Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VIÐHORF TIL INNFLYTJENDA
Á fjórum árum hefur orðið mikilbreyting á afstöðu nemenda íframhaldsskólum til fjölda
innflytjenda á Íslandi. Samkvæmt
könnun, sem Rannsóknir og greining
lagði fyrir 12 þúsund framhaldsskóla-
nemendur, eru tæp 60% þeirra mjög
eða frekar sammála því að „of margir
nýbúar séu búsettir hér á landi“. Í
sams konar könnun 2004 var þetta
hlutfall rúmlega 41%. Þá hafði afstað-
an lítið breyst frá könnun, sem gerð
var árið 2000. Hvað veldur þessari
breytingu á hugarfari í framhalds-
skólum?
Frá fyrri könnuninni hafa um 12
þúsund erlendir ríkisborgarar flutt til
Íslands umfram brottflutta. Hlutfall
erlendra ríkisborgara af íbúum á
landinu er nú 6,8% en var 3,5% árið
2004. Þetta er mikil fjölgun á skömm-
um tíma. Samfara þessu hefur um-
ræða um útlendinga og glæpi án efa
haft áhrif á viðhorf til útlendinga og
fyrir það gjalda innflytjendur og börn
þeirra.
Þessi mikla fjölgun útlendinga hér
á landi fylgdi miklu vaxtarskeiði í
efnahagslífinu. Atvinnuleysi hefur yf-
irleitt verið lítið hér á landi og óhætt
er að segja að koma þeirra hafi slegið
á þenslu, sem gríðarleg eftirspurn eft-
ir vinnuafli hefði annars valdið. Án
innflytjenda væri ekki hægt að reka
margar lykilstofnanir samfélagsins
með viðunandi hætti og nægir þar að
nefna sjúkrahús og dvalarheimili fyr-
ir aldraða. Það er grundvallaratriði að
taka vel á móti innflytjendum og
koma fram við þá af virðingu, tryggja
að þeir njóti sömu réttinda og aðrir
íbúar þessa lands og þeir og börn
þeirra sitji við sama borð og njóti
sömu tækifæra.
En það er ekki gefið að það gangi
þrautalaust að taka á móti miklum
fjölda innflytjenda. Vandamál í ná-
grannalöndunum bera því vitni.
Þeirra hefur ekki orðið vart hér, en
ekki er þar með sagt að þau muni ekki
gera það, og sennilega er alvarlegasta
vísbendingin um að ekki sé allt með
felldu hversu mörg börn innflytjenda
flosna upp úr námi þegar grunnskóla
lýkur og jafnvel fyrr.
Það er of langt gengið að leggja að
jöfnu þá skoðun að of margir innflytj-
endur séu á Íslandi og andúð í þeirra
garð. En það má ekki horfa fram hjá
því að í könnuninni kváðust rúmlega
40% svarenda frekar eða mjög ósam-
mála því að sú menning sem fylgdi
nýbúum hefði jákvæð áhrif á íslenskt
samfélag. Hvar koma þessi áhrif fram
í íslensku samfélagi? Er ástæða til að
hafa áhyggjur af því að á Íslandi sé
fjölbreytt úrval veitingahúsa, sem
bjóða upp á mat frá framandi slóðum?
Eru einhverjar vísbendingar um að
íslensk menning muni skaðast af því
að hingað komi innflytjendur? Hvað
þá með áhrifin af holskeflu banda-
rískrar menningar?
Einar Skúlason, framkvæmdastjóri
Alþjóðahúss, segir í Morgunblaðinu í
gær að könnunin sýni að gefa þurfi
framhaldsskólanemum kost á að
„spyrja hinna erfiðu og óþægilegu
spurninga, svo þau geti fengið við
þeim svör“. Þessi umræða þarf að fara
fram í þjóðfélaginu öllu þannig að
eyða megi misskilningi og fordómum
og taka á vandamálunum í tæka tíð
svo að þau verði ekki óviðráðanleg.
KRÓNAN OG ESB
Gengi krónunnar hefur lækkaðverulega síðustu daga. Gjaldeyr-
ir verður dýrari. Innfluttar vörur
kosta meira. Neyzlan minnkar. Verð-
bólgan eykst. Sala nýrra bíla hefur
nánast stöðvast. Fasteignasala
dregst saman. Afborganir af lánum
hækka. Höfuðstóll lána hækkar.
Við lítum á þetta allt sem neikvæð-
ar fréttir.
En er hugsanlegt að í þessu svart-
nætti felist líka jákvæðar fréttir?
Peningarnir hafa flætt um þjóðfélag-
ið undanfarin ár. Eyðslan hefur stór-
aukizt, knúin áfram af peningaflóð-
inu. Lækkandi gengi krónunnar og
þar með hækkandi verðlag svo og
lánastopp í útlöndum stöðvar eyðsl-
una. Er það ekki það sem þjóðarbú-
skapur okkar þarf á að halda, að
eyðslan minnki og það dragi úr við-
skiptahallanum?
Of mikil eyðsla í krafti of auðvelds
aðgangs að lánsfé er grunnvandinn,
sem við stöndum frammi fyrir. Við
leysum þann vanda ekki með því að
ganga í Evrópusambandið og taka
upp evru. ESB-aðild og upptaka evru
við núverandi aðstæður mundi leiða
beint til verulegs atvinnuleysis vegna
þess, að við hefðum engin áhrif á hag-
stjórnina.
Spurningin um aðild að Evrópu-
sambandinu er pólitísk en ekki efna-
hagsleg. Við getum talið fram öll rök-
in með og á móti aðild að
Evrópusambandinu en svarið liggur
ekki í mati á efnahagslegum þáttum
málsins, heldur pólitískum þáttum
þess.
Við getum leyst grunnvanda efna-
hagslífsins án þess að ganga í Evr-
ópusambandið eða taka upp evruna.
Við getum gert það með því að draga
stórlega úr eyðslu og fara að spara.
Krónan og staða hennar er spegill
þessa vanda en ekki orsök. Við sjáum
vandann í stöðu krónunnar en breyt-
ing á gjaldmiðli breytir engu, sem
máli skiptir. Ef við drögum verulega
úr eyðslu og aukum sparnað verður
krónan sterk. Þess vegna eru allar
umræður um að við verðum að ganga
í Evrópusambandið og taka upp evr-
una vegna krónunnar tóm vitleysa.
Við höfum lifað um efni fram og
verðum þess vegna að draga saman
seglin í eyðslu. Kaupa litla, spar-
neytna bíla í staðinn fyrir stóra
jeppa. Búa í minni húsum í stað
stórra húsa.
Forsendurnar, sem stuðningsmenn
ESB-aðildar hafa gefið sér í um-
ræðum að undanförnu eru rangar.
Við eigum ekki að ræða ESB-aðild á
forsendum tímabundins efnahags-
vanda. Við eigum að ræða aðild á póli-
tískum forsendum. Viljum við verða
hluti af stærri ríkjaeiningu? Viljum
við láta aðra sjá um kjarnann í efna-
hagsstjórn okkar? Erum við búin að
fá nóg af því að vera sjálfstæð þjóð?
Þetta eru álitamálin. Ekki staða
krónunnar síðla vetrar 2008.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Stefnt er að því að nýr hugbúnaðurverði kominn í mötuneyti allra 39grunnskóla Reykjavíkur fyrir haust-ið og er áætlaður kostnaður um 14
milljónir króna.
Sigþór Örn Guðmundsson, forstöðumaður
upplýsingatækniþjónustu Menntasviðs
Reykjavíkurborgar, segir að fyrirkomulagið
eigi að tryggja að allir nemendur fái mat og
tryggja öryggi barna með sérþarfir varðandi
mataræði, svo sem matarofnæmi og matar-
óþol. Þá eigi hugbúnaðurinn að auðvelda allt
bókhald, yfirlit yfir greiðslustöðu og inn-
heimtu fyrir skólamáltíðir. Ákveðið hafi verið
að koma á þessu grunnkerfi um mataráskrift
eftir að komið hafi krafa frá innri endurskoð-
un Reykjavíkurborgar um breytingar á um-
sýslu fjármuna.
Hugbúnaðurinn getur látið vita, til dæmis
með rauðum ramma utan um mynd af viðkom-
andi nemanda, hafi mánaðargjaldið ekki verið
greitt. Sigþór segir að það komi ekki í veg fyr-
ir að nemandinn fái máltíð, heldur sé verið að
hugsa fyrir því að skólinn geti látið forráða-
menn nemandans vita um greiðslustöðuna.
Í hvert sinn sem nemandi fær sér að borða
þarf hann að stimpla sig inn og á það líka við
um ábót. Sigþór segir að það sé ekki mark-
miðið að fylgjast með því hvað krakkarnir
borði mikið, heldur fremur hvort þau nýti sér
mötuneytið. Þannig geti forráðamenn fengið
upplýsingar um matarvenjur barnsins í skól-
anum. Gert sé ráð fyrir að hjúkrunarfræð-
ingar setji inn upplýsingar um matarofnæmi
og annað samkvæmt læknisskýrslu og hafi því
aðgang.
Sigþór Magnússon, skólastjóri í Breiðholts-
skóla, segir að hugbúnaðurinn hafi reynst vel í
skólanum. Afgreiðsla á matnum gangi vel og
hratt fyrir sig. Kerfið sé skilvirkt og auðvelt
sé að halda utan um það. Hjúkrunarfræðingar
eins og aðrir stjórnendur skólans hafi aðgang
að upplýsingunum í þeim tilgangi að geta
svarað forráðamönnum um mataræðið og
engin vandamál hafi komið upp.
Stendur ekki undir kostnaði
Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst
kostar áskrift að mat í grunnskólunum í mán-
uð um 5.000 til 6.000 krónur. Gjaldið á að
standa undir öllum matarinnkaupum, að hluta
til undir starfsmannahaldi í mötuneytinu og
tilfallandi viðhaldi í eldhúsi. Skólastjóri, sem
vill ekki láta nafns síns getið, segir að gjaldið
standi ekki undir kostnaði og margar milljónir
þurfi að borga með mötuneytinu á hverju
skólaári. Reksturinn sé mikill og endurnýja
þurfi búnað og annað. Starfsfólk sé mismun-
andi dýrt. Veislukokkar séu eðlilega dýrari en
þeir kunni líka vel að fara með hráefni og nýti
færi í
heimta
hald bo
hafa b
varðan
safnrei
síðan a
skóla m
undir h
verið fr
bíða í a
Í öðr
irlit þa
arinnih
itt í fr
treysta
sem sk
hverju
Í þr
væri h
stöfun
væru a
fæðuóþ
fylgjas
Skól
sennile
imar s
vegis. V
um þet
skóla s
dýran t
það vel. Matráður hafi ekki sömu kunnáttu og
sé ódýrari en miklu skipti að skólarnir hafi yf-
ir að ráða góðu fagfólki sem framreiði góðan
mat og hollan.
Umræddur skólastjóri segir að á fundi með
skólastjórum hafi yfirmenn á menntasviði
Reykjavíkur talað um að koma þyrfti í veg
fyrir „rassvasabókhald“ í skólunum. Skóla-
stjórar hafi ekki sætt sig við þetta orðalag og
eftir það hafi ekki verið minnst á rassvasabók-
haldið en meira gert úr mikilvægi þess að
bregðast við ofnæmi. Margir skólastjórar séu
óánægðir með framkvæmdina. Í yngri bekkj-
um fámennari skóla séu yfirleitt allir eða nær
allir nemendur skráðir í mat og þar sem engin
lausasala er á mat þurfi ekki svona hugbúnað
bókhaldsins vegna. Óreiða geti ekki verið á
bókhaldinu og þar sem allir fái mat, fái enginn
mat sem eigi ekki að fá mat. Sé barn frá í lang-
an tíma, sé haft samráð við forráðamann og
sjálfsagt að fella niður matargjaldið sé þess
óskað en það sé ekki gert vegna veikinda í
nokkra daga.
Rök á móti
Umræddur skólastjóri segir að rökin fyrir
nýja hugbúnaðinum eigi ekki við um alla
skóla. Fjármálastjóri menntasviðs hafi sagt
að þetta væri gert til að halda betur utan um
bókhaldið. Því væri til að svara að það væri al-
gjör óþarfi þar sem allur útlagður kostnaður
Nauðsyn eða ó
Hádegismatur Krakkar í Breiðholtsskóla stimpla inn si
á diskinn og þá birtist mynd af viðkomandi á tölvuskjá e
Hugbúnaður settur upp í mötuneytum allra grunnsk
sáttir um mikilvægi kerfisins Þarfirnar misjafnar efti
Látinn er vinur minn og fyrrverandi vinnuveit-andi og samstarfsmaður til fjölda ára, Að-alsteinn Jónsson f.v. forstjóri á Eskifirði.Margar minningar mínar úr bernsku tengjast
ungum pilti sem bjó með móður sinni og systkinum í
næsta húsi við hús foreldra minna á Eskifirði. Honum
fylgdi ávallt glaðværð og ýmsar skemmtilegar uppá-
komur, og sóttumst við krakkarnir eftir að vera í ná-
munda við hann. Þarna var kominn Aðalsteinn Jónsson.
Alli fór ungur að vinna, oftast við eitthvað tengt sjáv-
arútvegi. Frá upphafi stefndi hann að því að eignast skip
og geta verið sinn eiginn húsbóndi, og með dugnaðinum
tókst honum það. Þeir bræður hann og Kristinn létu
smíða bát í Danmörk 1956, Jón Kjartansson SU sem
reyndist happafley, og síðar fylgdu fleiri og stærri skip.
Aðalsteinn starfaði sem verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi
Eskifjarðar nokkur ár, en hætti þegar hann sneri sér að
útgerð og tók þá undirritaður við starfi hans sem verk-
stjóri næstu 7 ár.
1960 voru erfiðleikar í rekstri HE en þá komu þeir Að-
alsteinn og Kristinn með nýtt hlutafé inn í félagið ásamt
tiltrú lánastofnana, og varð Aðalsteinn forstjóri þess.
Þetta var í byrjun síldaráranna svokölluðu og mikill upp-
gangur í atvinnulífi á Austurlandi, og átti þetta vel við at-
hafnamanninn Aðalstein. Síldarverksmiðja félagsins var
stækkuð og fljótlega byggð önnur, stærri og fullkomnari.
Þá ráku þeir bræður þrjár síldarsöltunarstöðvar öll síld-
arárin.
Þegar síldveiðar brugðust í lok 7. áratugarins var ráð-
ist í kaup á skuttogurum, og var annar þeirra annar af
tveimur fyrstu af þeirri gerð, sem komu til lands
áfram var haldið með uppbyggingu félagsins, by
rækjuverksmiðja, veiðarfæragerð og verkstæði
alsteinn var forstjóri félagsins til ársins 2000, en
lést árið 1980.
Undirritaður var þess aðnjótandi sem áður sa
starfa með Alla meira en 40 ár og bar aldrei sku
samstarfið. Hann bar hag Eskifjarðar mjög fyri
og var kappsmál að næg atvinna væri á staðnum
oft 3-400 manns á launaskrá hjá félögum þeirra
bæði til sjós og lands.
Það eru margar góðar og skemmtilegar minn
tengdar Alla sem fara í gegnum hugann þegar h
allur, ýmist tengdar vinnu eða dægradvöl, og át
Erla margar skemmtilegar stundir með þeim hj
Guðlaugu og honum við laxveiðiár eða á heimili
annars staðar. Þá voru rjúpnaferðir á heiðum up
og oft var gripið í spil en Alli var slyngur bridssp
Hann var gæddur ríkulegri bjartsýni sem ger
léttara þegar á móti blés, sem svo oft hefir verið
útvegi á Íslandi. Það er með söknuði sem þessi h
ursmaður er kvaddur og mér finnst sem ég heyr
hans, stundum er hann gekk út af skrifstofu min
að rædd höfðu verið erfið mál og áhyggjur af fjá
„Það er bjart framundan“.
Ég er þess fullviss að þar sem hann er nú er b
öllu.
Elsku Lauga, við Erla sendum þér og börnun
öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur
Magnús Bjar
Aðalsteinn Jónsson