Morgunblaðið - 10.05.2008, Side 50

Morgunblaðið - 10.05.2008, Side 50
50 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ELDHEITUR aðdáandi leikarans Johnny Depp borgaði rúmar sjö milljónir fyrir að fá að leika á móti átrúnaðargoðinu í kvikmynd. Depp vinnur nú að gerð myndar um glæpa- manninn og alþýðuhetjuna John Dillinger. Aðdáandinn þarf ekki að fara með neinar línur í hlutverki sínu, en fær að leika í atriði með stjörnu myndarinnar. Milljónirnar renna í minningarsjóð Ro- berts F. Kennedy sem styrkir aðallega bar- áttufólk fyrir bættum mannréttindum í heiminum. Röð uppboða verður haldin í fjáröflunarskyni fyrir sjóðinn og var hlut- verkið fyrst í röðinni. Meðal þess sem boðið verður upp á næstunni er tækifæri til að hitta Will Smith á frumsýningu nýjustu myndar hans. Reuters Svalur Johnny Depp á greinilega trygga aðdáendur. Keypti sér hlutverk LEIKKONAN Liv Tyler er skilin við eiginmann sinn til fimm ára, breska rokkarann Royston Langdon. Þau hafa heitið hvort öðru því að halda í vinskapinn þrátt fyrir skiln- aðinn því þau eiga þriggja ára gaml- an son saman. Á nýlegum myndum af Tyler vakti það athygli að hún bar ekki gifting- arhring á fingri og nú hefur fjöl- miðlafulltrúi hannar staðfest grun- semdir um að hjónabandinu væri lokið. Parið eyddi stórum hluta þess tíma sem þau voru saman í mikilli fjarlægð frá hvort öðru og sér- staklega þegar tökur á þríleiknum Hringadróttinssögu stóðu yfir þar sem Tyler lék álfkonuna Arwen. Á sínum tíma sagði hún aðspurð um fjarveruna frá eiginmanninum: „Við höfum verið aðskilin stóran hluta af okkar sambandi. En ást okkar er sterkari en svo að fjarlægðin hafi áhrif á hana. Ég trúi því þvert á móti að hún styrkist enn frekar við þetta.“ Getty Images Hætt saman Hjónin Lyv Tyler og Roy- ston Langdon eru skilin. Halda í vin- áttuna Ungl ingadei ld ir f yr i r 11-15 ára Grunnnám / Miðnám / Framhaldsnám Einsöngsnám / Söngkennaranám Inntökupróf fara f ram í maímánuði Upplýsingar : 552 7366 / songskol inn. is . . .er e inn f remsti tónl istarskól i landsins og býður upp á a lhl iða tónl istarnám með söngröddina sem aðalhl jóðfæri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.