Morgunblaðið - 10.05.2008, Page 56
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 131. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Dregur úr bílasölu
Hátt á þriðja þúsund bíla bíða nú
tollafgreiðslu á geymslusvæði Sam-
skipa, en til samanburðar voru að
jafnaði um þúsund bílar í geymslu
þar á síðasta ári. » Forsíða
Margir bíða afplánunar
Alls bíða 142 fangelsisvistar á svo-
kölluðum boðunarlista en voru 170
fyrir mánuði. Margrét Frímanns-
dóttir, forstöðumaður fangelsisins á
Litla-Hrauni, telur brýna þörf á að
fjölga fangelsisplássum. » Forsíða
Dæmdur í héraðsdómi
Guðmundur Jónsson, fyrrv. for-
stöðum. meðferðarheimilisins Byrg-
isins, var í gær dæmdur í þriggja ára
fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands
fyrir kynferðisbrot. » 12
Keyrðu út af í hálku
Nokkrir keyrðu út af veginum í
flughálku í Öxnadal, á Ólafsfjarð-
arvegi og í Víkurskarði í gær. » 6
SKOÐANIR»
Staksteinar: Vindur strax ofan af
vitleysunni
Forystugreinar: Viðhorf til innflytj-
enda|Krónan og ESB
UMRÆÐAN»
Þjóðarsáttin glötuð – Verðbólgu-
draugurinn vaknaður
Fast gengi 120 kr. evran
Hagkaup eða Harrods ...?
Eins og að ganga í ísfjall að
koma í tónlistarhúsið
Áskorun til íslenskra fjölmiðla
Mál er að mæla
LESBÓK»
4 4 4 "4 4"
5'6$(
/
$,
'
7
$$%$
$""
4 4"
4 4
4"
"4 4
4" .8
2 (
4
4
4 4 4 4 "4 4
9:;;<=>
(?@=;>A7(BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA(8$8=EA<
A:=(8$8=EA<
(FA(8$8=EA<
(3>((A%$G=<A8>
H<B<A(8?$H@A
(9=
@3=<
7@A7>(3,(>?<;<
Heitast 10° C | Kaldast 0° C
Austlæg átt, víða 8-
15 m/s norðan til og
slydda eða snjókoma
fram undir kvöld. Ann-
ars hægari og skúrir. » 10
Sigurður Flosason
fer yfir fimmtán ára
feril sinn á mikilli
tónlistarhátíð í Frí-
kirkjunni um
helgina. » 46
TÓNLIST»
Sigurður
lítur um öxl
FÓLK»
Natalie Portman hætti
við á síðustu stundu. » 51
Birta Björnsdóttir
fer yfir þá 21 kvik-
mynd sem keppir
um Gullpálmann á
kvikmyndahátíðinni
í Cannes. » 48
KVIKMYNDIR»
Hver vinnur
í Cannes?
TÓNLIST»
Stebbi Hilmars heiðr-
aður í Kópavogi. » 48
KVIKMYNDIR»
Borgaði mikið fyrir að
leika á móti Depp. » 50
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Dæmdur í þriggja ára fangelsi
2. Yfirlýsing frá Brimborg
3. Alsæl þrátt fyrir appelsínuhúð
4. Alsæl með litlu stúlkuna
Íslenska krónan veiktist um 1,9%
Þegar verð á tómötum og kartöflum
var kannað síðdegis á miðvikudag í
Reykjavík og Montpellier í Suður-
Frakklandi reyndist verð á tómötum
lægra í Hagkaupum í Holtagörðum
en á mjög góðum, en dýrum, mark-
aði í Antigone-hverfinu í Montpel-
lier.
Í Hagkaupum kostuðu tómatar í
lausu 229 kr. kg en meðalverð á kg
af tómötum var 2,30 evrur í Mont-
pellier, sem svarar til 274 kr.
Hins vegar voru nýuppteknar
kartöflur ódýrari í Montpellier, kost-
uðu 1,20 evrur eða 143 kr. á meðan
kg af kartöflum í lausu kostaði 177
kr. í Hagkaupum. | guna@mbl.is
Auratal
„ÞEIR einu sem
sáust ef laumast
var til að líta út
um gluggann
voru vopnaðir
menn með grím-
ur á götuhorn-
unum við hót-
elið,“ segir Davíð
Logi Sigurðsson
sem staddur er í
Beirút, höfuð-
borg Líbanons.
Davíð hefur dvalist undanfarna
mánuði í Líbanon, þar sem hann
starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar að
málefnum palestínskra flóttamanna.
Hann hefur orðið vitni að harðnandi
átökum í landinu undanfarna daga
og hefur byssugnýr og hávaði í
sprengjuvörpum drunið í eyrum
borgarbúa. Davíð er nú kominn í
öruggt skjól í kristnu fjallaþorpi í
nokkurri fjarlægð frá Beirút og því
fjarri ógnum átakanna.
Óttast aðra borgarastyrjöld
Stjórnmálaástandinu í Beirút hef-
ur verið líkt við það sem gerðist í
borgarastyrjöldinni er lauk fyrir
fimmtán árum. Óttast er að átök
Hizbollah-hreyfingarinnar við
súnníta-stjórn landsins geti leitt til
langvinnra átaka á ný. Talið er að 16
manns hafi látið lífið í átökunum. |17
Byssugnýr
í Beirút
Davíð Logi
Sigurðsson
GLATT var á hjalla í Funalind í Kópavogi í gær, þegar
tíu ára afmæli leikskólans Dals var fagnað. Afmælishá-
tíðin hófst með því að börnin opnuðu sýningu á verkum
sínum í Spar-verslun í Bæjarlind áður en þrammað var
á leikskólann þar sem gestum var skemmt með söng og
dansi fram eftir degi. Töframaður mætti einnig á svæð-
ið og lék listir sínar og vel var gert við alla í kökum,
kaffi og safa. Fjölmenni var á hátíðinni og fengu þeir
sem vildu að spreyta sig við hljóðnemann. Gunnar
Hrafn nýtti sér tækifærið og söng fyrir hópinn.
Sungið og dansað á afmælinu
Leikskólinn Dalur í Kópavogi er 10 ára
Morgunblaðið/hag
HUGBÚNAÐUR að andvirði 14
milljóna króna verður settur upp í
mötuneytum allra 39 grunnskóla
höfuðborgarsvæðisins fyrir haustið.
Hugbúnaðurinn á að tryggja að allir
nemendur fái mat auk þess að
tryggja öryggi barna með matarof-
næmi og -óþol. Þá á hann að auð-
velda bókhald og yfirlit yfir greiðslu-
stöðu. Hann getur t.d. látið vita með
rauðum ramma utan um mynd af
viðkomandi nemanda, hafi matar-
gjald ekki verið greitt.
Óþarfi í fámennum skólum?
Þegar nemandi fær sér að borða
og fær sér ábót, þarf hann að stimpla
sig inn. Forráðamenn geta þannig
fylgst með matarvenjum barnsins í
skólanum. Skólahjúkrunarfræðing-
ar hafa einnig aðgang að kerfinu og
geta sett inn t.d. upplýsingar um
matarofnæmi. Kerfið hefur þegar
verið sett upp í Breiðholtsskóla og
segir Sigþór Magnússon skólastjóri
það hafa reynst vel. Það sé skilvirkt
og afgreiðsla á mat gangi vel og
hratt fyrir sig. Þó eru ekki allir á eitt
sáttir um ágæti þessa kerfis.
Skólastjóri í grunnskóla Reykja-
víkur segir m.a. að í fámennum skól-
um séu almennt ekki margir nem-
endur með fæðuóþol og ekki þurfi
tölvuskráningu til að fylgjast með
því. Í hverjum skóla séu sennilega
grænmetisætur, múslimar sem borði
ekki svínakjöt o.fl. sem erfitt getur
verið að halda utan um í stórum skól-
um. Þetta sé hins vegar ekki vanda-
mál í fámennum skólum og réttlæti
ekki dýran tölvubúnað. Nær væri að
nota fjármunina í nauðsynleg tæki
frekar en hluti sem sumir skólar hafi
lítið með að gera. | Miðopna
Fylgst með matarvenjum
Hugbúnaður, sem setja á upp í mötuneytum grunnskóla, ger-
ir foreldrum kleift að fylgjast með matarvenjum barna sinna
Í HNOTSKURN
»Kerfið á að tryggja að nem-endur fái mat. Þá á það að
tryggja öryggi barna með sér-
þarfir varðandi mat, s.s. vegna
ofnæmis, óþols eða að viðkom-
andi sé grænmetisæta.
»Ákveðið var að koma kerfinuá eftir kröfu frá innri endur-
skoðun Reykjavíkurborgar um
breytingar á umsýslu fjármuna.
»Áætlaður kostnaður við upp-setningu kerfisins er 14 millj.Morgunblaðið/hagMötuneyti Börn þurfa að skrá inn
kóða til að fá afgreiddan mat.