Morgunblaðið - 10.05.2008, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.05.2008, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞORBJARGAR FINNBOGADÓTTUR húsmæðrakennara, Víðilundi 20, Akureyri. Aðstandendur. Margt er eftirminnilegt úr fari ömmu Siggu, gáfurnar, manngæsk- an, gjafmildin, kímnin, frásagnar- gleðin, söngelskan og svo mætti lengi telja. Ég naut þeirra forréttinda að vera eina barnabarn ömmu Siggu og afa Villa allt til sjö ára aldurs og dvaldist mikið hjá þeim í Njörvasundinu. Þar voru margir í heimili og því ávallt mikið um að vera og margt brallað. Við amma steiktum gjarnan kleinur í stórum potti, teiknuðum dúkkulísur, prjónuðum dúkkuföt, lékum okkur í styttuleik, fórum í gönguferðir niður í móa eða fundum okkur eitthvað ann- að til dundurs. Hver heimsókn í Njörvasundið bar ný ævintýri í skauti sér, ýmist raunveruleg eða ævintýri tilbúin af ömmu. Mér þótti fátt notalegra en kúra í ömmu- og afaholu og hlýða á sögur ömmu sem hún spann jafnharðan og höfðu iðu- lega að geyma álfa, tröll, skottur, móra eða aðrar kynjaverur. Samhliða því las hún fyrir mig bæði sögur og kvæði og kynnti mér ungri mörg af stórverkum bókmenntasögunnar. Þá áttum við ótal ógleymanlegar stundir á Kirkjuhóli. Amma sá alltaf til þess að ég hefði nóg við að vera og hafði einstakt lag á því að fá mig til að virkja ímyndunaraflið. Í því skyni kenndi hún mér skýjaleikinn góða sem fólst í því að liggja á bakinu utan dyra, stara á skýin og búa til sögur úr því sem fyrir augu bar. Mér er það sérstaklega minnis- stætt að eitt sinn þegar við höfðum dvalið á Kirkjuhóli í roki og rigningu um vikutíma, og allir voru orðnir ólundarlegir af inniverunni, brá amma á það snilldarráð að smeygja sér í sjóbað okkur hinum til skemmt- unar. Eftir þetta var ávallt farið að minnsta kosti einu sinni í sjóbað í hverri Kirkjuhólsferð. Það var þó ekki fyrr en ég komst til vits og ára sem ég áttaði mig raun- verulega á því hversu stórbrotin manneskja amma var. Hún var ein- staklega vel lesin og víðlesin og hafði svör á reiðum höndum við flestu. Hún var einnig sérlega hagmælt og gat farið með ljóð við öll tækifæri. Ég hafði mikla ánægju af því að hlusta á hana segja frá fyrri tíð og er það mér óendanlega dýrmætt að hafa fengið tækifæri til að gera það. Þá vann amma samhliða því að ala upp sex börn stórmerkilegt starf í þágu sam- félagsins og er ég afar stolt af því að vera af slíkum skörungi komin. Ég er að sama skapi þakklát fyrir það að dætur mínar tvær fengu tækifæri til að kynnast langömmu sinni og á milli þeirra var einlæg væntumþykja. Það er ávallt sárt að kveðja þá sem frá upphafi hafa gegnt veigamiklu hlutverki í lífi okkar. Ég er þess hins vegar fullviss að amma er nú komin á fund afa sem hún saknaði svo mjög. Að sinni kveð ég því ömmu með sökn- uð í hjarta og von um að leiðir okkar muni mætast að nýju. Guð geymi þig Sigríður Ingimarsdóttir ✝ Sigríður Ingi-marsdóttir fæddist í Reykjavík 1. október 1923. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi aðfaranótt 28. apríl síðastliðins. Útför Sigríðar var gerð frá Lang- holtskirkju 5. maí sl. Jarðsett var í Lágafellskirkju- garði í Mosfellsbæ. þangað til, elsku amma. Þín Hulda. Hér er ekki fyrir- hugað að lýsa lífi og starfi Sigríðar Ingi- marsdóttur, heldur viljum við aðeins með þessum línum þakka fyrir ánægjulega og ljúfa samfylgd þann tíma sem leiðir okkar lágu saman. Okkar kynni hófust árið 1973 þeg- ar Vigdís dóttir okkar og Árni sonur Sigríðar og eiginmanns hennar Vil- hjálms Árnasonar fóru að laðast hvort að öðru. Við gerðum okkur fljótt grein fyrir þeim miklu mannkostum sem Sigríð- ur var búin, hún var bæði greind og skemmtileg og vildi öllum vel. Margar ógleymanlegar ánægju- stundir höfum við átt á heimili þeirra hjóna sem og okkar og var Sigríður jafnan hrókur alls fagnaðar. Hún hafði lesið mikið af bókmennt- um og sögu og kunni vel að segja frá því sem henni þótti athyglisvert. Það var ljóst af öllu hennar fasi og fram- komu að hún hafði alist upp á menn- ingarheimili þar sem hin gömlu og góðu gildi íslensku þjóðarinnar voru í hávegum höfð. Enda var faðir hennar einn af þekktari skólamönnum lands- ins. Við gerðum okkur fljótt grein fyrir hve frábær móðir og amma Sigríður var. Hún vildi allt fyrir fjölskylduna gera. Samband Sigríðar við elstu dóttur þeirra hjóna, sem ekki gekk að öllu leyti heil til skógar, var sérstaklega fagurt og innilegt. Enda lagði hún og þau hjón bæði mikið á sig til að tryggja stöðu hennar, sem og ann- arra sem svipað var ástatt um. Það var mikið áfall fyrir Sigríði þegar eiginmaður hennar féll frá, enda voru þau hjón mjög samrýmd og stóðu jafnan þétt saman í blíðu og stríðu. Það var gleðilegt að sjá hve mikinn áhuga Sigríður hafði á barnabörnum sínum og hvernig þeim vegnaði í námi og starfi. Hún gladdist mjög yf- ir þeim áföngum sem þau náðu. Þau dáðu einnig mjög ömmu Siggu og um hana var alltaf talað með ást og virð- ingu. Nú þegar leiðir skilur viljum við þakka henni ógleymanlegar sam- verustundir og einlæga og sanna vin- áttu; sterkur og hreinn tónn í þeirri lífsins simfóníu sem öllum fylgir hef- ur hljóðnað og eftir stendur minning- in um mæta konu. Hún var skörung- ur og drengur góður. Árna okkar, Huldu, Sólveigu og öðrum ástvinum Sigríðar sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Guð blessi Sigríði Ingimarsdóttur og hlúi vel að henni í ríki sínu. Hulda og Einar Helgason. Kveðja frá Félagi framsóknar- kvenna í Reykjavík Þú hefur verið gjöful, góð, grætt þá sjúku af meinum, það er gott að safna í sjóð sæmdarverkum einum. Því er björt og blómum stráð brautin minninganna og nafn þitt hreinum heiðri stráð í hjörtum þúsundanna. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Einstök félagshyggjukona er fallin frá. Þau voru allnokkur félögin sem hún starfaði með en meira er vert um félögin sem hún stofnaði. Sigríður var ung að árum þegar hún og fleiri framsæknar konur stofnuðu Félags framsóknarkvenna í Reykjavík árið 1945 og ritaði hún fundargerð stofn- fundarins. Hún tekur síðan sæti árið 1949 í byggingarnefnd Hallveigar- staða í stað Rannveigar Þorsteins- dóttur. Það er eftirtektarvert hvað margar forystukonur úr Félagi fram- sóknarkvenna í Reykjavík hafa verið virkar á vettvangi kvennasamtaka borgarinnar sem og landsins alls. Það gildir sannarlega um Sigríði, alla tíð var hún vakandi og sofandi yfir vel- ferð kvenna og vann mikið að fram- faramálum þeirra innan Kvenstúd- entafélagsins, Bandalags kvenna í Reykjavík sem og Kvenfélagasam- bands Íslands. Hún var ein 10 ár í stjórn Kvenstúdentafélagsins og starfaði lengi í stjórn og nefndum á vegum Bandalags kvenna. Síðast en ekki síst settist hún í ritstjórn Hús- freyjunnar árið 1977 og var ritstjóri þess rits á árunum 1984-1989. Sigríður var sannfærð um að sam- takamátturinn kæmi ýmsu til leiðar sem einstaklingnum tækist ekki, enda er það kjarninn í starfi fram- sóknarmanna. Hún var ekki bara baráttukona á fundum, sem hafði ein- stakt lag á því að skilja aðalatriðin frá hisminu, heldur vissi hún að til að þjappa fólki saman væri nauðsynlegt að kunna að skemmta sér. Enda hafði hún það viðkvæði að þó að oft væri mikil vinna við félagsstörfin, gleymd- ist það fljótt, vegna þess að það væru góðu stundirnar sem lifðu í minning- unni. Þeir eru ófáir söngtextanir sem hún samdi sem létt hafa lund að af- loknum fundarstörfum. Sigríður var stolt af starfi kvenna- samtakanna á Íslandi og tók gjarnan virkan þátt í söfnunum fyrir Alþjóða- samtök eins og ACWW. Á barnaári Sameinuðu þjóðanna árið 1978 söfn- uðu konur þremur milljónum kr. í sjóðinn „Bjargið frá blindu“ og nokkrum árum síðar var myndar- legri fjárhæð varið til kaupa á mynd- segulbandi til að nota til kennslu fyrir ólæsar konur í þorpi einu í Afríku. Hún lét heldur ekki deigan síga varð- andi safnanir innanlands í þágu kvenna og barna. Öll þessi félagsstörf að málefnum kvenna hefði mörgum þótt ærinn starfi fyrir utan stórt heimili, en sennilega var helsta kappsmál Sig- ríðar að vinna að framfaramálum inn- an Styrkarfélags vangefinna, en hún var einn af stofnendum þess. Sann- arlega lét hún ekki sitt eftir liggja í félaginu og lagði því lið hvenær sem færi gafst. Sigríður orti fyrr á árum marga söngtexta fyrir börn og gaman væri að sjá þá gefna út á bók. Við þökkum frábærri félagskonu störf að málefnum kvenna og þeirra sem minna mega sín í heimi hér. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Sturludóttir. Sigrún Magnúsdóttir. Nú lítil systkin fara á fætur og fljúga út í sólskinið. Af öllum hópnum enginn grætur því allir keppast störfin við. Þetta er upphafið að vísu sem hann pabbi okkar orti um okkur systkinin fjögur sem þá áttum heima á Flúðum í Hrunamannahreppi. Og nú erum við þrjú eftir sem viljum minnast elskulegrar stóru systur okkar sem nú er látin. Upp rifjast ótal minning- ar um hana Siggu systur sem var potturinn og pannan í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur á bernsku- árunum. Sigga var sex ára þegar hún flutti frá Eyrarbakka þar sem þrjú systkinanna fæddust en það fjórða fæddist á Flúðum sem var með fyrstu heimavistarskólum á landinu. Sigga gekk að sjálfsögðu í Flúðaskóla og fermdist vorið 1937 frá Hrunakirkju. Árin á Flúðum voru góð og gjöful ár og taugar Siggu til Hrunamanna- hreppsins voru sterkar. Ennfremur fór hún stundum niður á Eyrarbakka til afa og ömmu á Háeyri og heimsótti líka frændfólk í Reykjavík. Haustið 1937 fluttum við til Reykjavíkur og Sigga sagði seinna að í eina skipti á ævinni sem henni hefði leiðst hefði verið þennan fyrsta vetur í Reykja- vík. Það kom til af því að við yngri systkinin fórum öll strax í skóla og eignuðumst þar af leiðandi skóla- systkini og vini en hún var heima í snatti og snúningum. En næsta vetur fór hún í skóla, tók síðan próf upp í Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist stúdent vorið 1944. Hún var snemma ágæt- lega hagmælt og var því kölluð bekkj- arskáldið. Þessir bekkjarfélagar héldu hópinn og hittust reglulega í kaffi á efri árum og hafði systir okkar mikla ánægju af þeim samkomum. Svo giftist Sigga honum Villa mági og eignaðist með honum sjö börn hvar af eitt fæddist andvana. Já, syst- ir okkar fór ekki varhluta af erfiðleik- um í lífinu. Elsta dóttir þeirra var mongólíti, elskuleg lítil stúlka sem átti sitt annað heimili í Skálatúni. En einmitt þetta varð hvati að fé- lagsstörfum hjá systur okkar. Hún og Villi voru meðal stofnenda Styrktar- félags vangefinna sem nýlega átti fimmtíu ára afmæli. Með tilkomu þess félags urðu miklar breytingar á lífi þroskaheftra. Við systkinin gættum barna hvert fyrir annað og öll systkinabörn Siggu minnast jóla- og afmælisboða hjá Siggu frænku í stóra húsinu í Njörva- sundi 2. Og svo bjó hann pabbi okkar hjá henni Siggu í rúman áratug eftir að mamma lést. Heilsu Siggu hrakaði því miður á hennar efri árum, Sjónin dapraðist mjög og hún átti stundum við þung- lyndi að stríða. En hún hélt sinni reisn til hinstu stundar og nú er hún öll. Og svo margt er ósagt og jafnvel ógert. Hún stóra systir okkar er horf- in af sjónarsviðinu og eftir sitjum við sem þótti svo vænt um hana og henni um okkur. Það fór aldrei á milli mála. Við rifjum upp allar góðu skemmti- legu stundirnar og biðjum henni blessunar á nýjum slóðum. Elskulegum börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum vottum við okkar dýpstu samúð. Guð blessi okkur öll- um minningarnar um ógleymanlega gæðakonu. Sólveig, Guðmundur og Ásgerður Ingimarsbörn. Látin er í Reykjavík mikil heiður- skona, Sigríður Ingimarsdóttir, móð- ir Árna Vilhjálmssonar vinar okkar. Er við kynntumst Árna á mennta- skólaárunum, kom strax í ljós að hann átti stóra fjölskyldu þar sem samvera og glaðværð var einkennandi. Faðir hans Vilhjálmur Árnason lögfræðingur var fyrirvinna fjöl- skyldunnar eins og algengt var á þessum árum, en greinilegt var að frú Sigríður réð ríkjum í Njörvasundinu, þar rak hún stórt heimili af miklum myndarskap. Árni bar mikla virðingu fyrir mannkostum móður sinnar og það gerðum við vinir hans einnig, þó svo að við kynntumst henni ekki náið. At- vik sem átti sér stað á brúðkaupsdegi þeirra Árna og Vigdísar heitinnar konu hans á haustdögum 1977, sýndi okkur nýja hlið á Sigríði og fer í bunk- ann með skemmtilegu minningunum í lífinu. Um kvöldið er okkur vinunum boðið í Njörvasundið. Vilhjálmur og Sigríður koma þegar nokkuð er orðið áliðið og heilsa upp á gesti, sem marg- ir hverjir höfðu verið heimagangar hjá þeim í gegnum tíðina. Í tal berst að þau hjónin eru nýkomin frá Flór- ída þar sem Vilhjálmur hafði að sjálf- sögðu spilað golf og eitthvað færast köflóttar „kanabuxur“ í tal og við unga fólkið gerum grín að amerískum klæðaburði. Þau hjónin bjóða síðan góða nótt, en koma að vörmu spori aftur, og okkur til mikillar ánægju er Sigríður komin í léttan Flórída-kjól og Vilhjálmur í köflóttar buxur og bleikan polo-bol. Sigríður kveður sér hljóðs og ávarpar ungu hjónin af sinni alkunnu snilld og síðan vilja þau Vilhjálmur fá að flytja þeim lag sem yljað hafi þeim um hjartaræturnar í gegnum árin. Og þarna stóðu þau Villi og Sigga, hönd í hönd í sumarbúningi og hylltu ungu brúðhjónin með lagi Sigfúsar Halldórssonar um Litlu fluguna. Það er skemmst frá því að segja, að ekki var þurrt auga í stofunni í Njörvasundinu á þessari skemmti- legu og eftirminnilegu stund! Undanfarin ár hafa verið erfið fyr- ir Sigríði, aldurinn farinn að segja til sín með ýmsum hætti og var fráfall Vilhjálms henni erfitt eins og gefur að skilja, söknuðurinn mikill. Nú þeg- ar þessi merkiskona kveður, er freistandi að ímynda sér þau saman aftur, Villa og Siggu í stofunni sinni í Njörvasundi, hún í sumarkjól og hann í golfbúningi, þau standa hönd í hönd, og syngja Litlu flug- una hvort fyrir annað. Við vottum fjölskyldu Sigríðar samúð okkar. Blessuð sé minning hennar. Sigurveig og Jóhann. Við sviplegt fráfall Sigríðar Ingi- marsdóttur leita minningarnar á. Sigríður og eiginmaður hennar Vil- hjálmur Árnason voru bestu vinir foreldra okkar Bjargar Ásgeirsdótt- ur og Páls Ásgeirs Tryggvasonar. Vinátta þeirra félaga náði aftur til þess tíma er báðir stunduðu nám í lögfræði. Um svipað leyti kynntust þeir konuefnum sínum og grunnur- inn var lagður að ævarandi vináttu þeirra fjögurra. Vináttu sem aldrei bar skugga á enda kátt fólk sem kunni að njóta líðandi stundar. Í gegnum árin ferðuðust þau mikið saman, spiluðu bridds og golf eða ein- faldlega nutu félagsskaparins. Barnahópurinn stækkaði hratt. Við urðum fimm en Sigga og Villi gerðu enn betur með sínum sex myndarlegu börnum. Sigríður Ingimarsdóttir var sterk- ur persónuleiki. Það sópaði að henni, þegar hún birtist var sem ferskur vindblær færi um, leiftrandi af húmor og skörpum gáfum. Hún talaði hátt, hló hátt, var orðheppin og hafði lag á að bæta inn í umræðuna nýjum vinkl- um. Á árum þar sem ein helsta prýði kvenna var talin sú að halda sig til hlés var Sigga hressandi andstæða og ekki síður mikilvæg fyrirmynd. Laus við hégóma, sjálfstæð og skemmtileg hafði hún mikil áhrif á ungar sálir. Ekki var eiginmaður hennar Vilhjálmur síður gáfaður, hlýr og skemmtilegur. Sigga var afar vel lesin, hagmælt og ritfær. Henni var einnig tamt að miðla þekkingu sinni á áhugaverðan hátt og hefði án efa getað orðið af- bragðs kennari. Ævistarf hennar var að miklum hluta bundið við að koma upp sínum stóra barnahópi. En auk þess nutu gáfur hennar og kraftur sín í fé- lagsstörfum. Sigga var í mörg ár rit- stjóri Húsfreyjunnar, varaformaður Kvenfélagasambands Íslands og stofnfélagi Styrktarfélags vangef- inna. Nú er faðir okkar einn eftir þess- ara fjögurra vina. Móðir okkar dó að- eins 71 árs að aldri og Villi lést fyrir fáum árum. Við systkinin og faðir okkar vott- um eftirlifandi börnum, tengdabörn- um og niðjum þeirra okkar dýpstu samúð. Sigríði Ingimarsdóttur þökkum við ævarandi tryggð og vináttu. Blessuð sé minning hennar. Dóra, Tryggvi, Herdís, Ásgeir og Sólveig Páls- og Bjargarbörn. Hún Sigríður Ingimarsdóttur tal- aði einstaklega gott mál. Málnotkun hennar var öðruvísi en hjá flestum öðrum. Orðfærið, tungutakið og hljómurinn bar af og hún talaði fal- legri íslensku en flestir aðrir. Fyrir næstum fjörutíu árum fóru nokkrir menntaskólakrakkar að venja komur sínar inn á heimili Sig- ríðar og Vilhjálms eiginmanns henn- ar í Njörvasundi. Frá fyrsta degi var okkur tekið opnum örmum og rætt við sem jafningja. Vinir barnanna þeirra urðu þannig einnig vinir þeirra hjóna. Það kom fljótt í ljós að þau Sigríður og Vilhjálmur voru heil- steypt og vandað fólk sem ræktuðu garðinn sinn. Það var alltaf gott að koma í Njörvasundið og það fór ekki minni tími í að ræða við þau hjónin heldur en þann sem var verið að heimsækja. Engar athugasemdir voru gerðar þótt komið væri í heimsókn á öllum tímum sólarhringsins eða dvalist væri á heimili þeirra klukkustundum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.