Morgunblaðið - 06.05.2008, Side 28

Morgunblaðið - 06.05.2008, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bára ValdísPálsdóttir fæddist á Grett- isgötu 33, Reykja- vík, hinn 27.03. 1916, hún lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, 27. apríl síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Páls Friðrikssonar stýrimanns, f. 10.3. 1879, d. 6.6. 1956, frá Hólmabúð, Vogum, og Mar- grétar Árnadóttur, húsmóður, f. 25.5. 1877, d. 19.6. 1948, frá Meiðastöðum Garði, 4 ára gömul fluttist hún að Innra-Hólmi með foreldrum sínum og ólst þar upp. Börn Margrétar og Páls voru 10, elst þeirra var Friðrik Ólafur, f. 19.7. 1903, Þorbjörg, f. 9.8. 1904, Magnús, f. 8.8. 1905, Árni, f. 11.7. 1907, Helga Fjóla, f. 11.11. 1909, Þóra, f. 23.1. 1911, Ísleifur, f. 23.10. 1912, Ragnar, f. 17.4. 1914, Bára f. 27.3. 1916, og Sólveig Elín, f. 5.8. 1918, og nú með fráfalli Báru eru öll systkinin látin. Bára gekk í Miðbæjarskólann í 23.3. 1946, börn þeirra eru Stella og Björn, fyrir átti Díana soninn Valtýr Bergmann Sigríks- son; 4) Benedikt, f. 20.6. 1946 í sambúð með Jónu Sigurð- ardóttur, f. 15.5. 1947, og eiga þau eina dóttur Karen Eddu, af fyrra hjónabandi á Benedikt syn- ina Einar, Valtýr Bergmann, lát- inn, og Valtýr Bergmann; 5) Kristrún, f. 8.12. 1951, í sambúð með Erling Þór Guðmundssyni, f. 1.12. 1947, og eiga þau eina dóttur, Báru. Alls eru afkomund- ur Báru 47 talsins. Bára vann við hin ýmsu störf um ævina svo sem við fisk- vinnslu og hin ýmsu þjón- ustustörf en lengst af af vann hún í Bjarnalaug á Akranesi. Bára starfaði mikið í kvenna- deild Slysavarnafélags Akraness, einnig starfaði Bára lengst af í Alþýðuflokksfélagi Akraness. Hún var mikill áhugamanneskja um íþróttir, þá sérstaklega um knattspyrnu, þar sem hún fylgd- ist með öllum knattspyr- unuleikjum Skagamanna sem hún hafði tök á. Hún sá um þvott á öllum íþróttabúningum Skaga- manna í fjölda ára. Síðustu ævi- árin dvaldi Bára á Dvalarheim- ilinu Höfða, Akranesi. Útför Báru verður gerð í dag, 6. maí, frá Akraneskirkju og hefst athöfnin klukkan 14. Reykjavík frá 7 til 14 ára aldurs. Árið 1937 giftist Bára Valtý Bergmann Benediktssyni vél- stjóra, f. 11.11. 1909, d. 9.2. 1961, syni hjónanna Bene- dikts Tómassonar, skipstjóra, f. 24.4. 1876, d. 10.1. 1961, frá Bjargi, Akra- nesi, og Guðrúnar Sveinsdóttur hús- móður, f. 11.10. 1895, d. 28.11. 1960, frá Sveinsstöðum í Reykjavík. Benedikt og Guðrún byggðu Skuld á Akranesi og bjuggu þar lengst af. Bára og Valtýr bjuggu lengst af á Sunnubraut 16, Akra- nesi. Þau eignuðust 5 börn, elst 1) Margrét, f. 4.11. 1937, gift Arnari Viðari Halldórssyni, f. 25.6. 1942, börn þeirra eru Val- dís, Halldór og Sigurborg; 2) Guðrún Bergmann, f. 3.9. 1941, d. 11.3. 1978, gift Ármanni M. Sigurðssyni, f. 2.9. 1939, börn þeirra eru Bára Valdís, Sig- urður, Valtýr og Jóhannes Krist- ján, 3) Díana Bergmann, f. 15.8. 1942, gift Viktori Björnssyni, f. Elsku mamma. Þú lagðir upp í þína hinstu ferð að morgni sunnudagsins 27. apríl síðastliðins. Þú hefðir ekki getað valið fallegra ferðaveður, sátt við allt og alla, en sagðir að þú ættir eftir að sakna okkar, stóra hópsins þíns. Það er sárt til þess að hugsa að ekki verðir þú lengur til staðar, klett- urinn sem hefur leitt okkur systkinin í gegnum lífið með þinni staðfestu og æðruleysi. Aldrei skal gefast upp heldur stöndum við saman eins og þú sagðir þegar á móti blés, og það þú sýndir þegar pabbi veiktist og allt það sem þú lagðir á þig til að halda heimilinu saman eftir að hann lést. Það var mikið líf í kringum þig, þú með þitt góða skap og skemmtilegu kímnigáfu. Þú varst kona með miklar skoðanir á lífinu og tilverunni og oft voru miklar og fjörugar umræður í eldhúsinu á Sunnubrautinni, sérstak- lega þegar pólitíkin var annars vegar. Þú, þessi mikla jafnaðarmanneskja og krati. Þegar ég lít til baka hefði hluti af þessari götu átt heita Krata- braut. Þegar þú fluttist á Skagann varstu mikill Valsari, en það breyttist fljót- lega þar sem þú giftist inn í Skuld- arættina þar sem fótboltagenin eru mjög sterk og tryggari stuðnings- maður var varla til. Þú fórst alltaf með okkur Báru á fótboltaleiki með- an þú varst fær um það, sást um að þvo búningana af öllum flokkum ÍA í mörg ár. Var það gert heima og var heimilið undirlagt í gulum treyjum. Þegar ég fór með þér í Neskaup- stað í þrjú sumur í síldarsöltun, fyrst 11 ára, fannst mér ansi mikið til mín koma að eiga að aðstoða þig við sölt- unina. Var ég sett upp á kassa svo ég næði í botninn á tunnunni. Þessi tími er ógleymanlegur í minningunni. Síð- an bjuggum við Bára hjá þér þar til ég keypti mína fyrstu íbúð og er sá tími mjög dýrmætur okkur. Þér var mikið í mun að gefa öllum jólagjafir og bjóst þú þær allar til sjálf. Var það hluti af jólaundirbúningnum hjá mér að hjálpa þér við pökkunina, sem var heilmikil athöfn. Þú varst yndisleg mamma, amma, langamma og langa- langamma og voru allir jafnir. Einnig þau barnabörn sem þú fékkst í kaup- bæti og voru þau sem þín eigin. Síð- asta jólaboðið sem þú varst hjá okkur var stórkostlegt. Það var haldið að Miðgarði og var það dýrmæt stund þar sem allur hópurinn var saman kominn og þar deildir þú út gjöfum til allra unganna þinna í síðasta skipti og síðan var dansað í kringum jóla- tréð og naust þú þessarar stundar vel. Það er yndislegt til þess að hugsa að ömmubörnin sem voru á landinu hittu þig og gátu kvatt þig síðustu vikurnar sem þú varst hér hjá okkur og eiga þau góðar minningar sem er mikill fjársjóður fyrir þau. Það var yndisleg síðasta heimsóknin til okkar á Álftanesið. Þú komst þó þú værir orðin lasburða og með þér kom alltaf mikill kraftur og gleði og fengum við okkur smá sérrítár fyrir svefninn en það fannst þér notalegt. Elsku mamma, ég kveð þig með miklum söknuði, en ég veit að þér líð- ur vel og ert kominn til Valla þíns, stóru ástarinnar í lífi þínu. Það eru mikil forréttindi að þú skyldir vera með okkur svona lengi. Guð blessi þig. Þín Kristrún. Nú er komið að hinstu kveðjustund í 35 ára samferð með elskulegri tengdamóður, þótt fátt eitt verði talið hér í þessum kveðjuorðum. Bára Val- dís Pálsdóttir, eða Bára Páls, eins og hún var oftast kölluð, var eftirminni- leg kona, glaðlynd, þrautseig og alltaf jákvæð. Það var einkenni Báru að sjá alltaf það jákvæða í fari hvers manns, hún elskaði okkur eins og við vorum. Öll þessi ár heyrði ég hana aldrei hallmæla nokkrum manni. Það kom aldrei til greina hjá Báru að láta deig- an síga þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Bára var mjög félagslynd kona, starf- aði í Slysavarnafélaginu árum saman og ekki má gleyma Alþýðuflokknum, en Bára var ein af þessum örfáu eð- alkrötum. Hannyrðir og allskonar handavinna var meðal áhugamála Báru, hún saumaði, prjónaði og hekl- aði og eiga allir afkomendurnir eitt- hvað sem hún hefur búið til. Á seinni árum bjó hún til margan hlutinn úr leir og öðru föndri, listavel gert og margt af því hrein listaverk. Á seinni hluta ævinnar ferðaðist Bára mikið bæði innanlands og erlendis. Hún fór margar ferðir um hálendi Íslands og þá var ferðast með margfrægum Ar- abíuhóp. Ég minnist ferðar sem við Díana og tvö börn okkar Stella og Björn fórum með Báru til Ítalíu 1985. Ekkert okkar mun nokkru sinni gleyma þeirri ferð og ég veit að minn- ing barnanna með Ömmu Báru á Ítal- íu geymist alla tíð. Við vorum ekki búin að vera lengi á staðnum þegar Bára hafði komist að því að ein konan í ferðinni hafði haft með sér pönnu- kökupönnu, nú var ákveðið að fá pönnuna lánaða, en pönnukökurnar hjá Ömmu Báru eru heimsfrægar. Næst á dagskrá var að fara og kaupa hráefni í pönnukökur og gekk það ágætlega þar til kom að lyftiduftinu, ég var löngu búinn að gefast upp við að útskýra fyrir afgreiðslumanninum hvað okkur vantaði, en hann talaði eingöngu ítölsku. Bára gafst ekki upp og á íslensku útskýrði hún fyrir manninum hvernig lyftiduft liti út og lék verkun þess. Að lokum söng Ítal- inn aríu fyrir Báru, það var hreint stórkostleg skemmtun að fylgjast með þessu. Það var venja Báru þegar hún fór erlendis að þá keypti hún alltaf eitt- hvað handa öllum barnabörnunum til að gleðja þegar heim kæmi. Þessu mátti alls ekki gleyma í Ítal- íuferðinni, hún hafði frétt af útimark- aði í 80 km fjarlægð og þangað fór hún ein í rútu og gerði góð kaup. Heima á Íslandi biðu börnin og hlökkuðu til heimkomu Ömmu Báru frá Ítalíu. Að leiðarlokum þakka ég yndislegri konu fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu minni. Um leið og ég votta öllum afkomendum hennar dýpstu samúð. Samferðamenn, gjörist glaðir, grátið ekki dauða minn. Heim þig kallar himnafaðir, nú hættir störfum líkaminn. En ekki þrjóta andans leiðir ykkur þó ég skilji við. Nú eru vegir nógu greiðir, nú er líf mitt fullkomið. Gangið því til grafarinnar glaðir, burt frá þessum stað, ár eru talin ævi minnar en andinn lifir, munið það. Þegar líkams brestur bandið, bikar hérlífs tæmið þið, svífið yfir sólarlandið, saman aftur búum við. (Sálmur, höf. ókunnur.) Megi góður Guð geyma fjölskyldu þína. Blessuð sé minning Báru Valdísar Pálsdóttur. Viktor Björnsson. Einhverju sinni þegar ég kom í heimsókn til tengdaforeldra minna sá ég mynd á vegg sem var af konu og manni á æskuskeiði sínu. Þessi kona var ákaflega svipsterk, glaðbeitt og glæsileg; myndin hefur sennilega verið tekin einhvern tíma á árunum í kringum 1940. Þetta var Bára Valdís Pálsdóttir en unga manninn missti hún frá sér mörgum árum síðar. Hún Bára Valdís Pálsdóttir✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Grænatúni 18, Kópavogi, fyrrverandi prestsfrú, Reynivöllum Kjós, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, föstudaginn 2. maí. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. maí kl. 13.00. Áslaug Kristjánsdóttir, Jai Ramdin, Bjarni Kristjánsson, Karl Magnús Kristjánsson, Helga Einarsdóttir, Halldór Kristjánsson, Guðrún Kristinsdóttir, Kristrún Kristjánsdóttir, Axel Snorrason, Valdimar Kristjánsson, Brenda Phelan, Guðmundur Kristjánsson, Jónína B. Ólsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, REGINN BERGÞÓR ÁRNASON, Tjarnarlundi 16a, Akureyri, lést föstudaginn 2. maí á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Akureyrar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. maí klukkan 13.30. Málfríður H. Jónsdóttir, Regína Þ. Reginsdóttir, Sigurður Vilmundarson, Valgerður J. Reginsdóttir, Guðmundur Jósteinsson, Árni Jón Reginsson, Ágústa Pálsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma, langalangamma og langalangalangamma, KRISTJANA BJARNADÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, andaðist að morgni mánudagsins 5. maí. Kristjana Guðmundsdóttir, Björg H. Sigurðardóttir, Sigurður H. Sigurðsson, Ólafía K. Jónsdóttir, Elsa H. Sigurðardóttir, Ásgeir H. Sigurðsson, Kristjana G. Hávarðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HJÖRLEIFUR ÞÓRÐARSON, Skógarseli 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 4. maí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 11-E. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 15. maí kl. 13.00. Jensína Guðrún Magnúsdóttir, Þórður Georg Hjörleifsson, Emelía Blöndal, Þórdís Hjörleifsdóttir, Haukur Þór Bjarnason og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN JÚLÍUSDÓTTIR, Brúnavegi 9, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landspítala í Fossvogi sunnudaginn 4. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Júlíus Kristinn Magnússon, Sigrún Magnúsdóttir, Jón Jóhannesson, Elín Magnúsdóttir, Rudi Rudari og barnabörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.