Morgunblaðið - 10.05.2008, Side 32
32 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Elsku amma.
Þegar ég hugsa til baka þá sé
ég aðeins skemmtilegar stundir
sem við áttum saman. Öll skipt-
in sem við spiluðum saman og
þær voru nú ófáar drullukök-
urnar sem ég bjó til handa þér.
Það er sárt að vita að Guð hafi
tekið þig svona snögglega frá
okkur en núna ertu komin á
betri stað þar sem þér líður
mikið betur og komin í fangið á
afa. Þú munt ávallt lifa innra
með okkur. Þín verður sárt
saknað elsku amma.
Þín,
Inga Jara.
HINSTA KVEÐJA
✝ Ingibjörg G.Jónsdóttir
fæddist á Skára-
stöðum í Fremri-
Torfustaðahreppi,
Vestur-Húnavatns-
sýslu 10. desember
1932, hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands laugardaginn
3. maí sl.
Hún var næst-
yngst úr hópi sjö
systkina sem öll
komust til fullorð-
insára og eru þau
nú fjögur eftirlifandi.
Í foreldrahúsum á Skárastöðum
ólst hún upp til tólf ára aldurs er
foreldrar hennar brugðu búi og
fluttu til dóttur sinnar og tengda-
sonar að Hnausakoti í sömu sveit.
Þar starfaði hún við hin ýmsu
landbúnaðarstörf og það sem til
féll á stóru heimili, til fimmtán ára
aldurs er hún hleypti heimdrag-
anum og réðst til annarra starfa.
Ingibjörg réð sig til vistar á
vetrum, fyrst hjá Birni Sigurðs-
syni, lækni í Keflavík, í tvo vetur
og síðar í tvo vetur hjá Sigurbirni
í Vísi í Reykjavík. Þá ástundaði
hún nám við kvöldskóla KFUM.
Á sumrum leitaði hún jafnan
norður í sína heimasveit, réð sig
1923, Sigurlaugur Kristinn Jóns-
son, f. 1925, látinn, Sigríður Jóna
Jónsdóttir, f. 1928, og Unnsteinn
Jónsson, f. 1939.
Ingibjörg giftist á pálmasunnu-
dag 1956 Gísla Einarssyni, f. í
Kjarnholtum 2.9. 1932, d. 30.5.
1999, bónda og oddvita Biskups-
tungnahrepps í tuttugu og fjögur
ár. Foreldrar hans voru Einar
Gíslason, bóndi í Kjarnholtum, og
kona hans Guðrún Ingimarsdóttir.
Börn Ingibjargar og Gísla eru:
Einar, f. 18.12. 1955, framkvstj.,
dóttir hans er Guðlaug, grunnsk-
.kennari, f. 6.2. 1977, og er maður
hennar Róbert Dan Bergmunds-
son, kerfisstjóri, börn þeirra eru
Sesselía Dan, f. 7.9. 1998, Berglind
Dan, f. 10.11. 2000, og Einar Dan,
f. 26.5. 2005. Fyrrverandi kona
Einars er Sesselja Sólveig Péturs-
dóttir, veitingam. f. 6.2. 1957. 2)
Jón Ingi, f .28.5. 1959, kaup-
sýslum., dóttir hans og Huldu
Dagrúnar Grímsdóttur er Inga
Jara, f. 13.7. 1988. Fyrrverandi
kona Jóns Inga er Hrönn Haf-
steinsdóttir, skrifstofum., f. 31.10.
1957. 3) Gylfi, f. 13.12. 1962, fram-
kv.stjóri, synir hans eru Gísli, f.
12.10. 1995, og Arnar, f. 22.11.
2001, kona Gylfa er Oddný Mjöll
Arnardóttir lögfræðingur. 4)
Jenný, f. 11.7. 1969, dóttir hennar
og Bjarna Bender Bjarnasonar er
Hekla Bender, f. 12.8. 1997.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Skálholtskirkju í dag kl. 14. Jarð-
sett verður í Haukadalskirkju-
garði.
til kaupavinnu og
fleira sem til féll.
Hún starfaði við
mötuneyti Bænda-
skólans á Hvanneyri
1950-51 og útskrif-
aðist frá Húsmæðra-
skólanum á Varma-
landi 1952.
Ingibjörg hóf aftur
störf við Bændaskól-
ann á Hvanneyri
1953-54. Þar kynntist
hún manni sínum og
flutti með honum að
Hólum í Hjaltadal
þar sem hann tók að sér ráðs-
mannsstöðu. Að því loknu fluttu
þau að Þorleifskoti við Laug-
ardæli þar sem hann starfaði við
Sæðingastöðina allt þar til þau
hófu búskap í Kjarnholtum í Bisk-
upstungum vorið 1959 og bjuggu
þar til 1999 er hann féll frá.
Eftir fráfall Gísla flutti hún
heimili sitt niður í Reykholt í
sömu sveit.
Foreldrar Ingibjargar voru Jón
Sveinsson bóndi á Skárastöðum
og kona hans Jenný Guðmunds-
dóttir.
Systkini hennar eru: Sveinn
Jónsson, f. 1921, Guðmundur Odd-
geir Jónsson, f. 1922, látinn, Jó-
hanna Dagbjört Jónsdóttir, f.
Hún móðir mín hefur nú kvatt
þennan heim, södd lífdaga. Þegar
mér hlotnaðist sú gæfa að fá að
kveðja hana daginn áður, sagði hún
komið nóg og hún vildi fá að fara.
Þessi orð komu svo beint frá hjart-
anu og ég skynjaði þreytuna. Guð
gaf henni að fá að fara fljótt, og að-
eins 2 dögum eftir greiningu
krabbameins var hún látin.
Aldrei hef ég efast um ást mína til
mömmu en hversu mikið og hversu
þakklát ég er að hafa átt hana sé ég
best núna.
Í dag gæti ég nagað mig í hand-
arbökin yfir því að hafa ekki sýnt
henni það nóg. Ég veit að það hefði
ekki verið hennar vilji, því minnist
ég frekar alls þess góða.
Mamma var hetja. Ung að árum
yfirgaf hún heimili sitt í Miðfirði og
fór til Reykjavíkur. Hún ólst upp í
sárri fátækt í torfkofa en átti af-
skaplega góða foreldra. Á unglings-
árum fór hún í húsmæðraskóla. Þar
eignaðist hún sínar bestu vinkonur
sem enn í dag halda hópinn. Eftir að
skólanum lauk gerðist hún ráðskona
á Hvanneyri, þar sem hún kynntist
pabba en þau voru gift þar til hann
dó, í 45 ár.
Hún fluttist með honum suður í
Kjarnholt. Langt frá sínum heima-
slóðum og ættingjum sem reyndist
henni oft erfitt. Þá bjuggu þau í
sama húsi, afi og amma (tengdafor-
eldrar hennar) og systkini pabba
voru þar líka mikið. Þetta sambýli
reyndi oft á. Pabbi vann alla tíð mik-
ið að heiman með búskapnum og því
kom það í hlut mömmu að sjá um
börn og bú og oft þurfti hún mikla
hörku til að verja sig og ungana sína
í svo nánu sambýli. 1976 flytja þau
loks í sitt eigið hús og bræður mínir
þá meira og minna flognir úr hreiðr-
inu. Það voru mikil þáttaskil í lífi
mömmu. Oft var hún einmana, pabbi
að vinna og ég í skólanum. Mamma
hafði aldrei bílpróf og á þessum tíma
var hún því oft ein dögum og mán-
uðum saman. Mamma var í eðli sínu
félagslynd og húmoristi með meiru
og meinstríðin. Hún var þó mjög
lokuð og þar sem pabbi var áberandi
í sínu starfi og mikill karakter má
segja að hún hafi fallið svolítið í
skugga hans. Hann vann alla tíð
mikið en án mömmu hefði hans starf
ásamt stærðarbúskap ekki gengið.
Á bak við mikinn mann er góð kona
og hún var alla tíð hans bakhjarl.
Fyrir 9 árum dó faðir minn mjög
skjótt. Það var mikið áfall fyrir alla
fjölskylduna sem aldrei varð söm,
svo mikill klettur var hann. Þá flutti
mamma suður á sveit. Mörgum okk-
ar að óvörum var hún fremst í flokki
í félagslífinu þrátt fyrir feimni sína.
Þá fyrst fóru sveitungarnir að kynn-
ast þeim mikla og skemmtilega kar-
akter sem í henni bjó. Í dag þakka
ég Drottni fyrir að hafa fengið að
vera dóttir hennar og pabba. Hún
var einstök húsmóðir og ól okkur
upp eins og best var á kosið.
Mamma setti annað fólk alltaf í 1.
sæti. Hún var hógvær og lítillát og
kunni illa við að láta hafa fyrir sér.
Hún kvartaði aldrei og lét því margt
yfir sig ganga í lífinu, þó var hún
mjög hreinskiptin og heiðarleg með
eindæmum.
Nú komin er kveðjustund elsku
mamma. Minningar streyma fram
sem stórfljót. Betri móður hefði ég
ekki getað óskað mér.
Ég þakka þér allt sem þú gerðir
fyrir mig og allt sem þú gerðir fyrir
Heklu mína. Þú verður alltaf í hjarta
okkar.
Jenný og Hekla.
Ég kynntist Ingu tengdamóður
minni um miðjan níunda áratuginn.
Ég var þá bara unglingsstelpa „af
mölinni“ og komst í kynni við alveg
nýjan heim í gegnum fjölskylduna í
Kjarnholtum. Þegar ég hugsa til
baka til þessa tíma átta ég mig á því
að í upphafi kynna okkar skildum
við Inga ekki hvor aðra. Við komum
úr tveimur ólíkum heimum í svo
mörgum skilningi. Hún tilheyrði ró
sveitarinnar en ég tilheyrði ys og
þys höfuðborgarinnar, hún hóf sinn
búskap án rafmagns en ég tilheyrði
tölvuöld, hennar líf var helgað hús-
móðurhlutverkinu en ég stefndi á að
sigra heiminn. Það tók okkur Ingu
dálítinn tíma, en eftir því sem árin
liðu kynntumst við betur og lærðum
að meta hvor aðra.
Margar góðar minningar streyma
fram þegar ég sest niður og minnist
hennar Ingu. Upp úr stendur þó sú
góða nærvera sem hún hafði. Fram-
koma hennar var lágstemmd og
hógvær og henni fylgdi ákveðin ró
og yfirvegun sem gott var að kynn-
ast. Hún hafði líka góðan húmor,
jafnt fyrir sjálfri sér og öðrum.
Upp í hugann kemur minningin
um það þegar ég var að hjálpa henni
að fylla út viðeigandi pappíra eftir
að Gísli dó. Þar þurfti hún að gefa
upp allar eigur þeirra hjóna og gerði
það skilmerkilega. Eitthvað varð
hún þó undirfurðuleg þegar ég
spurði hvort búið væri að skrifa nið-
ur alla bankareikninga þeirra hjóna.
Eftir allnokkurt fum kom í ljós að
hún hafði árum saman lagt smá aura
inn á sérstakan leynilegan banka-
reikning sem ætlaður var til að eiga
fyrir sígarettum í ellinni. Þegar
flettist ofan af leynilegu sígarettu-
peningunum hennar varð hún þó
fyrst til að sjá húmorinn í málinu.
Já, húmorinn fylgdi Ingu alla tíð,
meira að segja út banaleguna sem
skall á svo skyndilega og reyndist
stutt og snörp.
Bestu samverustundirnar áttum
við Inga líklega síðustu árin þegar
hún kom reglulega til okkar í sum-
arbústaðinn í Kjarnholtum og eyddi
þar dagparti með fjölskyldunni. Það
var svo gott að hafa hana nálægt sér
og sitja með kaffibolla og spjalla.
Best var kannski bara að þegja og
gera ekkert sérstakt saman. Það er
ekki hægt að gera það með öllum,
en með Ingu var það auðvelt.
Elsku Inga mín. Ég lærði ým-
islegt af þér um lífið og tilveruna og
fyrir það er ég þér þakklát. Ég
minnist þín með ástúð og hlýju.
Vertu sæl, megir þú hvíla í friði.
Oddný Mjöll Arnardóttir.
Inga var ljúf og góð kona og mik-
ill húmoristi. Við Inga vorum ná-
grannakonur í Kistuholtinu og voru
ófá skiptin sem ég hóaði í hana þeg-
ar hún átti leið framhjá í örlítinn
kaffisopa. Stundum bankaði hún á
eldhúsgluggann hjá mér einungis til
þess að stríða mér. Hún gat sagt
margt fyndið án þess stökkva bros,
en hló síðan mikið á eftir. Mér er
það mjög minnistætt þegar ég var
stödd á ættarmóti í Aratungu fyrir
þó nokkrum árum síðan. Inga átti
leið hjá og heilsaði hún upp á okkur
enda stór hluti Biskuptungnamenn
og engin ástæða til að láta sig vanta
á slíka samkomu. Inga hitti fljótlega
afa minn, Hárlaug Ingvarsson heit-
inn, og sagði við hann: „Nei, sæll
Laugi minn, ekki vissi ég að við vær-
um svona mikið skyld“. Mér stekkur
ávallt bros þegar ég rifja þetta upp
og veit ég að svo er um fleiri.
Blessuð sé minning Ingu og votta
ég fjölskyldu hennar og öðrum að-
standendum samúð mína
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Áslaug Rut Kristinsdóttir frá
Hlíðartúni.
Með söknuði kveð ég Ingu móð-
ursystur mína.
Minningarnar sem streyma fram í
hugann eru bæði ljúfar og góðar.
Ég var tíu ára gömul þegar ég fór
í sumardvöl til Ingu frænku minnar
í Kjarnholtum.
Fyrstu dagana leiddist mér
óskaplega. En það breyttist fljótt og
ég átti tvö yndisleg sumur í Kjarn-
holtum. Ég gerði mér ekki grein
fyrir því þá hvað Inga var í raun og
veru ung, aðeins 25 ára gömul, orðin
tveggja barna móðir, myndarleg
húsmóðir í alla staði og frábær móð-
ir. Inga var góður kokkur enda
kvennaskólagengin.
Jafnaðargeð og góðvild ein-
kenndu Ingu. Aldrei sá ég hana
skipta skapi né heyrði hana mæla
hnjóðsyrði í garð nokkurs manns.
Að þessu leyti líktist hún mjög
Jenný móður sinni og móðurömmu
minni sem okkur systkinunum þótti
svo óskaplega vænt um. Það var
alltaf gaman að heimsækja Ingu og
Gísla í Kjarnholtum, þau voru höfð-
ingjar heim að sækja enda gest-
kvæmt hjá þeim og Inga frænka
spurði um hagi okkar systkina því
hún bar hag okkar ætíð fyrir brjósti.
Inga frænka lét ekki bugast, held-
ur tók því með æðruleysi þegar Gísli
andaðist aðeins 67 ára gamall.
Síðastliðið sumar heimsótti Inga
æskustöðvar sínar í Austurárdaln-
um í síðasta sinn. Hún gekk um bæj-
arhólinn á Skárastöðum þar sem
bernskuheimili hennar var og drakk
nestiskaffið við eldhúsborðið í
Hnausakoti, en þangað flutti hún
með foreldrum sínum á unglings-
árum.
Við systkinin frá Hnausakoti og
móðir okkar kveðjum Ingu með
þakklæti og virðingu og sendum
fjölskyldu hennar okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ragna G. Jóhannsdóttir.
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem ekki sést.
Ástúð í andartaki
augað sem glaðlega hlær
hlýja í handartaki
hjarta sem örara slær.
(Úlfur Ragnarsson)
Elsku Inga, blessuð sé minning
þín.
Hrönn.
Okkur mönnunum er veitt sú líkn
að vita ekki hvað framundan er, vita
ekki hvað næsti dagur ber í skauti
sínu.
Við þetta snögga fráfall þitt elsku
Inga mín var mér illa brugðið.
Mig langar að þakka þér fyrir all-
ar þær góðu stundir sem við áttum
saman.
Að koma til þín er mér ógleym-
anlegt, hlýtt faðmlag, koss og góður
kaffisopi (með smá útí) á réttardag-
inn.
Við áttum margar góðar stundir
saman sem ég mun minnast með
söknuði.
Hafðu þökk fyrir allt.
Elsa Hafsteinsdóttir.
Við Inga kynntumst fyrir rúmum
áratug þegar ég bjó og starfaði hjá
þeim hjónum í Kjarnholtum. Við
Inga náðum vel saman strax í upp-
hafi og hún reyndist mér einstak-
lega góð og þau hjónin bæði. Eftir
rúma vetursetu í Kjarnholtum hélt
ég af stað út í heim og sambandið
dofnaði um stund en þó aldrei þann-
ig að við fengum ekki fréttir hvert af
öðru. Ég sóttist eftir því að fá Ingu
til mín í heimsókn í höfuðborgina
þegar ég var þar en hún var lítill
ferðalangur í þá daga en kom þó
einu sinni og við röltum saman niður
Laugaveginn og fengum okkur gott
að borða á Lækjarbrekku. Ég ósk-
aði mér oft fleiri slíkra stunda og
þær fékk ég þegar ég flutti í íbúðina
í Kistuholti 13 árum eftir Kjarnhol-
taævintýrið góða. Þá vorum við
orðnar nágrannakonur og mikill
samgangur á milli íbúðanna tveggja.
Mér leið vel í félagsskap Ingu og
naut þessa að heyra hana ræða um
heima og geima því hún sá oft
spaugilegar hliðar á tilverunni og
var með eindæmum orðheppin og
fyndin kona. Hún gerði óspart grín
á eigin kostnað og fór mildum orð-
um um samferðamenn sína í lífinu.
Inga var líka orðin færanlegri og
fór m.a. til Kanarí nokkrum sinnum
að sleikja sólina og njóta lífsins.
Hún hafði aldrei lært á bíl en komst
samt allra sinna ferða því velunn-
arar hennar sáu til þess að hún
kæmist að versla og í vitjanir hvort
sem var í Reykholti, Selfossi eða
hvar sem var. Margir héldu eflaust
að vera mín hinum megin við vegg-
inn væri henni mikil stoð og víst var
ég ágæt við Ingu en það sem færri
vissu var að Inga var mér meiri stoð
en ég henni. Þegar mikið lá við stóð
hún mér við hlið og gerði mér til-
veruna töluvert léttari. Hún hélt
dóttur minni stundum selskap þegar
ég þurfti nauðsynlega að bregða
Ingibjörg G.
Jónsdóttir
Steinsmiðja
• Viðarhöfða 1
• 110 Reykjavík
• 566 7878
• Netfang: rein@rein.is
• Vönduð vinna
REIN
Legsteinar
í miklu úrvali
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birt-
ist valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningargreinar