Morgunblaðið - 10.05.2008, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
ÞRÍTUGASTA og fjórða starfsári
Myndlistaskólans á Akureyri lýkur
með veglegri sýningu sem hefst í
dag. Sýnd verða verk nemenda for-
námsdeildar, listhönnunar- og fag-
urlistadeildar og þar gefur að líta
sýnishorn af því helsta sem þeir hafa
verið að fást við í myndlist og hönn-
un á þessu skólaári. Einnig verða
sýnd verk eftir nemendur sem voru
á barna- og unglinganámskeiðum á
vorönn. Sýningin verður opin kl. 14
til 18 í dag, á morgun og á mánudag.
Fjörutíu og fjórir nemendur stund-
uðu nám í dagdeildum og af þeim
munu sautján brautskrást að þessu
sinni. Á myndinni eru þeir sem ljúka
námi sem myndlistarmenn og graf-
ískir hönnuðir; frá vinstri: Inga
Björk Harðardóttir, Margrét Ingi-
björg Lindquist, Friðlaugur Jóns-
son, Karl Halldór Reynisson, Mar-
geir Dire Sigurðsson og Hertha
Richardt Úlfarsdóttir.
Vorsýning í Mynd-
listaskólanum
sjúkrahússins að færa þjónustuna sem næst þeim
sem þurfi á henni að halda, fjölga aðgerðum og
eyða biðlistum og þessir samningar séu stórir
áfangar á þeirri leið.
Samningur Sjúkrahússins á Akureyri og Ak-
ureyrarbæjar um þjónustu FSA við öldrunar-
heimilin á Akureyri felur það í sér að frá og með 1.
september nk. mun sjúkrahúsið annast læknis- og
vaktþjónustu á öldrunarheimilum Akureyrarbæj-
ar. Þar með verða allar öldrunarlækningar í sveit-
arfélaginu á einni hendi, þ.e. hvað varðar öldr-
unarheimili Akureyrarbæjar, öldrunar-
lækningadeild FSA á Kristnesspítala og
hjúkrunardeildina í Seli. Öldrunarlæknum við
FSA verður fjölgað um tvo þegar samningurinn
tekur gildi og þjónusta á þessu sviði mun aukast
verulega, að sögn Þorvaldar Ingvarssonar, fram-
kvæmdastjóra lækninga á FSA. „Þegar sami
læknir sér sjúklinginn hvort sem hann er innan
eða utan stofnunarinnar verður yfirsýnin eðlilega
meiri og þar af leiðandi er þetta fyrirkomulag líka
betra fyrir sjúklinginn. Breytingin er fyrst og
fremst gerð með hag sjúklinganna í huga,“ sagði
Þorvaldur við Morgunblaðið.
SÉRFRÆÐINGAR á Sjúkrahúsinu á Akureyri
(FSA) fá rafrænan aðgang að sjúkraskrám þeirra
sjúklinga sem þeir sinna fyrir Heilbrigðisstofnun
Austurlands (HSA), skv. samningi sem fulltrúar
stofnananna undirrituðu á ársfundi FSA í fyrra-
dag. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar
hér á landi og markar því þáttaskil á sviði upplýs-
ingatækni í heilbrigðisþjónustu.
Forráðamenn FSA undirrituðu sjö samninga á
ársfundinum, eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær. Þar af voru fjórir við heilbrigð-
isráðherra, en aðrir voru við Akureyrarbæ, HSA
og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík.
Forstjóri FSA segir samninginn við HSA ein-
falda allt vinnuferli og samstarf lækna á stofn-
unum tveimur og verða skilvirkara.
Samningur FSA við Heilbrigðisstofnun Þing-
eyinga er um þjónustu geðlækna FSA við skjól-
stæðinga hennar. Sá samningur felur í sér að sér-
fræðingar FSA í geðlækningum fara til Húsavíkur
tvo daga í mánuði og veita sjúklingum á upptöku-
svæði Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga þjónustu
sína.
„Ég er mjög ánægður með þá samninga sem
undirritaðir voru hér á ársfundinum. Þeir eru af-
rakstur mikillar vinnu og undirbúnings og eiga
það sameiginlegt að styrkja stöðu Sjúkrahússins á
Akureyri enn frekar sem annars meginsjúkrahúss
landsins. Það er ekki síður mikilvægt í mínum
huga að þessir samningar efla samstarf á milli
stofnana og á milli svæða og styrkja þar með upp-
byggingu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu í lands-
hlutanum,“ segir Halldór Jónsson, forstjóri
Sjúkrahússins á Akureyri. Hann segir stefnu
Sögulegur samningur
Sérfræðingar FSA fá aðgang að sjúkraskrám sjúklinga sem þeir sinna fyrir HSA
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gaman Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð-
isráðherra og Halldór Jónsson, forstjóri FSA.
Kaffihúsamessa og tónleikar
verða haldnir í félagsheimilinu
Sæborg í Hrísey í dag kl. 16.00.
Séra Kristján Björnsson sókn-
arprestur í Vestmanneyjum
ásamt kaffihúsakór Landakirkju
flytja guðþjónustu á léttum og
ljúfum nótum. Foreldrafélag
Grunnskólans í Hrísey verður
með kaffiveitingar til fjáröflunar
fyrir félagsstarfið.
Á morgun kl. 20.00 verða
tónleikar í Ketilhúsinu þar sem
Anna Jónsdóttir sópransöngkona
og Sigríður Freyja Ingimars-
dóttir píanóleikari munu flytja
lög af nýútkomnum geisladiski,
Móðurást.
Mæðradagurinn er á morgun
og lögin á diskinum eiga það öll
sameiginlegt að fjalla á einhvern
hátt um móðurina. Þarna er að
finna lög gamalla ástsælla tón-
skálda, svo sem Eyþórs Stefáns-
sonar og Sigvalda Kaldalóns, en
einnig nýrri verk, svo sem eftir
Björgvin Þ. Valdimarsson, Sigurð
Bragason og Egil Gunnarsson,
sem samdi lag sérstaklega fyrir
diskinn.
Á mánudaginn, annan í
hvítasunnu, verður haldin söng-
og grínskemmtun í KA-heimilinu
með Yfirliðsbræðrum, sem eru
Óskar Pétursson og Örn Árnason
ásamt undirleikaranum Jónasi
Þóri. Þeir hafa unnið saman áður
en aldrei komið fram undir þessu
nafni. Þetta er fyrsta skemmt-
unin í langri tónleikaröð þeirra
félaga á landsvísu en þar munu
þeir fylgja eftir geisladiski þar
sem þeir syngja lög eftir Everly
Brothers. Hafa þeir félagar samið
íslenskan texta við lögin. Forsala
aðgöngumiða er í Eymundsson á
Glerártorgi. Miðaverð 2.500 kr.
Yfirliðsbræð-
ur og fleiri
með tónleika
Hornafjörður | Tíu þúsundasti
fuglinn var merktur hjá Fugla-
athugunarstöð Suðausturlands sl.
þriðjudagskvöld. Það var mar-
íuerla.
Merkingar hófust hjá stöðinni
vorið 2005 og hafa um 3.100 fuglar
verið merktir að meðaltali árin
2005 til 2007. Mun færri fuglar
hafa verið merktir í vor en hin
þrjú á undan og er líklegasta skýr-
ingin frekar rysjótt veður og af-
gerandi norðanáttir seinni hluta
mars og fram í miðjan apríl, að því
er kemur fram á vefnum fuglar.is.
Langmest hefur verið merkt af
skógarþröstum (4.905) og nær allir
í Einarslundi, en alls hafa verið
merktir fuglar af 54 tegundum.
Margir fuglar hafa endurheimst
aftur í Einarslundi, einnig á öðrum
stöðum innanlands og á nokkrum
stöðum í Evrópu.
Tíu þúsund
fuglar merktir
Eftir Sigurð Mar Halldórsson
Hornafjörður | Sú einstaka til-
viljun varð á dögunum að reykj-
arpípa sem kastað var í sjóinn fyr-
ir 16 árum kom í veiðarfæri báts
og er nú komin til eiganda síns.
Þannig var að Bjartmar Ágústs-
son var háseti á Skógey SF árið
1992 og ákvað hann að hætta að
reykja í einum róðrinum og kast-
aði pípunni sinni í sjóinn. Um dag-
inn, 16 árum síðar, var svo Sig-
urður Ólafsson SF á humarveiðum
í Lóndýpinu og kom þá pípa í troll-
ið. Hannes Ingi Jónsson, vélstjóri
á Sigurði, kannaðist við gripinn
enda var hún merkt og tók pípuna
til handargagns. Hann færði svo
Bjartmari félaga sínum pípuna og
þar með var hún komin aftur til
eiganda síns eftir að hafa legið á
hafsbotni í 16 ár.
Bjartmar telur ólíklegt að þetta
verði til þess að hann fari að
reykja á ný en furðar sig á þessari
tilviljun. Það er einnig með ólík-
indum hvað pípan er heilleg og að
hún hafi ekki brotnað í humartroll-
inu.
Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson
Gamall vinur Bjartmar Ágústsson með pípuna góðu sem hann henti í sjóinn
fyrir sextán árum en hefur nú endurheimt með óvæntum hætti.
Endurheimti
pípuna eftir 16 árSelfoss | Mikil aukning hefur orðiðá nánast öllum sviðum sjúkrahúss
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á
Selfossi fyrstu fjóra mánuði ársins,
að því er fram kemur á heimasíðu
HSu. Sjúklingum fjölgar og legu-
dögum einnig.
Sjúklingar sem lagðir eru inn á
sjúkradeildir eru mun fleiri og í
aprílmánuði var aukningin 23%
miðað við sama mánuð í fyrra. Ferl-
isjúklingar eru einnig mun fleiri
flesta mánuðina og voru 44% fleiri
núna en á sama tíma í fyrra. Spegl-
unum á meltingarfærum hefur
fjölgað mjög mikið og enn fjölgar
fæðingum, þær voru 66% fleiri nú í
apríl en í fyrra.
Aukning á
öllum sviðum
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Flóinn | „Ég er þessa stundina að
gera gríðarmikinn ask sem ég mun
ekki láta frá mér og verður einungis
til sýnis,“ segir Sigríður Jóna Krist-
jánsdóttir, listakonan Sigga á Grund
í Flóahreppi. Hún er einnig að und-
irbúa sýningu á útskurðarverkum
sínum í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á
Hvolsvelli. Sýningin verður opnuð í
dag, laugardag, kl. 14.
Askurinn er hálfur metri í þver-
mál og mikið skreyttur. Það gætu
því margir borðað úr honum, ef það
stæði til boða, en Sigga ætlar að hafa
þetta verk eingöngu til sýnis.
„Þetta er gamalt og fallegt form –
og góðlegt og því gaman að fást við
það,“ segir Sigga um askinn. Mikil
vinna fer í þetta eina verk en Sigga
vonast til að ljúka því fyrir haustið
og hafa askinn þá til sýnis í galleríinu
Tré og list í Forsæti. Þar eru mörg
verk eftir hana til sýnis. Hún fékk
styrk úr Menningarsjóði Suðurlands
til að vinna að þessu verkefni.
Sigga hefur lengi átt sér þann
draum að gera allar gangtegundir ís-
lenska hestsins. Hún gerði hest á
tölti fyrir nokkrum árum og hefur
það verk verið sýnt víða, bæði hér á
landi og í Englandi, og vakið athygli.
Hún hefur ekki treyst sér til að fara
út í framhald verksins nema geta
einbeitt sér að því. Þess vegna hefur
hún meðal annars sótt um lista-
mannalaun. Nú elur hún þá von í
brjósti að hún geti haldið áfram við
hestamyndirnar í haust, þegar ask-
urinn verður tilbúinn.
„Ég sé hestamyndirnar fyrir mér.
Allar gangtegundirnir og svo meri
með folald. Þetta er fallegt í huga
mér,“ segir Sigga og tekur fram að
hestarnir þyrftu að vera til sýnis, all-
ir saman, og ekki hægt að selja þá.
„Það hafa margir falast eftir töltar-
anum en ég hef ekki viljað láta hann
frá mér,“ segir listamaðurinn.
Hún hefur mesta ánægju af því að
skera út verk sem eingöngu eru
hugsuð til sýningar. „Þessi verk
kalla svo stíft á mig að ég verð að
koma þeim frá mér. Tíminn líður
hraðar en maður vill,“ segir hún.
Jafnframt segist Sigga ekki geta
annað en tekið einhverjar pantanir
inn á milli, eftir því sem tíminn leyfi.
„Þessi verk kalla
svo stíft á mig“
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Stöllur Listakonan Sigga á Grund
með verk sitt, Kristólínu Rós.
Listakonan
Sigga á Grund
opnar sýningu á
Hvolsvelli
LANDIÐ