Morgunblaðið - 06.05.2008, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
HANNES Hlífar Stefánsson og
Héðinn Steingrímsson náðu báðir
miðlungi góðum árangri á nýaf-
stöðnu Evrópumóti einstaklinga sem
fram fór Plovdiv í Búlgaríu og lauk
um helgina. Þeir fengu báðir 6 vinn-
inga af 11 mögulegum en sigurvegari
varð hollenski stórmeistarinn Sergei
Tiviakov sem hlaut 8½ vinning úr 11
skákum. Hann vann ísraelska stór-
meistarann Sutovsky í síðustu um-
ferð en á sama tíma lauk öðrum
skákum í toppbaráttunni með jafn-
tefli. Fyrir lokaumferðina voru átta
skákmenn efstir og jafnir með 7½
vinning úr 10 skákum.
Hannes gerði jafntefli við make-
dónska stórmeistarann Trajko Ne-
dev í elleftu en Héðinn vann búlg-
arska alþjóðlega meistarann Milen
Vasilev.
Alls hófu 336 skákmenn keppni og
var mótið geysilega vel skipað. Sig-
urvegarinn Sergei Tiviakov var um
tíma í hópi 10-15 bestu skákmanna
heims en hefur fyrir nokkru dottið út
af þeim lista. Hann er engu að síður
mikilsvirtur stórmeistari sem afar
erfitt er að vinna. Í lokaumferðinni
beitti hann Alapin-afbrigðinu í sikil-
eyjarvörn sem hefst á þann hógværa
hátt 1. e4 c5 2. c3 og vann eftir langa
og stranga baráttu. Sutovsky hélt
fyrirlestur hér á landi fyrir nokkrum
árum og taldi Alapin-afbrigðið ekki
mjög vænlegt til árangurs. Lokanið-
urstaðan hvað varðar efstu menn
varð þessi:
1. Sergei Tiviakov (Holland) 8½ v.
2.-10. Pavel Tregubov (Rússland),
Sergei Movsesian (Slóvakía), Erwin
L’Ami (Holland), Maxime Vachier–
Lagrave (Frakkland), Boris Grachev
(Rússland), Vladimir Baklan (Úkra-
ína), Yuriy Kryvioruchko (Úkraína),
Tomi Nyback (Finnland).
Taflmennska Hannesar og Héðins
var á köflum góð en nokkuð gloppótt.
Þeir fengu aldrei þann byr í seglin
sem fleytti þeim áfram í hóp efstu
manna. Á góðum degi geta þeir báðir
stað jafnfætis þeim mönnum sem
voru í toppbaráttunni.
Lítt þekktir skákmenn efstir á
heimsbikarmóti FIDE í Baku
Hinn kunni rússneski stórmeistari
Alexander Grischuk datt úr efsta
sæti heimsbikarmóts FIDE sem
staðið hefur yfir í höfuðborg Aserba-
ídsjan, Baku, undanfarið. Þetta 14
manna mót hefur dregið til sín
marga af bestu skákmönnum heims,
þ.á m. Gata Kamsky og Magnús
Carlsen hinn norska. Úrslit síðustu
umferða hafa komið talsvert á óvart
en tveir lítt þekktir skákmenn eru
efstir fyrir lokaumferðina með 7½
vinning af 12 mögulegum. Staðan
eftir 12 umferðir af 13:
1.-2. Wang Yue (Kína) og Vugar
Gashimov (Aserbaídjsan). 3.-5.
Magnús Carlsen (Noregi), Shakhriy-
ar Mamedyarov (Aserbaídsjan) og
Alexander Gurevich (Rússland) 7 v.
6. Michael Adams (England) 6 v.
7.-9. Ivan Cheprainov (Búlgaría),
Gata Kamsky (Bandaríkin), Teimour
Radjabov (Aserbaídsjan), Sergei
Karjakin (Úkraína) og Peter Svidler
(Rússland) 5½ v. 12.-13. Etienne
Bacrot (Frakkland) og Ernesto In-
arkiev (Rússland) 5 v. 14. David
Navarra (Tékkland) 4½ v.
Kínverjinn Wang Yue tefldi á síð-
asta Reykjavíkurmóti og varð í efsta
sæti ásamt Hannesi Hlífari Stefáns-
syni og landa sínum Wang Hao.
Hann hefur farið taplaus í gegnum
þetta sterka mót og bendir margt til
þess að Kínverjar séu að ná yfir-
burðastöðu á skáksviðinu bæði með-
al kvenna og karla. Enn hafa þeir þó
ekki náð að vinna ólympíumót og
enginn hefur komist nálægt því að
keppa um heimsmeistaratitil karla.
Magnús Carlsen náði þeim merka
áfanga nýlega að komast í 5. sæti á
stigalista FIDE en fyrir ofan hann
eru Anand, Kramnik, Topalov og
Morozevich. Skákir Magnúsar eru
alltaf athyglisverðar og hann leggur
mikið upp úr því að tefla allar byrj-
anir og koma menn ekki að tómum
kofunum hjá honum á neinu sviði. Í
9. umferð tefldi hann við einn besta
skákmann heims, Aserann Radja-
bov, og beitti drekaafbrigði sikileyj-
arvarnarinnar. Hér er enn og aftur
komin byrjun þar sem tölvurnar
geta leiðbeint mönnum langt fram í
miðtafl og jafnvel endatafl. Þess má
þó geta að 18. leikur Magnúsar,
– Rg6 er að öllum líkindum nýr af
nálinni sem sýnir enn og aftur
hversu mikil sköpun fyrirfinnst inn-
an skáklistarinnar. Vopnaviðskiptin
sem í hönd fara í framhaldinu eru
stórskemmtileg enda tveir frábærir
skákmenn á ferðinni, Magnús heldur
stillingu sinni með vönduðum leikj-
um á borð við 25. … De5, 27. … g3 og
28. … Hf8. Það eru frípeð svarts sem
gera á endanum út um taflið:
Heimsbikarmót FIDE, 9. umferð:
Teimour Radjabov – Magnús
Carlsen
1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4
Rf6 5.Rc3 g6 6.Be3 Bg7 7.f3 Rc6
8.Dd2 0-0 9.Bc4 Bd7 10.Bb3 Hc8
11.h4 h5 12.0-0-0 Re5 13.Bg5 Hc5
14.Kb1 He8 15.g4 hxg4 16.h5 Rxh5
17.Hxh5 gxh5 18.Dh2 Rg6! 19.Dxh5
Da5 20.f4 Hxg5 21.fxg5 e6 22.Rf5
exf5 23.Dxg6 Be6!
24.Dh5 fxe4 25.Hf1 De5 26. Hxf7
Bxb3 27. axb3 g3 28.Ka2 Hf8
29.Hxf8+ Kxf8 30.Dg4 e3 31.g6 e2
32.Df3+ Ke8 33.Df7+ Kd8 34.Dg8+
Kd7 35.Df7+ De7 36.Df5+ Kd8
37.Da5+ b6 38.Dd5 e1D 39.Da8+
Kd7 40.Db7+ Ke8
– og Radjabov gafst upp.
helol@simnet.is
Tiviakov Evrópumeistari
SKÁK
Plovidiv, Búlgaríu
Evrópumeistaramót einstaklinga
20. apríl til 4. maí 2008
Morgunblaðið/Ómar
Efstur Einn sigurvegara síðasta
Reykjavíkurmóts, kínverski stór-
meistarinn Wang Yue, skaust
óvænt upp í efsta sæti á heimsbik-
armóti FIDE Baku.
Helgi Ólafsson
FRÉTTIR
RÁÐSTEFNA verður haldin í Há-
skólabíói á morgun, 7. maí, undir
yfirskriftinni „Lífeyriskerfi fram-
tíðarinnar – Endurmat norrænu
velferðarkerfanna“. Ráðstefnan
er á vegum Félagsvísindastofnunar
Háskóla Íslands, Norræns öndveg-
isseturs í velferðarrannsóknum
(www.reassess.no), Landssamtaka
lífeyrissjóða og Tryggingastofnunar.
Á ráðstefnunni verða fjórir er-
lendir fyrirlesarar sem allir hafa ver-
ið leiðandi í alþjóðlegum samanburð-
arrannsóknum á lífskjara- og vel-
ferðarmálum á undanförnum árum,
segir í fréttatilkynningu – þeir Joa-
kim Palme, prófessor við Háskólann
í Stokkhólmi; Olli Kangas, forstöðu-
maður rannsóknasviðs Trygginga-
stofnunar Finnlands; Axel West
Pedersen, prófessor við rannsóknar-
stofnunina NOVA í Osló, og Jörgen
Goul Andersen, prófessor við Ála-
borgarháskóla.
Þá munu Hrafn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Landsambands lífeyr-
issjóða, og Stefán Ólafsson, prófess-
or og stjórnarformaður TR, fjalla
um lífeyriskerfi Íslendinga og end-
urskoðun þess. Stefán hefur verið
leiðandi í opinberri umræðu um líf-
eyris- og lífskjaramál á Íslandi á
undanförnum misserum en auk þess
leiðir hann aðkomu íslenskra fræði-
manna að Reassess: Norrænu önd-
vegissetri í velferðarrannsóknum,
segir í fréttinni.
Auk þeirra munu fulltrúar vinnu-
markaðarins, hagsmunasamtaka og
fleiri sitja í pallborði. Ráðstefnan
hefst klukkan 9.00 og stendur til
15.30. Ráðstefnan er opin öllum og
þátttökugjald er ekkert. Æskilegt er
að fólk skrái sig til þátttöku með því
að senda tölvupóst á kolbeinn@hi.is.
Lífeyris-
kerfi fram-
tíðarinnar
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Með þakklæti og virðingu,
þín
Stella.
Það eru mikil tímamót í lífi okkar
nú þegar við kveðjum ömmu Báru.
Amma Bára hefur alltaf skipað stór-
an sess í huga okkar og erum við
þakklát fyrir að hafa fengið að hafa
hana hjá okkur svona lengi. Amma
átti langa og viðburðaríka ævi þar
sem hún hlaut sinn skerf af mótlæti
og erfiðleikum, en kjarnakonan Bára
Páls lét fátt slá sig út af laginu og hún
þekkti ekki hugtakið að gefast upp.
Þannig kom hún 5 börnum vel til
manns þrátt fyrir að verða ekkja 45
ára gömul. Hún vann karlmannsstörf
á eyrinni til að fá hærri tekjur, bakaði
hafrakex og seldi í Einarsbúð, leigði
út herbergi svo eitthvað sé talið.
Seinna hóf hún störf í Sundlauginni
og sá um þrif á búningum fyrir ÍA.
Okkur eru mjög minnisstæðar heim-
sóknirnar upp á Skaga þar sem órjúf-
anlegur hluti var að hjálpa ömmu að
hengja búningana til þerris. Í minn-
ingunni finnst okkur það sérstaklega
einkenna ömmu hvað hún hafði gam-
an af lífinu. Hún vildi taka þátt í öllu,
fylgdist vel með, og hafði mjög mik-
inn áhuga á íþróttum og stjórnmál-
um. Ferðalög voru einnig stór þáttur
í hennar lífi en hún ferðaðist mikið til
útlanda alveg fram á seinni ár. Hún
amma Bára var alveg einstök kona
og lét aldrei bilbug á sér finna. Í
bernskuminningunni var hún frábær
amma sem vann í sundlauginni sem
voru mikil forréttindi að okkar mati,
snillingur í að baka pönnukökur og
síðast en ekki síðast einn helsti
stuðningsmaður knattspyrnudeildar
ÍA og mikill fótboltaáhugamaður. Á
týpískum sunnudegi var fullur eld-
húskrókurinn af börnum, hún bakaði
ofan í okkur pönnukökur sem hurfu
jafnóðum og í bakgrunni mátti heyra
í Bjarna Fel. fara yfir stöðuna í ensku
deildinni. Amma var harður stuðn-
ingsmaður ÍA og mætti á alla leiki
allt fram undir það síðasta og oft átti
hún erfitt með að sitja á sér eftir leiki
ÍA og KR þar sem hún þurfti að láta
mann vita af því að KR-ingarnir
væru nú óttalegir tuddar. Þegar við
eltumst og þroskuðumst breyttist að-
dáunin í virðingu fyrir þessari ein-
stöku konu sem féll aldrei verk úr
hendi og sá alltaf björtu hliðarnar á
öllu. Jákvæðnin og lífsgleðin fylgdi
henni alveg fram í andlátið og tókst
henni að fá okkur til að skellihlæja
aðeins nokkrum dögum áður en hún
kvaddi þennan heim. Við vorum
mörg barnabörnin og var oftast mik-
ið fjör hjá henni á Sunnubrautinni.
Núna hin síðari ár, þegar krafturinn
var farinn að þverra, var hún samt
sem áður tilbúin að taka þátt í öllu og
fór ansi langt á hörkunni. Hún tók
þátt af kappi í öllu því starfi sem hún
gat á Höfða og tók m.a. þátt í pútt-
keppnum og var mjög liðtæk í föndr-
inu. Síðan hún byrjaði að föndra bjó
hún til allar jólagjafirnar sjálf og alla
vinningana á frægu jólabingói fjöl-
skyldunnar. Gjafirnar frá ömmu
Báru glöddu ekki síst yngstu kyn-
slóðina, langömmubörnin, sem þótti
mikið til þess koma að fá fallegu hlut-
ina sem hún bjó til. Við kveðjum
ömmu Báru með söknuði, og færum
henni þakkir frá okkur og fjölskyld-
um okkar fyrir allar góðu stundirnar
og allt það góða sem við lærðum af
henni, af lífsviðhorfi hennar og lífs-
gleði.
Valdís, Halldór
og Sigurborg.
Móðursystir mín Bára Pálsdóttir
er látin. Hún kveður nú síðust systk-
inanna tíu sem ólust upp hjá kær-
leiksríkum foreldrum á Grettisgötu
33 í Reykjavík. Fjölskyldufaðirinn
var stýrimaður og mikill sjósóknari
og duglegur að afla heimilinu tekna,
móðirin var heima og stóð vörð um
hag heimilisins, þar sem alltaf var
rúm fyrir gesti og gangandi. Á heim-
ilinu ríkti hlýja og glaðværð og sú
hugsun að vera sjálfbjarga. Það var
það veganesti sem börnin fengu frá
foreldrum sínum út í lífið.
Bára var kona fríð sýnum, stolt og
lagði sig fram um að vera ævinlega
vel til fara og þegar aldurinn færðist
yfir var hún fljót að tileinka sér allt
sem hjálpaði henni að njóta lífsgæða
og áranna og vildi einnig miðla því til
annarra. Hún var dugleg og vel vinn-
andi, tókst á við sérhver störf á lífs-
leiðinni og sá farsælan endi á þeim.
Við systkinadætur hennar höfum
nú á seinni árum átt ánægjulegar
samverustundir. Á þeim stundum
var Bára heiðursfrænkan sem átti
ítök í okkur öllum. Hinn 5. apríl hitt-
umst við í sal á Höfða þar sem Bára
og börn hennar voru gestgjafar.
Þarna sameinuðumst við og rifjuðum
upp liðnar samverustundir og Bára
var hrókur alls fagnaðar. Þá sáum við
hvað margt frá æskuárum hennar
hafði mótað hana. Hún sagði okkur
frá heimilisbragnum á Grettisgöt-
unni og því lífsviðhorfi og gildum sem
þeim börnunum var innprentað, í
þeirri von að við sem yngri værum
virtum það af hvaða bergi við erum
brotin, því af fjölskyldusögunni var
Bára stolt.
Árið 1937 giftist Bára Valtý B.
Benediktssyni og fluttust þau á
Akranes. Um 1946 byggðu þau sér
hús á Sunnubraut 16 þar sem þau
sköpuðu sér traust og fallegt heimili
og börnin urðu alls fimm að tölu, öll
mannkostafólk. En sorgin sótti fjöl-
skylduna heim. Valtýr veiktist alvar-
lega og andaðist 1961. Þá kom í ljós
kjarkur Báru og dugnaður við að
halda heimilinu saman. Hún gekk til
allra starfa, þar sem hún fékk bestu
tekjurnar hverju sinni.
Hún var sönn Alþýðuflokkskona
og vann að þeim málum og studdi.
Einnig vann hún ötullega í Slysa-
varnafélaginu. Árið 1961 tók Bára til
starfa í Bjarnarlaug og var sund-
laugavörður allt til starfsloka. Á
þessum vettvangi naut hún sín, því
hún var afar félagslynd, kynntist
mörgum og var nærri unga fólkinu
og hafði áhuga á íþróttum, sundi og
fótbolta sérstaklega. Ég minnist þess
þegar ég var unglingur hve gaman
var að fara með Báru á „völlinn“. Þá
hrópaði hún hátt og hvatti sína menn
til dáða, og þá tóku allir eftir okkur.
Á seinni árum ferðaðist Bára mikið
bæði innanlands sem utan. Hún átti
góða ferðafélaga og naut sín vel í
þeirra hópi og naut efri áranna.
Að leiðarlokum finnst mér við hæfi
að kveðja frænku mína með orðum
sr. Friðriks Friðrikssonar sem var í
svo miklum metum hjá fjölskyldunni
á Grettisgötunni:
Svo er endar ógn og stíðin,
upp mun renna sigurtíðin,
oss er kallar heim heim til hallar
himna Guð, er lúður gjallar.
(Fr. Fr.)
Guð blessi minningu góðrar konu.
Sigríður Thodóra
Sæmundsdóttir, Skarði.
Þú kvaddir um líkt leyti og vet-
urinn, sú síðasta úr hópi níu systkina
frá Grettisgötu 33. Ég kveð þig,
amma, eða Amma Bára eins og við
kölluðum þig. Nýtt ferðalag er hafið
hjá þér, þú hafðir jú yndi af því að
ferðast. Nýjar lendur opnast og þú
færð að hitta hann Valla þinn eftir
nær hálfrar aldar aðskilnað. Þið
fenguð góðan aldarfjórðung saman
þú og Valtýr og þú vildir vera fín þeg-
ar þið hittust aftur. Að standa uppi
sem ekkja 45 ára, með telpu 9 ára,
dreng 14 ára og þrjár stúlkur á aldr-
inum 18 til 23 ára á tímum þegar eng-
ir voru lífeyrissjóðirnir var ekki auð-
velt hlutskipti. Með elju og dugnaði
hélst þú öllu þessu saman svo sómi
var að og gerðir fram á þinn síðasta
dag. Þú áttir það til að nefna þær all-
ar systurnar „Díana, Kristrún,
Gréta, Rúna!“ þegar mikið lá við og
þú varst að tala til einnar af þeim en
nöfnin á öllum barnabarnabörnunum
og barnabarnabarnabörnunum varst
þú með á hreinu og gættir þess að
enginn gleymdist þegar að yngra
fólkið var búið að missa yfirsýnina.
Margar myndir hafa komið upp í
hugann frá Sunnubrautinni síðustu
daga. Þú standandi í eldhúskróknum
að slá í pönnukökur eða sitjandi við
sjónvarpið prjónandi lopapeysur með
hringaða lopahnyklana við fætur þér.
Búningar til þerris á öllum stólbök-
um, ofnum, handriðum og snúrum yf-
ir sumartímann. Margir tiltarnir hafa
unnist í hreinum og stroknum bún-
ingum frá þér. Alltaf var jafn gott að
koma til þín, Amma, og ef ég þekki
þig rétt þá ert þú búin að hlaupa
2.000 metrana sem þú ætlaðir að gera
þegar að þú yrðir frjáls. Þær hafa
verið dásamlegar stundirnar sem þú
hefur gefið okkur og ekki hvað síst
þær síðustu. Þessi mikli friður og
þessi mikla sátt. Þó að líkaminn hafi
verið orðinn lúinn og þú orðin þreytt
var hugurinn enn til staðar og það
var þér líkt að gera þessa síðustu
daga léttbærari fyrir fólkið þitt með
kímni, glettni og góðum orðum sem
einungis er hægt að geyma við
hjartaræturnar. Mig langar að þakka
starfsfólki Dvalarheimilisins Höfða
fyrir alúðina og umhyggjuna sem þau
sýndu þér síðustu árin. Þér, Amma,
vil ég þakka allt það góða sem þú hef-
ur gefið mér, stundirnar, ástúðina,
umhyggjuna að ógleymdum öllum
pönnukökunum. Ég kveð þig, Amma,
á sama hátt og þú kvaddir mig um
daginn: „Við eigum eftir að dansa
saman síðar …“
Sigurður.
Bára Valdís Pálsdóttir