Morgunblaðið - 12.07.2008, Page 25

Morgunblaðið - 12.07.2008, Page 25
Kyrrlífsmynd Gamall mjólkurbrúsi og bali sem not- aður var áður fyrr til að brynna hestum. bollanum seytlar vatnið aftur niður í litlum fossi og myndar þannig ei- lífa hringrás. Þegar hljótt er á kvöldin og algjört logn má heyra lækjarniðinn inn í húsið. Fyrir nokkrum sumrum var gerð tilraun til að setja fáeina gull- fiska í tjörnina og lifðu þeir þar góðu lífi. Þeir voru látnir vera í tjörninni yfir veturinn, og viti menn, um vorið lifðu þeir enn. Síð- an týndu þeir tölunni og tilraunin hefur ekki verið endurtekin. Ljóst er að ef vel ætti að vera þyrfti að taka fiskana úr tjörninni yfir vet- urinn og setja þá í hana aftur að vori, enda botnfrýs hún oft. Njóta góðs af nágrannatrjánum Fyrir utan trén sem eru á lóðar- helmingi þeirra Selmu og Eggerts er aðeins eitt lerkitré, reynitré og birkihrísla á lóðinni. Hins vegar njóta garðeigendurnir blómstrandi sírena, limgerðis og trjáa nágrann- ans sem eru á lóðarmörkum svo ekki þarf að gráta eigið trjáleysi. Á víð og dreif í sprungum í klöpp- unum hafa fjölærar jurtir skotið rótum. Sumar voru settir þar nið- ur, aðrar hafa komið og sest þarna að af eigin rammleika. Töluvert ber á marglitum valmúa, sem virð- ist eiga auðvelt með að tylla sér þarna niður. Guðbjörg segir að erfiðara hafi verið að fá íslensku fjóluna til að haga sér eins og hún hafi helst viljað. Fjólan virðist en þar fyrir utan má líta svo á að jafnvel illgresið geti farið hér vel. Þetta er náttúrugarður og illgresið er vissulega hluti af náttúrunni og ástæðulaust að leggja mikla vinnu í að hreinsa það í burtu. fridabjornsdottir@gmail.com bara skjóta upp kollinum á ólíkleg- ustu stöðum, óháð óskum mann- fólksins. Það kemur öllum saman um að þetta sé þægilegur garður, sem eiginlega þurfi ekkert um að hugsa. Í honum er lítið af illgresi Hvíld er góð Milli trjánna í öðrum enda garðsins er hengirúm. Sindri Snær nýtur hvíldarinnar vel. Risavalmúi Rauður liturinn fer vel við umhverfið í grjótgarðinum. Tjörnin og fossinn Fínlegur, fjölær gróður hefur fest rætur í sprungunum.Smáaðskilnaður Selma og Sindri öðrum megin veggjarins og Guðbjörg hinum megin. Þegar rignir fyllist tjörnin af vatni og sömuleiðis allir bollar í steinhellunni í kring, en í langvarandi þurrkum minnkar vatnið og þá þarf að bæta í hana svolitlu vatni. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 25 Vestmannaeyingar minntust þess um helgina að þann 3. júlí voru 35 ár frá því Heimaeyjargosið, sem hófst þann 23. janúar 1973, var endanlega blás- ið af. Brottfluttir flykktust til Eyja til að sýna sig og sjá aðra og fylgjast með fjölbreyttri dagskrá sem stóð frá fimmtudegi til sunnudags. Lætur nærri að um 2.500 manns hafi komið til Eyja til að gleðjast með Eyjaskeggjum á þessum tímamótum. Og gleðin var ríkjandi því allt fór vel fram og veður lék við Eyjarnar allan tímann þó minna hafi verið um sólina en veðurstofur lofuðu.    Aldrei hafa eins margir Íslendingar verið í bráðri hættu og þegar gos hófst á Heimaey veturinn 1973. Þá bjuggu um 5.200 manns í Vestmannaeyjum og sáu íbúarnir að mestu sjálfir um að koma sér í land með eigin flota. Þegar þangað var komið stóðu Ís- lendingar allt í einu uppi með á sjötta þúsund flóttamenn sem var ansi stór hluti fámennrar þjóð- ar. Enginn fórst og tókst að leysa með einhverjum hætti mál flestra. Ennþá gaus þegar hreins- unarstarf hófst og um áramót höfðu rúmlega 1.200 manns flutt til baka.    Þessa hafa Eyjamenn minnst árlega í byrjun júlí frá árinu 1998, þegar 25 ár voru frá goslokum. Þá var efnt til sýninga, lagið tekið og hápunkturinn var þegar hist er í Skvísusundi þar sem tónlist hljómaði úr hverri kró og fólk rifjaði upp gömul kynni og ný. Þarna skapaðist hefð sem hefur haldist síðan reyndar með meiri viðhöfn þegar afmæli stendur á heilum eða hálfum tug eins og nú.    Ekki voru færri en fimm myndlistarsýningar í boði og tónlistin var í hávegum höfð. Megas kom með sína Senuþjófa þar sem mættu um 600 manns, 700 til 800 hlýddu á Eyjalög en þessir tónleikar fóru hvorir tveggja fram í Höllinni. Um 100 hlýddu á sögur úr gosinu í Vélasalnum sem að sumra mati voru einn hápunktur hátíðarinnar, 1.500 til 2.000 tóku þátt í skrúðgöngu út á Skans og sjaldan eða aldrei hafa fleiri sést á Stakkagerðistúni þar sem fjölskyldan öll gat fundið eitthvað við sitt hæfi í boði bæjarins og Sparisjóðsins. Í Skvísusundi var stærsta ættarmót landsins þar sem mættu um 5.000 manns föstudags- og laugardagskvöld.    Á sunnudeginum mættu um 200 manns til að verða vitni að því þegar Eyjapistlar Arnþórs og Gísla Helgasona frá því í gosinu voru settir inn á heimaslod.is sem er alfræðiorðabók um Vest- mannaeyjar á Netinu. Botninn í þetta allt slógu þeir Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson með tónleikunum í Höllinni á sunnudagskvöldið og þar voru um 400 manns.    Í sögulegu tilliti var þetta líka merkishelgi fyrir Eyjamenn sem fengu nýja vatnsleiðslu frá landi. Vígð var vatnsátöppunarverksmiðja, skrifað undir samning við ríkið um Þekkingarsetur Vest- mannaeyja og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fyrsti áfangi Eldheima sem verða hluti af gosminjasafni þar sem verið er að grafa upp hús sem fóru undir vikur í gosinu voru kynntir. Þar fór tískusýning sjö hönnuða sem allir tengdust Vestmannaeyjum. VESTMANNAEYJAR Eftir Ómar Garðarsson úr bæjarlífinu um og tannískum ávexti og ættu því að falla í kramið hjá Íslendingum. Soligamar Tempranillo Gar- nacha 2006 er ágengt en einfalt í uppbyggingu með ungum, svörtum ávexti, sólberjum og kirsuberjum. Vel uppbyggt með stömum tann- ínum en engri finnanlegri eik. 1.590 krónur. 87/100 Soligamar Crianza 2003 er vín nokkrum stærðum fyrir ofan hefð- bundin Crianza-vín, þroskaður berjaávöxtur í nefi, vanilla, jörð og kaffi. Langt og nokkuð tannískt, myndi mæla með umhellingu áður en vínið er borið fram með nautakjöti. 1.690 krónur. 89/100 Soligamar Reserva 2001 er kraft- mikill en að sama skapi fínlegur og elegant Rioja. Krydduð angan með kanil og túrmerik í bland við dökkan ávöxt, plómur og sólber, þykkt í munni með nokkuð mildum tann- ínum. Karaktermikið vín. 1.990 krón- ur. 91/100 Þriðja vínhúsið er loks Vina Sal- ceda sem er staðsett á mörkum und- irsvæðinu Alavesa og Alta – Rioja Altavesa-megin. Salceda var stofnað árið 1974 af nokkrum framleiðendum á svæðinu en er nú í eigu vínhússins Chivite í Navarra. Vina Salceda Crianza 2004, þykk eikuð angan með kókos og dökkum berjum, Töluvert kryddað. Allstórt í munni, mun meira vín en Crianza- skilgreiningin gefur til kynna. Þetta vín er betra en margar Reservur. 1.550 krónur. 89/100Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.