Morgunblaðið - 10.05.2008, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þvílík brúðkaupsferð, þú ert nú algjör krúsindúlla, Haarde minn, það var nú varla hægt að
enda húllumhæið á rómantískari stað.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-málaráðherra hafði lög að mæla
þegar hún sagði á síðasta áratug:
„Minn tími mun koma!“ Hennar
tími er svo sannarlega kominn.
Mest ánægja ríkir meðal lands-
manna með hennar störf sem ráð-
herra.
Jóhanna er þeimeiginleikum
gædd að bregð-
ast skjótt við,
taka á vandanum
áður en hann er
orðinn óviðráð-
anlegur og ráð-
ast í að vinda
strax ofan af vit-
leysu, ef hún sér að eitthvað slíkt er
í uppsiglingu.
Þetta sýndi ráðherrann m.a. ífyrradag þegar hún brást snöf-
urmannlega við umkvörtun föður
fatlaðs drengs hér í Morgunblaðinu
um að Svæðisskrifstofa fatlaðra í
Reykjavík hygðist láta íbúa á sam-
býlum fatlaðra greiða fyrir heim-
ilistæki.
Ráðherrann tók strax af skarið ogupplýsti hér í Morgunblaðinu í
gær að slíkar greiðslur fatlaðra
hefðu aldrei komið til tals í ráðu-
neytinu og hún hefði þegar leiðrétt
þennan misskilning hjá Svæð-
isskrifstofunni.
Frábært hjá Jóhönnu í alla staði!
Þurfum við ekki fleiri svona ráð-herra? Voru ekki uppi áform
um það í Samfylkingunni að skipta
Jóhönnu út á miðju kjörtímabili?
Ætlar Samfylkingin að haldaþeim áformum sínum til
streitu að losa sig við langvinsæl-
asta ráðherrann sinn?!
Hvað gerir Ingibjörg Sólrún nú?Kannski ekki neitt?!
STAKSTEINAR
Jóhanna
Sigurðardóttir
Vindur strax ofan af vitleysunni
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
"
#
#
$ $ %$
%
&
$$ '
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
%"
"% "%"
%"
%"
%
%"
%"
%"
%"
% % %
"%
*$BC $$$$
! "
#$
% & ' ' & *!
$$B *!
( )
*$
$)$
!+
<2
<! <2
<! <2
(*
$,
' -$. /
8
(
$
B
"2
(
" (#
!
#
% ") $
*
(
*
# #
$ % * ' 01 $ $22 $! $3 !$,
'
SIGLINGASTOFNUN
STEFNUMÓTUN Í SAMGÖNGUM
Samgönguráð efnir til sjöunda og síðasta fundar
í fundaröð sinni um stefnumótun í samgöngum.
Fundarefnið að þessu sinni er:
Nútíma upplýsingatækni í samgöngum.
Áætlun um leiðsögu- og upplýsingakerfi.
Arnór B. Kristinsson Flugstoðum ohf.
fjallar um flugleiðsögu.
Guðjón Scheving Tryggvason Siglingastofnun
fjallar um leiðsögu til sjós.
Björn Ólafsson Vegagerðinni fjallar um landleiðsögu.
Umræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri er Dagur B. Eggertsson formaður samgönguráðs
Erindin byggjast á væntanlegri leiðsöguáætlun, nýrri stefnumótun
frá samgönguráðuneytinu.
Gera má ráð fyrir að leiðsögutækni muni auka öryggi, hagkvæmni
og afköst í öllum samgöngugreinum í náinni framtíð.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 15. maí 2008 kl. 15:00 - 17:00
á Hótel Sögu Reykjavík í salnum Harvard II. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að
skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00
þann 15. maí 2008.
Samgönguráð
Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin
Samgönguráðuneytið
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Bjarni Harðarson | 9. maí
Desember-gjafirnar
teknar til baka
... En þá ber svo við að
stjórnvöld bera nú fyrir
sig að þessi hópur þurfi
nú ekki að fá eins rífleg-
ar bætur og ella hefði
verið þar sem þeim var
skenkt ríflega í desem-
ber síðastliðnum. Þannig notar ríkið
það lag sem kjarasamningarnir skapa
til að innheimta 700 milljón króna
kjarabótina með 3,6 milljarða sparn-
aði. Sparnaði sem kostar hvern bóta-
þega um 10 þúsund á mánuði og þá ...
Meira: bjarnihardar.blog.is
Þorleifur Ágústsson | 8. maí
Fast þeir sóttu sjóinn
... grásleppufeðgar
Þungbúinn dagur með
súld og gráma. Ég átti
leið út hlíðina – um Hnífs-
dal og við mér blasti Ós-
hlíðin. Vegavinnutæki
stóðu mannlaus við yf-
irgefin hesthús – það eru
breytingar í aðsigi – gera á göng til að
hleypa lífi til Bolungarvíkur – eða frá –
lífi sem vonandi smitar norðanverða
Vestfirði alla – á suðurfirðina er ófært –
þar er líf – bara ótengt líf. Óshlíðin var
óárennileg í grárri birtunni og ...
Meira: tolliagustar.blog.is
Jón Magnússon | 9. maí
Sumarlokanir á tímum
loftrýmiseftirlits
Í fréttum í dag er sagt
frá því að loka eigi öldr-
unaríbúðum á Þingeyri
yfir sumartímann og
flytja þá sem þar búa á
Ísafjörð. Fljótlega sjáum
við fréttir um sum-
arlokanir sjúkradeilda og aðrar sparn-
aðarráðstafanir vegna sumarleyfa.
Skert þjónusta er óumflýjanleg segja
forstöðumennirnir vegna þess að við
höfum ekki peninga til annars. Sjálf-
sagt allt rétt. ...
Meira: jonmagnusson.blog.is
Ragnar Freyr Ingvarsson | 8. maí
Ljúffengur ofnbak-
aður kjúklingur ...
... Þessi uppskrift er sí-
gild á mínum bæ. Ég er
mikill aðdáandi ofnbak-
aðs kjúklings og þá sér-
staklega þegar ég grilla
hann á teini – ekkert
betra. Núna vorum við
bara svo mörg í mat að ekki var hægt
að grilla á teini, heldur var kjúklingum
nánast staflað upp á ofnskúffu. Þetta
var glæsileg sjón, nokkrir kryddaðir
kjúklingar í röðum. Ég hef eitthvað
verið að forvitnast hvort að hægt sé
að nálgast lífrænan kjúkling, eða free
range hænur en hef ekki orðið neins
vísari. Það væri gaman ef einhver
gæti beint mér á rétta braut.
Ég segi oft að hlutirnir séu einfaldir,
sem er í raun alveg rétt. Það er fátt
sem ég geri í minni eldamennsku
sem er flókið eða krefst mikillar
tæknilegrar kunnáttu. Hins vegar má
segja að ég fari oft lengri leiðina að
hlutunum eins og til dæmis við sósu-
gerð. Ég byrja eiginlega alltaf að á því
að búa til hefðbundið grænmetissoð.
Stundum hef ég gert kjúklinga, gæsa,
nauta, andasoð frá grunni en alltof
sjaldan. Þar svindla ég stundum og
nota gott soð – mér finnst Oscars
vera ágætt og gefa frá sér ágætt soð
án málmbragðs sem oft fylgir teng-
ingasoði. Eins hef ég verið að nota
fljótandi soð sem hafa reynst mér
hreint ágætlega.
Ljúffengur ofnbakaður kjúklingur
með rótargrænmeti, einföldu salati
og ostasoðsósu
Þessi uppskrift á rætur sínar að
rekja í bækur/þætti Jamie Oliver -
þetta var eiginlega uppskrift sem ég
sá á vídeóspólu með matreiðsluþátt-
um hans sem mér var gefin og er eig-
inlega fyrsta uppskriftin sem ég man
eftir að hafa veitt mér mikinn inn-
blástur í eldhúsinu. Fyrst var að útbúa
kryddsmjör sem var gert á eftirfarandi
hátt; 100 gr af mjúku söltuðu smjöri,
5 msk af góðri jómfrúarolía var sett í
skál. Þá heilmikið af fersku basil,
steinselju, timian, safi úr 1 sítrónu sí-
trónu, salt og piprar er hnoðað saman
og sett undir haminn. Hamnum er lyft
varlega upp þannig að pláss myndast
á milli hans og kjötsins. Þetta er ein-
falt, bara renna hendinni undir ham-
inn og skilja hann frá kjötinu, bara að
passa sig að rjúfa ekki gat á hann
þannig að kryddsmjörið renni ekki út.
Kjúklingurinn er settur í 180 gráðu ...
Meira: ragnarfreyr.blog.is
BLOG.IS