Morgunblaðið - 10.07.2008, Page 29

Morgunblaðið - 10.07.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 29 19. og 26. júlí frá kr. 54.990 Bjóðum nú frábær sértilboð til Rhodos 19. og 26. júlí í viku. Í boði eru sértilboð á Hotel Forum, okkar aðalgististað á Rhodos, með hálfu fæði og á Hotel Forum Beach með öllu inniföldu. Hótelin eru vel stað- sett stutt frá ströndinni í hinum líflega Ialiysos bæ. Góðir sundlauga- garðar, veitingastaðir og barir. Á Rhodos upplifir þú þrjú þúsund ára gamla sögu, frábært loftslag og úrval veitingastaða og afþreyingar. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á perlu gríska Eyjarhafsins. Tak- markaður fjöldi íbúða í boði á þessu frábæra verði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Verð kr. 54.990 - Forum m/hálfu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Sértilboð 19.- 26. júlí með hálfu fæði. Aukalega m.v. 2 í íbúð kr. 10.000. Verð kr. 64.990 - Forum Beach m/allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð. Sértilboð 26. júlí í viku með öllu inniföldu. Aukalega m.v. 2 í íbúð kr. 10.000. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Frábær gisting - örfáar aukaíbúðir!Frábær sértilboð Hotel Forum - hálft fæði Forum Beach - allt innifalið * * * Rhodos EIGENDUM húsa er ekki frjálst að láta graffa listaverk á hús sitt eða leyfa veggjakroti að vera í friði. „Ef þú breytir formi eða svipmóti húss, þá þarftu að sækja um leyfi,“ útskýrir Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavík- urborgar. Hann segir sömu regl- ur gilda hvort sem mála á graf- fití-listaverk eða einfaldlega mála húsið röndótt eða neonbleikt. „Þú ert um leið að hafa áhrif á ytra um- hverfið sem er sameiginlegt með öðrum.“ Í sumum hverfum eru strangar reglur um litanotkun en í öðrum ræðst viðmið um litaval og skreyt- ingar af því byggðarmynstri sem fyrir er. „Ef það sem menn vilja gera samræmist ekki byggð- armynstrinu, þá geta borgaryf- irvöld gert við það athugasemd,“ segir Magnús og bætir við að mjög áberandi skreytingar á vegg gætu jafnvel þurft að fara í grennd- arkynningu ef áhrifin á nágrennið eru mikil og áberandi. Einfaldara ferli „Það eru hugmyndir uppi um að reyna að einfalda þetta. Það skýrist á næstu dögum,“ segir Jakob Frí- mann Magnússon spurður um það ferli sem fara þarf í gegnum til að skreyta húsveggi bæjarins. Það tekur byggingafulltrúa í dag um viku að fara yfir leyfisumsóknir og kostar 7.300 kr. Sækja þarf um leyfi Magnús Sædal Svavarsson Leyfilegt Verk í Sirkúsportinu. Morgunblaðið/RAX Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is ÓMAR Ómar Ágústsson er áhugamaður um graffití og segir borgaryfirvöld á rangri leið í baráttu sinni við krotið. Hann segir að það þurfi að fræða börn og unglinga um listformið: „Fyrir nokkrum árum skrúfaði borgin fyrir all- an stuðning og lokaði á allt sem hét fræðsla um graffití,“ segir Ómar. „Afleiðingin er sú að kyn- slóð af ungum krökkum er að vaxa úr grasi sem lítið veit og hefur engin tengsl við þá sem eru reyndari í listinni. Það eina sem þessir krakkar sjá er það neikvæða við graffití, því já- kvæðu hliðarnar fá hvergi að njóta sín. Þeir fá mesta umfjöllun sem ganga lengst og gera mesta tjónið og um leið verða þeir að fyr- irmyndum, en ekki þeir sem eru flinkustu lista- mennirnir.“ Rósir vaxa í skítnum „Við skulum ekki gleyma því að meira en 99% af þessu er óhugnanlega lélegt drasl,“ seg- ir Guðmundur Oddur „Goddur“ Magnússon, prófessor í grafískri hönnun við LHÍ, að- spurður um listrænt gildi veggjakrotsins í borg- inni. „En á móti kemur að fegursta rósin vex oft í mesta skítnum og stundum sér maður al- veg gullfalleg verk, sem eru kannski enn meira áberandi út af skítnum sem er í kringum þau.“ Goddur segir samt engin listræn verðmæti í húfi þó að málað sé yfir veggjakrot því þeir graffarar sem leggja metnað í list sína ljós- mynda verk sín og safna þeim í möppur. „Verk- in á ljósmynd eru jafn mikils virði og myndin á veggnum.“ En Goddur telur að böndum verði ekki komið á graffið: „Það er eðli lista að fara út fyrir mörkin. Um leið og þú reynir að stýra listinni í farveg, sama hvað það er, þá endar það alltaf illa. Öll stýring er dæmd til að mistakast,“ segir hann. „Ég er algjörlega sammála því að það var meira en tímabært að taka til hendinni og hreinsa miðbæinn en ég veit að um leið er bara verið að búa til nýtt léreft fyrir komandi kyn- slóðir.“ Um leið og Goddur vill ekki setja samasem- merki á milli þess að stunda graff og vera hæfi- leikaríkur listamaður þá bendir hann á að stór hluti nemenda við LHÍ hafi bakgrunn í veggja- kroti. „Þeir sem eru iðnir að þjálfa huga og hönd, þeir komast inn. Hafirðu verið að graffa í mörg ár þá segir það sig sjálft að þú ert orðinn svolítið klár,“ segir hann. „Menningin í kringum graffitíið, brettakúltúrinn og tónlistin, gerir það líka að verkum að fólk sem er í þessu er oft tímanna tákn og það er einmitt þess konar fólk sem endar hjá okkur.“ Skýrar reglur Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri vill finna graffinu heppilegan farveg: „Ég lagði það til, og er til skoðunar, að við jafnvel reisum sérstakan vegg, kannski meira í akstursleið frekar en í göngufæri frá innsta kjarna mið- borgarinnar. Þar gætu menn komið og framið sínar myndir og síðan mætti í hverjum mánuði velja eina tiltekna mynd, ljósmynda hana og jafnvel veita viðurkenningu, áður en veggurinn yrði hreinsaður og byrjað upp á nýtt.“ Jakob segist skilja að graffitíið felist oft í því að ögra kerfinu en telur eftir sem áður að hreinsunarátakið sem nú stendur yfir muni virka. „Það þurfa að vera alveg skýrar reglur um það að helgustu blettir borgarinnar séu látnir í friði. Ástandið var farið úr böndunum og engin virðing borin fyrir neinu.“ Á veggjakrotið sér framtíð? Guðmundur Oddur Magnússon Jakob Frímann Magnússon Öfug áhrif Ómar Ómar segir neikvæða umræðu og fræðsluskort verða til þess að mestu skaðvaldarnir verða einu fyrirmyndir þeirra sem yngri eru. Morgunblaðið/Valdís Thor

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.