Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar lækkaði um 0,8% í gær og var loka- gildi hennar 4.217 stig. Færeyski bankinn Eik Banki lækkaði mest í viðskiptum gærdagsins, eða um 6,97% og þá lækkaði Føroya Bank um 2,76%. Þá lækkaði Landsbank- inn um 2,6%. Century Aluminum hækkaði um 3,7% og Bakkavör um 1,2%. Gengi krónunnar veiktist um 2,2% í viðskiptum gærdagsins og var loka- gildi gengisvísitölunnar 156,67 stig. Töluverð velta var á millibankamark- aði, eða fyrir 72,5 milljarða króna. Gengi Bandaríkjadals er nú 77,23 krónur, evru 122,82 krónur og punds 153,60 krónur. bjarni@mbl.is Áfram lækkanir ● DOMINIQUE Strauss-Kahn, hinn franski yf- irmaður Alþjóða- gjaldeyrissjóðs- ins, IMF, segir mestan hluta fjár- málakreppunnar vera liðinn hjá. Markaðir muni þó ekki ná sér á strik fyrr en árið 2009. Thomson Financial fréttaveitan vitn- ar í orð Strauss-Kahn á ráðstefnu í Úkraínu þess efnis að þær aðgerðir sem gripið var til þess að bregðast við ólgunni á mörkuðum hafi verið hæfilegar. Að sögn Bloomberg lagði hann einnig áherslu á nauðsyn samstillts átaks til lausnar verðbólguvand- anum. sverrirth@mbl.is Fjármálakreppan að mestu liðin hjá Dominique Strauss-Kahn ● HORFUR á íslenskum hlutabréfa- markaði til ársloka eru neikvæðar og til skamms tíma eru ekki kaup- tækifæri í hérlendum hlutabréfum, að því er segir í nýrri afkomuspá greiningardeildar Glitnis. Glitnir spáir áframhaldandi lækk- un úrvalsvísitölunnar, að hún muni standa í 4.000 stigum í árslok og að helst séu kauptækifæri í Marel og Bakkavör. Stærstu félögum er spáð lakari afkomu í ár heldur en reiknað var með í apríl. Þannig eigi arðsemi grunnrekstrar bankanna undir högg að sækja og ljóst sé að afskriftarþörf þeirra hafi aukist hratt á und- anförnum vikum. halldorath@mbl.is Neikvæðar horfur á hlutabréfamarkaði MIKLAR sveiflur urðu á bandarísk- um hlutabréfamörkuðum í gær, en þar hófst dagurinn með töluverðum lækkunum, sem gengu nær alveg til baka upp úr hádegi þar í landi, en áframhaldandi áhyggjur af stöðu íbúðalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac drógu hlutabréfavísi- tölur aftur niður áður en yfir lauk. Gengi bréfa Fannie lækkuðu um nær 25% í gær og bréf Freddie um 9,4%. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 1,14% og S&P 500 um 1,11%. Evrópskar vísitölur héldu áfram á niðurleið þeirri sem þær hafa verið á undanfarna daga. Eru það helst áhyggjur af ástandi efnahagsmála í Bandaríkjunum, sem og hækkandi olíuverði, sem taldar eru hafa valdið lækkununum, samkvæmt frétt Fin- ancial Times. Heimsmarkaðsverð á Brent-norðursjávarolíu hækkaði um 1,89% í gær og er nú 144,38 dalir á fatið. Breska FTSE-vísitalan lækk- aði um 2,69% og þýska DAX um 2,41%. bjarni@mbl.is Dapurleg viku- lok í kauphöllum Bandarískir lánasjóðir valda áhyggjum aður hans árið 2007 var aðeins einn tíundi af áætluðum hagnaði. Þá varð danska hagkerfið það fyrsta innan Evrópusambandsins til að renna inn í formlegt kreppuástand í apríl, en það er skilgreint sem tveir samhliða ársfjórðungar þar sem samdráttur verður í vergri landsframleiðslu. Danskir fjölmiðlar hafa sýnt þró- un mála hér á landi mikinn áhuga og hafa gefið í skyn að hrun íslenska bankakerfisins sé á næstu grösum. Hugsanlega hefðu þeir betur litið sér nær, en bjálkinn í dönskum augum virðist vera í stærra lagi. Eitthvað er rotið í Danaveldi Einn banki fær neyðarlán og annar gefur út afkomuviðvörun Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kreppa Ef marka má fréttir undanfarinna mánaða eru erfiðir tímar fram- undan fyrir danskt fjármála- og efnahagslíf, en það telst nú í kreppuástandi. FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FJÁRHAGSSTAÐA danska bank- ans Roskilde Bank er orðin svo slæm að bankinn hefur óskað eftir, og fengið neyðarlán frá danska seðla- bankanum upp á 750 milljónir danskra króna, andvirði um 12 millj- arða íslenskra króna. Ástæðan er sögð sú að bankinn muni þurfa að taka á sig stærri afskriftir vegna fasteignalána en vænst var. Í kjöl- farið sagði Svenska Handelsbanken, einn stærsti banki Svíþjóðar ekki út- lokað að hann myndi bjóða í danska bankann, að því er kemur fram á vef Børsen. Annar danskur banki, Forstædernes Bank gaf í gær út afkomuviðvörun, en horfur eru á mjög lakri afkomu bankans á árinu 2008. Fyrstir í formlega kreppu Árið 2008 hefur leikið danskt fjár- mála- og efnahagslíf grátt, en í árs- byrjun keypti danski bankinn Syd- bank allt hlutafé í keppinautnum Bank Trelleborg eftir að hlutabréfa- verð hins síðarnefnda hrundi í kaup- höllinni í Kaupmannahöfn, en hagn- Í HNOTSKURN » Samdráttur varð á vergrilandsframleiðslu Dan- merkur að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2007 og nam hann 0,2%. » Á fyrsta fjórðungi þessaárs nam samdrátturinn 0,6% og samkvæmt skilgrein- ingu er kreppa því hafin þar í landi. FYRSTA íslenska upplýsingakerfinu fyrir fjár- festatengsl, Paricap, var hleypt af stokkunum í gærmorgun, en kerfið var þróað af fyrirtækinu Vefmiðlun, sem m.a. rekur verðbréfavefinn M5. Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Vefmiðlunar, segir Paricap gera skráðum fé- lögum kleift að miðla markaðsupplýsingum um sig inn á vefsíður sínar, sjá um samskipti við hluthafa, fjölmiðla og fjárfesta með sjálfvirkum hætti. „Kerfið er bylting í heimi fjárfestatengsla því með kerfinu bjóðast skráðum félögum margar tækninýjungum sem ekki hafa áður sést. Um- sjónarmenn fjárfestatengsla hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins komu að þróun kerfisins og gefur það Paricap sterk meðmæli.“ Segir Friðbjörn að Vefmiðlun hyggist kynna Paricap á næstunni fyrir skráðum félögum hér- lendis en því til viðbótar hafi félagið tryggt sér aðgengi að markaðsgögnum fyrir öll skráð fyr- irtæki á Norðurlöndunum og byggt upp um- fangsmikið verðbréfagagnasafn um skráð félög. Aðrir markaðir koma vel til greina „Við förum okkur hægt og vöndum til verks. Fyrst sinnum við okkar viðskiptavinum hérlendis af metnaði áður en lengra er haldið. Aðrir mark- aðir koma vel til greina ef þar reynist eft- irspurn.“ Friðbjörn segir Paricap geta sparað fyrirtækjum fjármuni, sem komi sér vel, ekki síst slæmu árferði. „Paricap var þróað svo það tæki öðrum svip- uðum kerfum fram svo um munaði. Okkur hefur einnig tekist að bjóða kerfið á verðum sem eng- inn hefur áður getað boðið. Í samdrætti verða menn að horfa í hverja krónu.“ bjarni@mbl.is Fyrsta íslenska fjár- festatengslakerfið Tengsl Friðbjörn Orri segir Paricap mæta þörf- um fyrirtækja varðandi fjárfestatengsl. SPÁÐ er 0,5% hækkun verðlags í júlímánuði, sem þýðir að 12 mán- aða verðbólga kemur til með að aukast úr 12,7% í júní, í 13,1% í júlí. Verðbólgu- spáin kemur fram í Fókusi, riti greiningardeildar Landsbankans, en þar er talið að búast megi við að verðbólgan nái hámarki í haust í rúmum 14%. Helstu drifkraftar verðbólg- unnar eru taldir vera áframhald- andi hækkun á innflutningsverði, sem komi til með að hækka um 1- 1,5% að jafnaði í mánuðinum, en þar séu enn að koma fram áhrif veikrar krónu í júnímánuði. Áframhaldandi hækkanir á elds- neyti, ásamt hækkandi bifreiða- verði hafi einnig áhrif. Gert er ráð fyrir að út- söluáhrifin komi fyrr fram en áður við mælingu vísitölu neysluverðs, þar sem mælingar fari nú fram í miðjum mánuði, en ekki í byrjun eins og fyrri ár. Spáð er 12% lækkun á fatnaði og skóm sem komi til 0,5% lækkunar á vísitölu. Eins muni hægt lækkandi fast- eignaverð koma til lækkunar þótt vextir af húsnæði vegi á móti ásamt ýmsum hækkandi rekstr- arliðum fasteigna. Vegna veikrar krónu er hins vegar gert ráð fyrir að verðbólgan lækki ekki eins ört og gert var ráð fyrir. sigrunrosa@mbl.is Verðbólgan verði orðin 13,1% í júlí ) *+               ! "##$ ,- .//0   .            !"#   #$# % $#  & !#' # ( ) *  $+ ,  $+ #   - .#$)  $  / $+ % $# *  $+  0   12345 1 '67 8 9:8%  ;<'#  =   1/ - //)     $# #> <  $# 2' 2?9 !#  $# 9@<  $ 5A:#  ;<))#$) '#7  7#$  B#$$   7#$  , /2 //3  C$< '#$' C &  $+#  & '#7: $   45 +  ! &!  #!  &!&% #!# $! &!$# ! !" "%! !# %! !%# "!% ! & %&! #! ! $ ! ! ' "!# $"#! ' '                              B#7 ## + ) #$ ;#%7 D  + ) E -  1  F       F  F F F  F   F  F   F      6 6          6 6 6    6 6    F F       F 6 F    6 6 6 F    6      FF F    F      F  6  F   6 9: +# #7 #   F F   6 6 6 F 6 6 6  6 6 G ) $#$) #7 7                 F              ; ; ; 40H 6 40H 7 %# " $ (! (!$   40H  8 H ) "$ ( !" *!   G> I$ 5 + J ) # )% ( ! (!"   9;1! G H #)& &)# (! (!$   40H 9 40H 2F $)  % (!" (!   ● VEGNA fréttar Morgunblaðsins af hlutdeild Kaupþings á skuldabréfa- markaði vill Kaupþing koma því á framfæri að fyrstu sex mánuði ársins var hlutdeild bankans í skuldabréfa- veltu 24,2%, sé litið á tímabilið í heild. Að jafnaði var Kaupþing þar með stærsti markaðsaðilinn í skuldabréfaviðskiptum á fyrrgreindu tímabili. Næstir á eftir koma Landsbank- inn, með 22,5%, og Glitnir með 17,5%. halldorath@mbl.is Kaupþing að jafnaði með mestu veltuna ● BELGÍSKI bjórframleiðandinn In- Bev hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í Anheuser-Busch um 5 dali á hlut og býður nú 70 dali á hvern hlut. Nýtt til- boð hljóðar í heild upp á 50 milljarða dala, um 3.800 milljarða króna. Líklegt þykir að tilboðinu verði tek- ið, að því kemur fram á vef Wall Street Journal. InBev er annar stærsti bjórframleiðandi heims og framleiðir meðal annars Stella Arto- is bjór. Anheuser-Busch er þriðji stærsti framleiðandinn og sá stærsti í Bandaríkjunum, en fyrirtækið fram- leiðir Budweiser ásamt öðrum teg- undum. halldorath@mbl.is InBev hækkar tilboðið í Anheuser-Busch

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.