Morgunblaðið - 06.05.2008, Síða 27

Morgunblaðið - 06.05.2008, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 27 Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Regína L. Rist,húsmóðir og fót- snyrtifræðingur, fæddist á Akureyri 7. febrúar 1919. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skóg- arbæ, Reykjavík, 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lárus J. Rist, f. 19.6. 1879, d. 9.10. 1964, og Margrét Sigurjónsdóttir, f. 9.8. 1888, d. 5.8. 1921. Systkini Reg- ínu eru: Óttar, f. 1912, d. 1932, Anna, f. 1914, d. 1999, Jóhann, f. 1916, d. 1951, Sigurjón, f. 1917, d. 1994, Ingibjörg, f. 1920, d. 1994, og Páll, f. 1921. Hinn 7. október 1939 giftist hún Guðmundi Jóhannssyni húsa- smíðameistara, f. 18.2. 1912, d. 30.1. 1974. Foreldrar hans voru Jó- hann Kr. Ólafsson, f. 24.10. 1883, d. 22.6. 1967, og Kristín Guðna- dóttir, f. 22.4. 1891, d. 8.6. 1942. Börn Regínu og Guðmundar eru: 1) Óttar arkitekt, f. 1940, maki Gíslunn Jóhannsdóttir, f. 1940. Börn þeirra: a) Kári, b) Björk, sam- býlismaður Ingólfur V. Gíslason. Börn þeirra Edda Sigurbjörg, Eyja Drífa og Gísli Þór, c) Margrét Drífa, maki Peter Anderhagen. Synir þeirra Malte Lárus og Alvin Kári. 2) Kristín G. Ísfeld kennari, f. 1944, maki Haukur Ísfeld, f. 1943. Synir þeirra: a) Lárus, maki Krist- ín Björg Ísfeld. Börn: Hanna Klara og Tristan. b) Jón Haukur, maki Pinar Ísfeld. Börn þeirra: Sara Bahar og Ró- bert Kayra. c) Guð- mundur Fjalar, sam- býliskona Heiða Hrönn Sigmundsdóttir. Sonur þeirra er Eiríkur Jón. 3) Lárus flugmaður, f. 1946, d. 1967, 4) Mar- grét, f. 1955, d. 1963. Regína og Guðmundur hófu bú- skap sinn á Selfossi og fluttu svo skömmu síðar til Hveragerðis. 1948 fluttu þau til Akureyrar og um tveim árum síðar til Reykjavík- ur þar sem þau bjuggu eftir það að frátöldum fjórum árum, 1969-73 sem þau dvöldust í Lundi í Svíþjóð. Eftir andlát Guðmundar hefur Regína búið að Hraunbæ 16 í Reykjavík og síðustu þrjú árin á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þar sem hún naut frábærrar umönn- unar. Regína verður jarðsett frá Foss- vogskirkju í dag, 6. maí, kl. 15. Í dag erum við þakklátir. Fyrir öll þessi ár sem við áttum með ömmu. Fyrir allar minningarnar sem hún gaf okkur. Fyrir ástina og umhyggjuna sem hún sýndi okkur. Fyrir athvarfið sem hún veitti okkur. Í dag erum við þakklátir fyrir ömmu. Alla okkar ævi höfum við vitað að hún var alltaf til staðar fyrir okkur. Hún fylgdi okkur gegnum lífið, deildi með okkur sorg og gleði. Hún hvatti okkur áfram í námi, leik og starfi. Hún var viðstödd alla stóra viðburði í lífi okkar. Allt frá fæðingum okkar til fæðinga barna okkar. Við gátum alltaf farið til ömmu og hvílt okkur. Við þurftum ekkert að gera eða segja, hún var ánægð bara með að fá okkur í heimsókn. Við gát- um spjallað við hana um það sem var að gerast í lífi okkar og alltaf hlustaði hún. Hún gaf sér gjarnan tíma til að spila við okkur á spil eða leika við okk- ur þegar við vorum yngri. Það var alltaf gott að koma til ömmu. Henni var einstaklega umhugað um heilsu okkar og velferð. Fáir gátu annast mann betur í veikindum en hún. Hún vildi okkur alltaf vel og gerði allt fyrir okkur með ást og um- hyggju. Hún lagði okkur lífsreglurn- ar, hreinar og beinar; nú er það okkar að nýta það sem hún kenndi okkur. Það er því með tár á hvarmi sem við kveðjum hana ömmu okkar. En það er gleði blandin sorg, því að við trúum að nú sameinist hún loksins þeim sem hún lifði. Í dag erum við þakklátir fyr- ir ömmu. Lárus, Jón Haukur og Guðmundur Fjalar. Kæra vinkona. Ó, blíði Jesús, blessa þú það barn, er vér þér færum nú, tak það í faðm og blítt það ber með börnum Guðs á örmum þér. (Valdimar Briem) Kær kveðja, Gréta. Nú þegar Regína er farin frá okkur og komin til eilífðarlandsins, þar sem hún trúði að ástvinir hennar biðu, langar mig að minnast hennar lítil- lega og þakka langa og góða sam- fylgd. Það mun hafa verið á jólum 1950, sem ég hitti hana fyrst, þegar þau hjón buðu okkur Einari í fjölskyldu- boð á heimili sitt. Ég var að byrja að kynnast tengdafjölskyldu minni, sem var allfjölmenn, að minnsta kosti mið- að við mína. Enn man ég, hvað mér þótti fólkið kátt og skemmtilegt og gaman að vera þátttakandi í leikjum þess og alls kyns uppátækjum, sem það kunni mikið af að mínu mati. Þá var gleðin við völd. Síðan þá hefur verið náið og vin- samlegt samband á milli fjölskyldna okkar en Guðmundur, maður hennar, var elsti bróðir í stórum systkinahópi, en Einar, maðurinn minn, sá yngsti. Regína var greind kona, hlý og hógvær, en stóð samt fast á sínum skoðunum og lét ekki glepjast af lífs- gæðakapphlaupinu. Hún undi sátt við sitt. Hún var mikil sundkona, svo sem hún átti kyn til, og var vel á sig komin á líkama og sál. Alltaf var svo notalegt að fá hana í heimsókn, hún hafði lag á að hressa og hrósa þeim, sem í kring- um hana voru. Ég mun sakna hennar. Þegar litið er yfir lífshlaup Regínu koma óneitanlega dapurlegar minn- ingar í hugann og ber þá fyrst að nefna ótímabæran móðurmissi, þegar hún var aðeins tveggja ára. Hún minntist alloft á það við mig, hvað hún saknaði þess, að hafa farið á mis við móðurkærleikann. Síðan missti hún tvö yngri börnin sín af slysförum með fjögurra ára millibili og að lokum manninn sinn, langt um aldur fram, í ársbyrjun 1974, eftir erfið veikindi. Það má kallast undravert, hvað Regína stóð þetta af sér, hvert áfallið á eftir öðru. Hún var 55 ára, þegar hér var komið við sögu og tiltölulega ný- flutt heim til Íslands eftir rúmlega fjögurra ára búsetu í Svíþjóð, þar sem þeim hjónum leið vel. En þrátt fyrir þessar raunalegu minningar var Regína gæfumann- eskja. Hún átti einstaklega góðan mann, sem hún minntist oft með mik- illi hlýju í þau 34 ár, sem hún lifði án hans. Börnin fjögur voru öll myndarlegt mannkostafólk og reyndust tvö eldri börnin hennar henni frábærlega vel alla tíð, sem og tengdabörnin. Það er ekki ofmælt, þótt sagt sé, að hún hafi notið ómældrar aðhlynningar og um- hyggjusemi Kristínar, dóttur sinnar, þegar heilsan fór að gefa sig. Síðustu misserin var hún afar sátt og ánægð á hjúkrunarheimilinu í Skógarbæ og þakklát öllum. Það var gott að sjá, hvað hún var sátt við lífið og tilveruna þar. Hún fylgdist grannt með afkom- endum sínum og hafði gaman af að tala um þá. Velgengni þeirra var hennar yndi. Ég bið algóðan Guð að blessa hana og gefa henni eilífan frið með ástvin- unum, sem tóku á móti henni. Börn- um hennar, tengdabörnum og ástvin- um öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið þeim blessun- ar í nútíð og framtíð. Sigríður G. Jóhannsdóttir. Regína Lárusdóttir Rist ✝ Guðlaug Páls-dóttir Hersir fæddist í Fagurhlíð í Landbroti, Vestur- Skaftafellssýslu 18. apríl 1920. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 23. apríl. Foreldrar hennar voru Páll Guð- brandsson bóndi, f. 11.4. 1887, d. 4.10. 1964, og Gyðríður Einarsdóttir, f. 29.5. 1894, d. 27.9. 1962. Bræður Guðlaugar eru Elías, f. 1921 og Guðfinnur Þór, f. 1934. Systir hennar var Þórey, f. 1926, d. 2002. Vorið 1951 giftist Guðlaug, Sig- urþór Hersi matsveini og bryta, f. 28.7. 1914, d. 5.6. 1988. Foreldrar hans voru Guðmundur B. Hersir, bakari í Reykjavík og Margrét Sigurþórsdóttir, verkakona í Vestmannaeyjum. Guðlaug og Sigurþór eignuðust Gylfa Pál, f. 1951. Kona hans er Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, f.1953. Sonur þeirra er Kári, f. 1981. Guðlaug ólst upp í foreldrahúsum, fyrst í Fagurhlíð og frá 1922-1936 í Hæðargarði í Land- broti sem hún leit ávallt á sem sína sveit. Árið 1936 fluttist fjölskyldan að Ósgerði í Ölfusi. Hún gerðist vinnu- kona í sveitinni og svo í Reykjavík og starfaði síðan sem þerna á strand- ferðaskipum í nokk- ur ár. Þar kynntist hún Sigurþór manni sínum. Þau stofnuðu heim- ili í Reykjavík. Guðlaug bjó á tólfta ár á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Þar átti hún gott ævikvöld í samneyti heimilisfólks, aðstand- enda, vina og starfsfólks. Þar var hún oft hrókur alls fagnaðar, því eftir að minnið tók að þverra síð- ustu árin var sem sögur og söngv- ar rifjuðust upp. Útför Guðlaugar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég held að tengdamóðir mín hafi átt ánægjulega ævi. Hún minntist Síðufjallanna með söknuði sem ég held að hafi verið draumkenndur fremur en sár. Þaðan fluttist hún sextán ára með fjölskyldu sinni og ég held að Ölfusið hafi verið svolítið ótuktarlegt við unglinginn. Að minnsta kosti fannst henni ekki gaman að skoða ljósmynd af sjálfri sér á túninu með hrífu í hönd. Hún skrifaðist á við kennslukonuna sína fyrir austan sem hafði sagt henni eins og satt var, að hún væri greind og hæfileikarík. Svo varð hún vinnu- kona og slapp við engjaþrældóminn, há og fínleg konan. Seinna réð hún sig sem þernu á strandferðaskipin. Svo fullkomið var jafnvægið í innra eyranu að hún fann aldrei fyrir sjóveiki. Aðeins ástinni, sem endaði í hjónabandi með Sig- urþór Hersi bryta vorið 1951 þegar þau höfðu bæði náð þrítugsaldri og vissu vel hvað þau voru að gera. Heimili þeirra í Reykjavík var lít- ið, oftast bara strákurinn og hún og eiginmaðurinn var í siglingum. Ætt- ingjar, vinir og vandalausir gistu og áttu vísa matarveislu og góð ráð. Oft þurfti að sinna einhverjum og létta af byrðum. Svo var farið í fínni hús að þrífa fyrir pening en alltaf farið í sveitina þegar ekki var skólahald. Þannig var þetta ábyggilega hjá mörgum húsmæðrum. Þetta var auðvitað enginn dans á rósum en tengdamóðir mín fékk tækifæri til þess að skapa sér þær aðstæður að lifa góðu lífi í óefnislegum skilningi. Því skyldi hún annars hafa fengið fleiri jólakort en allir aðrir á hjúkr- unarheimilinu til samans? Hjúkrunarheimili er ekki slæmur staður fyrir fólk sem er heppið í líf- inu. Það eru viss forréttindi áttræðr- ar dömu að hlusta (og horfa) á Ragga Bjarna, hvað þá kór tíu stæltra karla á besta aldri, flytja gömul sönglög. Þetta getur verið svo gaman að það ganga lognar skemmtisögur um skerpuna sem lýstur niður eins og heilabilaðri eld- ingu þegar minnst varir. Hér er ein, ábyggilega login, um virðulega eldri dömu sem reykir og verður að fara niður í kjallara til þess. Starfsmenn mega ekki reykja en daman þarf fylgd því hún ratar ekki og á erfitt með gang. Þar situr hún með starfs- konu þegar eftirlitsmanneskja geng- ur inn, setur í brýrnar og spyr hvort það sé rétt að í öskubakkanum séu tvær sígarettur. „Ég er með þær báðar,“ segir sú heimilisfasta snúð- ug. Á hjúkrunarheimilinu þar sem tengdamóðir mín bjó á tólfta ár var stofnað aðstandendafélag sem hefur sent stjórnendum heimilisins ábend- ingar og góð ráð. Ekki veit ég hverj- um er að þakka að daginn sem tengdamóðir mín andaðist skein sól á himni og heimilismenn gátu brugð- ið sér út á græna grasflöt um glæ- nýjar dyr til suðurs. Við sem nutum þeirra forréttinda að kynnast og eiga samskipti við heimilisfólk og starfsfólk á Skjóli mælum með að- standendafélögum og samvinnu þeirra og stjórnenda. Við mælum líka með dansæfingu í stól, sérrí í eftirrétt, hurðum út í garð, auknu fé til reksturs, betri kjörum starfs- fólks, endurmenntun og byggingu fleiri heimila. Það má ekki minna vera. Þetta er sem sagt búið að vera skemmtilegt, síðustu árin ekkert síður en hin fyrri. Sigurlaug Gunnlaugsdóttir. Ég man hvað mér þótti það skrýt- ið þegar hún amma mín ávítaði mig fyrir að borða ekki fallega. Það var nefnilega afar sjaldgæft að hún ávít- aði mig eða reyndi að kenna mér eitthvað eða ala mig upp. Þó var ég mikið hjá henni þegar ég var lítill. Sennilega leit hún svo á að þetta væri hlutverk foreldra minna – ég væri þeirra barn sem hún hefði í láni. Tvennt lagði hún þó áherslu á: Kurteisi og mannasiði. Við matar- borð á maður að sitja beinn og sýna matnum áhuga. Fólki skal heilsa með myndarleik. Þetta voru einfald- ar reglur en þær ristu djúpt: Aldrei heyrði ég ömmu mína halla máli við nokkurn mann, svo ég muni, og ekki man ég eftir henni pirraðri eða reiðri. Aftur á móti var hún oft ör og stundum útkeyrð enda lagði hún minna upp úr eigin heilsu en til dæmis minni. Aldrei virtist hún þreytast á að reyna að fita mig og þegar ég kom í heimsókn skyldi ég hvílast, leggja mig, sofa lengi. Amma lét mig finna að henni þætti vænt um mig og það er hreint ekki lítils virði. Þegar ég var að byrja í mennta- skóla flutti amma á Skjól. Henni fór að hraka andlega, minnið varð smám saman lélegra en um leið virtist hún losna við áhyggjur og streitu. Þrátt fyrir andlega hrörnun var auðvelt að eiga samskipti við ömmu. Kannski var það vegna þess að bæði hún og við sem heimsóttum hana fengum nægan tíma til að venjast breyting- unum. Kannski var það vegna þeirr- ar kurteisi og góðu siða sem voru orðnir hluti af manneskjunni. Þótt hún vissi stundum ekki hver við værum, hvaðan við kæmum eða hvort við hefðum komið á hesti var alltaf hægt að spjalla við ömmu, grínast við hana og eiga ánægjuleg og gefandi samskipti. Það er mér af- ar verðmætt að hafa lært að fólk er fólk, hvar sem það er statt í lífinu og hvernig sem heilsa þess er. Amma bjó á Skjóli í rúman ára- tug, lengst af var hún föst í hjólastól. Hún var oftast kát, stundum svo mjög að hún brast í söng, og ég veit að það fór vel um hana. En undir það síðasta minntist hún stundum á að hún væri orðin svolítið þreytt á þessu. Hún saknaði þess að vera heilsuhraust og geta gengið um og eitt sinn heyrði ég hana segja „æ, það vona ég að Guð fari að taka mig til sín“. Ég vona að henni hafi orðið að þeirri ósk. Kári. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu á ánni (Hannes Pétursson.) Unglingar eru gáfaðasta og skemmtilegasta fólkið – einkum þó að eigin áliti. Þeir hverfa eins og sér- trúarsöfnuður inn í sinn eigin hug- arheim og dvelja þar langdvölum. Hlutverk hinna fullorðnu, sem næst þeim standa, á þá fyrst og fremst að vera: að þjónusta þessa hina út- völdu, uppfylla þarfir þeirra, en halda sig jafnframt á mottunni – trufla ekki þessar gáfuðu og fram- sæknu verur við þá iðju að skemmta sér og bjarga heiminum. Örlögin höguðu því þannig að ég var heimagangur hjá Lullu öll mín unglingsár. Við Gylfi Páll vorum þannig samlokur á þessum árum að helst mætti líkja við tvíburabönd. Hún dekraði auðvitað einkasoninn takmarkalítið – eins og vera ber – en eftir á að hyggja var ég þó sýnu for- dekraðri en hann, því auk þess að njóta allra gæða til jafns var ég í hennar augum hafinn yfir gagnrýni, að sjálfsögðu óverðskuldað. Þetta voru miklir dýrðarinnar dekurdagar hjá Lullu og ekki má gleyma Sig- urþóri sem með sínu góða skapi og lunknu kímni gæddi heimilið mildi og þægilegum þokka. Lulla var eins og margar heima- vinnandi húsmæður á þessum árum eins konar möndull sem hversdags- lífið snerist um. Þær voru í rauninni ekki til fyrir sjálfa sig, hvorki að eig- in áliti né annarra, heldur voru þær til fyrir aðra og alveg sérdeilis voru þær bornar til að þjóna fjölskyldum, stórfjölskyldum og fylgihnöttum með því liði. Lulla var barn síns tíma að þessu leyti; að gera einhverjar kröfur fyrir sjálfa sig var fjarri henni eins og flestum konum af hennar kynslóð. Samband Lullu við einkasoninn var ekki alltaf snurðulaust eða lág- vært, en einlægt og fallegt og hann hefur vel goldið dekrið þegar hlut- verkum skipti. Undirrituð dekurrófa vill með þessum fátæklegu orðum þakka fyr- ir sig. Við Sigríður og Kristján Gylfi vottum Gylfa Páli, Sigurlaugu og Kára og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guðmundur Guðmundsson. Guðlaug Pálsdóttir Hersir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.