Morgunblaðið - 06.05.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 33
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9–16.30, jóga kl. 9–
10, postulínsmálun og útskurður kl. 13–16.30.
Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handavinna kl. 8–16,
–smíði/útskurður kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia
kl. 9.45.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðslustofa, böðun, al-
menn handavinna, vefnaður, fótaaðgerð, morg-
unkaffi/dagblöð, hádegisverður, línudans, kaffi,
slökunarnudd. Föstudaginn 9. maí verður vorfagn-
aður kl. 17 – hátíðarmatur, skemmtiatriði og ball.
Skráning í s. 535–2760.
Dalbraut 18–20 | Vinnustofa í handmennt opin kl.
9–16, Halldóra leiðbeinir kl. 9–12. Framsögn með
Guðný og félagsvist kl. 14.
Félag eldri borgara Reykjavík | Skák kl. 13, fé-
lagsvist kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi við til kl. 17, gler og postulínsmálun kl.
9.30, ganga kl. 14. Í tilefni Kópavogsdaga er fólk
hvatt til að kíkja inn og taka þátt.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Jóga kl. 9.15 og
18.15, morgunganga kl. 10, leikfimi kl. 11, matur. Les-
hópur kl. 20, stökur og stundargaman í öndvegi,
gestir eru þeir Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur,
Ólafur G. Einarsson fyrrv. alþingismaður og Stein-
grímur Sigfússon alþingismaður.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Línudans kl.
12, spilað í Kirkjuhvoli kl. 13. Rúta fer frá Hleinum kl.
12.30 og Jónshúsi kl. 12.45. Vatnsleikfimi kl. 14.
Lokað í Jónshúsi í dag vegna undirbúnings vorsýn-
ingar / uppskeruhátíðar sem hefst á morgun kl. 14,
húsið opnar kl. 13.45.
Hraunbær 105 | Handavinna og glerskurður, og
hjúkrunarfræðingur kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11,
hádegismatur, Bónusbíllinn kl. 12.15, þurrburstun á
keramiki kl. 13, kaffi.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9–
16.30, m.a. glerskurður og perlusaumur, létt ganga
um nágrennið kl. 10.30. Á morgun kl. 12 er lagt upp
í ferð austur fyrir fjall, m.a. er fiskisúpa snædd á
Hótel Eldhestum, ísveisla í Eden í Hveragerði, o.fl.
Daganna 23., 24. 25. maí er handavinnu og list-
munasýning.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, glerskurður – frjálst
kl. 10, leikfimi kl. 11.30, glerskurður – frjálst kl. 13,
brids kl. 13.30.
Hvassaleiti 56–58 | Bútasaumur kl. 9–13 hjá Sig-
rúnu. Jóga kl. 9–11, Björg F. Böðun fyrir hádegi.
Námskeið í myndlist kl. 13.30–16.30 hjá Ágústu.
Helgistund kl. 14 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar,
söngstund á eftir og hársnyrting.
Íþróttafélagið Glóð | Opið púttmót í Sporthúsinu
kl. 10–12, ringó í Smáranum kl. 13–15, námskeið og
keppni. Uppl. í síma 564–1490 og 554–5330.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 13.30 er bingó
á Korpúlfsstöðum.
Kvenfélag Garðabæjar | Vorfundur félagsins verð-
ur haldinn kl. 19.30 í Garðaholti. Nánari uppl. er að
finna í fréttabréfi og á heimasíðu félagsins.
Skemmtiatriði og varning til sölu. www.kvengb.is
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi – vísna-
klúbbur kl. 9, boccia kvennahópur kl. 10.15, hand-
verksstofa opin kl. 11, opið hús – vist/brids kl. 13,
kaffiveitingar. Hárgreiðslustofa síma552–2488 og
fótaaðgerðarstofan sími 552–7522.
Leshópur FEBK Gullsmára | Vísnaflóð á Kópa-
vogsdögum. Sr. Hjálmar Jónsson, Ólafur G. Ein-
arsson og Steingrímur J. Sigfússon verða gestir
Leshóps FEBK kl. 20 í kvöld. Vori fagnað með
gamni og glensi. Enginn aðganseyrir.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9–16, Daníel
leiðbeinir kl. 9–12,vinnustofa í handmennt opin kl.
9–16, Halldóra leiðbeinir kl. 13–16. Myndlist-
arnámskeið kl. 9–12, leiðbeinandi er Hafdís. Leik-
fimi með Janick kl. 13.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30,
morgunstund, kl. 9.30, leikfimi kl. 10, handa-
vinnustofan opin allan daginn, hárgreiðslu– og fóta-
aðgerðarstofa opnar, framhaldssaga kl. 12.30, fé-
lagsvist kl. 14. Uppl. í síma 411–9450.
Kirkjustarf
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 17.30.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11, kirkjustarf aldr-
aðra kl. 12, léttur málsverður. Heimahópur sér um
helgistund og myndasýningu. Æskulýðsstarf Meme
fyrir 9.–10. bekk kl. 19.30–21.30. www.digra-
neskirkja.is
Fella– og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12, org-
elleikur, íhugun og bæn, organisti Guðný Ein-
arsdóttir, umsjón sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir.
Kirkjustarf eldri borgara kl. 13–16. Hress, hópur
Ástbjargar Gunnarsdóttur sýnir fimleikadans.
Kaffiveitingar Helgistund í kirkju.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Stutt helgi-
stund með altarisgöngu og bæn fyrir bænaefnum.
Að helgistund lokinni gefst kostur á léttum máls-
verði á vægu verði.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum.
Langholtskirkja | Opið hús fyrir foreldra ungra
barna og verðandi mæður kl. 10–12. Spjall og hress-
ing. Stundum koma góðir gestir í heimsókn með
fræðslu. Umsjón hefur Lóa Maja Stefánsdóttir
móðir og sjúkraliði.
Laugarneskirkja | Morgunbæn í kirkjunni kl. 8,
kvöldsöngur með Þorvaldi Halldórssyni og Gunnari
Gunnarssyni kl. 20. Sóknarprestur flytur Guðs orð
og bæn. Tólfspora hópar ganga til sinna verka kl.
20.30.
Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðastund/opið hús,
gengið inn í þögnina kl. 12. Tónlist leikin og ritning-
artextar lestnir, súpa og brauð kl. 12.30. Spilað kl.
13–16, vist og brids, púttgræjur á staðnum. Kaffi kl.
14.30. Akstur fyrir þá sem vilja, uppl. í síma 895–
0169.
60ára afmæli. Í dag, 6.maí, er Inga Ósk Guð-
mundsdóttir (Stella) 60 ára.
Hún var gift Friðriki Þór-
issyni sem lést 17. nóvember
2003 og eignuðust þau fjögur
börn; Þóri Inga, Sigþrúði
Hrönn, Þóru Björk og Friðrik
Þór. Börnin eiga öll maka og
barnabörnin eru orðin 12.
Stella verður að heiman í dag.
50ára afmæli. Í dag, 6.maí, er Grettir Grett-
isson fimmtugur. Grettir er
búsettur í Vancouver, Kanada,
ásamt eiginkonu sinni Jennýju
Stefaníu Jensdóttur sem mun
líka fagna fimmtugsafmæli
síðar á árinu. Slegið verður til
veislu 16. ágúst nk. í Rafveitu-
heimilinu við bakka Elliðaár í
Reykjavík. Netfang: gbjorns-
son@shaw.ca
Brúðkaup | Elna Ósk Stef-
ánsdóttir og Fannar Freyr
Sigurðsson voru gefin saman í
Háteigskirkju 8. mars síðast-
liðinn af Séra Vigfúsi Þór
Árnasyni.
dagbók
Í dag er þriðjudagur 6. maí, 127. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50.)
Árlegt vornámskeið Greiningar-og ráðgjafarstöðvar ríkisinsverður haldið dagana 8. og 9.maí á Grand hóteli, hið 23. í
röðinni.
Yfirskrift námskeiðsins er Fötlun og
samfélag og segir Stefán J. Hreiðars-
son, forstöðumaður Greiningarstöðv-
arinnar, frá: „Við fjöllum um hvernig
samfélagið kemur til aðstoðar fötluðum
börnum og fjölskyldum þeirra og förum
vítt og breitt yfir sviðið,“ segir Stefán.
„Búast má við að um 4% af börnum sem
fæðast séu með það alvarleg þroskafrá-
vik að það skerði verulega horfur þeirra
til sjálfstæðis ef ekkert er að gert. Reynt
er að mæta þörfum þessara barna á
ýmsan hát, m.a. með sérkennslu og að-
stoð við foreldra þeirra. Ljóst er að
margt er gott á þessu sviði á Íslandi, en
samt má víða gera betur. Eru víða
flöskuhálsar í kerfinu og ýmislegt sem
þarf að gera til að bæta gæði þeirrar
þjónustu sem þessum hópi er veitt.“
Dagskrá námskeiðsins er fjórskipt:
„Við byrjum námskeiðið með ávarpi Jó-
hönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð-
herra. Þá mun Gerður A. Árnadóttir,
formaður Þroskahjálpar, flytja erindið
Hvar kreppir skórinn? og gefa tóninn
fyrir umræðuna um hvað má betur fara.
Því næst verða þrír fyrirlestrar um
stefnumótun og úrræði,“ segir Stefán.
„Seinni hluta fyrri dagsins beinum við
sjónum sérstaklega að þjónustu skóla og
leikskóla og ræðum þau álitamál sem
koma upp þegar barn með þroskafrávik
hefur skólagöngu, s.s. hvernig tryggja
megi barninu fullnægjandi þjónustu en
sjá til þess um leið að það geti fylgt
starfinu í almennum skóla undir for-
merkjum skóla án aðgreiningar.“
Dagskrá fyrri námskeiðsdags lýkur
svo með vangaveltum rithöfundarins
Sjón um hugmyndir manna um fötluð
börn fyrr á öldum og nú.
„Seinni dag vornámskeiðsins skoðum
við siðferðileg álitamál. Við tölum m.a.
um réttmæti fósturgreiningar og laga-
lega stöðu fatlaðra og fjölskyldna
þeirra,“ segir Stefán. „Loks skoðum við
viðhorf fatlaðra til samfélagsins og höf-
um fengið til okkar hóp ungs fólks með
fötlun, sem segja okkur frá upplifunum
úr sínu daglega lífi.“
Skráning og nánari upplýsingar um
dagskrá vornámskeiðs Greiningar- og
ráðgjafarstöðvarinnar eru á slóðinni
www.greining.is. Námskeiðið er opið
bæði fagmönnum og áhugafólki.
Heilsa | Rýnt í hvernig samfélagið styður fötluð börn og fjölskyldur þeirra
Hvar kreppir skórinn?
Stefán J. Hreið-
arsson fæddist á
Akureyri 1974.
Hann lauk lækna-
prófi frá HÍ 1974
og stundaði fram-
haldsnám í barna-
lækningum og fötl-
unum barna í
Bandaríkjunum
frá 1976 til 1982. Stefán var sérfræð-
ingur á Barnaspítala Hringsins 1982-
1985 og hefur verið forstöðumaður
Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík-
isins frá 1986. Kona Stefáns er Mar-
grét O. Magnúsdóttir lífeindafr. og
eiga þau þrjú börn og átta barnabörn.
Tónlist
Bústaðakirkja | Vortónleikar
Kórs Bústaðakirkju sem ásamt
barokkhljómsveit flytur Gloria
(RV589) eftir Vivaldi miðvikudag-
inn 7. maí kl. 20. Konsertmeistari
er Hildigunnur Halldórsdóttir og
stjórnandi er Renata Ivan. Dag-
skráin byrjar með tónlistarflutn-
ingi einsöngvara kórsins við und-
irleik Renötu Ivan.
Salurinn, Kópavogi | Elleftu út-
skriftartónleikar tónlistardeildar
Listaháskólans eru kl. 20 en þá
heldur Geirþrúður Ása fiðluleikari
tónleika. Á efnisskrá eru verk eft-
ir Mozart, Grieg, Ravel og Pablo
de Sarasate.
Fyrirlestrar og fundir
Árnagarður | Hádegisspjall
Bandalags þýðenda og túlka
verður á morgun kl. 12.15, „Tákn-
mál á tímamótum: lögverndun,
málstefna og orðabækur“, í HÍ,
Árnagarði, st. 220. Sigurlín Mar-
grét Sigurðardóttir, Ásta Bald-
ursdóttir og Rannveig Sverr-
isdóttir halda fyrirlestra um
íslenska táknmálið, lögverndun
þess, orðabókagerð og mál-
stefnu. Fyrirlestrarnir verða túlk-
aðir á táknmál.
Félag nýrnasjúkra | Félag nýrna-
sjúkra heldur fræðslu- og stuðn-
ingsfund á morgun kl. 19.30 í Há-
túni 10b. Blöðrunýru – arfgengur
sjúkdómur er efni fyrirlestrar
tengslahóps nýrnasjúkra og að-
standenda þeirra. Stuðnings-
fundir eru fyrsta miðvikudag
hvers mánaðar.
Norræna húsið | Dagskrá á veg-
um Arkitektafélags Íslands undir
titlinum: Miðborgin mín – Vanga-
veltur um miðborgina verður kl.
17. Fundaröðin Byggingarlist í
brennidepli er samstarf Norræna
hússins, Arkitektafélags Íslands,
Listaháskóla Íslands, Center for
Icelandic Art og Listasafns
Reykjavíkur.
Fréttir og tilkynningar
101 gallery | Blóðbankabíllinn
verður við Samkaup í Grund-
arfirði frá 12-17.
Útivist og íþróttir
Klúbbhús Íslenska fjallahjóla-
klúbbsins | Íslenski fjallahjóla-
klúbburinn fer fyrstu þriðjudags-
kvöldferð sumarsins kl. 20 úr
Mjóddinni þar sem strætó stopp-
ar. Hjólað verður frá Mjódd í
klúbbhúskaffi á Brekkustíg 2.
Miðað er við að öll fjölskyldan
geti tekið þátt í ferðunum sem
taka um 2 klst.
HÖFUÐKÚPA sem talin hefur verið af þýska skáldinu Frie-
drich Schiller er hér mynduð með röntgentækni. Í hátt á
aðra öld hafa skáldin Goethe og Schiller hvílt í kistum hlið
við hlið í Weimar. Í kistu Schillers voru þó tvær höfuðkúpur
og í 180 ár hefur verið óljóst hvor væri af skáldinu. Ná-
kvæm tveggja ára rannsókn þykir nú hafa leitt í ljós að
hvorug sé Schiller og vandast þá málið; hvar er skáldið?
Reuters
Hvar er Schiller?
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá Verkalýðs-
félaginu Hlíf:
„Aðalfundur Verkalýðsfélagsins
Hlífar 22. apríl bendir stjórnvöld-
um á þann óeðlilega mismun sem er
á innvinnslu lífeyrisréttinda launa-
fólks. Fundurinn telur það alls óvið-
unandi að þeir sem starfa á almenn-
um vinnumarkaði ávinni sér að
jafnaði um 30% lakari lífeyrisrétt-
indi heldur en þeir sem vinna hjá
ríki eða sveitarfélögum. Þessi mikli
og ósanngjarni munur felst í því að
ríki og sveitarfélög greiða 11,5%
mótframlag í lífeyrisgreiðslur en
atvinnurekendur á almennum
vinnumarkaði einungis 8%. Það er
óþolandi að fólk á almennum vinnu-
markaði, sem heldur þjóðfélaginu
uppi með vinnu sinni við fram-
leiðslu- og þjónustustörf, búi við
allt önnur og lakari lífeyriskjör en
þeir sem vinna hjá ríki og bæ.
Fundurinn telur að alþingismenn
og ráðherrar, sem sjálfir njóta sér-
sniðinna lífeyrisréttinda langt um-
fram almenna markaðinn, verði hið
fyrsta að hrista af sér doðann og
leiðrétta þetta hrópandi misræmi.“
Lífeyrisréttindi
verði jöfnuð
HÁDEGISSPJALL Bandalags þýð-
enda og túlka verður miðvikudaginn
7. maí í stofu 220 í Árnagarði, Há-
skóla Íslands kl. 12.15-13.
Fyrirlestra flytja Sigurlín Mar-
grét Sigurðardóttir, Ásta Bald-
ursdóttir og Rannveig Sverrisdóttir.
Fundarstjóri verður Árný Guð-
mundsdóttir.
Hádegisspjallið verður túlkað yfir
á táknmál.
Hádegisspjall
þýðenda
og túlka
MATA, leiðbeinandi og andlegur
meistari, verður með fyrirlestur
(sittings) í Maður lifandi í Borg-
artúni 24, fimmtudaginn 8. maí kl.
20 og eins dags hugleiðslu í Bláfjöll-
um laugardaginn 10. maí.
Mata hefur stundað hugleiðslu í
tugi ára og hefur öðlast mikinn
styrk, andlega visku og kærleiks-
ríka nærveru, segir í tilkynningu. Á
laugardag leiðir Mata hugleiðslu
þar sem hún kennir nýjar aðferðir
til að vekja fólk til meðvitundar og
opna fyrir innri leiðsögn.
Andlegur
meistari heim-
sækir Ísland
JAPANSKA ríkisstjórnin hefur
ákveðið að veita Íslendingum
Monbukagakusho-styrki til fram-
haldsnáms í Japan og MEXT styrk
til verklegs framhaldsnáms í Japan.
Fullgerðar umsóknir þurfa að
berast með pósti til Sendiráðs Jap-
ans, Laugavegi 182, 105 Reykjavík, í
síðasta lagi 15. og 18. júní í sumar en
umsóknir og frekari leiðbeiningar
má nálgast hjá sendiráðinu eða á síð-
unni: www.studyjapan.go.jp/en
Styrkir til
framhaldsnáms
í Japan
OPIÐ hús skógræktarfélaganna
verður í kvöld, þriðjudagskvöldið 6.
maí, og hefst kl. 19.30, í fundarsal á
jarðhæð Kaupþings, Borgartúni 19.
Þar mun Einar Ó. Þorleifsson,
náttúrufræðingur hjá Fuglavernd-
arfélagi Íslands, fjalla í máli og
myndum um fuglana í garðinum og
skóginum.
Opnu húsin eru hluti af fræðslu-
samstarfi Skógræktarfélags Ís-
lands og Kaupþings. Aðgangur er
ókeypis og allir eru velkomnir.
Garð- og
skógarfuglar