Morgunblaðið - 10.05.2008, Side 48
48 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Tuttugu og tvær myndir komatil greina sem handhafarGullpálmans í Cannes en há-
tíðin hefst í 61. sinn í næstu viku.
Opnunarmynd kvikmyndahátíð-
arinnar nefnist Blindness og er
verk leikstjórans Fernandos Meiel-
les (The Constant Gardener) en að
vanda verður að finna myndir vel
þekktra leikstjóra í bland við
minna þekkta. Á meðal þeirra
nafnkunnugri má nefna Clint
Eastwood en mynd hans, Changel-
ing, fjallar um barnsrán og hug-
arvíl móðurinnar sem grunar að
réttu barni hafi ekki verið skilað til
hennar eftir fundinn. Meðal leik-
enda í myndinni eru Angelina Jolie
og John Malkovich.
Maðurinn sem gerði mynd sem
gerðist að hluta til inni í höfðinu á
John Malkovich, Charlie Kaufman,
mætir einnig til leiks með mynd
sýna Synecdoche, New York. Þar
fer Philip Seymour Hoffman fyrir
hópi leikara í hutverki leikhúsrek-
anda sem lendir ósjaldan í vand-
ræðum þegar hann reynir að
byggja eftirlíkingu af Manhattan í
leikhúsinu sínu.
Heimamaðurinn Laurent Cantetsýnir myndina Entre Les
Murs. Myndin er byggð á sögu,
handriti og ævi François Bégau-
deau sem lýsir reynslu sinni sem
kennari í litlum skóla í París. Ann-
ar landi þeirra, Arnaud Desplech-
in, verður aðeins úr takt við sól-
skinið í Cannes og sýnir mynd sína
Un Conte De Noël (Jólasaga).
Þriðji Frakkinn í hópnum heitir
Philippe Garrel og hann leikstýrir
syni sínum Louis og fleirum í
myndinni La Frontiére De L’Aube.
Ljósmyndarinn og kvikmynda-
gerðarmaðurinn Nuri Bilge Ceylan
kemur frá Tyrklandi með mynd
sína um apana þrjá (UC Maymun)
og Ari Folman frá Ísrael með
teiknimyndina Watz With Bashir.
Ítalinn Matteo Garrone sýnir
okkur svo starfsemi nútímaglæpa-
fjölskyldu á Ítalíu í mynd sinni Go-
morra.
Bræðurnir frá Belgíu, Jean-Pierre og Luc Dardenne, sýna
sína nýjustu mynd, Le Silence De
Lorna (Þögn Lornu). Þeir bræður
geta þegar státað af einum Gull-
pálma en hann fengu þeir árið
2005 fyrir mynd sína L’Enfant.
Enn meiri góðkunningi hátíð-
arinnar telst þó Atom Egoyan sem
nú er tilnefndur til Gullpálmans í
fimmta sinn án þess að hafa hlotið
verðlaunin eftirsóttu. Hver veit
nema mynd hans Adoration snúi
gæfunni honum í hag. Og talandi
um góðkunningja hátíðarinnar.
Wim Wendes hefur átta sinnum
verið tilnefndur til verðlaunanna
eftirsóttu og einu sinni hlotið, fyrir
Paris, Texas. Í ár sýnir hann sína
nýjustu mynd, Palermo Shooting.
Annað tveggja tvíeykja í leik-stjórastólnum að þessu sinni
eru Walter Salles (The Motorcycle
Diaries) og Daniela Thomas með
örlagasögu tveggja bræðra, Linha
De Passe. James Gray mætir til
Cannes annað árið í röð með mynd
sem hann sjálfur skrifaði og leik-
stýrði. Í fyrra var það We Own the
Night og í ár Two Lovers. Joaquin
Phoenix og Gwyneth Paltrow leika
elskendur í meinum. Svo verður
spennandi að sjá hvernig Steven
Soderbergh gerir sér mat úr ferð
Che Guevara til New York til að
ávarpa þing Sameinuðu þjóðanna
árið 1964. Það er Benicio Del Toro
sem fer með hlutverk Che. Önnur
mynd í ævisagnastíl nefnist El Divo
og fjallar um ítalska forsætisráð-
herrann Giulio Andreotti, sem hef-
ur verið kjörinn á þing sjö sinnum
á undanförnum 60 árum. Það er
ítalski leikstjórinn Paolo Sorrent-
ino sem gerir myndina.
Kínverski leikstjórinn ZhangkeJia sýnir myndina Er Shi Si
Cheng Ji (Borgirnar 24) og kollegi
hans frá Singapúr, Eric Khoo, sýn-
ir My Magic. Frá Argentínu kemur
svo Lucrecia Martel með La Mujer
Sin Cabeza (Höfuðlausa konan) og
frá Filippseyjum Brillante Men-
doza með Serbis. Pablo Trapero
freistar þess svo að leyfa áhorf-
endum að skyggnast inn í hug-
arheim móður sem reynir að ala
son sinn upp innan veggja fang-
elsis. Myndin nefnist Leonera.
Yngsti leikstjórinn í hópnum hlýtur
svo að vera Ungverjinn Kornel
Mundruczó með mynd sína Delta.
Það er svo í höndum níu manna
dómnefndar undir eflaust styrkri
stjórn Seans Penns að ákveða hver
þessara mynda hlýtur Gullpálmann
í Cannes hinn 25. maí næstkom-
andi. Hátíðin hefst hins vegar á
miðvikudaginn kemur.
Cannes á næsta leiti
Blinda Julianne Moore og Mark Ruffalo leika í opnunarmynd hátíðarinnar, Blindness. Kvikmyndin er byggð á
skáldsögu portúgalska nóbelsverðlaunhafans Jose Saramago.
Reuters
Cannes 2007 Gullpálmann í fyrra hlaut 4 Luni, 3 Saptamini Si 2 Zile eftir rúmenska leikstjórann Cristian Mungiu.
AF LISTUM
Birta Björnsdóttir
»Enn meiri góðkunn-ingi hátíðarinnar
telst þó Atom Egoyan
sem nú er tilnefndur til
Gullpálmans í fimmta
sinn án þess að hafa
hlotið verðlaunin
eftirsóttu.
birtabjorns@gmail.com
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÉG er náttúrulega mjög ánægður
í mínu hjarta yfir þessu. Þetta kom
mér mjög á óvart, en ég er af-
skaplega þakklátur fyrir þessa við-
urkenningu,“ segir tónlistarmað-
urinn Stefán Hilmarsson sem í gær
var útnefndur heiðurslistamaður
Kópavogs árið 2008.
„Það er gaman að bæjarfélagið
skuli aðeins hugsa út fyrir boxið.
Það hefur verið þannig að ákveðnar
stéttir listamanna hafa oftar verið
heiðraðar með þessum hætti, og þá
oft þeir sem kalla mætti klassíkera.
Það er auðvitað ekkert nema gott
um það að segja, en það má
kannski segja að hin nýgilda list
hafi þarna fengið ákveðið vægi til
mótvægis við hina sígildu. Það væri
gaman að sjá þessa dýnamík áfram
í þessum útnefningum á næstu ár-
um,“ segir Stefán sem hefur búið í
Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni frá
árinu 1997.
„Við fluttum úr Reykjavík í
Kópavog á sínum tíma, og þá var
fátt um fína drætti í húsnæðis-
málum í borginni. Við urðum hins
vegar vör við mikinn uppgang og
ákveðna djörfung og framsækni í
Kópavoginum. Mér finnst þetta val
endurspegla þessa djörfung og þá
framsækni sem hefur einkennt
þetta bæjarfélag,“ segir Stefán sem
er ekkert á leiðinni úr Kópavog-
inum. „Það er gott að búa í Kópa-
vogi, ég get vitnað um það,“ segir
hann og hlær.
Aðspurður segir Stefán líklegt að
hann muni halda tónleika í Kópa-
vogi áður en langt um líður. „Það
er ákveðin hefð fyrir því að heið-
urslistamenn hafi sett upp sýningu
eða haldið tónleika. Ætli ég reyni
það ekki, þannig að ég á svona
frekar von á því að ég muni halda
tónleika á næstu mánuðum.“
Sálin og fjölskyldan
Það var Gunnar I. Birgisson,
bæjarstjóri í Kópavogi, sem út-
nefndi Stefán heiðurslistamann við
hátíðlega athöfn í Salnum í gær. Að
launum hlaut Stefán verðlaunagrip,
auk peningaverðlauna. „Ég veit
ekki hvað það var mikið, þetta kom
í umslagi sem liggur nú bara
heima. En það er náttúrulega al-
gjört aukaatriði,“ segir Stefán sem
tók að sjálfsögðu lagið við athöfnina
í gær. „Ég tvinnaði saman mína
helstu samstarfsfélaga, það er að
segja Sálina, og fjölskyldu mína, og
flutti lagið „Undir þínum áhrif-
um“.“
Þessa má loks geta að myndlist-
armaðurinn Baltasar Samper var
útnefndur heiðurslistamaður Kópa-
vogs á síðasta ári.
Hugsað
út fyrir
boxið
Morgunblaðið/hag
Kópavogsbúar Stefán ásamt Sigurrósu Þorgrímsdóttur, formanni lista- og
menningarráðs, og Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra.
Stoltur „Mér finnst þetta val endurspegla þessa djörfung og þá framsækni
sem hefur einkennt þetta bæjarfélag,“ segir Stefán sem sést hér halda
stutta tölu í Salnum í gær.
Stefán Hilmarsson
útnefndur heið-
urslistamaður
Kópavogs árið 2008