Morgunblaðið - 10.05.2008, Page 39

Morgunblaðið - 10.05.2008, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 39 Á SKÁKMÓTUM skiptir enda- spretturinn mestu máli. Menn byrja oft vel á mótum og skjótast kannski upp í efsta sætið eða þar um bil en svo fatast flugið um miðbikið þess, menn missa móðinn og frammistað- an verður hvorki fugl né fiskur. Rýni menn örlítið í skáksöguna má finna dæmi um margan góðan endasprett. Bobby heitinn Fischer byrjaði stór- mótið í Santa Monica árið 1966 illa og var með neðstu mönnum eftir fyrri umferðina, hafði hlotið 3½ vinn- ing af níu mögulegum. En í seinni hlutanum hlaut hann 7½ vinning úr níu skákum. Hann vann sjö síðustu skákirnar á millisvæðamótinu í Palma 1970 en var raunar kominn vel fram úr öðrum keppendum áður en sá sprettur hófst. Emanuel Las- ker byrjaði rólega á einu frægasta móti allra tíma í Sankti Pétursborg 1914. Capablanca virtist ætla að stinga keppinauta sína af en gamli heimsmeistarinn, sem var mikil mótarefur, skaust fram úr honum á síðustu metrunum; hann vann úr- slitauppgjör þeirra með taflmennsku sem enn í dag er talin skínandi dæmi um vel heppnaða hernaðartækni á örlagastundu. Á Reykjavíkurmótinu 1972 var Friðrik Ólafsson með 5 vinninga eftir níu umferðir og víðs- fjarri efsta sæti. En hann vann sex síðustu skákirnar þ. á m. tvær lyk- ilskákir gegn Tukmakov og Timman. Hann deildi svo efsta sæti með Flor- in Gheorghiu og Vlastimil Hort. Á heimsbikarmóti FIDE sem lauk í Baku, höfuðborg Aserbaídsjan, á dögunum var það góður endasprett- ur sem tryggði norska undrinu Magnúsi Carlssyni efsta sætið. Í næstsíðustu umferð vann hann enska stórmeistarann Michael Adams og í lokaumferðinni lagði hann Frakkann Bacrot að velli með svörtu. Báðar skákirnar voru langar og strangar og frábærlega vel tefld- ar af Norðmanninum. Ekki verður betur séð en að Magnús hafi flest til að bera til að ná tindinum, seigla hans á krítískum augnablikum fer ekkert á milli mála. Lokaniðurstað- an í Baku varð þessi: 1.-3. Magnús Carlsen (Noregi), Wang Yue (Kína) og Vugar Gasimov (Aserbadsjan) 4.-5. Shakhriyar Mamedyarov (Aserbadsjan) og Alexander Grisc- huk (Rússland) 7½ v. 6.-7. Michael Adams (England) og Peter Svider (Rússland) 6½ v. 8.-10. Sergei Karjakin (Úkraína), Teimour Radjabov (Aserbadsjkan) og Gata Kamsky (Bandaríkin) 6 v. 11.-12. Ivan Cheparinov og David Navara (Tékkland) 5½ v. 13.-14. Etienne Bacrot (Frakkland og Ernesto Inarkiev (Rússland) 5 v. Sigurskák Magnusar Carlssonar í 12. umferð sem hér fylgir á eftir er athyglisverð fyrir þær sakir að eftir byrjunina er hvítur skiptamun undir og það er jafnt á liðsafla. Engar hættur steðja að kóngsstöðu svarts og það er búið að skipta upp á drottningum. Þegar betur er að gáð hefur hann rífandi stöðulegar bætur fyrir skiptamuninn: öllu mótspili svarts er haldið niðri, biskupapar hvíts er ógandi og það er setið um veikleikann á d5. Með 29. b5! brýst Magnús í gegn vinnur skiptamun til baka og þrátt fyrir hetjulega vörn hallar sífellt á ógæfuhliðina hjá Adams. Hann er tilbúinn að láta aft- ur skiptamun af hendi en Magnús velur tímann rétt, 42. Hb8 gerir út um taflið. Baku 2008, 12. umferð: Magnús Carlsen – Michael Adams Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 d5 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 Re4 7. Dc2 c5 8. dxc5 Rc6 9. cxd5 exd5 10. e3 Da5+ 11. b4 Rxb4 12. axb4 Dxa1 13. Bb5+ Kf8 14. Re2 a6 15. Bd3 Bd7 16. f3 Ba4 17. Db2 Dxb2 18. Bxb2 Rg5 19. Rd4 Bd7 20. Kf2 f6 21. Ha1 Ke7 22. Bc2 Hhd8 23. h4 Rf7 24. Bxh7 Hh8 25. Bc2 Hxh4 26. Bb3 Hh5 27. Re2 Bc6 28. Rf4 Hg5 29. b5 Bxb5 30. Rxd5+ Kf8 31. Rc7 Hd8 32. Re6+ Ke8 33. Bd4 Bd7 34. Rxd8 Rxd8 35. Hh1 Ke7 36. e4 Re6 37. Be3 He5 38. Hh7 Kf8 39. Bc2 Bc6 40. f4 Bxe4 41. Hh8+ Ke7 42. Hb8. Rd8 43. fxe5 Bxc2 44. exf6+ gxf6 45. Bd4 f5 46. Be3 Kd7 47. Bg5 Re6 48. Hxb7+ Kc8 49. Hb2 Be4 50. Be7 Rf4 51. Ha2 Kd7 52. Bd6 Rxg2 53. Hxa6 f4 54. Ha4 Bc6 55. Ha7+ Ke6 56. Ha6 – og Adams gafst upp, 56. … Kd7 er svarað með 57. Hxc6 og vinnur mann. Tíu íslenskir skákmenn tefla á Kaupþings-mótinu í Lúxemborg Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Henrik Danielsen og Þröstur Þórhallsson eru meðal kepp- enda á opna skákmótinu sem Kaup- þing stendur fyrir í Lúxemborg. Mótið er annað opna alþjóðlega mót Kaupþings í Lúxemborg. Í fyrra varð Hannes Hlífar í efsta sæti ásamt indversku skákdrottningunni Humpy Koneru. Fjölmargir aðrir sterkir íslenskir skákmenn verða meðal keppenda: Stefán Kristjáns- son, Jón Viktor Gunnarsson, Björn Þorfinnsson, Bragi Þorfinnsson, Ingvar Þór Jóhannesson, og Hjörvar Steinn Grétarsson. Í gærkvöldi stóð til að halda lands- keppni milli Íslands og Lúxemborg en níu umferða aðalmótið hefst svo í dag. Búist er við góðri þátttöku en stigahæsti íslenski skákmaðurinn, Hannes Hlífar verður væntanlega nr. 5 í styrkleikaröðinni. Alls tekur 101 skákmaður þátt í A-flokki móts- ins, 78 tefla í B-flokki en þar er stiga- þakið við 2.200 Elo stig og í C– flokknum eru 23 skákmenn skráðir til leiks. Þrír efstir á skákmót öðlinga Jóhann Ragnarsson, Hrafn Lofts- son og Jóhann Örn Sigurjónsson urðu jafnir og efstir á skákmóti öð- linga sem lauk sl. miðvikudagskvöld. Þeir hlutu allir 5 vinninga af 7 mögu- legum en fyrir lokaumferðina voru Kristján Guðmundsson og Björn Þorsteinsson efstir en töpuðu báðir, Kristján fyrir Jóhanni Erni og Björn fyrir Hrafni Loftssyni. Þetta ágæta mót stóð yfir í sex vikur en tefld var ein umferð á hverju miðvikudags- kvöldi. Alls tók 21 skákmaður þátt í mótinu og varð lokaniðurstaðan þessi hvað varð efstu menn: 1.-3. Jóhann Ragnarsson, Hrafn Loftsson og Jóhann Örn Sigurjóns- son 5 v. (af 7) 4.-7. Björn Þorsteinsson, Magnús Gunnarsson, Kristján Guðmundsson og Vigfús Vigfússon 4½ v. 8.-9. Hörður Garðarsson og Páll Þórhallsson 4 v. Góður endasprettur tryggði Magnúsi Carlssyni sigurinn Úrslitarimman Magnús Carlsen t.v. stillir upp svörtu fyrir viðureignina við Frakkann Etienne Bacrot. y SKÁK Baku, Aserbadsjan Heimsbikarmót FIDE 20. apríl-6. maí 2008 Helgi Ólafsson helol@simnet.is saman. Þá er prófundirbúningur stóð yfir sá Sigríður um að allir fengju nauðsynlega næringu, síðasta verk- efni hennar þegar lesið var á nóttunni inni í Njörvasundi, var að vera viss um að allt væri til staðar í mat og drykk. Og loks að liðnum fjórum ár- um, þegar sýnt var að námslok væru á næsta leiti, var ekki við annað kom- andi en fagna þeim tímamótum með hópnum og halda honum sérstaka veislu á fallegu vorkvöldi sem þau hjón gerðu svo eftirminnilegt. Gest- risni, hjálpsemi og vinátta þeirra hjóna Sigríðar og Vilhjálms við vini barnanna þeirra var einstök og ákaf- lega minnisstæð. Hvernig var annað hægt en að láta sér þykja vænt um þau. Fráfall Sigríðar var óvænt og snarpt. Megi hæsti höfuðsmiður leiða hana inn á veg ljóssins í austrinu ei- lífa. Börnum Sigríðar og öðrum vandamönnum er vottuð innileg sam- úð. Skúli Eggert. Kveðja frá Kvenfélagasambandi Íslands Mánudaginn 5. maí verður borin til hinstu hvílu heiðurskonan Sigríður Ingimarsdóttir. Með störfum sínum að félagsmál- um kvenna á Íslandi lagði hún Kven- félagasambandi Íslands ómetanlegt lið um margra áratuga skeið. Hún átti m.a. stóran þátt í útgáfu Hús- freyjunnar, sem er tímarit sam- bandsins og um leið kvenna um allt land, enda enn gefið út eftir hartnær 60 ár. Við útgáfu blaðsins kom hún að ýmsum störfum, bæði í ritstjórn, sem ritstjóri og greinahöfundur, og lagði með störfum sínum farsælan grunn að útgáfu blaðsins. Störf kvenfélagskvenna voru henni afar hugleikin og hún gerði sér grein fyrir mikilvægi þeirra í mannlífsflóru landsins, og því mikla líknar- og menningarstarfi sem þær hafa staðið fyrir. Hún var kvenfélagskona af lífi og sál. Sigríður hafði á lífsgöngu sinni sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir hönd Kvenfélagasambands Ís- lands og árið 1987 var hún kjörin varaformaður sambandsins. Hún gegndi því starfi af frábærri trú- mennsku og dugnaði í fjögur ár, auk þess að eiga sæti í ýmsum nefndum og ráðum bæði innan sambandsins og á opinberum vettvangi. Þá sat Sigríð- ur fjölda formannaráðsfunda og landsþinga KÍ á þessum áratugum. Sigríður Ingimarsdóttir var einnig verðugur fulltrúi Kvenfélagasam- bands Íslands á norrænum og alþjóð- legum ráðstefnum kvenfélagasam- banda til fjölda ára. Á Landsþingi KÍ árið 2000 var hún kjörin heiðursfélagi Kvenfélagasam- bands Íslands í þakklætisskyni fyrir hennar óeigingjarna og farsæla starf og munum við ætíð minnast hennar sem mætrar og dugmikillar konu sem lagði samborgurum sínum lið í sjálfboðastarfi og án annarra launa en þeirra að njóta með þeim sem nutu. Nú að leiðarlokum þökkum við Sigríði samfylgdina og fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu Kvenfélaga- sambands Íslands og vottum ástvin- um hennar samúð. F.h. Kvenfélagasambands Íslands Sigurlaug Viborg forseti. Hún Sigríður Ingimars er látin. Ég þekkti hana ekki mikið, en hef samt vitað af henni síðan ég var lítil stelpa. Foreldrar mínir voru vinnufólk hjá tengdaforeldrum hennar og það myndaðist ótrúlega mikil tryggð og vinátta milli þessara fjölskyldna. Á Bjólfgötunni bjuggu svo Árni, Guðrún og við til margra ára. Sigríð- ur og Villi komu austur í heimsókn með börnin sín. Það efldi svo vinátt- una ásamt afmælis- og jólakveðjum, sem gjarnan fylgdi mynd af barna- börnunum. Ég vil þakka þeim Sigríði og Vilhjálmi, sem líka er látinn, fyrir áratuga vináttu við foreldra mína Siggu og Fúsa, eins og þau alltaf köll- uðu. Ég veit að þeim þótti mjög vænt um Háeyrarfólkið, tengdabörn og alla afkomendur. En það smáfækkar í hópnum. Og nú er þessi mæta kona horfin og þarf ekki að bera sínar byrðar lengur. Börnum hennar og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigríðar Ingimars og allra vinanna sem horfnir eru á braut. Guðlaug Vigfúsdóttir, Seyðisfirði. Sigga Ingimars var hluti af hópn- um þegar við skemmtum okkur í Njörvasundinu, vinir Arinbjarnar og Þórhalls, yngstu sona hennar og Villa Árna. Alltaf hress og kát, fordóma- laus og opin fyrir öllu. Það var sama hvað yfir heimilið gekk, partí, ferðir vestur, afnot af ameríska kagganum hans Villa eða hvað það nú var. Eftir á að hyggja var fordómaleysið og um- burðarlyndið gagnvart galsafengn- um unglingahópnum ótrúlegt, eigin- lega endalaust. Líklega var Sigga sú manneskja sem gat sagt mér flestar sögur af pabba mínum, sem lést fyrir aldur fram. Veiðisögur, framsóknar- sögur og sögur frá Hreðavatnsskála, hún kunni þær allar. Sigga var merkileg kona, frumkvöðull í málefn- um fatlaðra og á mörgum öðrum svið- um. Kvenréttindakona, ritstjóri Hús- freyjunnar og húsfreyja sjálf, skörungur sem stóð alltaf með sínu fólki og vinum þess hvað sem á gekk. Hlýleg og gerði ekki mannamun. Við sem kynntumst stöndum ríkari eftir. Ég votta ykkur, börnum og afkom- endum Siggu Ingimars innilega sam- úð. Takk fyrir samfylgdina, kæra Sigga. Kristín S. Hjálmtýsdóttir. Kæri frændi. Nú er komið að kveðjustund sem eng- inn átti von á. Margar góðar minningar rifjast upp þegar horft er til baka. Við munum alltaf eftir þér sem ró- legum, góðhjörtuðum manni, alltaf tilbúinn að veita hjálparhönd ef á þurfti að halda. Aldrei talaðir þú illa um nokkurn mann, það var frekar að þú reyndir að eyða slíku tali hjá öðrum. Þú hafðir góða nærveru og það var alltaf rólegt og gott andrúmsloft í kringum þig. Melkorka leit mikið upp til þín og var sérstaklega háð þér þegar hún var yngri, enda hafðir þú mjög gott lag á börnum sem löð- uðust iðulega að þér. Við kveðjum hér góðan frænda, minning þín mun lifa í hjörtum okk- ar. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregzt, og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. Hafdís Ósk, Rebekka og Melkorka. Trausti Finnsson ✝ Trausti MarinóFinnsson fædd- ist á Djúpavogi 21. janúar 1952. Hann varð bráðkvaddur á Kanaríeyjum 27. mars síðastliðinn og var jarðsunginn frá Djúpavogskirkju 12. apríl. Mig langar, elsku, hjartans Trausti minn, að kveðja þig með nokkrum orðum þar sem ég og þú þekktumst betur en flestir vissu. Þar sem þú varst nú ekki nema fimm árum eldri en ég tókst okkur lengst af að halda sambandi alla tíð. Mín fyrsta minning og kynni af þér voru heima hjá þér, þar sem þú skaust húsaskjóli yfir mig í að minnsta kosti hálfan mánuð þegar ég var á 15. ári og foreldrar þínir á lífi þar sem þú bjóst hjá þeim. Margt gátum við spjallað sam- an og farið út að keyra. Þú bauðst mér með einu sinni á Neskaupstað. Þú áttir gulan Volkswagen og fórst í þetta ferðalag yfir Öxi 1971 ásamt þáverandi félaga þínum sem átti hvítan Moskwitz. Þetta ferðalag var erfitt en skemmtilegt. Þú varst allt- af svo rólegur og framúrskarandi hugmyndaríkur. Þetta var eins og að fara á báti og komast hálfa leið, en allt hafðist þetta og á Neskaup- stað komumst við og einnig til baka þegar búið var að tjasla bílnum sam- an. Ég þakka þér fyrir öll símtölin frá Kanarí eftir að þú fórst að fara yfir kalda tímann hér heima sem þú þoldir illa eftir þau tvö slys sem þú varst búinn að lenda í og segja mér frá eins og svo mörgu öðru sem ég geymi í hjarta mér. Þú varst mér svo sannarlega besti kærasti, besti vinur og ég sakna þín sárt. Guð geymi þig, elsku gulldreng- urinn minn. Ástar- og saknaðarkveðja, Sigurrós Rósa Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.