Morgunblaðið - 06.05.2008, Side 41

Morgunblaðið - 06.05.2008, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 41 Fyrir stuttu sat ég með vinnu-félögum í hádegismat ogþar var rætt um Marlon Brando og hversu frábær leikari hann hefði verið. Svo virðist nefni- lega sem umræða um þennan merka leikara í dag, og síðustu ár reyndar, hafi öll verið á forsendum þess hversu mikill furðufugl hann varð um miðbik ævinnar, nokkuð sem hefur skyggt á glæst framlag hans til leiklistarinnar. Michael Jackson er gott dæmi um þetta, og kannski eitt það krist- altærasta sem við höfum í dæg- urtónlistinni. Það er næstum hægt að fullyrða að annað eins séní hef- ur ekki komið fram í þeirri eðlu list en um leið er tónlist hans víðs- fjarri þegar nafn hans kemur upp á borðið í dag. Fáránleikinn, firr- ingin og kynferðisglæpir eru í önd- vegi, tímamótaverk í poppsögunni læðast kannski inn rétt undir rest- ina í umræðunni.    Hryllir, hryllingsmynd,“ eitt-hvað á þessa leið var íslenska þýðingin á viðlagi titillags plöt- unnar Thriller, er Verzlunarskóli Íslands setti upp söngleik, byggðan á lögum Jacksons. Sú plata er ástæða þessara vangaveltna hér, en platan var endurútgefin fyrir stuttu til að minnast tuttugu og fimm ára afmæli hennar. Platan kom upprunalega út árið 1982 og er mest selda plata allra tíma. Nokkuð er deilt um upplagstölur, sumir segja að hún hafi selst í 45 milljónum eintaka en aðrir segja töluna mun hærri, alls 104 millj- ónir eintaka. Þessi íslenska þýðing á titillaginu er kannski ónákvæm en lýsir þróun næstu ára hjá Jack- son um leið glettilega vel. Það var sem hann hefði að fullu tæmt sig á Thriller, bókstaflega lagt allt í plötuna og það litla sem var eftir af sálarheilbrigðinu líka. Í kjölfarið fór lýtaaðgerðum að fjölga, firr- ingin jókst jafnt og þétt og líf Jack- sons varð raunverulega að nokkurs konar hryllingsmynd, bæði fyrir þá sem fylgdust með ytra en hrylling- urinn var einnig á blússandi stími innra með Jackson sjálfum. Myndbandið við „Thriller“ mark- aði tímamót í dægurtónlistarsög- unni, ekki bara að þetta hafi verið dýrasta myndband sögunnar held- ur var um fjórtán mínútna stutt- mynd að ræða. Þar dansar Jackson með uppvakningum og breytist í einn slíkan sjálfur. Í dag er mynd- bandið því sem veisla fyrir mynd- máls- og táknfræðinga, enda spá- dómsgildið þar og ástandslýsingin óþægilega nærri sanni.    Eitthvað „snappaði“ því hjáJackson um það leyti sem Thriller kom út og engin furða ef litið er til ótrúlegra uppvaxtarára söngvarans, sem var beittur miklu harðræði af föður sínum eins og líka systkini hans öll. En ekkert virtist geta storkað þeim gríð- arlega metnaði sem Jackson hafði sem listamaður, uppeldið hafði ábyggilega sitt að segja en svo var eitthvað djúprt innra með honum sem knúði hann miskunnarlaust áfram í því að gera betur – viðhorf sem hratt honum að endingu út af brúninni. Fyrsta meistaraverk Jacksons var Off the Wall (1979), plata sem hann vann með Quincy Jones. Þeir sem unnu með Jackson að þeirri plötu segjast aldrei, hvorki fyrr né síðar, hafa unnið með jafn ástríðu- fullum, ákveðnum og metn- aðarfullum listamanni og Jackson. Hann ætlaði að gera bestu plötu allra tíma og þeir eru margir sem eru á því að það hafi tekist þarna, innihaldið næsta fullkomin blanda af fönki, diskói, rokki og poppi. Plötunni var vel tekið en enginn gat gert sér í hugarlund þær gríð- arlegu vinsældir sem Thriller átti eftir að njóta. Sjö af níu lögum slógu í gegn á vinsældalistum og Jackson, saman með virtúósinum Quincy Jones, tókst að byggja far- sællega á því sem var lagt upp með á forveranum og allir virtust geta tengt við plötuna. Thriller varð ótrúlega vinsæl – en á plötunni var einnig ótrúlega góð tónlist, tveir þættir sem fara æ sjaldnar saman.    Miklu er til tjaldað á endur-útgáfu Thriller, sem kom í febrúar síðastliðnum. Fjögur myndbönd eru á meðfylgjandi mynddiski en svo túlka samtíma- listamenn nokkur laga plötunnar, will.i.am úr Black Eyed Peas tekur þátt í „The Girl is Mine“, Fergie, söngkona sömu sveitar, syngur með í „Beat It“ og Kanye West endurhljóðblandar „Billie Jean“. Platan kom einnig út á vínyl, eins og vinsælt er orðið í dag. Net- verjum gefst þá kostur á alls kyns niðurhali með ýmsum aukalögum. Alls kyns húllumhæ var svo í kringum útgáfuna, meðal annars dansaði sjálf Naomi Campbell við titillagið þegar Ofurskálin eða Super Bowl, úrslitaleikur ameríska fótboltans, fór fram í febrúar síð- astliðnum. Thriller er klassísk plata, óskor- að meistarastykki, hápunkturinn á ferli Jacksons. Árið 1987 kom plat- an Bad út, og þó að mörg laganna hafi notið vinsælda þá var tónlistin sjálf farin að láta á sjá. Leiðin hef- ur legið niður á við, í marg- víslegum skilningi, síðan. Það er ólíklegt að annað eins komi frá okkar manni nú, enda slíkar kröfur ómögulegar. En er annað hægt en að fyllast smáangurværð þegar Thriller rúllar í gegn, og hver snilldin rekur aðra? Allir eiga sína listrænu toppa en þurfti þetta að fara svona rækilega til andskotans eftir það? Hryllingsmynd? » Það er næstum hægt að fullyrða að annað einsséní hefur ekki komið fram í þeirri eðlu list en um leið er tónlist hans víðsfjarri þegar nafn hans kemur upp á borðið í dag. arnart@mbl.is AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen Kóngurinn Til vinstri: Jackson í hinu byltingarkennda myndbandi við titillag plötunnar Thriller. Spádómsgildi þessarar myndar, hvað þróun á útliti Jack- sons varðar, er óneitanlega kaldranalegt. Til hægri: 25 ára afmælisútgáfa plötunnar Thriller sem kom upphaflega út árið 1982. Ungl ingadei ld ir f yr i r 11-15 ára Grunnnám / Miðnám / Framhaldsnám Einsöngsnám / Söngkennaranám Inntökupróf fara f ram í maímánuði Upplýsingar : 552 7366 / songskol inn. is . . .er e inn f remsti tónl istarskól i landsins og býður upp á a lhl iða tónl istarnám með söngröddina sem aðalhl jóðfæri Sýnd í álfabakka ÞAÐ ÞARF ALVÖRU KARLMANN TIL AÐ VERA BRÚÐARMEYJA eee ,,Hugljúf og skemmtileg" - V.J.V., Topp5.is/FBL / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI IRON MAN kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára DRILLBIT TAYLOR kl. 6 B.i. 10 ára OVER HER DEAD BODY kl. 8 B.i. 7 ára THE RUINS kl. 10 B.i. 16 ára IRON MAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára SUPERHERO MOVIE kl. 8 LEYFÐ P2 kl. 10 B.i. 16 ára IRON MAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára FORGETTING SARAH M. kl. 8 B.i. 12 ára 21 kl. 10:30 B.i. 16 ára SKEMMTILEGASTA RÓMANTÍSKA GAMANMYND ÁRSINS eeee “Ein besta gamanmynd ársins” - V.J.V., Topp5.is/FBL -S.V., MBL eeee - 24 stundir Sýnd í álfabakkaog akureyri 2 vikur á toppnum! vinsælastamyndin á Íslandi Í daG! Sýnd í kringlunni og keflavík Sýnd í keflavík Sýnd á akureyri Sýnd á SelfoSSi UNDRAHUNDURINN ER BESTI VINUR MANNSINS SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd í álfabakkaSýnd í álfabakka Sýnd í álfabakka og akureyri Sýnd í kringlunni og SelfoSSi Sýnd í álfabakka frábær öðruvíSi Spennumynd í leikStjórn paul HaggiS, (CRASH) eeee BBC eeee Ebert eeee S.V. - MBL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.