Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 27
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 27
Vorið er að koma en eins og áður
þarf að bíða eftir hlýindum sem eitt-
hvað endast. Og kuldalegt var á dög-
unum þegar gæsirnar komu norður
fyrir heiðar. Ekki var mikið að hafa í
gogginn, hvorki fyrir þær né heldur
svanga svani sem meira er af en oft
áður. Þessir vorgestir hafa unnið í
nýræktun bænda að undanförnu þar
sem hægt er að komast niður fyrir
snjónum og þar sem túnin eru girni-
legri en annars staðar. Fuglarnir
kunna vel að velja en vegafarendur
sem fóru framhjá bæjunum Hálsi og
Kvíabóli í Kinn þessa daga ráku upp
stór augu þegar þeir sáu fuglabreið-
urnar í túnunum. Mikill fjöldi sem
sötraði í pollum og líklega hafa
margar rætur af sáðgresi farið upp í
þessa stóru gogga.
Sólin hefur, þrátt fyrir kulda, skinið
nokkra daga og þá fara kýrnar að
líta út um gluggana og baula því
þær þrá útiloftið. Sennilega er tími
til stefnu og oft er það svo að kýr
fara ekki út fyrr en um 10. júní í
Þingeyjarsýslu en misjafnt eftir
bæjum. Í góðri tíð fara þær út um
mánaðamót maí-júní og þykir það
snemmt en sjaldnast fara þær að
liggja úti fyrr en eftir 20. júní. Sum-
ir hafa þær inni allar nætur á sumr-
in en eftir stækkun margra búa er
það mikið verk að smala saman kún-
um til mjalta á morgnana sér-
stakalega þegar þær eru dreifðar á
beitinni.
Sauðburður er víða hafinn eða hefst
nú um helgina. Margir hafa þreyst á
því að láta bera of snemma miðað
við reynsluna af tíðarfarinu í maí á
síðustu áratugum. Sauðburði á þeim
bæjum er ekki lokið fyrr en í enda
mánaðarins og þá er oft hægt að
setja út á græn grös. Margir þing-
eyskir bændur létu telja fóstrin í án-
um í vetur og geta því flokkað ein-
lembur, tvílembur og þrílembur í
spil eða krær í byrjun burðartímans.
Þetta segja þeir að sé mikið vinnu-
hagræði og kostnaði við þessa
fósturskoðun sé mjög stillt í hóf.
Svona er tæknin orðin mikil.
Aðaldælingar hafa samþykkt að
sameinast Þingeyjarsveit og verður
ný sveitarstjórn kjörin þar í vor.
Hvað sameiningin felur í sér liggur
ekki alveg fyrir og reyndar hefur
sameining sveitarfélaga í Þingeyj-
arsýslu verið furðuleg fæðing þó að
ekki sé meira sagt. Hvert Tjörnes-
ingar stefna veit enginn en ótrúlegt
má teljast að þeir geti verið „fríríki“
öllu lengur. Kannski velja þeir að
sameinast Þingeyjarsveit í stað
Norðurþings eða bara Mývatns-
sveit. Þrír möguleikar eru fyrir
hendi og sá fjórði er að standa
áfram einir meðan íbúafjöldinn nær
að vera yfir 60.
Skólunum fer senn að ljúka í hérað-
inu og framundan eru hjóladagar,
útinám og vorþemadagar. Athygli
hefur vakið hve mikið hefur verið
lagt í árshátíðir hjá krökkunum,
hvað þau standa sig vel í leiklist og
hve tónlistarnám er víðfeðmt hjá
þeim flestum. Sennilega er styrkur-
inn fólginn í smæð skólanna en
fækkað hefur í þeim flestum á und-
anförnum árum sem hefur orðið til
þess að farið er að tala um einhverja
sameiningu.
Bjartsýni er það sem þarf og
bændafólk lítur til sumarsins með
eftirvæntingu. Tíðarfarið er mörg-
um hugleikið og suma dreymir fyrir
því þegar mikið liggur við eins og á
vordögum. Ekki er talið gott að
dreyma alhvítt naut hjá kúnum í
byrjun maí en einn bóndi sagði á
dögunum að nú væri nautið rautt en
með stóran hvítan blett á herða-
kambinum. Það gefur til kynna að
veturinn sé ekki alveg búinn en
rauði liturinn merkir eflaust góða
daga.
LAXAMÝRI
Atli Vigfússon fréttaritari
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Í fjósinu Kýrnar í Þingeyjarsýslu
eru farnar að þrá útiloftið.
Það er hægt að breyta þessari af-
stöðu í samfélaginu til hinna öldr-
uðu. En til þess að það verði gert er
fyrsta skrefið að þeir hætti að „tala
sjálfa sig niður“, ef svo
má að orði komast á
vondri íslenzku.
Einu sinni gerðu
Vestfirðingar ekkert
annað en að barma sér
og bjuggu þá til þá
ímynd af Vestfjörðum
að þar væru allir á von-
arvöl. Svo hættu Vest-
firðingar að tala svona
um sjálfa sig og á ótrú-
lega skömmum tíma
breyttist ímynd Vest-
fjarða.
Hinn aldraði Vík-
verji ætti að hætta að
tala svona um sjálfan
sig og fá aðra jafnaldra
sína til hins sama. Á
skömmum tíma mundi viðhorf sam-
félagsins til aldraðra breytast til
hins betra.
Raunar er spurning, hvort við
gerum ekki alltof mikið af því að
flokka fólk í ákveðna hópa. Af hverju
skiptum við fólki upp með þessum
hætti. Sumir eru aldraðir. Aðrir eru
öryrkjar o.s.frv. Þessi skipting vinn-
ur gegn þeim hópum, sem um er að
ræða en ekki með þeim. Þið hinir
öldruðu: breytið um tón!
Í dálki Víkverja í gær sagði m.a.:„Víkverji verður að segja það
eins og er að kvíði fyrir efri árum er
farinn að læðast að honum. Það er
ekki aldurinn, sem
heldur vöku fyrir Vík-
verja heldur hitt, að nú
sér hann ekki fram á
áhyggjulaust ævikvöld,
heldur að hans bíði það
hlutskipti að vera
hraksmán þjóðfélags-
ins, lítilsgildur hlutur,
sem verður skákað
fram og aftur eftir
duttlungum kerfisins.
Það er með ólíkindum
hvernig við umgöng-
umst þá, sem lokið
hafa starfsævinni.“
Er þetta nú ekki ein-
um of langt gengið hjá
hinni öldnu sveit?! Get-
ur verið að aldraðir búi
sjálfir til þetta andrúm í kringum
sig? Af hverju talar hinn aldni Vík-
verji um sjálfan sig sem „hraksmán
þjóðfélagsins“ og „lítilsgildan hlut“.
Eru einhverjir aðrir, sem hafa talað
um hann á þennan veg?
Það er ólíklegt.
Ef aldraðir upplifa hlutskipti sitt á
þennan veg er það að hluta til þeirra
eigin sök vegna þess, að þeir ýta
undir þessa afstöðu úti í samfélaginu
með svona tali.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Módelbílar Póstsins vekja
athygli safnara um allan heim.
Fyrirmyndirnar eru bílar sem
voru notaðir til póstflutninga
á Íslandi á ýmsum tímum.
Öll módel eru gefin út í mjög
takmörkuðu upplagi og þeim
fylgja upprunavottorð.
Ármúla 42 · Sími 895 8966mánudaga - föstudaga 10-18Opið
30-90%
afsláttur
vegna flutninga
Opið
laugardag og sunn
udag
og annan í hvítasu
nnu
frá kl. 10-17
Gólfvasar
frá kr. 3000.-
Einstakt tækifæri til að eignast
hágæða kínverska listmuni
• Vasar
• Diskar
• Lampar
• Pottar
• Myndir
• Gosbrunnar
o.m.fl.