Morgunblaðið - 10.05.2008, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
CAPOEIRA Pontapé-
félagsskapurinn á Íslandi hef-
ur opna vinnustofu í bras-
ilískum sömbudansi í dag og á
morgun. Vinnustofan verður
hjá Mjölni á Mýrargötu 2.
Leiðbeinandi verður Vinicius,
sem þykir einn besti sömbu-
kennari í Evrópu í dag. Auk
þess að kenna er hann nafntog-
aður dansari og danshöfundur.
Í frétt frá hópnum segir að ætlunin sé að gefa Ís-
lendingum kost á að gera nokkuð sem er gjörólíkt
öllu því sem íslenskt er. Í gegnum dansinn kunni
að skapast tækifæri fyrir Íslendinga til að kynn-
ast brasilískri menningu og háttum.
Dans
Samba, samba
á Mýrargötunni
Vinicius
Á HÁDEGI í dag verða haldn-
ir sérstakir örtónleikar í versl-
un 12 Tóna við Skólavörðustíg.
Þá verður endurfluttur í fyrsta
sinn í 270 ár útgöngumars sem
leikinn var í Dresden í Þýska-
landi 10. maí 1738, í tilefni
brúðkaups saxnesku prinsess-
unar Mariu Amaliu við Karl
III, konung Tveggja Sikileyja.
Útgöngumarsinn, saminn af
Johann Wilhelm Hugo, óbóleikara konunglegu
hirðhljómsveitarinnar í Dresden, er hans eina
varðveitta tónverk, og fannst í Ríkisskjalasafninu
í Dresden síðastliðinn mars og verður nú leikinn
með góðfúslegu leyfi safnsins.
Tónlist
Sögulegur viðburð-
ur í Tólf tónum
Karl þriðji
SÖGUR í mynd, er yfirskrift
tveggja sýninga á graf-
íkverkum Elíasar B. Halldórs-
sonar sem Gunnarsstofnun og
Grafíksetrið Gallerí Snærós á
Stöðvarfirði standa fyrir í sum-
ar. Sýningin verður opnuð í
Grafíksetrinu Gallerí Snærós
og þar verða sýndar tréristur
Elíasar sem spanna 40 ára
tímabil. Elías B. Halldórsson
fæddist 1930 á Borgarfirði
eystra. Hann nam við Myndlista- og handíðaskól-
ann, en sótti framhaldsnám fyrst til Stuttgart í
Þýskalandi og síðan til Kaupmannahafnar og nam
við Listaháskólann þar. Elías lést á síðasta ári.
Myndlist
Elías Halldórsson á
Stöðvarfirði í sumar
Elías B.
Halldórsson
Í DAG fer fram síðari hluti ráð-
stefnunnar Hafnarborgir: End-
urbygging hafnarsvæða og mið-
borga. Ráðstefnan hefur það að
markmiði að opna umræður og
beina sjónum að borgarhönnun
og hlutverki lista í opinberu rými
hafnarborga.
Frummælendur í dag verða
Martin Biewinga frá West 8 í Rot-
terdam, Jürgen Bruns-Berentelg
frá HafenCity í Hamborg, Louise
Mielonen Grassov frá Gehl Arki-
tektum í Kaupmannahöfn,
Yvonne P. Doderer frá Office for
Transdisciplinary Research and
Production í Stuttgart; Vito Ac-
conci frá New York.
Í frétt um ráðstefnuna segir að
Hafnarborgir hafi í gegnum tíð-
ina mótast af iðnvæðingu og al-
þjóðaviðskiptum. Síðustu ár hafi
hafnir og starfsemi í kringum
þær verið flutt í úthverfi. Um leið
hafi eldri hafnarsvæði fengið nýtt
hlutverk. Mótuð hafi verið ný
ásýnd til að laða að erlenda
ferðamenn og skapa alþjóðlegt
viðskiptaumhverfi. Við þessar
breytingar hafi opnast fyrsta
flokks svæði við sjóinn, sem yf-
irleitt eru tengd miðborgum og
nýtast vel fyrir viðskipti, íbúðir
eða afþreyingu. Þannig séu stór
hverfi endurlífguð og um leið séu
samskipti einstaklinga og sam-
félags við og innan borg-
arumhverfisins í stöðugri endur-
skoðun. Allt þetta mótast af því
hvernig hafnarborgir séu end-
urskilgreindar. Með því að leiða
saman fagaðila, listamenn, al-
menning og fjölmiðla er velt upp
ólíkum sjónarhornum á hlutverk
lista, listamanna og hönnuða í al-
þjóðlegu borgarumhverfi og mið-
ar að því að víkka út staðbundnar
samræður um sameiginlega sýn á
það sem Reykjavík er og hvernig
hún er að breytast.
Ráðstefnan fer fram á ensku og
verður í Norræna húsinu frá kl.
10-17. Að henni standa Kynning-
armiðstöð íslenskrar myndlistar,
CIA.IS, í samvinnu við myndlist-
ardeild hönnunar- og arkitekt-
úrdeild Listaháskóla Íslands og
Norræna húsið.
Annað líf
hafnarborga
TENGLAR
..............................................
cia.is/news/conference.htm
♦♦♦
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„MIG hefur lengi langað að tefla
saman þeim fáu sem eru að vinna
með tré í íslenskri nútímalist, en
það er tiltölulega sjaldgæft,“ segir
Aðalsteinn Ingólfsson listfræð-
ingur, en hann er sýningarstjóri
sýningar Listasafns Reykjanes-
bæjar á Listahátíð. Hann kallar
sýninguna Þrívið; orðaleikurinn
bendir á þrjá listamenn, og þeir
eru Guðjón Ketilsson, Hannes Lár-
usson og Helgi Hjaltalín. „Þessir
þrír standa einna fremst í þessum
flokki. Þeir fengu frítt spil og unnu
verkin sérstaklega fyrir salinn í
Reykjanesbæ. Út úr því komu þrjár
innsetningar, að mestu leyti úr tré
eins og til stóð, en fleiri efni koma
við sögu, eins og gifs, og Hannes er
með vídeó tengt sínu verki.“
Veldi minninganna sameinar
Listamennirnir þrír eru afar
ólíkir, og virðast í fyrstu eiga fátt
annað sameiginlegt en það að nýta
við í verk sín. Aðalsteinn segir að
verk þeirra kallist þó á gegnum
minni og minningar. „Þar var al-
veg óvart, að veldi minninganna
varð einhvers konar sameiginlegt
inntak í verkunum þremur.“
Aðalsteinn kveðst hafa brugðið á
það ráð í upphafi að efna til sam-
tals við listamennina þrjá um af-
stöðu þeirra til trjáviðarins, hvern-
ig þeir tengja hann við hefðina og
þær margháttuðu ástæður sem eru
fyrir því að þeir nota hann. „Þeir
eru skemmtilega ólíkir, en verkin
kallast engu að síður á.“
Spurður hvers vegna fleiri lista-
menn nýti sér ekki við en raun ber
vitni segir Aðalsteinn ástæðurnar
geta verið ýmsar. „Að hluta til er
fortíðin óárennileg fyrir listamenn.
Tengslin við gamlan tréskurð,
þjóðlegheit og handverk eru ennþá
of sterk þegar tréð er annars veg-
ar, og það fælir ýmsa frá því. En
það þarf líka töluverða hand-
verkskunnáttu og í dag er leitun að
slíkri menntun. Fyrir þrívídd-
arlistamenn er þetta þó eitt ódýr-
asta efni sem hægt er að ná í.“
En hvaða tengsl hefur þessi kyn-
slóð listamanna við eldri kynslóðir?
Sigurjón Ólafsson er eflaust þekkt-
astur þeirra gengnu listamanna
sem unnu verk í tré. „Sigurjón er
sennilega sá seinasti af útlærðum
listamönnum sem notar tré á skap-
andi hátt. En sjónvinkill hans er
ólíkur. Hann nálgast viðinn frá
frumþjóðalist og blætishug-
myndum. Þessir strákar eru í allt
öðru, eru börn síns tíma, börn
konsept-listarinnar.“
Listasafnið í Duus-húsum
Aðalsteinn segist gjarnan myndu
vilja setja upp aðra sýningu út frá
svipaðri hugmynd, með verkum
þeirra listamanna sem vinna í þráð,
en hún bíður síns tíma.
Listasafn Reykjanessbæjar er til
húsa í hinum sögufrægu Duus hús-
um við höfnina í Keflavík, en á ár-
unum 1877 til 1954 var fiskvinnsla í
húsunum. Sýningin Þríviður verð-
ur opnuð sunnudaginn 18. maí kl.
20.
Þrír í þrívíðum viði
Einviður Hluti af innsetningunni Skel, 2008, eftir Guðjón Ketilsson.
» Þar var alveg óvart,
að veldi minninganna
varð einhvers konar
sameiginlegt inntak í
verkunum þremur.
Listahátíð í Reykjavík | Listasafn Reykjanesbæjar sýnir trjáviðarverk
Í LISTASAFNI Árnesinga í Hveragerði verður
sýning á verkum Magnúsar Kjartanssonar, frá
árunum 1982–1988. Magnús lést í hitteðfyrra
langt um aldur fram.
Jón Proppé er sýningarstjóri, og segir tíma-
bilið sem fyrir vali varð mikinn uppbrotstíma í
list Magnúsar. „Hann vann verkin með mjög
sérstakri tækni á pappír, þar sem hann bland-
aði saman ljósmyndatækni og málverki. Þetta
eru persónulegar og ágengar myndir.“
Uppgjörstími í lífi Magnúsar
Jón segir að umrætt tímabil á ferli Magnúsar
mótist einkum af tveimur þáttum.
„Hann fékk mjög akademískt listuppeldi.
Hann lærði hjá Herði Ágústssyni og síðar hjá
Richard Mortensen í Kaupmannahöfn, en þeir
voru báðir af gamla geómetríuskólanum, og
voru mjög nákvæmir kennarar og listamenn. Í
myndum Magnúsar frá þessum tíma fer hann
hins vegar yfir í mjög expressífa og hráa
vinnu, algjöra andstæðu við þá hefð sem hann
lærði.
Svo er hitt, að þetta var mikill uppgjörstími í
lífi Magnúsar. Hann hætti að drekka og fór að
einbeita sér meira að fjölskyldu sinni. Í mynd-
unum er hörð sjálfsgagnrýni og sjálfsskoðun,
en líka mikil angist og leit, en opnun í allar
mögulegar áttir. Á sýningunni sjáum við hvern-
ig Magnús vann sig í gegnum þetta, bæði per-
sónulega og fagurfræðilega. Hann nýtir sér
sína persónulegu angist til að endurskoða allar
forsendur sínar í myndlistinni og gengur mjög
nærri sér.“
Yfirskrift sýningarinnar er: Listamaðurinn í
verkinu, og segir Jón það vegna þess að í þess-
um verkum sé sérstaklega mikil líkamleg ná-
lægð. „Magnús þrykkti hendur sínar og fætur í
myndirnar og jafnvel allan líkamann og notaði
til þess flókna aðferð. Þannig birtist hann í eig-
in sköpunarverki og ekki hægt að segja annað
en að þetta sé mjög nærgöngul myndlist.“
Ragnar Kjartansson með gjörning
Við sýningaropnunina verður Ragnar Kjart-
ansson myndlistarmaður með gjörning, og það
er ástæða fyrir því að hann varð fyrir valinu:
„Okkur fannst við hæfi að biðja hann, vegna
sjálfsgagnrýninnar og þeirrar miklu líkamlegu
nálægðar listamannsins í verkinu sem þeir eiga
sameiginlega og tengir þá sterkt saman. Að
sumu leyti er Magnús á undan öðrum í því hve
hann gengur nærri sér í verkum sínum og
miklu nær en flestir samtímamenn hans gerðu
í því að afhjúpa sjálfa sig í eigin verkum.“
Sýningin verður opnuð sunnudaginn 18. maí
kl. 18, en Listasafn Árnesinga er til húsa í
Austurmörk 23 í Hveragerði.
Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson
Magnús Sjálfsmynd frá 1984.
» Að sumu leyti er Magnús á
undan öðrum í því hve hann
gengur nærri sér í verkum sínum
og miklu nær en flestir sam-
tímamenn hans gerðu í því að af-
hjúpa sjálfa sig í eigin verkum.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Hann gekk mjög nærri sjálfum sér
Listahátíð í Reykjavík | Magnús Kjartansson í Listasafni Árnesinga
INGIBJÖRG Þórisdóttir hefur tek-
ið til starfa sem leiklistargagnrýn-
andi á Morgunblaðinu.
Ingibjörg er
leikkona frá Ca-
lifornia State
University
Fresno og stund-
aði nám í
dramatúrgíu á
meistarastigi við
Árósaháskóla.
Hún lýkur fram-
haldsnámi í
menningar- og
menntastjórnun
frá Háskólanum á Bifröst í sumar.
Ingibjörg hefur síðastliðin tvö
ár verið verkefnastjóri hjá Hugvís-
indadeild Háskóla Íslands. Hún
hefur áður sinnt leikhúsgagnrýni
hjá Ríkisútvarpinu, gegnt starfi
framkvæmdastjóra Hafnarfjarð-
arleikhússins, tekið þátt í upp-
færslum hjá Þjóðleikhúsinu sem
aðstoðarleikstjóri og dramatúrgur
og starfað í fræðsludeild Þjóðleik-
hússins.
Fyrsti leiklistardómur Ingi-
bjargar birtist í Morgunblaðinu í
dag þar sem hún fjallar um upp-
setningu Borgarleikhússins á
verkinu Dauðasyndirnar þar sem
spunnið er í kringum Hinn guð-
dómlega gleðileik Dantes.
Nýr leiklist-
argagn-
rýnandi
Ingibjörg
Þórisdóttir