Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómur yfir GuðmundiJónssyni, fyrrverandiforstöðumanni meðferð-arheimilisins Byrgisins, var kveðinn upp í Héraðsdómi Suð- urlands í gær. Fjölskipaður dóm- urinn komst að þeirri niðurstöðu að Guðmundur hefði freklega misnotað aðstöðu sína sem forstöðumaður, meðferðarráðgjafi og stjórnandi kristilegra samkoma í Byrginu til að hafa samræði og önnur kynferð- ismök við fjórar konur – vistmenn í Byrginu. Guðmundur þarf að af- plána þrjú ár í fangelsi fyrir brot sín og greiða fórnarlömbunum miskabætur, alls sex milljónir króna. Auk þess er honum gert að greiða 3,8 milljónir króna í sakar- kostnað. Í niðurstöðum dómsins kemur fram að dómendur meti sem svo að Guðmundur hafi markvisst unnið að því að fá konurnar, sem voru á aldr- inum 17-28 ára, til fylgilags við sig og hafi hann valið sér fórnarlömb sem áttu „mjög erfiða kynlífs- reynslu að baki“, eins og það er orð- að í dóminum. Konurnar lýstu því allar fyrir dómi að þær hefðu verið afar illa á sig komnar andlega þegar þær komu í Byrgið. Guðmundur hefði smátt og smátt unnið sér traust þeirra og trúnað, meðal ann- ars með því að segja þeim sögu af erfiðri kynlífsreynslu sinni í æsku. Eiginkonan tók virkan þátt Þegar Guðmundur hafði unnið traust kvennanna og þær t.a.m. trú- að honum fyrir innstu leyndarmál- um sínum, barst talið ævinlega að kynlífi. Yngsta konan, sem var 17 ára þegar brot gegn henni hófust, lýsti viðtölum þannig, að umræður um kynlíf hefðu bæði snúist um hennar kynlíf og hans. „[Hún] kvaðst hafa kynnst BDSM-kynlífi þegar hún var 13 og 14 ára og henni fundist það vont og ljótt en ákærði hefði talið henni trú um að það væri vilji Guðs, ákærði væri búinn að tala við Guð og Guð væri búinn að sam- þykkja þetta og þetta væri ekkert rangt, þetta væri bara ein aðferð til þess að fá kynferðislega útrás,“ seg- ir af framburði stúlkunnar. Guðmundur taldi stúlkuna á að taka þátt í verklegri þjálfun í BDSM og átti hún að útskrifast með skírteini. Sýndi hann henni skírteini og sagðist bera titilinn „Iron Master“. Í þjálfuninni tók einnig þátt eiginkona Guðmundar. Raunar tók eiginkona hans þátt í kynlífsathöfnum með fleiri stúlkum. Ein kvennanna lýsti þannig bílferð með þeim hjónum seint að kvöldi sem endað hefði við skóglendi. „Síð- an hefðu þau gengið inn í skóginn, ákærði fremstur og gengið hratt en hann hefði virst mjög kunnugur þar. Af og til hefðu þau stoppað og ákærði þá slegið þær með svipum. Ákærði hefði haft mök við þær báð- ar þarna og einnig látið þær kyss- ast,“ segir af framburði stúlkunnar. Konunum var ýmist talin trú um að það væri vilji Guðs að þær þókn- uðust Guðmundi eða kynlífsathafn- irnar myndu hjálpa þeim að ná and- legum bata. En Guðmundur notaði ekki ein- vörðungu trúna til að fá konurnar til fylgilags við sig. Hann gerði þær að auki fjárhagslega háðar sér. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að dómendur telji fjárframlög hans til kvennanna langt umfram það sem megi kalla eðlilegan fjárstuðning. „Oftar en ekki greiddi ákærði nokkrum sinnum í mánuði til þol- enda greiðslur sem skiptu þær miklu máli,“ segir í dómnum. Er þar m.a. um ræða greiðslu leigu, brjóstastækkun og tveimur þeirra gaf hann bifreið. Raunar sveik Guð- mundur aðra konuna um greiðslur af bifreiðinni sem hann gaf henni. „Spurð um bifreiðakaup kvað [kon- an] ákærða hafa farið með sig í B&L í þeim tilgangi að kaupa ódýra bifreið. Málin æxluðust svo að móð- ir [konunnar] hefði verið beðin að koma í umboðið og hún hefði skrifað undir öll gögn og bifreiðin verið skráð á hana. Ákærði hefði sagst ætla að taka lánið yfir og hann hefði greitt af því til að byrja með en hætt því svo. [Konan] kvaðst hafa reynt að borga af láninu en það síð- an lent á móður hennar.“ Neitaði öllum sakargiftum Guðmundur neitaði alfarið sök og sagðist ekki hafa átt í kynlífssam- bandi við konurnar fjórar. Hann þrætti þó ekki fyrir að vera á kyn- lífsmyndbandi, sem dreift var yfir netið og var meðal gagna málsins, en sagði, að sér hefði verið byrluð smjörsýra eða önnur ólyfjan og sjálfur hefði hann sætt misnotkun. Því til stuðnings afhenti hann lög- reglu flösku með smjörsýru sem hann sagðist hafa fundið í bakpoka sínum daginn eftir að myndbandið var tekið. Flöskuna afhenti Guð- mundur þó ekki fyrr en hann var kærður til lögreglu. Eiginkona Guðmundar kom einn- ig fyrir dóminn og neitaði að hafa tekið þátt í kynlífsathöfnum með nokkurri kvennanna. Valdi fórnarlömb með „erf- iða kynlífsreynslu“ að baki Morgunblaðið/Guðmundur Karl Dómþing Héraðsdómur Suðurlands á Selfossi hefur kveðið upp sinn dóm í Byrgismálinu. Í HNOTSKURN »Alls kærðu átta konur Guð-mund en mál fjögurra voru látin niður falla. »Sakfellt var fyrir brot framiná tímabilinu 2003-2006. »Kynlífsathafnir fóru m.a.fram í Byrginu, á heimili Guðmundar, heimili kvennanna og á hótelum. »Fjölskipaðan héraðsdómskipuðu Ástríður Gríms- dóttir, Hjörtur O. Aðalsteinsson og Ásgeir Magnússon. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumað- ur Byrgisins, var í gær dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að brjóta gegn fjórum skjólstæðingum sínum. Koma franskrar hersveitartil Íslands markar sann-arlega söguleg tímamóteins og margir hafa hald- ið fram þessa vikuna. Annars vegar er þetta í fyrsta sinn sem aðrir en Bandaríkjamenn eru hér á landi við „loftrýmisgæslu“ og hins vegar er ljóst að Frakkar hyggjast gera breytingar á stefnu sinni gagnvart Atlantshafsbandalaginu (NATO) og munu sennilega verða aftur full- gildir aðilar að herstjórn þess á næsta ári, rúmlega fjörutíu árum eftir að þeir sögðu sig úr henni. Breytingarnar sem þurfti nauð- synlega að gera hvað íslensk varn- armál varðar eftir að bandaríski herinn ákvað að yfirgefa Ísland hafa reglulega komið upp á Alþingi í vet- ur, ekki síst þar sem talsverð fjár- útlát fylgja aukinni ábyrgð Íslend- inga á eigin vörnum. Við brotthvarf hersins komst starfsemi Ratsjárstofnunar í upp- nám enda var hún starfrækt af hern- um og hafði það verkefni með hönd- um að fylgjast með allri flugumferð á svokölluðu loftvarnarsvæði Ís- lands, sem nær yfir u.þ.b. 150 sjó- mílna radíus um landið. Þetta kall- ast „loftrýmiseftirlit“ en Frakkar eru hins vegar hér við „loftrým- isgæslu“, sem felur m.a. í sér að fljúga til móts við herþotur komi þær inn á svæðið. Rétt er að taka fram að lofthelgin er aðeins 12 sjó- mílur og þess vegna er fylgst með margfalt stærra svæði en Ísland hefur yfirráðarétt yfir. Hvaðan komu tillögurnar? Þegar bandaríski herinn fór var ákveðið að leita á náðir NATO en því hefur ítrekað verið haldið fram, bæði af ráðamönnum og embætt- ismönnum, að tillögur um að loft- varnarkerfið yfir Íslandi yrði áfram starfrækt hafi komið frá her- málanefnd bandalagsins. Af þessu mætti ætla að nefndin hafi sjálf lagt fram tillögur um hvernig vörnum og herviðbúnaði skyldi háttað hér. Samkvæmt mínum heimildum var í meginatriðum um tillögur frá ís- lenskum stjórnvöldum að ræða, sem hermálanefndin féllst svo á, en Ís- land á auðvitað sæti í nefndinni eins og öll hin 25 aðildarríki NATO. Svona orðræða er hálfvandræðaleg, vonandi búa nægilega góð rök að baki þessum ákvörðunum. Samkvæmt upplýsingum á kynn- ingarfundi fyrir blaðamenn í utan- ríkisráðuneytinu sl. mánudag segir í loftvarnarstefnu NATO að loftrým- iseftirlit og -gæsla séu lykilatriði í að tryggja öryggi þjóða. Reyndar er engin samræmd stefna um slíkt eft- irlit og gæslu hjá NATO þjóðum, sem ekki ráða yfir eigin flugher. Ís- lendingar eru nú komnir með sér- lausn sem felst í því að NATO-þjóðir koma hingað að jafnaði fjórum sinn- um á ári í tvær eða þrjár vikur í senn og Frakkar eru þar fyrstir í röðinni en dvelja í sex vikur. Ef loftrým- isgæsla er lykilatriði í að tryggja ör- yggi þjóða hvers vegna á hún aðeins að vera hér á landi hluta úr árinu? Er Ísland þá óvarið í millitíðinni? Dýrt spaug Þessi viðbúnaður erlendra herja hér á landi á aðeins við um varnir á friðartímum. Ef til ófriðar kemur gildir varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn. Einhvern veginn læðist að manni sá grunur að verið sé að nota gömul meðul við nýjum sjúkdómum. Sífellt er rætt um að kalda stríðinu sé lokið og að nú séu nýir tímar en samt er verið að beita nákvæmlega sömu aðferðum og var beitt í kalda stríðinu. Rússar fljúga inn á „loftvarnarsvæðið“, sem er á alþjóðlegu flugsvæði, og ef herþotur eru til staðar eru þær sendar á móti þeim. Þetta er nákvæmlega sami leikurinn. Og einmitt þess vegna hljómar varnarviðbúnaðurinn ekki sannfærandi í eyrum fólks. Hinn vandinn er sá að erfitt er að átta sig á hvaða ógnir steðja að Íslandi. Þess vegna hefði verið mun eðlilegra að niðurstaða hættumatsnefndar, sem á að skila af sér í haust, hefði legið fyrir áður en ákvarðanir um varn- arviðbúnað voru teknar. Þetta væri kannski ekki stórmál ef leikurinn væri ókeypis. Því fer víðsfjarri. Hin nýja Varnarmála- stofnun kostar skattgreiðendur hátt í hálfan annan milljarð í ár. Það er álíka há fjárhæð og varið er í að reka Háskólann á Akureyri. Þar að auki kostar 200 milljónir á ári að hafa hér erlenda heri. Ratsjáreftirlitið er kostn- aðarfrekasti þátturinn en á sama tíma hafa Flugstoðir eftirlit með öllu borgaralegu flugi. Hefði það fyr- irtæki ekki getað tekið verkefni Rat- sjárstofnunar yfir með minni til- kostnaði? Leyndarhyggjurökin duga skammt í þessum efnum enda er verið að minnka feluleiki í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Var látið á það reyna hjá NATO að semja um að Ísland fengi að reka ratsjáreft- irlitið samhliða eftirliti með borg- aralegu flugi? Þessi málaflokkur er mikilvægur og mjög kostnaðarsamur og þess vegna þarf tilgangurinn með verk- efnunum að vera alveg skýr og allar upplýsingar uppi á yfirborðinu. Óljós rök fyrir miklum fjárútlátum ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir HILMAR Baldursson, verjandi Guð- mundar Jónssonar, segir að ákveðið hafi verið að áfrýja málinu til Hæsta- réttar. Hilmar fundaði með skjól- stæðingi sínum í gærdag sem var allt annað en sáttur við niðurstöðuna enda fór hann fram á sýknu. Guð- mundur var hins vegar dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Spurður hvort dómurinn hafi ekki verið nokkuð afgerandi segir Hilm- ar það álitamál. „Dómurinn er fjöl- skipaður og það er fyrst og fremst vegna þess, að honum er uppálagt að leggja mat á trúverðugleika. Hans mat er þetta og Guðmundur er ekki sáttur við það.“ Hilmar á ekki von á öðru en að niðurstaða Hæst- iréttar verði betri fyrir skjólstæðing sinn. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, eftir uppkvaðningu dómsins að hann teldi niðurstöðuna í samræmi við það sem búast hefði mátt við, s.s. eft- ir að hafa skoðað rannsóknargögn, fylgst með rannsókninni og raunar stýrt henni að forminu til. Málinu áfrýjað til Hæstaréttar SAMKVÆMT því sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Suðurlands eru fórnarlömb Guðmundar Jónssonar enn að glíma við afleiðingar brot- anna en misnotkunin olli þeim miklu, andlegu tjóni. Ein þeirra varð t.a.m. ófrísk eftir að hafa haft samræði við Guðmund. Lýsti hún því fyrir dómi að hún hefði ekki notað getnaðarvarnir en Guðmundur hafði áður sagt henni að hann fyndi á sér þegar konur hefðu egglos. Fóstrinu var eytt. Önnur sagðist í viðtali hjá sál- fræðingi finna fyrir miklum breyt- ingum á líðan og hegðun eftir dvöl- ina í Byrginu. Hún fyndi m.a. fyrir tilfinningalegum kulda, einangrun- arþörf, depurð og kvíða. Hún var lögð inn á vímuefnadeild Geðdeild- ar Landspítala í kjölfar misnotk- unarinnar. Yngsta konan lýsti afleiðing- unum þannig að henni fyndist hún skemmd. Lífi henni hefði hrakað mikið eftir samskiptin við Guðmund og lenti hún á götunni um tíma. Voru þeim dæmdar skaðabætur, frá einni milljón króna til tveggja milljóna. Skelfilegar afleiðingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.