Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 17 ÞESSAR kátu konur eru meðlimir í Huayi- klappstýruliðinu sem mun stýra klappi á Ólymp- íuleikunum í ágúst og Ólympíuleikum fatlaðra í september. Þegar myndin var tekin í gær voru þær við æfingar í Beijing. Þær eru á aldrinum 49 ára til 73 ára, sem sumum þykir ef til vill í eldri kantinum fyrir klappstýrur, en þær eru sprækar fyrir því. Ólympíuleikarnir verða settir 8. ágúst en í Kína þykir talan átta mikil happatala. Reuters Litríkar klappstýrur búa sig undir Ólympíuleikana Stokkhólmi. AFP. | Danir, Finnar og Norðmenn hafa látið í ljós áhyggjur af nýjum sænskum lögum sem veita yfirvöldum í Svíþjóð víðtæka heim- ild til að hafa eftirlit með fjar- skiptum til og frá landinu – tölvu- pósti, símtölum og sms-skilaboðum. Lögin voru samþykkt með naum- um meirihluta atkvæða á sænska þinginu í síðasta mánuði. Sænska stjórnin segir eftirlitið nauðsynlegt til að tryggja öryggi landsins, eink- um í baráttunni gegn hryðjuverka- starfsemi. Finnsk-sænska símafyrirtækið TeliaSonera kvaðst hafa ákveðið um leið og lagafrumvarpið var kynnt að flytja netþjóna sína frá Svíþjóð til Finnlands. Við- skiptavinir fyrirtækisins hefðu haft áhyggjur af því að tölvupóstar þeirra yrðu lesnir ef netþjónarnir yrðu áfram í Svíþjóð. Danska hreyfingin TI-Politisk Forening, sem beitir sér fyrir ígrundaðri löggjöf um upplýs- ingatækni, hefur krafist þess að bundinn verði endi á „eftirlit Svía með netumferðinni í heiminum“. Að minnsta kosti einn stjórnarand- stöðuflokkur í Danmörku hefur hvatt Anders Fogh Rasmussen for- sætisráðherra til að ræða málið við sænsk stjórnvöld. Þá hefur ríkisstjórn Noregs fyr- irskipað opinbera rannsókn á áhrif- um sænsku laganna á hagsmuni Norðmanna. bogi@mbl.is Neteftirliti mótmælt KONUR í yfir 70 löndum þar sem fóstureyðingar eru takmarkaðar verulega leita nú til vefsíðna þar sem seld eru fóstureyðingarlyf. Könnun meðal 400 viðskiptavina slíkrar síðu, Women on Web, leiddi í ljós að 11% kvennanna þurfti að skera upp eftir að þær höfðu tekið lyfin, því fóstrinu hafði ekki verið eytt að fullu eða vegna blæðinga. Síðan sendir lyf til kvenna sem eru komnar allt að níu vikur á leið eða búa þar sem fóstureyðingar eru takmarkaðar, m.a. í Norður-Írlandi og Póllandi. sigrunhlin@mbl.is Fóstureyð- ing á netinu Eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur sigrunhlin@mbl.is ÞEIR gestir Ólympíuleikanna sem hugðust gæða sér á hinni umdeildu krás, hundakjöti, í Beijing í ágúst gætu orðið fyrir vonbrigðum. Stétt- arfélag veitingamanna í Beijing hef- ur gefið út bann við því að opinberir veitingastaðir Ólympíuleikanna, 112 talsins, bjóði upp á hundakjöt. Öðr- um veitingastöðum í Beijing er einn- ig ráðið frá því að hafa hundakjöt á matseðlum sínum. Aðgerðir stjórnvalda og skipu- leggjenda Ólympíuleikanna í því skyni að gera Beijing snyrtilegri, öruggari og ferðamannavænni eru nú í algleymingi. Barist við „hrákavandamál“ Herferð gegn því sem talinn er einn versti ósiður íbúa í Beijing hófst fyrir tveimur árum. Í mars á þessu ári var haldinn „hrákalaus dagur“ við dræmar undirtektir borgarbúa. Námskeið voru haldin þar sem menn æfðu sig í að hrækja ekki á götuna. Hrákaverðir fylgjast með almenn- ingi og dreifa hrákapokum. „Það að hrækja er lífshættulegra en atóm- sprengja“ er slagorð herferðarinnar. 400.000 íbúar í Beijing hafa verið sendir á enskunámskeið. Leigubíl- stjórar, lögreglumenn og hót- elstarfsmenn hafa verið þjálfaðir í kurteisissiðum og ensku, og jafnvel japönsku, rússnesku og arabísku. Umdeildar öryggisráðstafanir Öryggisyfirvöld tilkynntu í gær að fimm áætlanir um hryðjuverkaárás- ir á leikunum hafi verið afhjúpaðar og gerðar að engu. Lögregla hefur tvo síðustu daga drepið fimm með- limi múslimska Uighur-þjóðflokks- ins og sent bresk-tíbeska konu úr landi. Mannréttindasamtök hafa sakað stjórnvöld um að ráðast gegn friðsömum gagnrýnendum komm- únistastjórnar undir því yfirskini að um öryggisráðstafanir vegna Ól- ympíuleikanna væri að ræða. Ekkert hundakjöt í Beijing AP Stjörnusnakk Veitingamaður í Beijing býður krossfiska á priki. Yfirvöld í Kína vilja útrýma hundakjöti, hráka og þörungum fyrir Ólympíuleika í júlí frá kr. 44.990 Heimsferðir bjóða frábært sértilboð til Fuerteventura, sem hefur svosannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Bjóðum takmarkaðan fjölda íbúða á þremur af okkar vinsælu gististöðum, Maxorata Beach, Oasis Dunas og Oasis Papagayo á hreint ótrúlegum kjörum. Íbúðahótelin eiga það sameiginlegt að vera vel staðsett í Corralejo og nálægt miðbænum. Á hótelunum er góð aðstaða, s.s sundlaugargarðar, sólbaðsaðstaða, barnaleiksvæði, veitingastaðir og fjölbreytt aðstaða til íþróttaiðkunar. Það er því því nóg um að vera við leik og skemmtun. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað við góðan aðbúnað. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Maxorata Beach, Oasis Dunas eða Oasis Papagayo í viku. Aukavika kr. 15.000. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Maxorata Beach, Oasis Dunas eða Oasis Papagayo í viku. Aukavika kr. 15.000. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. *** Góð gisting ***Fuerteventura Maxorata Beach - Oasis Dunas - Oasis Papagayo Frábær sértilbo ð yfir verslun armann ahelgin a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.