Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is MARKVISST hefur verið unnið að því á undanförnum árum að bæta að- búnað á heimilum aldraðra í takt við kröfur nútímans. Á árum áður þótti ekki tiltökumál að margir væru sam- an í herbergi. Nú er stefnan sú að hver heimilismaður verði einn í her- bergi með þann besta aðbúnað sem völ er á og sérsalerni. Þessar breytingar hafa óhjá- kvæmilega leitt til þess að rýmum hefur fækkað á heimilunum og því leita þau leiða til að fjölga rýmum með nýbyggingum, enda þörfin brýn eins og allir vita. Elliheimilið Grund tók til starfa fyrir rúmlega 85 árum. Þar eru við stjórnvölinn hjónin Guð- rún Gísladóttir og Júlíus Rafnsson. Morgunblaðið heimsótti þau hjón á Grund við Hringbraut í Reykjavík til að forvitnast um starfsemina og þau áform sem uppi eru um framtíð- aruppbyggingu. Heimilismönnum hefur fækkað jafnt og þétt í Reykjavík og nefnir Júlíus sem dæmi, að þeir hafi verið um 330 á Grund þegar hann tók þar til starfa fyrir um 20 árum. Það stefnir í enn frekari fækkun á rýmum og þegar allar breytingar og end- urbætur verða um garð gengnar er áætlað að heimilismenn verði 125 til 130, sem er um 100 rýma fækkun frá því sem nú er. Þegar til framtíðar er litið verði á Grund hjúkrunarrými um 100 og dvalarrými á bilinu 20-25. Þau Guðrún og Júlíus segja að þetta sé í samræmi við þá stefnu stjórn- valda að fólk búi sem lengst á heim- ilum sínum, hvort sem um er að ræða eigin íbúðir eða leiguíbúðir í tengslum við hjúkrunarheimili. Því verði í framtíðinni meiri þörf fyrir hjúkrunarrými en dvalarrými því fólk komi veikara inn en áður. Stjórnendur Grundar hafa lengi hug- leitt útvíkkun á starfseminni til að mæta þeirri fækkun sem orðið hefur á Grund og mun verða í fram tíðinni. Grund hefur heimild til að reka 237 rými og vill að sjálfögðu leita allra leiða til að nýta þær. Ekki gefst möguleiki á að stækka frekar hús- næði Grundar við Hringbraut og því verður að leita annað með nýbygg- ingar. Grund hefur ritað Reykjavík- urborg bréf með ósk um lóð undir ný- byggingu en svar hefur ekki borist. Vilja byggja í Urriðaholti Nýlega kom fram í fréttum að Grund og Oddfellow-reglan hefðu undirritað samning um lóð undir byggingu hjúkrunarheimilis á landi sem reglan á í Urriðaholti í Garðabæ. Júlíus hefur starfað innan reglunnar og gegnt þar trúnaðarstörfum. Hann kveðst hafa vitað um áhuga regl- unnar á að reisa þarna hjúkr- unarheimili og í framhaldinu hafi verið gengið frá samningum. Grund hefur sent ósk til félags- og trygg- ingamálaráðuneytisins um að fá að byggja í Urriðaholti. Vonast Guðrún og Júlíus eftir að fá fund fljótlega með Jóhönnu Sigurðardóttur ráð- herra til að fara yfir þessi mál. Hugmyndin er sú að heimilið verði rekið samkvæmt nýjustu stefnum sem nú eru uppi í öldrunarmálum. Íbúðaeiningar verði smáar, um 10 til 12 manns í hverri. Áhersla verð- urlögð á að þeir sem búi í þessum einingum leggi sitt af mörkum til að skapa heimilislegan blæ. Heimili, ekki stofnun Er þessi stefna í anda Gísla heitins Sigurbjörnssonar, sem var forstjóri Grundar í meira en 60 ár. Guðrún er dóttir Gísla og rifjar Júlíus tengda- sonur hans upp að Gísli hafi eitt sinn sagt við sig. „Júlíus, mundu að Grund er heimili en ekki stofnun.“ Þau Guðrún og Júlíus hafa trú á því að á Urriðaholti verði hægt að reisa framúrskarandi hjúkrunar- heimili. Á svæðinu verði margvísleg starfsemi og nálægt sé einhver mesta náttúruperla höfuðborg- arsvæðisins. Takist samningar milli Grundar og ríkisins um heimilið fljót- lega gætu framkvæmdir væntanlega hafist undir lok ársins 2009 og heim- ilið yrði tekið í notkun seinni hluta árs 2011. Grund hefur nú um nokkurt skeið annast rekstur hjúkrunardeildar fyr- ir aldraða í Landakoti. Var samið við Grund í kjölfar útboðs, sem Land- spítalinn auglýsti. Þarna dvelja 18 sjúklingar, sem bíða eftir að komast í varanlega dvöl á hjúkrunarheimili. Reksturinn hefur gengið vel og er vilji til þess hjá stjórnendum Grund- ar að taka að sér rekstur fleiri deilda á Landakoti. Ríkið greiðir enga húsaleigu Grund er ekki með þjónustusamn- ing við ríkið og reyndar er aðeins eitt heimili með slíkan samning, Sóltún. Þau Guðrún og Júlíus segja skjóta skökku við að slíkir samningar skuli ekki vera til staðar því öldrunarþjón- ustan velti 20 milljörðum á ári. Grund fær greidd daggjöld með hverjum sjúklingi og bak við gjaldið er ákveðið reiknilíkan. Þá nefna þau Guðrún og Júlíus að ríkið greiði enga húsaleigu á Grund, og það þurfi að leiðrétta. Sóltún fái greidda húsa- leigu, einnig sambýli og skólar, t.d. fái Verslunarskólinn greidda húsa- leigu svo dæmi sé tekið. Vilja byggja fleiri heimili  Vegna endurbóta á Grund við Hringbraut hefur heimilisfólkinu fækkað umtalsvert  Stjórnendur Grundar hafa áhuga á að byggja heimili fyrir gamla fólkið á fleiri stöðum Stjórnendur Hjónin Guðrún Gísladóttir og Júlíus Rafnsson eru fram- kvæmdastjórar elliheimilisins Grundar. Morgunblaðið/Valdís Thor Urriðaholt Þannig mun Urriðaholtið í Garðabæ líta út. Hjúkrunarheimilið sem Grund vill reisa verður efst á holtinu. Í HNOTSKURN »Grund er sjálfseign-arstofnun sem rekur tvö heimili fyrir aldraða, Grund í Reykjavík og Ás í Hveragerði. »Heimilismenn á Grund íReykjavík eru nú um 220, þar af 187 í hjúkrun, og í Ási eru 150 heimilismenn, þar af 26 á hjúkrunardeild. »Forsvarsmenn Grundarstefna að því að reisa 7.500 fermetra byggingu í Urr- iðaholti með allt að 100 hjúkr- unarrýmum. »Beiðni þessa efnis er kom-in á borð félags- og trygg- ingamálaráðuneytisins. HEIMILISLEGT andrúmsloft og umhverfi er kjarninn í þeirri hugmyndafræði sem Grund hefur hug á að byggja rekstur heim- ila sinna á. Meðal annars er í þeim efnum horft til hugmyndafræði sem nefnd er Eden-valkosturinn en markmiðið þar er að sporna gegn einmanaleika, hjálparleysi og leiða. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir, sam- skiptafulltrúi á Grund, segir að nokkrir starfsmenn sem sótt hafi ráðstefnu um Eden-hugmyndafræðina nýlega hafi heillast og í kjölfarið ætla forsvarsmenn heimilisins að kynna sér nánar þessa starfsemi í sumar og heimsækja Færeyjar en þar er nú starf- rækt heimili í þessum anda sem getið hefur sér mjög gott orð. Félagsmálaráðherra Færeyja, Hans Pauli Ström, hefur að sögn lýst því yfir að þetta verði stefnan á öllum þeirra heimilum í framtíðinni. Heimili þar sem fólki líði vel Guðbjörg segir að það sé athyglisvert að hugmyndafræði Eden-stefnunnar sé ekki ósvipuð því sem lagt var upp með í upphafi þegar elliheimilið Grund var stofnað fyrir rúmlega 85 árum. Inntak Eden-valkostsins er að fólk býr ekki á stofnun, heldur á heimili þar sem því líður vel. Þar er heim- ilislegt um að litast, falleg blóm sem þarf að hugsa um, gæludýr sem þurfa umhyggju og börn velkomin. Hugsunin er alls ekki sú að hver heimilismaður sé með kött inni hjá sér, hund eða naggrís. Hvert heimili finni út hvað því hentar eða hentar ekki hverju sinni og vinni út frá því. Eins er með börn- in. Barnabörnin geta komið og gist hjá ömmu eða afa ef vilji er fyrir því og geta hjá heimilisfólkinu, herbergin eru nægilega stór og rúmgóð. Stundum er stofnað til samstarfs við nærliggjandi skóla. Virkjað í ýmis störf Hjúkrunarheimilum er skipt niður í 8-12 manna einingar sem hver um sig telst þá heimili. Hver einstaklingur hefur stórt her- bergi útaf fyrir sig með baði og síðan er rúmgott sameiginlegt rými. Að sögn Guð- bjargar er áhersla lögð á að íbúarnir móti andann á heimilinu sínu. Heimilisfólk er virkjað í ýmis störf ef geta er fyrir hendi og löngun en það getur líka verið útaf fyrir sig ef það vill. Það bakar með starfsfólkinu, gefur blómunum vatn og næringu og tekur á móti börnunum. Starfsfólkið vinnur með kærleika og vináttu að leiðarljósi og reynir að finna hvar styrkleikar heimilisfólksins liggja. Það er trú mannsins sem kenndur er við Eden-stefnuna, Bill Thomas, að allar mann- verur geti blómstrað til hinsta dags, líka þeir sem eru með heilabilun eða bundnir við rúmið. Bill Thomas er bandarískur, mennt- aður sem læknir frá Harvard-háskóla og ætlaði sér aldrei að starfa á hjúkrunarheim- ili. Hann var einn af þeim sem fannst góðri menntun sóað á slíkum stað. En hlutir þró- uðust á þann veg að einn daginn var hann orðinn yfirlæknir öldrunarstofnunar. Hann sinnti sínu starfi af alúð og einn daginn þegar hann var á stofugangi urðu straum- hvörf í þeim hugmyndum sem hann hafði um öldrunarstofnanir. Hann settist niður hjá roskinni konu sem var rúmföst og spurði hana hvernig henni liði. Hún hikaði andartak en horfði svo beint í augu hans og sagði: Ég er einmana. Við því átti læknirinn engin ráð og engin lyf. Orð gömlu konunnar fylgdu Orð gömlu konunnar fylgdu honum og einn daginn ákvað hann að setjast niður á setustofu öldrunarheimilisins og vera þar nokkra daga. Reyna á sjálfum sér hvernig það væri að vera á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Hann komst að því að þrennt am- aði að hjá fólkinu fyrir utan alla krank- leika. Þetta voru einmanaleiki, leiði og hjálparleysi. Þar með var boltanum kastað og Bill Thomas ákvað að gera eitthvað. Hann ákvað að stofna eigið heimili og aug- lýsti eftir starfsfólki. Fyrsta Eden-heimilið, Chase memorial Nursing home, varð að veruleika. Nú eru heimilin orðin nokkur hundruð talsins víðsvegar um heiminn. sisi@mbl.is Gegn einmanaleika, hjálparleysi og leiða Morgunblaðið/Árni Sæberg Samskipti Guðbjörg R. Guðmundsdóttir starf- ar sem samskiptafulltrúi á Grund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.