Morgunblaðið - 10.05.2008, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 43
Félagsstarf
Bústaðakirkja | Sumarferð Kven-
félags Bústaðasóknar til Stykk-
ishólms verður farin sunnudaginn 18.
maí nk. kl. 10 frá Bústaðakirkju. Uppl.
hjá Laufeyju í síma 898-5208 og
Fjólu í síma 581-3276.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka
daga er fjölbreytt dagskrá, m.a. opn-
ar vinnustofur, spilasalur o.m.fl. Sund
og leikfimiæfingar eru í Breiðholts-
laug mánud. og miðvikud. kl. 9.50.
Helgistundir eru á fimmtudögum kl.
10.30 í samstarfi við Fella- og Hóla-
kirkju. Uppl. um starfsemina á staðn-
um og s. 575-7720.
Hæðargarður 31 | Bókmennta-
dagskrá til heiðurs skáldunum Ólöfu
frá Hlöðum og Skáld-Rósu verður í
Leikhúsinu að Möðruvöllum í Hörg-
árdal fimmtudaginn 15. maí kl. 20.30.
Soffíuhópur frá Hæðargarði 31 undir
stjórn Soffíu Jakobsdóttur leikara og
Tungubrjótar frá Dalbraut 18 undir
stjórn Guðnýjar Helgadóttur leikara.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ-
landsskóla, Víðigrund kl. 9.30. Uppl. í
síma 564-1490.
SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans
verður í Von, Efstaleiti 7, og hefst
vistin kl. 20, dans að henni lokinni.
Hljómsveitin Klassík leikur fyrir
dansi.
Sjálfsbjörg – félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Kolaportsstemn-
ing verður haldin í dag frá kl. 14 í fé-
lagsheimilinu í Hátúni 12.
Veitingasala.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Miðviku-
daginn 14. maí kl. 10 fyrir hádegi mun
biskup Íslands, herra Karl Sig-
urbjörnsson, messa hjá okkur. Allir
eru velkomnir. Fimmtudaginn 15. maí
kl. 13 verður farið suður með sjó, í
Herdísarvík, Strandarkirkju og í
Eden, þar verða kaffiveitingar. Uppl. í
síma 411-9450.
Kirkjustarf
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Jesú-
konur í kaffisal kirkjunnar kl. 10-12.
Konur á öllum aldri velkomnar. Byrj-
um á morgunverði, lofum Guð sam-
an. Ester Jacobsen talar.
dagbók
Í dag er laugardagur 10. maí, 131. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. (1Pt. 1, 6.)
Ráðstefna verður haldin ávegum MANNAUÐS áþriðjudag, 13. maí, í húsiHáskólans í Reykjavík við
Ofanleiti.
Yfirskrift námskeiðsins er Er
pláss fyrir starfsframa tveggja ein-
staklinga á þínu heimili? – Áskoranir
og tækifæri, og segir Elfa Hrönn
Guðmundsdóttir frá: „Við fjöllum um
þær áskoranir sem pör standa
frammi fyrir þegar báðir aðilar eru á
fullu á sinni framabraut. Þetta eru
pör þar sem báðir aðilar eru ekki í
dæmigerðum „níu-til-fimm“ störfum
heldur gegna stöðum sem krefjast
þess að þau sýni sveigjanleika og
sinni verkefnum eða bregðist við
uppákomum utan venjulegs vinnu-
tíma,“ segir Elfa sem er leiðtogi
MANNAUÐS. „Pör í þessari stöðu
þurfa oft að leita sérstakra lausna til
að samræma fjölskyldu og frama, og
geta þessar lausnir bæði orðið til hjá
þeim sjálfum og einnig falist í fram-
lagi samfélags og fyrirtækis. Önnur
pör fara þá leið að annar aðilinn setur
starfsframa sinn á bið svo hinn geti
sinnt framanum af fullum krafti, en
skipta svo kannski um hlutverk síð-
ar.“
Dagskrá ráðstefnunnar hefst með
erindi dr. Stevens Poelmans, prófess-
ors við IESE-háskólann í Barcelona:
„Hann hefur stundað rannsóknir á
pörum á framabraut og skrifað bæk-
ur um það efni,“ segir Elfa Hrönn.
„Steven skoðar í fyrirlestrinum
helstu áskoranir sem þessi pör
standa frammi fyrir. Hann segir líka
frá rannsóknum IESE-háskólans á
sviðinu, og fjallar um leiðir sem fyr-
irtæki hafa farið til að koma til móts
við pör í þessari stöðu.“
Eftir stutt kaffihlé munu nokkur
framapör deila reynslusögum sínum
með ráðstefnugestum: „Allt er þetta
fólk þar sem báðir aðilar í samband-
inu eru í krefjandi störfum sem kalla
á mikinn sveigjanleika og álag. Þau
munu leyfa okkur að skyggnast inn í
lífið á heimilinu og segja frá þeim
hindrunum sem þau hafa mætt og
þeim lausnum sem þau hafa fundið.“
Ráðstefnunni lýkur með erindi
Andrésar Ragnarssonar sálfræðings,
„en hann hefur starfað mikið við
hjónaráðgjöf og segir frá þeim
vandamálum framahjóna sem sál-
fræðingar þurfa helst að fást við,“
segir Elfa Hrönn.
Nánari upplýsingar og skráning er
á www.mannaudur.is og er veittur
60% afsláttur af þátttökugjaldi fyrir
pör.
Fjölskyldan | Fjallað um hindranir sem mæta pörum á framabraut
Geta bæði átt starfsframa?
Elfa Hrönn
Guðmundsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 1965. Hún
lauk stúdents-
prófi frá VÍ 1985,
B.A. í stjórn-
málafræði frá HÍ
1993 og MBA frá
HR 2007. Elfa
Hrönn var starfsmannastjóri hjá
Intrum á Íslandi, starfaði við sér-
verkefni á vegum Viðskitparáðs og
VÍ vegna Listmenntaskóla Íslands
og hefur frá 2008 verið leiðtogi
MANNAUÐS. Elfa Hrönn er gift
Eyjólfi Jóhannssyni sölustjóra og
eiga þau tvö börn.
Tónlist
Hallgrímskirkja | Mótettukór Hallgríms-
kirkju flytur Vesper eftir Sergei Rachm-
aninov annan í hvítasunnu, 12. maí, kl. 17.
Einsöngvarar: Vladimir Miller basso prof-
ondo frá St. Pétursborg, Nebojsa Colic ten-
ór og Auður Guðjónsdóttir alt. Stjórnandi
er Hörður Áskelsson. Miðasala s. 510-
1000, sjá nánar á www.listvinafelag.is
Fréttir og tilkynningar
GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Ef
spilafíkn hrjáir þig eða aðstandendur þína
er hægt að fá hjálp með því að hringja í
síma 698-3888.
Glætan bókakaffi | Aðalstræti 9. Ýmis til-
boð og kaupaukar í tilefni dagsins. Allir eru
hvattir til að leggja leið sína í miðborgina
og njóta þess sem boðið verður upp á í
dag. „Komdu í bæinn“. Minnum einnig á
heimasíðuna þar sem hægt er að skoða
bókaúrvalið, www.glaetan.is Við sendum
með pósti.
Myndlist
Eden, Hveragerði | Erla Magna Alexand-
ersdóttir heldur málverkasýningu í Eden til
14. maí. Hún sýnir olíumálverk. Þetta er 14.
einkasýning Erlu.
Hallgrímskirkja | Í dag kl. 14 verður opnuð
sýning í forkirkju Hallgrímskirkju, sem
myndlistarnemar Listaháskólans hafa unn-
ið með Einari Garibalda Eiríkssyni, prófess-
or við LÍ. Sýningin er samvinnuverkefni
Listaháskólans, Listvinafélags Hallgríms-
kirkju og Hins íslenska Biblíufélags í tilefni
nýju Biblíuþýðingarinnar.
Saltfisksetur Íslands | Blátt og bleikt, heiti
einkasýningar Helgu Sigurðardóttur, vísar í
þá liti sem heilla mest og eru viðfangsefnin
absrakt, en undirliggjandi er hin magn-
þrungna íslenska náttúra sem gefur inn-
blástur og kraft. 10 bls. umsögn um Helgu
Sigurðardóttur er í apríl/maí 2008 blaði
International Artist Magazine.
Uppákomur
Vestmannaeyjar | Ídag hefst árleg Fjöl-
skylduhelgi í Vestmannaeyjum. Vegabréf-
um með nánari upplýsingum hefur verið
dreift inn á öll heimili og liggja einnig
frammi hjá helstu þjónustufyrirtækjum
fyrir aðra gesti eyjanna þessa daga. Dag-
skráin stendur fram á mánudagskvöld. Yf-
irskrift hátíðarinnar er „Stöndum saman“.
Fyrirlestrar og fundir
Styrkur | Vorfundur Styrks verður í Skóg-
arhlíð 8 þriðjudaginn 13. maí, kl. 20. Kynn-
ing á sumardvöl fyrir krabbameinssjúkl-
inga á Eiðum, Löngumýri og Sólheimum.
Gestir: Gunnar Rögnvaldsson og Kolbrún
Karlsdóttir. Allir velkomnir.
AFMÆLI
FRÚ Ingunn Sveins-
dóttir í Stykkishólmi er
90 ára í dag, 10. maí.
Okkur er bæði ljúft og
skylt að minnast ömmu
okkar á svo merkum
tímamótum. Ingunn er
fædd í Köldukinn á
Fellsströnd í Dalasýslu
og er hún elst tíu systk-
ina. Faðir hennar var
Sveinn Hallgrímsson og
móðir Salóme Krist-
jánsdóttir, bæði frá
Fellsströnd. Á uppvaxt-
arárum Ingunnar voru
helstu tilhlökkunardag-
arnir reglulegar kirkjuferðir í Dag-
verðarnes. Fátt var um aðrar sam-
komur eða skemmtanir í sveitinni.
Tilkoma útvarpsins var bylting fyrir
fólk á þessum árum, en Ingunn
heyrði fyrst í útvarpi hjá Elísabetu
og Pétri í Dagverðar-
nesi. Þá var setið í bað-
stofunni með sálma-
bækur, hlustað á
útvarpið og sungið
með. Ingunn á einnig
margar góðar minn-
ingar frá bæjunum
Kvenhóli og Sveins-
stöðum, en þann síðari
byggði faðir hennar.
Um tvítugt kynntist
Ingunn Valtý Guð-
mundssyni frá Níp á
Skarðsströnd. Þau
voru gefin saman í
Saurbæjarkirkju 3.
ágúst 1940 af sr. Ásgeiri Ásgeirs-
syni. Ingunn var glæsileg á brúð-
kaupsdegi sínum – klædd í síðan
bleikan kjól og með blóm í hárinu.
Fagnað var eftir á með veislukaffi
heima við. Hjónin hófu búskap á Níp
en héldu síðan suður til Reykjavíkur
til starfa og mennta.
Um þær mundir fóru í hönd já-
kvæðir breytingatímar hjá þjóðinni.
Hernámsárin skópu tekjur, sjálf-
stæði og víðsýni. Valtýr starfaði
meðal annars hjá hernum og lét vel
af þeirri reynslu. Bylting varð í vél-
væðingu og landið rafvæddist. Ís-
land eignaðist knattspyrnulandslið
og Gunnar Huseby varð Evrópu-
meistari í kúluvarpi. Sumarið 1950
fluttu Ingunn og Valtýr til Stykkis-
hólms. Börnin voru þá orðin fjögur
talsins og átti eftir að fjölga um eitt.
Valtýr byggði hús við Skúlagötu 4,
sem þau nefndu Sveinsstaði, en þar
bjuggu þau í 9 ár þar til þau árið 1962
fluttu sig yfir á Austurgötu 9 sem
varð heimili þeirra næstu 29 árin.
Frá 1991 hafa þau búið að Skólastíg
14a, en Valtýr féll frá í lok árs 2004,
níræður að aldri. Afkomendur Ing-
unnar og Valtýs eru orðnir fjölmarg-
ir og búsettir víða um heim. Þeir
hugsa með hlýhug til hennar í dag.
Björgvin og Rúnar Þorsteinssynir.
Ingunn Sveinsdóttir
FRÉTTIR
FAGRÁÐ um meðferð kynferð-
isbrota innan þjóðkirkjunnar hefur
beðið Morgunblaðið að birta eft-
irfarandi yfirlýsingu:
„Í seinni fréttum sjónvarps hinn
8. maí var viðtal við fyrrverandi
forstöðumann Barnahúss, þar sem
velt var vöngum yfir aðkomu fag-
ráðs um meðferð kynferðisbrota
innan þjóðkirkjunnar að máli sem
lögreglan á Selfossi hefur nú með
höndum og varðar meint kynferð-
isbrot sóknarprestsins þar. Viðtalið
var kynnt sem harðorð gagnrýni
og tekið fram að aðkoma fagráðs
hefði skaðað málið. Það er að
heyra að viðmælandi gangi út frá
því að fagráð hafi rætt við meintan
þolanda, sem ekki var gert. Í við-
talinu sagði orðrétt: „aðkoma full-
trúa fagráðs að þessu máli er til
þess fallin að gera framburð vitnis
fyrir dómi hugsanlega rýrari
vegna þess að menn geta bent á að
höfð hafi verið áhrif á það hvað
barnið segir með endurteknum við-
tölum – þess háttar viðtöl eru einn-
ig íþyngjandi.“
Það skal tekið fram að fagráð
hefur í einu og öllu starfað eftir
gildandi lögum. Núverandi fagráð
er skipað presti, lögfræðingi og
uppeldis- og afbrotafræðingi og
hafa hinir tveir síðastnefndu enga
aðkomu að kirkjunni að öðru leyti.
Fagráð gætir þess sömuleiðis að
talsmenn þess séu ekki í störfum á
vegum kirkjunnar. Í því máli sem
nú er til umfjöllunar hefur fagráð
gætt þess að ekki sé rætt við
meintan þolanda og þannig ekki
raskað rannsóknarhagsmunum
málsins. Fulltrúi fagráðs hefur því
ekki valdið því að meintur þolandi
þurfi að þola endurtekin og íþyngj-
andi viðtöl eins og sagt er í frétta-
viðtalinu.
Fagráð gerir athugasemd við að
ekki var við undirbúning fréttar-
innar sannreynt hvort það væri
rétt sem viðmælandi virtist gefa
sér, að fulltrúi fagráðs hefði rætt
við meintan þolanda, en á þeirri
rangfærslu hvílir sú staðhæfing að
aðkoma fagráðs hafi skaðað málið.
Við gerð fréttarinnar var ekki leit-
að upplýsinga frá fagráðinu eða
sjónarmiða þess. Fréttin kastar því
rýrð á fagráð, ef ekki kirkjuna alla
sem hefur, með starfsreglum þeim
sem kirkjuþing hefur sett nr. 739/
1998, tekið einarða afstöðu til líða
ekki kynferðisbrot innan sinna
veggja. Þær starfsreglur eru ekki
til aðfinnslu heldur miklu heldur til
eftirbreytni öðrum sem vilja taka
af festu á kynferðisbrotum.
Fagráði er falið að fylgja eftir
málum svo að þau fari í viðhlítandi
farveg en hefur sjálft ekki rann-
sóknarhlutverk. Í tilvikum fullorð-
inna er fagráði ætlað að styðja
meinta þolendur. Það styður þá til
að koma umkvörtunum sínum á
framfæri og fá viðhlítandi umfjöll-
un í réttarkerfinu eða, ef viðkom-
andi vill eða treystist ekki til að
leggja fram kæru, þá beina málinu
til úrskurðarnefndar kirkjunnar. Í
tilvikum þar sem börn eiga hlut að
máli er þeim sem málið ber fram,
gerð grein fyrir að málinu skuli
vísað til barnaverndarnefndar. Því
er síðan vísað til barnavernd-
arnefndar sem hefur allt forræði
málsins á sínum höndum.“
Fagráð hefur starfað
eftir gildandi lögum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Brim-
borg:
„Að blekkja neytendur er bann-
að samkvæmt íslenskum lögum.
Eðlileg og sjálfsögð neytendavernd
er þó ekki það eina sem vakir fyrir
löggjafanum, heldur er slíkt bann
ekki síður nauðsynleg forsenda
þess að samkeppni fái þrifist. Lög-
gjöfinni er því ekki síður ætlað að
stuðla að heiðarlegri og um leið
virkri verðsamkeppni, sem myndi
ella snúast fljótlega upp í keppni
um snjöllustu neytendablekking-
arnar.
Þessu mikilvæga markmiði 5. og.
6. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit
með óréttmætum viðskiptaháttum
og gagnsæi markaðarins, mega
fyrirtæki ekki missa sjónar á í
markaðsstarfi sínu. Auglýsinga-
herferðir sem innihalda skilaboð
sem eru röng eða villandi skaða
neytendur og rýra um leið traust
þeirra á fyrirtækjum innan þeirra
atvinnugreina sem þau starfa.
Þetta á ekki hvað síst við á tímum
vaxandi samdráttar í efnahagslíf-
inu og verðbreytinga samfara ör-
um gengisbreytingum.
Sem kunnugt er hefur Brimborg
gert alvarlegar athugasemdir við
markaðsherferð Heklu „varanleg
verðlækkun um allt að 17% gegn
verðbólgu.“ Loforð sem viðkom-
andi umboð gefur neytendum
stenst ekki skoðun, jafnvel þó að
einungis sé gefið fyrirheit um „allt
að“ 17% verðlækkun. Samkvæmt
orðanna hljóðan felur slíkt fyr-
irheit þó annað og meira í sér en
17% verðlækkun á einum bíl, nánar
tiltekið Audi A4 1.8 TFSI bensín 4
dyra, 6 gíra beinskiptum, sem hef-
ur ekki selst hér á landi í hálft
þriðja ár. Enginn beinskiptur Audi
A4 með bensínvél á stærðarbilinu
1.6 til 2.0 hefur selst á árinu 2008,
enginn seldist á árinu 2007, enginn
seldist á árinu 2006 og aðeins tveir
bílar seldust á árinu 2005.
Vel kann að vera að þarna sé um
allt að 17% verðlækkun að ræða.
Það er engu að síður augljóst, að
verðlækkun á bíl sem ekkert hefur
selst af, hefur engin áhrif til lækk-
unar verðbólgu. Auglýsinga-
herferðin sem byggist á baráttu
gegn verðbólgu og lætur í veðri
vaka að allar bíltegundir frá Heklu
hafi lækkað um allt að 17%, er af
þeim sökum villandi fyrir neyt-
endur, ekki réttmæt gagnvart
keppinautum og brýtur í bága við
lög.
Neytendastofa hefur m.a. það
hlutverk að fylgjast með því, að
fyrirtæki fari að lögum varðandi
auglýsingar og kynningar hvers
konar og stuðla þannig að vernd
neytenda og frjálsri samkeppni.
Brimborg hefur sent Neyt-
endastofu formlega athugasemd
vegna umræddrar auglýsinga-
herferðar og er stofnunin hvött til
að bregðast hratt við. Trúverð-
ugleiki Heklu er ekki aðeins í húfi,
heldur trúverðugleiki bílgrein-
arinnar í heild.“
Brimborg sendir
Neytendastofu athugasemd
STJÖRNUSTELPUR er fyrirtæki
sem hefur einsett sér að skapa
öruggt og skapandi umhverfi fyrir
stelpur sem þeim hefur ekki boðist
áður annars staðar.
Miðað er að því að efla sköp-
unargleði og sjálfstraust m.a. í
gegnum leiki.
Stjörnustelpur standa fyrir
þremur mismunandi námskeiðum
fyrir stelpur í sumar, poppstjörnu-
námskeiði sem er fyrir stelpur á
aldrinum 9-11 ára, prinsessu-
námskeiði fyrir stelpur á aldrinum
4-7 ára og föndurnámskeiði fyrir
stelpur á aldrinum 6-11 ára. Nánari
upplýsingar má finna á vefsíðunni
www.stjornustelpur.is
Skráning er hafin og fer hún
fram á vefnum stjornustelp-
ur@stjornustelpur.is. Takmark-
aður fjöldi nemenda er á hvert
námskeið. Staðfestingargjald er
10.000 kr.
Námskeið hjá Stjörnustelpum