Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 11 FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÉG kom fyrst til Kenía í október 2006. Við hjá ABC kynntumst Paul Ramses þegar hann var á Íslandi í heimsókn og í kjölfarið vaknaði áhugi á að hefja hjálparstarf í Naí- róbí,“ segir Þórunn Helgadóttir, en hún vinnur á vegum ABC-barna- hjálpar í Naíróbí. Hún vinnur með munaðarlausum og fátækum börn- um í Mathare-fátækrahverfinu en í hverfinu búa 800.000 manns á svæði sem er á stærð við Fossvogsdalinn. Fékk hugljómun „Ég fór fyrst í mánaðarlanga ferð til að skoða aðstæður í Naíróbí og fór svo aftur strax í byrjun nóv- ember [2006]. Ég fékk hugljómun í millitíðinni þegar ég var heima á Ís- landi. Eftir dvölina í Naíróbí fann ég mig knúna til þess að gera eitthvað. Þá var ekki aftur snúið og ég fann strax að þetta var rétt ákvörðun,“ segir Þórunn. Eftir mánaðardvöl Þórunnar í Naíróbí var ákvörðun tekin um að hefja hjálparstarf þar. Illa til reika og ölvaður „Ég bjó fyrst hjá Paul [Ramses] en hann var að fara að gifta sig og var með tímabundið húsnæði. Ég hitti svo stuttu seinna götustrák sem var að betla. Hann var mjög illa til reika, ölvaður og hálfruglaður. Ég spurði drenginn hvort hann vildi ekki mennta sig. Hann svaraði því játandi og í kjölfarið mæltum við okkur mót.“ Drengurinn sem Þór- unn hitti var 14 ára þegar hún kynntist honum en móðir hans hafði dáið fjórum árum áður. Faðir hans hafði verið á drykkjutúr síðan og ekkert hirt um drenginn. Þórunn útvegaði húsnæði í kjöl- farið en ABC bókaði nýtt hús sem er fyrir utan Mathare, en í húsnæðið sækja börn skóla og aðhlynningu. Verkefni ABC eru nánast alfarið rekin með frjálsum framlögum ein- staklinga en ABC styður núna 550 börn til náms í Naíróbí og þar af búa 200 börn á heimilum ABC í út- hverfum borgarinnar. Mörg barnanna í Mathare- hverfinu hafa misst báða foreldra sína úr alnæmi en þriðji hver full- orðinn í hverfinu er HIV-jákvæður. Börnin búa við mikla fátækt og eiga sér litla von. Starf Þórunnar og ABC-barnahjálpar er auðvitað dropi í hafið samanborið við þann fjölda barna sem þarna búa en starfið hef- ur þó gengið vel. Ekki virðist vera til fjármagn hjá kenískum stjórnvöld- um til þess að bregðast við vand- anum. Samuel Lusiru Gona, eig- inmaður Þórunnar, segir að fyrir fjórum árum hafi Þjóðverjar staðið fyrir uppbyggingu í Mathare til þess að tryggja fólkinu þar mannsæm- andi húsnæði. Verkefnið fólst í því að reisa ný og betri hús í stað báru- járnskofanna. „Skyndilega brutust út óeirðir því fólk hélt að verið væri að taka af því húsnæði. Fólkið virtist ekki skynja að Þjóðverjarnir væru þarna til þess að hjálpa,“ segir Samuel. Verkefnið byrjaði á ákveðnum hluta Mathare og var mikil spenna því eignatengsl og eignarhald á skúrunum í hverfinu eru flókin. Eignaréttur er virtur en oft eru eigendur lóðar og húss ekki þeir sömu og leigir fólk skúrana fyr- ir lítið fé. Þónokkrir létust í óeirð- unum. Þjóðverjar drógu sig út úr verkefninu í kjölfarið og uppbygg- ingin stöðvaðist. „Atvinnuleysið er rótin að vand- anum því ef fólk hefur tekjur getur það leigt sér húsnæði og orðið bjarg- álna, en menntunarstigið er vissu- lega lágt,“ segir Þórunn. Hún segir að allur gangur sé á því hvaða menntun börnin hafa fengið. „Oft er það þannig að foreldrarnir eru látn- ir, oftast úr alnæmi, og enginn sem fylgist með börnunum. Menntuninni lýkur því snemma. Við erum að hjálpa börnum sem eru kannski 13 eða 14 ára og eru hvorki læs né skrifandi, en sjáum líka dæmi um börn sem hafa fengið menntun upp í 6.-7. bekk,“ segir Þórunn. Ástandið í Kenía var ekki nærri því svona slæmt áður en alnæmisfaraldurinn reið yfir landið. Hvað getum við gert? Þórunn hóf sitt starf hjá ABC með því að gerast stuðningsforeldri. Með smáu framlagi er hægt að tryggja barni framtíð, en samtökin reiða sig nánast algjörlega á fram- lög einstaklinga. Hægt er að gerast stuðningsforeldri á vefsíðu samtak- anna, TENGLAR .............................................. www.abc.is. Enn er von í Kenía  Starf ABC-barnahjálpar í Naíróbí er nær alfarið rekið með frjálsum fram- lögum einstaklinga  800.000 manns á svæði á stærð við Fossvogsdalinn Ljósmynd/Þórunn Helgadóttir Menntun Það þarf ekki mikið til að gleðja börnin, enda áttu þau mjög bágt áður en hjálp barst. Þessi drengur er meðal þeirra barna sem hefur verið gert kleift að ganga menntaveginn með aðstoð ABC-barnahjálpar. Samtökin styðja nú 550 börn til náms í Naíróbí. Ljósmynd/Þórunn Helgadóttir Hjón Þórunn kynntist eiginmanni sínum, Samuel Lusiru Gona, í brúðkaupi Pauls Ramses. Þórunn og Samuel giftu sig í fyrra við hátíðlega athöfn. Ljósmynd/Þórunn Helgadóttir Eymd Mörg börn í Mathare lifa við skelfilegar aðstæður og er ekki óalgengt að þau séu ein og afskiptalaus. Það gerir starf hjálparsamtaka enn brýnna. TM, Trygginga- miðstöðin, hefur ákveðið að styrkja aðstand- endur Þjóðhátíð- ar í Vest- mannaeyjum til uppbyggingar á þeim mann- virkjum sem skemmdust eða eyðilögðust í eldsvoða í Herjólfsdal í lok maí sl. Reyndust mannvirkin ekki tryggð og í tilkynningu lýsa aðstandendur hátíðarinnar yfir mikilli ánægju með þennan stuðning TM. Hann er sagður skipta sköpum við uppbygg- ingu á mannvirkjunum. Aðeins eru um þrjár vikur þar til fjörið hefst í dalnum fyrir alvöru. bjb@mbl.is TM styrkir Eyjamenn Nú styttist í Þjóðhátíðina. STUTT BORMENN Héðinsfjarðarganga eru nú komnir 482 metra inn í fjall- ið Héðinsfjarðarmegin en Ólafs- fjarðarmegin er búið að bora 3.333 metra, að því er fram kemur á vefn- um siglo.is. Þar segir að vatn hafi verið að angra bormenn við Héðins- fjörð, en þó ekkert eins og í göng- unum við Ólafsfjörð. Þar hefur ekk- ert lát verið á vatnsflaumnum, enda voru aðeins sjö metrar boraðir núna síðustu vikuna. Borun frá Siglufirði yfir í Héðins- fjörð er sem kunnugt er lokið. Alls eru göngin og tilheyrandi vegir og vegskálar 14,2 kílómetrar að lengd. Alls starfa nú um 100 manns við gangagerðina. bjb@mbl.is Enn leki við Ólafsfjörð ÞEIM einstaklingum sem gera vinnusamninga með aðstoð Trygg- ingastofnunar fer fjölgandi ár frá ári og stefnir í að um 400 lífeyr- isþegar nýti sér vinnusamningana á þessu ári. Þetta kemur fram á vef Tryggingastofnunar. Fjöldi þeirra sem eru með vinnu- samninga hefur vaxið ár frá ári en þeir eru hugsaðir sem tækifæri fyr- ir einstaklinga með skerta starfs- getu til að hljóta þjálfun til starfa á almennum vinnumarkaði. Árið 2003 voru 237 einstaklingar með slíka samninga en áætlað er að á þessu ári verða þeir um 400. Viðkomandi verður að njóta ör- orkulífeyris, örorkustyrks, end- urhæfingarlífeyris eða slysaörorku sem er undir 50% samkvæmt mati læknis til að geta gert vinnusamn- ing með þessum hætti. Fleiri vinnu- samningar TR „VIÐ erum með 550 börn á okkar snærum í Naíróbí en við stefnum á að hjálpa þúsundum barna. Við er- um með rúmlega 40 starfsmenn í starfinu,“ segir Þórunn Helgadótt- ir. Hún segir Keníabúa mjög opið og skemmtilegt fólk sem eigi sér áhugaverða sögu og menningu. „Það er ofboðslega gott að vera í Kenía, þetta er fallegt land. Fólkið í Mathare-hverfinu í Naíróbí býr hins vegar við hörmulegar að- stæður, en það eru engar skólp- lagnir í hverfinu og hreinlæt- isaðstaða er sama og engin. Fólk baðar sig í bárujárnsskúrum og á erfitt með að verða sér úti um vatn, því það er af skornum skammti. Fæstir eru með raf- magn,“ segir Þórunn. Millistéttin er lítil í Kenía og stór hópur vinn- andi fólks er ekki aðeins að sjá um sig og sína nánustu, heldur líka stóran hóp ættingja, en sam- hjálpin er mjög sterk. Þórunn nefnir dæmi um konu með fjögur börn þar sem eiginmaðurinn var látinn og bróðir hennar látinn líka. Sá hún því um börn hans til við- bótar við sín eigin, sjö í heildina. Setja markið hátt Í forsíðufrétt Morgunblaðsins í gær um útrásarverkefni íslensku fyr- irtækjanna Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest misrit- aðist nafn Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra GGE. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Ásgeir er Margeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.