Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is GUNNLAUGUR Júlíusson lang- hlaupari, sem á að baki einhver erf- iðustu hlaup sem Íslendingur hefur tekið þátt í, hefur oft æft mikið en aldrei eins mikið og nú. Síðastliðnar vikur hefur hann hlaupið allt að 190 km á einni viku sem þýðir að hann hleypur að meðaltali um 27 kíló- metra á dag. Með þessu undirbýr hann sig undir Spartaþonið, 246 km hlaup á milli Aþenu og Spörtu sem honum mistókst að klára í fyrra- haust. Það þýðir ekkert annað en að undirbúa sig vel fyrir Spartaþonið. Vegalengdina þarf að leggja að baki á 36 tímum að hámarki og mikill hiti og erfitt landslag gerir hlaupið sér- staklega krefjandi. Margt varð Gunnlaugi mótdrægt þegar hann þreytti hlaupið í fyrra- haust, hitinn var t.a.m. óvenju mik- ill eða um 34°C yfir daginn. Ýmis- legt í skipulagi hlaupsins brást, t.d. vantaði stundum vatn á vatnsstöðv- unum. Eftir 20 tíma hlaup neyddist Gunnlaugur til að hætta keppni en þá hafði hann lagt um 150 kílómetra að baki. Í haust mætir Gunnlaugur sterk- ari til leiks, betur æfður og betur undirbúinn. Að þessu sinni hefja tveir Íslendingar keppni í Sparta- þoni því auk Gunnlaugs hefur Höskuldur Kristvinsson skráð sig til keppni. Æfingaáætlun sem gerir ráð fyr- ir að hlaupnir séu 190 kílómetrar í viku er ekki bara erfið, heldur líka tímafrek. Reikna má með að Gunn- laugur hlaupi í um 19 klukkustundir á viku og oft hleypur hann þrisvar á dag, á morgnana, í hádeginu og á kvöldin, til að ná hlaupamagninu upp í það sem hann telur nauðsyn- legt. Dæmigerð helgi felst í því að hlaupa um 40 km á laugardegi og 30 km á sunnudegi. Hreinsaði til í mataræðinu Þetta tekur á en Gunnlaugur seg- ir aðspurður að líkaminn standist álagið. „Skrokkurinn? Hann er bara fínn. Aldrei verið betri,“ segir hann. Gunnlaugur verður 56 ára í haust, eða svo er honum sagt og hann efast um að það geti verið rétt. Það munar miklu, og er að líkind- um forsenda þess að líkaminn þolir öll þessi hlaup, að Gunnlaugur borðar aldrei mat nema hann sé bráðhollur. „Ég er búinn að hreinsa til í mataræðinu og borða ekkert rusl. Ekki kökur, ekki kex, sælgæti, gos eða ruslfæði eins og pulsur og kjötfars. Ég borða bara ávexti og grænmeti, kjöt og fisk. Svolítið brauð líka en ekki mikið,“ segir Gunnlaugur. Hann borðar ekki einu sinni sætindi á afmælinu sínu, jól- um eða páskum. „Ég snerti þetta ekki, aldrei,“ segir hann. Einn liður í æfingaáætlun Gunn- laugs er þátttaka í sólarhrings- hlaupi sem fram fer í Borgunda- hólmi 24. og 25. maí næstkomandi og verður þetta í annað skiptið sem hann tekur þátt í því. Sá vinnur sem lengst kemst á sólarhring. Gunn- laugur tók þátt í fyrra og hljóp rúm- lega 197 km og varð þriðji. Hlaupaleiðin er ekki tilbreytinga- rík því ávallt er hlaupinn sami 1.100 metra hringurinn sem Gunnlaugur segir að sé ekkert þreytandi. „Nei, maður bara lokar sig inni. Mér finnst gott að hlaupa með útvarp og sólgleraugu sem maður hættir hálf- partinn að sjá út úr fyrir svita,“ seg- ir hann. Það komist upp í vana að rúlla hvern hringinn á fætur öðrum. Alls verða hringirnir rúmlega 180, takist Gunnlaugi að ná markmiði sínu sem er að hlaupa meira en 200 km á þeim sólarhring sem keppnin stendur yfir. Seint í ágúst stefnir Gunnlaugur að því að hlaupa á milli Flókalundar og Bjarkalundar fyrir vestan en þetta er um 140 km löng leið. Leiðin er áþekk landslaginu á seinni hluta leiðarinnar í Grikklandi og því er gott að þessi leið verði lokaæfing. Kolvetni duga ekki Í ofurhlaupum eins og þessum þarf auðvitað að gæta vel að því að drekka nóg og ekki síður að fá næga næringu. Í venjulegum mara- þonhlaupum eru töluverð vísindi á bakvið það hversu mikið af kolvetn- um hlauparar þurfa að innbyrða til að þeir hafi næga orku til að komast á leiðarenda en í ofurhlaupum duga kolvetnin ekki til. Í ofurhlaupum þarf alvöru næringu, segir Gunn- laugur, þ.e. prótín. „Maraþon tekur svo fljótt af að þar duga kolvetna- drykkir og orkubitar sem næring,“ segir Gunnlaugur sem aðhyllist þá þumalputtareglu að ef hlaupið er lengur en í fimm klukkustundir þurfi líkaminn prótín. Í vetur hefur Gunnlaugur gert tilraunir með að drekka fljótandi blöndu af Herbalife-prótíni fyrir og eftir hlaup og hefur það að hans sögn reynst vel. Í Borgundarhólmi mun hann drekka slíka blöndu á um 3-4 tíma fresti, milli þess sem hann drekkur vatn og gæðir sér á ávöxt- um. Galdurinn er að borða og drekka hvorki of lítið né of mikið en þetta einstigi getur verið vandratað. „Í Grikklandi drakk ég ofboðslega vegna hitans og endaði með því að æla lifur og lungum, maður bara fylltist,“ segir Gunnlaugur. Það er sem sagt að ýmsu að hyggja þegar hlaupa á 246 kíló- metra með hörðustu tímamörkum sem finnast í hlaupi af þessari teg- und í heiminum. Þegar flautað verður til leiks í Spörtu í haust verður Gunnlaugur reynslunni rík- ari, með endurbætta næringar- áætlun fyrir hlaupið og með meiri innlegg í hlaupabankanum en nokkru sinni fyrr. Nú tekst þetta! Dæmigerð helgi er 40 km á laugardegi og 30 á sunnudegi Morgunblaðið/Golli Gunnlaugur Júlíusson Skrokkurinn? Hann er bara fínn. Aldrei betri. ENN var rætt um ráðn- ingu Jakobs F. Magn- ússonar í starf fram- kvæmdastjóra miðborg- ar í gær. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, að- stoðarmaður borgar- stjóra, sagði þannig í tilkynningu að full ein- ing hafi verið á skrif- stofu borgarstjóra um að ráða í stöðuna með þeim hætti sem gert var. Þá sagði hún að heiðarleika borgarstjórans skyldi ekki draga í efa og óskaði eftir vinnufriði. Aðstoðarmaðurinn bæðist vægðar Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, sagði í framhaldinu að Ólöf Guðný bæðist vægðar í umræðunni um ítrekað klúður í stjórnsýslu borgar- innar, og kvað borgarstjóra ekki ráða við „það verkefni sem Sjálfstæðisflokkurinn fól honum.“ Þá sagði Óskar það nokkuð sérstakt að lögð sé jafn rík áhersla á heið- arleika einstaklinga eins og borgarstjóri og aðstoðarmaður hans geri. Kvað hann Ólaf F. Magnússon sennilega hafa sýnt af sér mestu óheilindi sem nokkur stjórn- málamaður hafi gert, í stjórnarmynd- unarviðræðum í borginni á kosninganótt vorið 2006 og í janúar sl., þar sem hann hafi logið að fyrrum samherjum sínum í 100 daga meirihlutanum. Regína Ástvaldsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, sendi einnig frá sér yfirlýs- ingu þar sem hún sagðist fagna ráðningu Jakobs. Hún hefði ráðlagt Ólafi F. Magn- ússyni að auglýsa starfið, en staðfest að heimild væri til þess að gera það ekki. Áð- ur hafði Ólafur sagt á fundi í borgarstjórn að það hefði verið sérstök ábending Reg- ínu að ekki þyrfti að auglýsa starfið og hann hefði treyst sínum skrifstofustjóra. Enn tekist á um miðborgarstjóra Óskar Bergsson BJÖRGVIN G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra var útnefndur Evr- ópumaður ársins af Evrópusamtökunum. Þetta er í fimmta skiptið sem Evrópusam- tökin veita þessa við- urkenningu en Björgvin fékk hana að þessu sinni fyrir elju sína og sinna samtaka að kynna Evr- ópumálin fyrir Íslendingum, segir í frétta- tilkynningu. Áður hafa Einar Benedikts- son, Jón Baldvin Hannibalsson, Sveinn Hannesson og Þorvaldur Gylfason hlotið þessa viðurkenningu. Valinn Evrópu- maður ársins Björgvin G. Sigurðsson. SEX Íslendingar stefna nú að þátttöku í Járnkallskeppni (e. Iron Man) sem haldin verður í Köln í byrjun september. Þetta er met því aldrei hafa svo margir Íslendingar reynt sig í þessari erfiðu þríþraut fyrr. Sá verður Járnkall sem tekst að synda 3,8 kílómetra, hjóla 180 kíló- metra og að lokum að hlaupa eitt maraþon, 42,2 kílómetra, allt saman innan tilsettra tímamarka. Þeir sem ætla í Járnkallinn eru Steinn Jóhannsson, Gísli Ásgeirsson, Torben Gregersen, Eiður Aðalgeirsson, Trausti Valdimarsson og Er- lendur Birgisson. Í hópnum eru m.a. gamalreyndir langhlauparar sem hafa tekið þríþrautarbakteríuna og ekki sett það fyrir sig að sækja sundnámskeið í undirbúningsskyni, þótt miðjum aldri sé náð. Gísli Ásgeirsson, tilvonandi Járnkall, segir að mikill hugur sé í hópn- um. Nýlega hafi þeir tekið þátt í hlaupinu í kringum Þingvallavatn (65 km) í vondu veðri og það hafi hert hópinn ofboðslega. Sex í einum Járnkalli Í GÆRKVÖLD var færð á fjall- vegum og heiðum norðanlands og austan víða mjög slæm. Mikil hálka var m.a. í Öxnadal, á Ólafsfjarðarvegi og í Víkurskarði. Að sögn lögreglunnar á Akureyri höfðu fjórir keyrt út af og fleiri lent í vandræðum vegna hálku en engin slys orðið á fólki. Ökumönnum á sumardekkjum var því ráðið frá því að vera á ferðinni á þessum vegum. Éljagangur var á Holtavörðu- og Laxárdalsheiði. Ófært var og stór- hríð á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir voru á Siglufjarð- arvegi, hálka og skafrenningur á Lágheiði, hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði. Á Norðausturlandi var snjóþekja, hálkublettir og élja- gangur á Mývatnsheiði og Mý- vatnsöræfum. Á Austurlandi voru hálkublettir, krapi og éljagangur mjög víða. Snjóþekja var á Öxi, ófært á Hellisheiði eystri og þæf- ingur á Vatnsskarði eystra. Greið- fært var á öðrum leiðum, sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.Ljósmynd/Arnar Ólafsson Víða hálka og ófærð til heiða ÞINGLÝSTUM kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 61,4% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Alls var 310 kaup- samningum þinglýst í apríl í ár en 804 í sama mánuði í fyrra. Veltan dróst saman um 60,8%, úr 24,4 milljörðum króna í 9,6 milljarða króna. Þessar upplýsingar koma fram á vef Fasteignamats ríkis- ins. Tölurnar staðfesta að verulegur samdráttur hefur orðið á fast- eignamarkaði á þessu ári. Í síð- ustu viku var þinglýst 62 kaup- samningum á höfuðborgarsvæðinu. Það er örlít- il aukning frá vikunni á undan. Í fyrrahaust var algengt að 170-200 kaupsamningum væri þinglýst á viku. Viðskiptin náðu hámarki um miðjan september þegar 250 samningum var þinglýst. Tölur Fasteignamatsins sýna einnig að mun minna selst af dýr- ari eignum. Ekki liggja fyrir tölur frá Fasteignamatinu um fast- eignaverð í apríl, en nafnverðið lækkaði örlítið í febrúar og mars. Fjöldi þinglýstra kaupsamn- inga um fasteignir við sýslu- mannsembættin á höfuðborgar- svæðinu í aprílmánuði var 310. Heildarvelta nam 9,6 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 30,8 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjöl- býli námu 6 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 2,3 milljörð- um og viðskipti með aðrar eignir 1,3 milljörðum króna. Þegar apríl 2008 er borinn saman við mars 2008 fækkar kaupsamningum um 12,4% og velta minnkar um 20,2%. Í mars 2008 var þinglýst 354 kaupsamningum, velta var 12 milljarðar króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 33,8 millj- ónir króna. Þegar apríl 2008 er borinn saman við apríl 2007 fækk- ar kaupsamningum um 61,4% og velta minnkar um 60,8%. Kaupsamningum fækkar mikið 61% færri samningar en í apríl í fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.