 ár síðan Jósef kom
inn í mína fjölskyldu en þá kynntist
hann móður minni og þau giftust síð-
ar. Það var nokkur tortryggni sem
barðist í huga unglings þegar hann
kom inn á heimili okkar, en hann
sýndi það fljótt hvern mann hann
hafði að geyma. Jósef var húsa-
smíðameistari, og hafði á sér gott orð
fyrir dugnað og áreiðanleika. Er
hann og móðir mín kynntust var
hann farinn að vinna hjá Meistara-
félagi húsasmiða sem skrifstofu-
stjóri og mælingamaður.
Það kom sér vel fyrir 17 ára pilt
sem hafði áhuga á að komast í smíð-
anám að þekkja Jósef. Hann kom
mér í samband við meistara sem ég
svo lærði hjá.
Jósef og móðir mín áttu mörg góð
ár saman. Þau byggðu sér hús við
Víðigrund í Kópavogi og þar naut
Jósef sín, hann teiknaði húsið sjálfur
og vann nánast öll verk við það. Já,
það var oft langur vinnudagur, en
hann naut hverrar stundar. Það var
fróðlegt fyrir mig sem ungan mann
að fylgjast með Jósef byggja húsið af
kunnáttu og með fumlausum vinnu-
brögðum.
Á þessum árum ferðuðust þau
bæði innanlands og utan. Þau fóru í
árlegar sumarferðir á vegum Meist-
arafélags húsasmiða og einnig í ferð-
ir með Starfsmannafélagi stjórnar-
ráðsins en þar vann móðir mín. Í
þessum ferðum var Jósef ómissandi
með harmonikkuna sem hann var
óþreytandi að spila á.
Árið 1987 fékk Jósef alvarlegt
heilablóðfall og hefur síðan verið
bundinn við hjólastól. Fyrstu árin
var hann heima meðan móðir mín
gat sinnt honum en síðar fór hann í
Sunnuhlíð þar sem hann hefur búið í
19 ár. Hann naut frábærrar umönn-
unar góðs starfsfólks í Sunnuhlíð.
Hann hefur alla tíð haft skýra hugs-
un og fylgdist vel með. Hann spurði
út í framkvæmdir og nýjungar í hús-
byggingum. Einnig vildi hann fylgj-
ast með þeim meisturum og fyrir-
tækjum sem hann þekkti meðan
hann vann hjá Meistarafélaginu.
Já, hann Jósef var alveg klár í koll-
inum, og eins og starfsfólkið í Sunnu-
hlíð talaði um, var alltaf hægt að fara
inn til hans til að spjalla.
Við hjónin og börnin okkar erum
þakklát fyrir að hafa kynnst Jósef og
verið honum samferða. Blessuð sé
minning hans.
Gunnar Dagbjartsson.
Fyrir um það bil 40 árum lágu leið-
ir móður minnar og Jósefs Halldórs-
sonar saman, hún þá ekkja og hann
hafði einnig misst maka sinn. Þegar
Jósef fór að koma á heimili okkar
mömmu, og síðan þegar þau fóru að
búa saman, er mér minnisstætt
hversu kurteis og tillitssamur hann
var.
Jósef Halldórsson var bygginga-
meistari og hafði m.a. byggt fyrir
foreldra vinar míns, þar sem ég
heyrði að gott orð fór af verklagni
hans og hvernig hann skilaði af sér
verki. Jósef starfaði á mælingastofu
Meistarafélags húsasmiða í mörg ár.
Þar var vinnudagurinn oft langur og
síðan bættist við vinna á kvöldin og
um helgar við að aðstoða og reikna
út tilboð í verk fyrir byggingameist-
ara, en Jósef þótti töluglöggur og út-
sjónarsamur. Eins var hann oft kall-
aður til sem matsmaður í
ágreiningsmálum þar sem hann þótti
réttsýnn og hafði góða þekkingu á
byggingariðnaðinum.
Jósef var jafnaðarmaður alla tíð
og talaði alltaf af virðingu um leið-
toga Alþýðuflokksins. Hann spilaði á
harmoniku og var félagi í Harmon-
ikufélagi Reykjavíkur. Oft eftir lang-
an vinnudag fannst honum hvíld í að
grípa í nikkuna og spila nokkur lög
og fá sér eitt staup af koníaki, aldrei
meira, því hann var mjög reglusam-
ur og kunni með vín að fara.
Það var áhugavert að fylgjast með
þegar Jósef og móðir mín fengu út-
hlutað lóð undir einbýlishús við Víði-
grund í Kópavogi. Húsið teiknaði
Jósef og byggði nánast einn og
keypti sáralitla vinnu að. Þar kom
berlega í ljós hversu útsjónarsamur
og uppfinningaríkur Jósef var, þá
var hann nýtinn með afbrigðum.
Dugnaður og þrek einkenndi Jósef
en hann byggði húsið eingöngu á
kvöldin og um helgar samhliða mik-
illi vinnu og í stuttu sumarfríi.
Það var mikið áfall þegar Jósef, þá
sjötugur, fékk heilablóðfall og lam-
aðist öðrum megin, einmitt þegar
löngum starfsferli var rétt að ljúka
og þau mamma gátu farið að njóta
þess að ferðast saman innanlands og
utan, en Jósef hafði mjög gaman af
því að heimsækja börn móður minn-
ar til Svíþjóðar, þegar þau bjuggu
þar. Kom þá í ljós áhugi hans á að
kynnast því hvernig aðrar þjóðir
byggðu og þeirri tækni sem beitt var
við húsbyggingar erlendis.
Þrátt fyrir að hafa verið bundinn
við hjólastól tuttugu síðustu ár æv-
innar bugaðist hann aldrei og var já-
kvæður og gladdist þegar hann fékk
fréttir af áföngum sem hans börn og
barnabörn eða mömmu náðu í lífinu.
Blessuð sé minning mikils heið-
ursmanns.
Baldur Dagbjartsson.
Mikið var ég nú heppin, afi minn,
að þú varst afi minn. Fyrst man ég
eftir þér í Víðigrundinni með Ingi-
björgu ömmu. Þangað var alltaf svo
gott að koma. Þar las ég Andrésblöð-
in sem Lars átti á meðan mamma og
pabbi spjölluðu við ykkur ömmu. Og
stundum spilaðir þú fyrir okkur á
harmonikkuna. Eftir að þú veiktist
fyrst fyrir 19 árum kynntist ég þér
alveg upp á nýtt. Og þá myndaðist
strengur á milli okkar sem slitnaði
aldrei. Mikið er ég þakklát fyrir það.
Þó að það væri þitt hlutskipti eftir að
þú veiktist að vera öðrum háður með
svo ótalmargt sem við sem höfum
heilsu teljum sjálfsagt, þá vorkennd-
ir þú þér aldrei. Stundum varstu
dapur yfir því, en í leiðinni þakklátur
fyrir allt sem þú hafðir. Ekki síst
varstu þakklátur fyrir hana Ingi-
björgu ömmu sem var þér svo undur
dýrmæt.
Nú ertu kominn á fund hennar á
ný, og ég er sannfærð um að það hafa
verið fagnaðarfundir.
Þakka þér fyrir samveruna, afi
minn. Minninguna um þig mun ég
geyma í hjarta mínu.
Þín sonardóttir,
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir.
Í dag kveðjum við þig, kæri afi.
Minning um afa með nikkuna, tób-
aksdósina og hatt. Heimsóknir til
ykkar ömmu í Víðigrund, þar sem
alltaf var gott að koma. Amma með
sína blíðu rödd og svo yndislega góð.
Afi stór og sterkur, sem gat allt gert.
Þið áttuð svo vel saman og var ynd-
islegt að sjá hvernig þið horfðuð
hvort á annað – með ástaraugum.
Þegar þú fékkst áfallið breyttist
margt. Lífi þínu var snúið á hvolf á
einu augabragði. En þið stóðuð sterk
saman, þú og amma. Árin liðu, þú
fluttir í Sunnuhlíð og amma var í
Fannborginni rétt fyrir ofan þannig
að hún gat bara labbað til þín. Sum-
arið sem ég bjó í Reykjavík kom ég
til ykkar á hverjum sunnudegi. Sát-
um yfir veitingum og spjölluðum um
nýja og gamla tíma. Þér leiddist nú
ekki að rifja upp þá tíma þegar þú
varst ungur, stríðsárin stóðu m.a.
ljóslifandi fyrir augunum á mér þeg-
ar þú lýstir komu hersins, þú þá ung-
ur smiður. Þessar stundir eru mér
mjög dýrmætar og var yndislegt að
koma til ykkar.
Þú kvaddir hljóðlega við undirleik
harmoniku, söngs og Gulla þér við
hlið. Eins falleg stund og hún getur
orðið. Nú ert þú farinn til ömmu,
sem hefur tekið á móti þér með út-
breiddan faðminn. Þeir sem á undan
hafa farið bíða þar einnig. Hvíl í friði,
kæri afi.
Sonja Dröfn Helgadóttir.
Mikill heiðursmaður er kvaddur.
Jósef Halldórsson lauk sveinsprófi
í húsasmíði árið 1937 og fjórum árum
seinna fékk hann svo útgefið meist-
arabréf. Jósef starfaði síðan við
byggingar sem húsasmiðameistari
og rak eigið trésmiðaverkstæði. Á
þessum fyrstu árum sem eigin hús-
bóndi var hann atkvæðamikill, tók
þátt í félagsstarfi og hagsmunabar-
áttu og var í hópi þeirra húsasmiða-
meistara sem 4. júní 1954 tóku sig
saman og stofnuðu Meistarafélag
húsasmiða. Árið 1966 hætti Jósef
eigin atvinnurekstri og gerðist
starfsmaður Meistarafélags húsa-
smiða. Hann tók að sér að stýra og
hafa yfirumsjón með endurskoðun
mælinga fyrir félagið. Það var mikill
happafengur fyrir félagið að fá þenn-
an harðduglega, glögga og vand-
virka fagmann til starfa og var Jósef
aðalmælingamaður félagsins í 21 ár,
eða allt þar til að hann varð að hætta
störfum sökum heilsubrests vorið
1987.
Meistarafélag húsasmiða sýndi
Jósef Halldórssyni þakklæti sitt fyr-
ir frábært og óeigingjarnt starf með
því að gera hann að heiðursfélaga á
aðalfundi félagsins 29. apríl 1988.
Félagið þakkar þessum aldna
höfðingja samfylgdina og sendir fjöl-
skyldu hans hugheilar samúðar-
kveðjur.
F.h. Meistarafélags húsasmiða,
Baldur Þór Baldvinsson
formaður.
Jósef Halldórsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar