Morgunblaðið - 12.07.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 12.07.2008, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „VIÐ teljum að ríkið eigi að setjast aðeins niður með okkur og reyna að semja um að draga úr þessum kröfum. Sérstaklega eftir að kröfunum á svæði 6, sem voru óvenjugrófar, var í flestum til- fellum hafnað af óbyggðanefnd,“ segir Örn Bergs- son, formaður Landssamtaka landeigenda á Ís- landi. Stjórn samtakanna hefur lýst yfir furðu sinni og vonbrigðum með að ríkisvaldið skuli ekki draga lærdóm af úrskurði óbyggðanefndar varð- andi austanvert Norðurland, sem nefnt hefur ver- ið svæði 6, og afturkalla landakröfur sínar á vest- anverðu Norðurlandi, sem samtökin segja fráleitar. Stjórnin telur með miklum ólíkindum ef ríkið ætli sér að halda kröfum sínum og óbilgirni í þjóð- lendumálinu til streitu eftir það sem á undan sé gengið. Ríkið fari hægar í sakirnar Samtökin segja landakröfurnar ekki heldur í samræmi við boðskap Árna Mathiesen fjármála- ráðherra frá því í febrúar sl., þ.e. að ríkið ætlaði eftirleiðis að fara hægar í sakirnar í þjóðlendumál- um en áður. „Okkur sýnist að kröfurnar nú séu í raun dauðadæmdar fyrirfram,“ segir Örn og vísar í úrskurð nefndarinnar frá 6. júní síðastliðnum. Kröfurnar nú séu svo líkar kröfum sem þá voru hafðar uppi að málið hljóti að falla á sama veg. „Það er bara verið að eyða lögfræðikostnaði í þetta,“ bætir hann við. Kröfur ríkisins á svæði 7, sem nær frá Fnjóská að Blöndu, hafa þegar verið lagðar fyrir Óbyggða- nefnd. Vonbrigði með kröfur ríkisins Morgunblaðið/RAX Svæði 7 Vestur-Húnavatnssýsla og afréttir upp frá Svartárdal eru m.a. á svæði 7. „Kröfurnar dauðadæmdar fyrirfram,“ segja Landssamtök landeigenda í harðorðri yfirlýsingu ÞESSAR ungu stúlkur voru spenntar að fá að komast á bak hestunum í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum nú í vikunni. Þegar mest er stíga um 50 manns, fólk á öllum aldri, á bak á degi hverjum og fara í stuttan reiðtúr. Í garðinum er að finna fjóra reiðskjóta, þrjár hryssur og einn hest. Í hópnum eru mæðgurnar Dagvör og Gola. Dagvör og hryssan Hilda eru reyndastar hrossanna en ungum knöpum er þó fullgott og allsendis óhætt að stíga á bak Golu og Fylki sem eru yngri. Þó er allur varinn hafður á og eru all- ir knapar með hjálma. skulias@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Beðið með eftirvæntingu eftir að stíga á bak FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is STRÆTÓ þarf að hafa nokkra eig- inleika til þess að virka sem raun- verulegur valkostur fólks. Einn þessara eiginleika er tímasparnaður. „Þegar farþegi tekur strætó í Hafn- arfirði og er jafn fljótur eða jafnvel fljótari í vinnuna í Reykjavík en einkabíllinn erum við fyrst orðin samkeppnishæf. Því þá er bæði ódýrara og fljótlegra eða jafn- fljótlegt að komast á þann hátt á áfangastað,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Fjöldi bílastæða í miðborginni sem hlutfall af fjölda starfa er mjög mikill í Reykjavík. Það er auðvelt að finna stæði enda nóg af þeim. „Við erum með 780 bílastæði á hver 1.000 störf, samanborið við 250 að meðaltali í evrópskum borgum og 550 stæði á hver 1.000 störf í banda- rískum borgum,“ segir Gísli Mar- teinn Baldursson, formaður um- hverfisráðs Reykjavíkurborgar. Spurður hvort ekki sé erfitt að snúa þessari þróun við úr þessu seg- ir Gísli að það sé vel framkvæm- anlegt. „Farþegum með strætó fækkaði jafnt og þétt í 25 ár jafnvel þótt ráðist hefði verið í hinar ýmsu aðgerðir til að sporna við þróuninni. Mitt mat er að við höfum snúið þessu við með Grænu skrefunum þar sem miklu betri strætó var fyrsta skref- ið. Í því fólst bæði að færa náms- mönnum námsmannakortið og bæta þjónustuna. Bara sú breyting að strætó sé ekki að keyra tómur um borgina hefur mjög mikla þýðingu fyrir ímyndina. Ég tel því að unnið hafi verið þrekvirki, en það er alltaf hægt að gera betur,“ segir Gísli Marteinn. „Hér kostar ekkert að leggja, mið- að við það sem það kostar erlendis. Hér er refsingin við því að leggja ólöglega, eða greiða ekki í stöðu- mæli, mjög smávægileg miðað við það sem þekkist erlendis. Þetta hef- ur greinilega áhrif. Ef ökumaður fengi mun hærri sekt, myndi hann hugsa sig tvisvar um að leggja ólög- lega. Það er ódýrara að fá sektina en að borga í mælinn,“ segir Reynir. Þétta þarf leiðakerfið „Það þarf að þétta leiðakerfið þannig að stutt sé fyrir farþega að komast að næsta skýli, því það er auðvitað hamlandi fyrir þá að fara langar vegalengdir til að komast að skýli meðan bíllinn bíður í innkeyrsl- unni,“ segir Reynir. Í mörgum þeim borgum sem Reykjavík er borin saman við er við- miðið um þéttni leiðakerfis um það bil 350 metrar en í Reykjavík er hún allt að 750 metrar. Er þetta einn margra þátta sem spila inn í þegar metinn er skortur á hvata fyrir fólk til að hvíla einkabílinn. Reykjavík algjör bílaborg  Vantar hvata fyrir fólk til að hvíla einkabílinn í þéttbýli  Nóg af stæðum og lág- ar bílastæðasektir hjálpa ekki til  Þétta þarf leiðakerfi Strætó svo stutt sé í skýli Ingi Gunnar Jóhannsson hjá Hugarflugi ehf. hefur gefið út svo- kallað beinlínukort fyrir leiðakerfi strætó. Er það hannað með að- ferðum sem beitt hefur verið í sambærilegri kortagerð víða er- lendis og einfaldar framsetningu leiðakerfis töluvert. Er kortið þannig að miðað er við beina línu frá öllum áfangastöðum strætó, ekki ósvipað kortum neðanjarð- arlesta sem menn þekkja til dæm- is frá Lundúnum. Hægt er að nálg- ast kortin hjá upplýsingamið- stöðvum ferðamanna víða um borgina og í anddyrum hótela. Framkvæmdir standa yfir vegna forgangsakreinar fyrir strætis- vagna á Miklubraut frá Skeiðar- vogi í austri að þeim stað sem for- gangsakreinin er núna, til móts við gamla Framheimilið í Skip- holti. „Það var eitt af Grænum skrefum að auka forgang strætis- vagna í umferðinni og þær fram- kvæmdir sem standa yfir núna eru hluti af þeirri aðgerð,“ segir Gísli Marteinn. Ráðgert er að fram- kvæmdum ljúki í næsta mánuði. Nýtt kort og forgangsakreinar ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra segir gagnrýni bæjar- stjóra Akureyrar á ákvörðun hans um að láta Gjástykki í umhverfis- mat á misskilningi byggða. „Það er eins og bæjarstjórinn og aðrir sem hafa tjáð sig um málið geri sér ekki grein fyrir því að það er stefna sveitarfélaganna að Gjástykki verði aftast í framkvæmdaröð virkjana,“ segir Össur. Hann bætir við að einnig sé yfir- lýst stefna sveitarfélaganna að virkja ekki í Gjástykki fáist nægileg orka á öðrum svæðum. „Það er því út í hött að halda því fram að þessi ákvörðun leiði til tafa á fram- kvæmdum ef Skipulagsstofnun leyfir framkvæmdirnar á annað borð.“ Landsvirkjun fer sér of hægt Össur bendir á að norðanmenn óttist greinilega að þeir hafi ekki næga orku ef ráðist verði í stóriðju. Hann segir þó að þeir ættu heldur að beina spjótum sínum að Lands- virkjun og spyrja hvers vegna fyrirtækið hafi ekki hraðað bor- unum á Þeistareykjum – þar sé meiri orku að finna en talið hefur verið. Ráðherrann segir það einnig sína skoðun að Landsvirkjun hafi farið sér of hægt þar og undrast hve seint gangi að hefja djúpboranir enda séu þar fólgnir mestu mögu- leikar landsins í orkuöflun til fram- tíðar. Össur telur ennfremur að Lands- virkjun hafi lagt of mikið kapp á að afla orku fyrir álver á suðvestur- horninu en hefði þess í stað átt að einbeita sér að því að afla orku fyr- ir norðausturhornið. Iðnaðarráð- herra svarar gagnrýni ÚRSLIT liggja fyrir í allsherj- aratkvæða- greiðslu Félags framhaldsskóla- kennara og Fé- lags stjórnenda í framhaldsskól- um um breyt- ingar og fram- lengingu á kjara- samningi Kenn- arasambandsins og fjármálaráð- herra. Samningurinn var sam- þykktur með rösklega 74% at- kvæða, 22,4% greiddu atkvæði á móti samningnum. Á kjörskrá voru 1.620 manns. Auðir seðlar og ógild- ir voru 25 eða 3,4%. Kennarar sögðu já Kennarar hafa flestir sagt já. Össur skammar Landsvirkjun mbl.is | Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.