Morgunblaðið - 10.05.2008, Side 34
34 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Aðalsteinn Jóns-son var fæddur í
Eskifjarðarseli 30.
janúar 1922. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Nes-
kaupsstað aðfara-
nótt 30. apríl
síðastliðinn.
Foreldar hans
voru Jón Kjart-
ansson póstur og
Guðrún Þorkels-
dóttir húsfreyja og
áttu þau saman sex
börn. Aðalsteinn
var þeirra næstyngstur. Eftirlif-
andi systir Aðalsteins er Anna
Jónsdóttir, en látin systkini hans
eru: Sigurþór, Kristinn, Krist-
mann og Sigurveig Jónsbörn. Lát-
in hálfsystkyni Aðalsteins eru: Óli
og Oddný Ísfeld og Kjartan og
Ragnar Jónssynir.
Aðalsteinn kvæntist Guðlaugu
Kr. Stefánsdóttur húsfreyju þann
26. júní 1948. Guðlaug er ættuð
frá Miðbæ í Ólafsirði, fædd 4. nóv-
ember 1923. Foreldrar hennar
voru Stefán Hafliði Steingrímsson
og Kristín Gísladóttir og áttu þau
saman tíu börn.
Aðalsteinn og Guðlaug hófu bú-
Hekla Björk Jensdóttir, Thor
Jensson og Vöggur Jensson.
Aðalsteinn hóf snemma störf við
útgerð og eignaðist fyrst hlut í bát
árið 1946. Árið 1960 tók hann við
stjórn Hraðfrystihúss Eskifjarðar
sem þá átti í rekstrarerfiðleikum.
Var hann forstjóri og aðaleigandi
félagsins fram til ársins 2000, eða
þar til hann settist í helgan stein.
Rekstur fyrirtækisins einkenndist
af bjartsýni og áræðni Aðalsteins
og fékk hann snemma viðurnefnið
Alli ríki. Fyrirtækið var jafnan
stærsti vinnuveitandi í byggð-
arlaginu og er eitt af öflugustu út-
gerðarfyrirtækjum landsins. Að-
alsteinn var sæmdur bæði riddara-
og stórriddarakrossi íslensku
fálkaorðunnar og var valinn mað-
ur ársins í íslensku viðskiptalífi af
Frjálsri verslun árið 1996. Hann
var stjórnarmaður í Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna í mörg ár og
sinnti jafnframt ýmsum trún-
aðarstörfum. Aðaláhugamál Að-
alsteins utan starfsins voru lax-
veiði og brids og vann hann til
fjölda verðlauna á þeim vettvangi.
Útför Aðalsteins verður frá
Eskifjarðarkirkju í dag, 10. maí,
kl. 14. Hann verður jarðsettur í
Eskifjarðarkirkjugarði.
skap sinn í Hermes á
Eskifirði árið 1947
en fluttu síðan að
Bakkastíg 2 þar sem
þau bjuggu eft-
irleiðis. Börn Að-
alsteins og Guð-
laugar eru: 1) Eiríka
Elva, f. 11. mars
1948, d. 26. febrúar
1997. 2) Björk, f. 26.
maí 1952. Maki: Þor-
steinn Kristjánsson,
f. 1951. Börn þeirra
eru: Daði Þor-
steinsson, maki: Mar-
grét Sara Oddsdóttir, Erna Þor-
steinsdóttir, maki: Jens Garðar
Helgason, og Aðalsteinn Jónsson
Þorsteinsson, unnusta: Ása Þór-
arinsdóttir. 3) Kristinn, f. 20. júní
1956. Börn hans og Öldu Vern-
harðsdóttur eru: Guðlaug Krist-
björg, Lára Kristín, unnusti: Barði
Stefánsson, og Soffía Ósk. 4)Elfar,
f. 1. júní 1971. Maki: Anna María
Pitt, f. 1972. Börn þeirra eru:
Hrafnkell Uggi, Kolbeinn Rökkvi
og Snæfríður Rán. Sonur Elfars
og Elinrósar Líndal er Alexander
Sær. Barnabarnabörn Aðalsteins
og Guðlaugar eru: Elfar Aron
Daðason, Elísabet Daðadóttir,
Þögnin var rofin
af þýðum tónum.
Himinninn blánaði
hægt yfir snjónum
og gekk eftir jörð
með grasið í skónum.
Foldin sveipaðist
faldi grænum.
Og nú eru logar
í lygnum sænum
og englavængir
í vestanblænum.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Davíð Stefánsson var ávallt þitt
uppáhaldsskáld. Efnistökin, orðfær-
ið og lífsspekin áttu hjá þér sterkan
samhljóm. Vettvangurinn var þó
annarskonar; hann ljóðskáld, þú at-
hafnaskáld, hann sendiboði hinnar
mjúku listar, þú hinnar hörðu. Að
leiðarlokum er því við hæfi að andar
ykkar sameinist áreynslulaust í einu
af hans fallegu ljóðum.
Þú varst einstakur faðir í dýpstum
skilningi þess orðs; stoð okkar og
stytta. Við erum þér ævinlega þakk-
lát fyrir óbilandi bjartsýnina, fyrir
stóra hjartað, fyrir sérviskuna; erum
stolt að hafa deilt með þér gleði og
sorg í gegnum hæðir og lægðir lífs-
ins. Elsku afi, í hjörtum okkar áttu
eilífðar hásæti. Og nú þegar engla-
vængir hefja sig til flugs í vestan-
blænum sendum við þér þúsund
hlýja kossa út á lygnan sæinn. Þín er
sárt saknað.
Þinn elskandi sonur, tengdadóttir
og afabörn,
Elfar, Anna María, Alexander
Sær, Hrafnkell Uggi, Kolbeinn
Rökkvi og Snæfríður Rán.
Elsku afi.
Það er erfitt og sárt að hugsa til
þess að þú sért farinn frá okkur. Þú
sem ert eitt sterkasta aflið í okkar
lífi. Sjaldan koma menn sem hafa
eins jákvæð áhrif á fólk, samfélagið
og tímann eins og þú. En mest hafðir
þú áhrif á okkur, fjölskylduna þína.
Þú varst sameiningaraflið í fjöl-
skyldu okkar og varst alltaf mið-
punkturinn á öllum þeim stundum
sem við áttum saman. Þú munt lifa
bjart í hjörtum okkar og minningu.
Það hefur ætíð fylgt okkur að vera
þekkt sem barnabörnin þín og hefur
það verið titill sem við höfum allar
borið með miklu stolti. Eins og það
að vera sonardóttir þín væri leyfi til
þess að þora að líta á lífið með ein-
tómum bjartsýnisaugum og að allar
leiðir væru manni færar. Það var
margt sem þú kenndir okkur í gegn-
um tíðina en það sem stendur upp úr
er að ekkert er mikilvægara í lífinu
en fjölskylda. Þú varst alltaf svo
barngóður, heimakær og fannst þér
enginn staður betri á jörðinni en
Eskifjörður.
Við söknum þín afskaplega mikið
og var það erfitt að kveðja þig. Vit-
um við þó að Elfa okkar heitin er af-
skaplega ánægð að sjá þig aftur og
mun hún hugsa vel um þig. Við elsk-
um þig, afi, og verður fjölskyldan og
Eskifjörður ekki eins án þín.
Þínar stelpur,
Guðlaug, Lára og Soffía.
Þú ólst upp við sára fátækt, at-
vinnuleysi og litla menntun.
Þegar þú varst 6 ára gamall dó
faðir þinn eftir 2ja ára veikindastríð.
Fátækasta heimilið í hreppnum. Það
voru miklar hörmungar fyrir fjöl-
skylduna. Ekkja með 6 börn frá 5 til
15 ára.
Þú lést aldrei deigan síga, þótt á
móti blési, komst ætíð auga á birtu
og blóm í haga framundan.
Á yngri árum varst þú óður dans-
ari og frægt var þegar þú keyptir
kjólfötin, en þú vildir ekki verða
stúlkunum til skammar í klæða-
burði. Þín skoðun var sú að dans ætti
að kenna í barnaskóla. Að kunna
slíkt kæmi í veg fyrir mörg vanda-
mál.
Sjálfsbjargarviðleitnin fleytti þér
og systkinunum áfram, við hlið þér
stóð síðar þinn trausti lífsförunautur
Guðlaug Stefánsdóttir.
Með viljann að vopni og trúna á
framtíðina byggðir þú upp, ásamt
Kristni bróður þínum, Hraðfrystihús
Eskifjarðar, öflugt sjávarútvegsfyr-
irtæki á landsvísu, burðarstólpann í
atvinnulífi Eskfirðinga í áratugi.
Veiðar og vinnsla sjávarfangs. Þið
þóttuð bæta hvor annan upp. Tókst
að efnast með útgerð á Jóni Kjart-
anssyni SU og síldarsöltun undir
nafninu Auðbjörg á Ólafsfirði,
Vopnafirði og Eskifirði og þar með
að bjarga HE, sem afar höllum fæti
stóð og þið yfirtókuð 1960.
Það veitti þér mesta gleði í lífinu
að geta veitt fólki atvinnu. Fyrirtæk-
ið stóð aldrei styrkari fótum en með-
an þú stjórnaðir. Ráðamenn þjóðar-
innar höfðu trú á þér, sama hverjir
voru við völd.
Það var rökrétt ákvörðun að gera
þig að heiðursborgara Eskifjarðar á
200 ára verslunarafmælinu 1986 og
hjá forseta Íslands að sæma þig
riddarakrossi og síðar stórriddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyr-
ir störf að atvinnumálum, jafn trúr
og þú varst þínu samferðafólki og
sveitarfélagi.
Sem útgerðarstjóri hjá þér í 25 ár
fór það ekki fram hjá mér að það var
útgerðin sem skipti þig mestu máli.
Þú hringdir eldsnemma á morgnana
til að fá fréttir af aflabrögðum. Það
leyndi sér ekki stolt þitt og ánægja
með tengdasoninn, aflaklóna Þor-
stein Kristjánsson.
Ég veit að þér hugnaðist ekki þró-
un núverandi fiskveiðistjórnunar-
kerfis, sá óskapnaður sem Sjálfstæð-
isflokkurinn, illu heilli, er grimmasti
varðhundurinn fyrir ásamt LÍÚ.
Landsbyggðinni blæðir, þvert á
markmið í orði. Frelsi einstaklinga
til veiða afnumið, helsi komið á í
staðinn.
Ekkert frystihús (bolfiskur) er nú
starfrækt í Neskaupstað, Eskifirði,
Reyðarfirði eða Stöðvarfirði.
Hjarta þitt sló með þeim sem
minna máttu sín, það sýndir þú svo
oft í verki, án þess að hafa hátt um
það.
Þú varst flinkur spila- og veiði-
maður og naust þess að ganga til
rjúpna og renna fyrir lax. Bridsspila-
mennskan gaf þér mikla ánægju ára-
tugum saman, þú tókst þátt í Ís-
landsmótum og varst einn af
stofnendum Bridsfélags Reyðar-
fjarðar og Eskifjarðar.
Veglegu veislurnar þínar, hvort
heldur voru árshátíðir fyrirtækisins
eða afmælin þín og Laugu, voru svo
rausnarlegar og ógleymanlegar.
Það var í senn gefandi og lær-
dómsríkt að fá að vinna með þér. Þú
varst einstakur maður.
Hafðu einlægar þakkir fyrir allt
og allt.
Elsku Lauga mín og aðrir að-
standendur, mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Emil Thorarensen.
Með fráfalli Aðalsteins Jónssonar
er fallinn í valinn einn umsvifamesti
útgerðarmaður síðustu aldar. Hann
markaði djúp spor í útgerðarsöguna
með umsvifum sínum á Eskifirði.
Aðalsteinn ólst upp við mikla fátækt
en braust til bjargálna með óvenju-
legum dugnaði og áræði, byggðar-
lagi sínu til mikilla hagsbóta. Hann
naut takmarkaðrar skólagöngu eins
og títt var á fyrrihluta síðustu aldar.
Hann var rúmlega tvítugur þegar
hann eignaðist fjórðungshlut í 50
rúmlesta bát. Þá hafði hann farið á
vertíð á Suðurnesjum og unnið við
línubeitningu. Eftir það tók fram-
kvæmdaviljinn við. Hann lét smíða
75 rúmlesta bát í Danmörku um
miðjan sjötta áratuginn í félagi við
Kristin bróður sinn. Ekki voru efnin
mikil en með einlægni sinni og sann-
færingarkrafti tókst honum að slá
lán fyrir kaupunum með því að þeir
bræður veðsettu allt sem þeir áttu,
þar með framtíðartekjur sínar.
Um 1960 eignuðust þeir bræður
meirihluta í Hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar, en það hafði átt í miklum
rekstrarerfiðleikum. Allt færðist til
betri vegar eftir aðkomu þeirra
bræðra að fyrirtækinu. Rekstur þess
var á öllum sviðum til fyrirmyndar.
Það átti stóran þátt í því að skuttog-
arar tóku við af síðutogurunum, en
fyrirtækið keypti 5 ára gamlan skut-
togara, Hólmatind, frá Frakklandi
árið 1970 og olli það byltingu í
rekstri togara frá Íslandi. Þetta
framtak hafði veruleg áhrif til auk-
innar hráefnisöflunar fyrir frysti-
húsið. Allan síðari hluta aldarinnar
sem leið hafði fyrirtækið frumkvæði
að því að nýta sér alla nýjustu tækni
með kaupum og rekstri stórra og af-
kastmikilla fiskiskipa. Á síldarárun-
um ráku þeir bræður hliðarfyrirtæki
sem annaðist síldarsöltun með góð-
um árangri á Eskifirði og Vopna-
firði.
Það var einstaklega gaman að fá
tækifæri til að kynnast og fylgjast
með ævistarfi Aðalsteins Jónssonar
síðustu 40 ár síðustu aldar. Hann
hafði sérstakan stjórnunarstíl. Hann
sat ekki á skrifstofu og gerði áætl-
anir um nýjar fjárfestingar. Það var
eitthvert óskiljanlegt áræði og
dirfska sem réð ferð og leiddi nær
alltaf til farsællar niðurstöðu. Aðal-
steinn lýsir því í ævisögu sinni, Lífið
er lotterí, að Kristni bróður sínum
hafi ekki líkað „loftköst“ og á þar við
sjálfan sig, því hann hafi viljað hafa
báða fætur á jörðinni og ekki viljað
verða fátækur aftur. Samstarf
þeirra var með ágætum þótt þeir
hefðu að mörgu leyti ólík lífsviðhorf.
Það var ekki auðvelt að fá Aðal-
stein til að sitja fundi. Hann hafði
ekki eirð til þess en beitti sínum
ágætu starfsmönnum til þeirra
starfa. Samskipti okkar fóru að
mestu fram í síma en oft kom hann í
heimsókn á skrifstofu LÍÚ þegar
hann þurfti að dvelja í höfuðborginni
til að afla fjármagns við erfiðar
rekstraraðstæður, einkum í byrjun
níunda áratugarins þegar verðbólg-
an lék sjávarútveginn verst. Fund-
um okkar bar síðast saman á heimili
hans á Eskifirði fyrir 5 árum. Var
sjónin þá farin að daprast en hann
fylgdist þó vel með því sem var að
gerast í þjóðfélaginu og hafði uppi
glettni um menn og málefni. Hann
hafði alla tíð mikinn skilning á því að
stjórna þyrfti fiskveiðum okkar til
þess að vernda fiskistofnana.
Við Kristín færum Guðlaugu Stef-
ánsdóttur og fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur, minnumst góðs
drengs og þökkum fyrir að hafa
fengið tækifæri til að vera samferða-
menn Aðalsteins Jónssonar gegnum
lífið.
Kristján Ragnarsson.
Á margan hátt var bakgrunnur
okkar Aðalsteins eins ólíkur og
hugsast gat, hann algjört náttúru-
barn, sem lært hafði allt sem þurfti
að læra í skóla lífsins og háð harða
baráttu við að rífa sig upp úr sárri fá-
tækt, en ég verndað borgarbarn,
sem lært hafði af bókinni eftir for-
skrift skólakerfisins og aldrei skort
neitt til neins. Þrátt fyrir þennan
augljósa mun og allnokkurn aldurs-
mun tókust með okkur góð kynni
sem leiddu til vináttu sem ég hef alla
tíð metið mikils.
Ekki fer á milli mála að Aðalsteinn
var einn mikilhæfasti athafnamaður
í íslenskum sjávarútvegi á síðustu
öld. Hann unni Eskifirði af heilum
hug og vildi allt til vinna til að efla og
bæta líf fólksins í sinni heimabyggð.
Á Eskifirði vildi hann helst vera og
var lítið gefinn fyrir fundahöld og
flakk. En ég ætla hér ekki að fjalla
mikið um athafnamanninn Aðalstein
Jónsson heldur minnast örfárra at-
riða sem gerðu hann sérstakan fyrir
mig persónulega.
Tilefni fyrstu ferðar minnar til
Eskifjarðar var að árið 1963 kvikn-
aði í mjölinu í síldarverksmiðju
Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Ég var
þá byrjaður að vinna hjá Trygginga-
miðstöðinni, sem tryggði allan rekst-
ur frystihússins. Ljóst var að um
töluvert tjón var að ræða og Gísli
forstjóri TM segir við mig að ég
verði að fara austur og bjarga því
sem bjargað verði. Ég hafði, þegar
þetta var, ekki önnur kynni af síld-
arverksmiðju en þau að sjá rjúka úr
þeim annað kastið og finna peninga-
lyktina. En austur fór ég. Þetta varð
mér erfið en eftirminnileg ferð, en þó
sérstaklega fyrir það, að þegar ég
kom austur heyri ég að í hádegis-
fréttunum hafi verið sagt frá brun-
anum á Eskifirði og þess sérstaklega
getið að von væri á sérfræðingi að
sunnan til að stjórna björgun mjöls-
ins og það var ég. Alla var mikið
skemmt að horfa á „sérfræðinginn
að sunnan“ verða algjörlega mátt-
vana af að lyfta 50 kg mjölpokum í
nokkra klukkutíma og verða radd-
lausan af að anda að sér lyktinni af
brenndu mjölinu. En eins og allir
vita var Alli barngóður með afbrigð-
um og góður við lítilmagnann og
naut ég þeirra eiginleika hans í raun-
um mínum í þessari fyrstu ferð
minni til Eskifjarðar. En ósjaldan
síðar heilsaði hann mér með stríðn-
isglampa í augum og sagði: „Sæll
ljúfur, hvað segir sérfræðingurinn
að sunnan?“
Alli var einstakur persónuleiki og
engum öðrum líkur. Hann hafði
mikla frásagnarhæfileika og góða
kímnigáfu. Það var því ekki leiðin-
legt að hlusta á Alla segja sögur eða
heyra hnyttin tilsvör hans. Hann
fræddi mig mikið með sögum sínum
og reyndi með ýmsum hætti að
kenna borgarbarninu um hvað lífs-
baráttan snérist. Ekki var erfitt að
skilja að fólk sem lifði sumt af því
sem hann lýsti sæi hlutina í öðru ljósi
en fólkið sem eyddi starfsævi sinni
innan veggja skrifstofunnar.
Í fjölda ára vorum við Hilda þeirr-
ar ánægju aðnjótandi að fara í lax-
veiði með Alla og Laugu. Þar var Alli
á heimavelli og þá sérstaklega þegar
hann var í draumaánni sinni, Laxá í
Aðaldal. Alli var frábær laxveiðimað-
ur – en þó ekki á flugu. Honum
fannst flugurnar hjá sér alltaf vilja
fljúga eitthvað sjálfar, í næsta tré
eða símalínu, en ekki upp í laxinn og
sagði svo við mig: „Sjáðu ljúfur, þér
gengur ekkert að veiða á þessar
druslur“. Alli var eini maðurinn sem
ég veit um sem var alltaf því sem
næst í sparifötunum við laxveiði.
Hann var alltaf klæddur hvítri
skyrtu og svörtum ullarbuxum innan
undir stígvélunum eða vöðlunum.
„Það hæfir ekki laxveiði annað en að
vera flottur í tauinu,“ sagði hann.
Alli var mikill gæfumaður að hafa
Laugu sér við hlið í lífshlaupinu.
Umhyggjusamari eiginkona er
vandfundin. En nú er komið að leið-
arlokum Aðalsteins Jónssonar og
mikill höfðingi kvaddur.
Við Hilda sendum Laugu, börnum
og fjölskyldum þeirra hugheilar
samúðarkveðjur.
Gunnar Felixson.
Við lát Aðalsteins Jónssonar, heið-
ursborgara Eskifjarðar, minnast
menn frumkvöðuls sem markaði
djúp spor. Hann var þekktur sem
forystumaður í íslenskum sjávarút-
vegi en heima fyrir var hann enn
meira. Hann var atvinnurekandi í
bestu merkingu þess orðs, sýndi
stórhug og djörfung en einnig um-
hyggju fyrir kjörum og aðstæðum
þeirra sem hjá honum og með hon-
um unnu.
Nafn Aðalsteins er svo nátengt at-
vinnusögu Eskifjarðar á síðustu öld
að vart verður um annað hugsað án
hins. Það hefur verið gæfa íslensks
samfélags að eiga eldhuga eins og
Aðalstein með ábyrgðarkennd gagn-
vart samferðamönnum sínum. Fyrir
hönd bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
er þakkað fyrir ómælt framlag Að-
alsteins Jónssonar jafnframt því sem
einlægum samúðarkveðjum er skilað
til aðstandenda sem eftir lifa.
Helga Jónsdóttir.
Fyrir nær aldarfjórðungi síðan
höguðu örlögin því þannig að þegar
ég, nýliði í sjávarútvegi, mætti á
minn fyrsta fund hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna sat við hlið mér
hlédrægur og þögull maður, – maður
sem ég vissi af orðspori að var stór-
menni í íslenskri útgerðarsögu, –
maður sem þó aldrei kom fram af
mikilmennsku heldur hjartahlýju og
mannkostum stórmennis.
Strax á þessum fyrsta fundi mín-
um með Alla varð okkur vel til vina,
og smám saman leituðum við hvor til
annars með fjölmörg þau verkefni
sem við var að eiga í íslenskum sjáv-
arútvegi. Manni hlýnaði alltaf um
hjartarætur þegar í amstri dagsins
kom símtal austan af fjörðum „Sæll
elskan mín, hvernig er veðrið hjá
þér, hér er algjör blíða“. Enda var
alltaf blíða á Eskifirði í huga Alla.
Einhverju sinni kom ég reyndar til
hans austur í brjáluðu veðri, og sagði
að nú væri sko ekki blessuð blíðan.
En Alli var fljótur til svars, „Þú hefð-
ir átt að vera hér í gær“. Síðar átti ég
Aðalsteinn Jónsson