Morgunblaðið - 10.05.2008, Page 4
4 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„VANDAMÁLIN eru fyrst og
fremst gagnvart flugmönnum og
flugþjónum,“ segir Karl Ó. Karlsson
hæstaréttarlögmaður en hann hélt í
gær erindi um félagsleg undirboð,
með áherslu á fluggeirann, á fundi
Norræna flutningamannasam-
bandsins.
Fyrirspurn um skattamál
Fjögur flugfélög eru með höfuð-
stöðvar á Íslandi. Karl, sem er lög-
maður hjá LAG-lögmönnum og hef-
ur unnið fyrir Félag íslenskra
atvinnuflugmanna, segir áhyggjur
af félagslegum undirboðum hér lúta
að félögum sem ekki hafa gert
kjarasamninga við félög hér á landi
en fljúgi engu að síður til og frá Ís-
landi.
Fyrst og fremst eru þetta Heims-
ferðir, erlenda félagið JetX flýgur
fyrir fyrirtækið, og Iceland Express
en vélar þess eru reknar af sviss-
neska félaginu Hello AG.
Félag íslenskra atvinnuflug-
manna hefur sent fjármálaráðu-
neytinu fyrirspurn um hvernig hátt-
að sé skattgreiðslum af launum
erlendra flugmanna sem fljúga fyrir
félögin Iceland Express og Heims-
ferðir, að sögn Böðvars Jónssonar,
aðstoðarmanns fjármálaráherra.
Erindið barst ráðuneytinu í gær og
segir Böðvar að ráðuneytið muni
taka það til skoðunar á næstu tveim-
ur vikunum.
Karl segir að Iceland Express og
Heimsferðir hafi ekki gert samning
við Félag íslenskra atvinnuflug-
manna (FÍA). Hjá þessum félögum
séu nánast eingöngu erlendir flug-
menn og félögin forðist „leynt og
ljóst að ráða til sín Íslendinga í flug-
mannsvinnu“.
Karl segir menn hafa áhyggjur af
því að launin sem þessir erlendu
flugmenn fá séu mun lægri en þau
sem íslenskir flugmenn njóta sem
og að þeir búi við lakari starfskjör.
Menn hafi áhyggjur af því að menn-
irnir séu „keyrðir á löngum vinnu-
lotum og öðru sem hefur þá beina
tilvísun yfir í hugsanlegt öryggi“,
segir Karl.
Æskilegt að gera
samning við SA
Hann segir að það gildi almennt
um þá, sem starfa fyrir flugfélögin á
jörðu niðri, að kjarasamningsmál
þeirra séu í góðu lagi.
Karl segir að nú sé enginn samn-
ingur í gildi um flugmenn við Sam-
tök atvinnulífsins, heldur séu kjara-
samningar sem eru í gildi í
flugheiminum gerðir við einstök fyr-
irtæki. Æskilegt væri að gerður yrði
aðalkjarasamningur við SA um
þessa starfsgrein. Það myndi þýða
að samningar um kjör sem væru
lægri en lágmarkskjör í aðalkjara-
samningi væru einfaldlega ógildir.
Áhyggjur af undirboðum
hjá flugfélögum hér á landi
Beðið um upp-
lýsingar um
skattgreiðslur
Morgunblaðið/Ómar
Flug Margir nýta sér þann möguleika að fljúga með ódýru leiguflugi, en ís-
lenskir flugmenn telja að þetta flug feli í sér félagsleg undirboð.
REYKJAVÍKURMEISTARAMÓT í
hestaíþróttum stendur nú sem
hæst á Fákssvæðinu í Víðidal. Mót-
ið hófst á miðvikudag og lýkur því
á mánudag, þegar keppt verður til
úrslita. Keppnishaldið er stíft og
stendur í um tíu tíma hvern dag, að
sögn Bjarna Finnssonar, formanns
Fáks. Hann segir um 600 hross
skráð til keppni á mótinu, sem sé
mjög umfangsmikið og fjöldi fólks
fylgist þar með á degi hverjum.
Keppendur segir hann á öllum
aldri, allt frá 7-8 ára upp undir sex-
tugt. Reykjavíkurmeistaramótið er
stærsta mót ársins hjá Fáki.
Margt er framundan í starfi
Fáks, m.a. gæðingamót sem fram
fer eftir um hálfan mánuð, auk
þess sem í sumar verða haldin tvö
Íslandsmeistaramót, þ.e. mót ung-
menna og fullorðinna. Þá fara
fram kynbótasýningar og kynbóta-
dómar alla næstu viku í Víðidaln-
um.
Hann berst
á fáki fráum
Morgunblaðið/Golli
BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörns-
son, og Reykjavíkurbiskup, Pétur
Bürcher, hafa undirritað samkomu-
lag sem felur í sér leiðbeiningar um
samstarf Þjóðkirkjunnar og Kaþ-
ólsku kirkjunnar á Íslandi um afnot
af kirkjum. Einnig eru þar leiðbein-
ingar og hvatning hvað varðar sam-
eiginlegt helgihald.
Í leiðbeiningunum kemur fram að
hafa skuli samband með fyrirvara
við sóknarprest eða þann sem hann
hefur veitt umboð til útláns. Fjallað
er um umbúnað og þóknun vegna
ræstinga og kirkjuvörslu. Bent er á
möguleika á skriflegum samningi ef
um reglubundin afnot er að ræða.
Hvatt er til sameiginlegs helgi-
halds með bænastundum, lof-
gjörðar- og prédikunarguðsþjón-
ustum í samstarfi presta og safnaða.
Altarissakramentið er ekki haft um
hönd við slíkt helgihald, af tillitsemi
við mismunandi guðfræðilegan
skilning á máltíð Drottins.
Samkomulag um afnot af
kirkjum og helgihald
Undirritun Viðstaddir undirritunina voru sr. Sigurður Sigurðarson vígslu-
biskup, Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sr. Ágúst George, sr. Jón A.
Baldvinsson vígslubiskup, Msgr. Emil Paul Tscherrig erkibiskup, Pétur
Bürcher Reykjavíkurbiskup og sr. Kristján Valur Ingólfsson.
FJALLAÐ var
um greinargerð
Ríkisendurskoð-
unar um svo-
nefnda RAI-
skráningu hjá
hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni á
fundi heilbrigðis-
nefndar Alþingis í
gær.
Fulltrúar Rík-
isendurskoðunar og heilbrigðisráðu-
neytis og forsvarsmenn Sóltúns komu
á fund nefndarinnar. „Það er ákveð-
inn ágreiningur á milli aðila um túlk-
un á samningnum og á skilgreining-
um sem notaðar eru til grundvallar
greiðslu. Það er ekki ágreiningur um
að þarna er veitt framúrskarandi
þjónusta og einstakur aðbúnaður en
það eru uppi mismunandi túlkanir á
skilgreiningum,“ segir Ásta Möller,
formaður nefndarinnar. „Fram kom á
fundinum að heilbrigðisráðherra hef-
ur skipað sáttanefnd til þess að kom-
ast að niðurstöðu í þessu máli. Verður
m.a. kallaður til erlendur aðili sem er
sérfróður um RAI-matið, sem er
grundvöllur greiðslnanna,“ segir
Ásta.
Hún kveðst lengi hafa verið þeirrar
skoðunar að það þjóni hagsmunum
beggja aðila að taka þjónustusamn-
inginn við Sóltún upp í ljósi reynsl-
unnar. „Það eru sex ár síðan Sóltún
hóf starfsemi en á þeim tíma sem lið-
inn er hefur margt breyst í öldrunar-
þjónustunni og hefur Sóltún verið
notað sem fyrirmynd,“ segir hún.
Fá erlend-
an sér-
fræðing
Ásta Möller
Rætt um Sóltún á fundi
heilbrigðisnefndar
FLUGVÉL Rauða krossins hlaðin
hjálpargögnum lenti í höfuðborg
Búrma í fyrrakvöld. Önnur vél með
hjálpargögn fylgdi í kjölfarið í gær-
morgun, segir í tilkynningu frá
Rauða Krossinum. Þar segir að al-
þjóðlegir sérfræðingar Rauða kross-
ins séu að störfum í Búrma og von sé
á fleiri sendifulltrúum. Um 27.000
sjálfboðaliðar Rauða krossins í
Búrma sinna hjálparstarfi nú þegar.
Þá kemur fram að utanríkisráðu-
neytið veitti í fyrradag 7,7 milljónum
króna í starf Alþjóða Rauða krossins
á hamfarasvæðunum.
Hjálpargögn
lent í Búrma
♦♦♦