Morgunblaðið - 06.05.2008, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 43
TOM (Dempsey) er ungur kvenna-
ljómi sem virðist safna hjásvæfum
eins og aðrir safna hreindýrs-
hornum. Myndin hefst á und-
antekningu, þegar honum er hafnað
af Hönnu (Monaghan), í gleðskap á
allraheilagramessu.
Áratugur líður, Tom er orðinn
vellríkur viðskiptajöfur í New York
og kvenfólkið fellur fyrir honum
líkt og mý fyrir DDT. Sú sem hann
umgengst mest er þó aðeins vin-
kona hans, sem er engin önnur en
Hanna, sem starfar nú sem lista-
verkakaupandi fyrir Metropolit-
ansafnið. Hún heldur til Skotlands
á vegum þess og þarf að dveljast
ytra í sex vikur, á meðan heldur
Tom áfram að safna stelpum og
spila körfubolta við vini sína. Þegar
Hannah snýr aftur er hún ástfangin
upp fyrir haus af Colin (NcKidd),
hertogaefni sem hún kynntist í
Skotlandi, og Tom verður skyndi-
lega ljóst að hann elskar stúlkuna.
Hann þiggur boð Hönnu um að
vera „heiðurs-brúðarmær“, og held-
ur með föruneyti hennar í gift-
inguna í Skotlandi, ástæðan: Hann
ætlar að ræna brúðinni.
Fislétt rómantísk gamanmynd,
virðist ætluð ungum og róm-
antískum telpum sem hafa sína litlu
lífsreynslu úr Disneymyndum og
ævintýrabókum. Dempsey (sem var
fallandi stjarna fyrir áratug og er
alltof gamall fyrir hlutverkið) er
tréhestslegur í aðalhlutverkinu og
ósannfærandi. Efnið er óraunsæ
lýsing á draumaprinsum og -prins-
essum sem fá allt upp í hendurnar,
kynni Hönnu og hertogasonarins
eru dæmigerð fyrir andagiftina:
Hún strandar í búpeningshjörð í
Hálöndunum, Colin kemur aðvíf-
andi og hjálpar henni út úr klemm-
unni. Þá kemur í ljós að hann er
erfingi stæstu viskíverksmiðju ver-
aldar. Minna mátti ekki gagn gera.
Sambandið á milli Toms og Hönnu
er í svipaðri falsettu; í heilan ára-
tug vináttu hafa þau aldrei rætt sín
hjartans mál, fyrr en allt er komið
á síðasta snúning. Reyndar illskilj-
anlegt hvað jafn skörp og þroskuð
kona og Hanna á að sjá við flag-
arann.
Það er ekki ætlast til að áhorf-
endur velti myndum sem þessari
hið minnsta fyrir sér, en Made of
Honour er svo kjánaleg að hún
verður pirrandi á löngum köflum og
engar undankomuleiðir gefnar.
Monaghan er vissulega sæt og
prinsessuleg en spurning hvort hún
hefur eitthvað fleira fram að færa,
hún fær engin tækifæri til að sýna
hæfileika að þessu sinni. Dempsey
passar betur fyrir sjónvarpsskjáinn
og getur hugsanlega leyst Sydney
Pollack af eftir einn áratuginn í við-
bót, þegar hann er orðinn of gamall
fyrir hlutverk á borð við það sem
hann fer með í þessu auðgleymda
ástarævintýri.
Hannah og
brúðarmeyjarnar
KVIKMYND
Háskólabíó, Sambíóin, Smára-
bíó, Regnboginn, Borgarbíó
Akureyri
Leikstjóri: Paul Wiland. Aðalleikarar:
Patrick Dempsey, Michelle Monaghan,
Kevin McKidd. 100 mín. Bandaríkin
2008.
Made of Honour
bbnnn
Sæbjörn Valdimarsson
Kjánaleg „Það er ekki ætlast til að áhorfendur velti myndum sem þessari
hið minnsta fyrir sér,“ segir meðal annars í dómi gagnrýnanda.
LEIKARINN Gary Dourdan úr CSI þáttunum vin-
sælu segist ekki hafa hugmynd um það hvernig kókaín,
heróín og fleiri eiturlyf enduðu í bílnum hans. Hann
var handtekinn í síðustu viku eftir að lögregla fann
hann sofandi í bílnum snemma morguns með úrval eit-
urlyfja í kringum sig. Bílnum var lagt ólöglega úti á
götu og sneri öfugt miðað við akstursstefnu.
Að sögn Dourdan var hann að koma heim af Coac-
hella tónlistarhátíðinni og var mjög þreyttur. Hann
hefði því ákveðið að leggja bílnum og fá sér lúr til þess
að tryggja að hann yrði í ökuhæfu ástandi. Hann segir
að lögreglan taki skýringar hans trúanlegar, enda hafi
engin fíkniefni mælst í blóði hans. „Ég hef verið mjög
samvinnufús svo ég geti hreinsað nafn mitt og haldið
áfram að lifa mínu lífi,“ sagði hann í tölvupósti til Ac-
cess Hollywood.
Hann sagðist ennfremur vera að skipuleggja for-
varnarviðburði til þess að koma þeim boðskap á fram-
færi að enginn þyrfti eiturefni til þess að skemmta sér
vel. „Maður þarf bara góða vini, fjölskyldu, góða tón-
list og heiðarlega og trúaða sál.“
Dourdan kemur fyrir rétt þann 28. maí næstkom-
andi.
Kemur af fjöllum
Saklaus? Leikarinn segist hvorki eiga heróín né kókaín.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Rhodos
7. júní
frá kr. 74.990 m/hálfu fæði
Verð kr. 74.990 - hálft fæði
Netverð á mann , m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði í hótelherbergi á
Rhodos Palace Hotel ****+ í viku. Aukavika kr. 34.000.
M
bl
1
00
18
13
Ath. aðeins örfá herbergi í boði!
Bjóðum nú frábært sértilboð í viku á Hotel Rhodos Palace ****+ með hálfu
fæði. Frábær valkostur sem býður góðan aðbúnað fyrir hótelgesti. Njóttu
lífsins í fríinu á eyju sólarinnar. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í
boði á þessu frábæra verði.
Rhodos Palace Hotel ****+ er glæsilegt hótel á góðum stað í Ialysos
örstutt frá ströndinni. Hér er sannarlega frábær aðbúnaður og mikil
þjónusta í boði. 785 herbergi sem öll eru með loftkælingu, síma, gervi-
hnattasjónvarpi, tónlistarrásum, minibar/ísskáp, internettengingu, bað-
herbergi með hárþurrku og svölum eða verönd. Stór og fallegur
sundlaugargarður með 3 sundlaugum. Úrval veitingastaða og bara er á
hótelinu. Skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna, barnaleiksvæði
o.fl., o.fl..
Ótrúlegt sértilboð á Rhodos Palace Hotel
Frábær gisting ****+
www.marelfoodsystems.com
Kynning á afkomu fyrsta ársfjórðungs
Marel Food Systems býður til kynningarfundar miðvikudaginn 7. maí klukkan 8:00 í sal A
á Hilton Reykjavík Nordica.
Hörður Arnarson, forstjóri, kynnir afkomu Marel Food Systems og Stork Food Systems á fyrsta
ársfjórðungi 2008 ásamt því að kynna sameiningu fyrirtækjanna tveggja sem tekur gildi 8. maí.
Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður, mun svo kynna framtíðarsýn hins sameinaða félags.
Dagskrá:
8.00-8:30 Morgunverður
8:30-8:45 Afkoma Marel Food Systems og Stork Food Systems á fyrsta ársfjórðungi 2008
8:45-9:00 Sameinað fyrirtæki Marel Food Systems og Stork Food Systems
9:00-9:15 Framtíðarsýn sameinaðs félags
Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá þátttöku sína með tölvupósti á jih@marel.com
Marel Food Systems
býður tilmorgunverðarfundar