Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LEIÐTOGAR um 40 ríkja koma saman í París á morgun til að hleypa af stokkunum flaggskipi utanríkis- stefnu Nicolas Sarkozys Frakk- landsforseta – Miðjarðarhafssam- bandinu – nú þegar Frakkar fara fyrir Evrópusambandinu. Ekki er þó búist við því að afrakst- ur jómfrúrferðarinnar verði mikill, enda leggur skipstjórinn meiri áherslu á að þræða fyrir öll sker, forðast boðaföll og gusur. Það telst þó talsvert afrek að Sar- kozy forseta skyldi takast að fá leið- togana 40 til að sitja við sama borð og er til marks um mikil áhrif Frakka í Norður-Afríku og Mið-Austurlönd- um. Alls eiga 44 lönd aðild að Miðjarð- arhafssambandinu – 27 aðildarríki Evrópusambandsins og 17 lönd við sunnan- og austanvert Miðjarðarhaf. Sumar aðildarþjóðir nýja sambands- ins hafa eldað grátt silfur í aldir. Sarkozy segir að markmiðið með stofnun Miðjarðarhafssambandsins sé að reisa brú milli norðurs og suð- urs, araba og Ísraela, múslíma, gyð- inga og kristinna manna. Sögulegt handaband? Fyrsti fundur sambandsins er að ýmsu leyti sögulegur, meðal annars vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogar Ísraels og Sýrlands sitja við sama borð. Bjartsýnismenn vona að á leiðtogafundinum gefist jafnvel tækifæri til að hefja friðarvið- ræður milli landanna tveggja. Ekki er þó víst að Ehud Olmert, forsætis- ráðherra Ísraels, og Bashar al-As- sad, forseti Sýrlands, fáist til að tak- ast í hendur, hvað þá að tala saman. Fundinn sitja einnig forseti Alsírs og konungur Marokkó, þrátt fyrir fornan fjandskap landanna. Á leið- togafundinum verður sneitt hjá mik- ilvægum málefnum og þrætueplum á borð við ólöglega innflytjendur og reglur um sanngjörn viðskipti. Þess í stað verður fjallað um verk- efni, sem allir ættu að geta verið sáttir við, svo sem nemendaskipti, þróun tækni til að beisla sólarorku, hreinsun Miðjarðarhafsins og ráð- stafanir til að tryggja öruggar sigl- ingaleiðir. Óskabarn Sarkozys forðast þrætuepli Um 40 ríki stofna Miðjarðarhafs- sambandið   /// :/;/ /   /</; /  /("/4 /  / : /   <   !/ <     / 2= /7 4>:!/   /, 44  !/  / -/ :  ? 7?  @A  )B9C)DD39/9B@)DB)D),77))2C7927   , 44    )   44A E:5 + /  3 F:4  D0< 3  GA  75 44  7;A 3  ,    G 0 F0 H? 4 + //            < /< //         !"  # $  ! Í HNOTSKURN » Þegar Sarkozy kynntifyrst hugmyndir sínar um stofnun Miðjarðarhafs- sambandsins fyrir forseta- kosningarnar í Frakklandi í fyrra gerði hann ráð fyrir því að sambandið einskorð- aðist við ríki sem liggja að Miðjarðarhafi. » Angela Merkel, kanslariÞýskalands, og fleiri lögðust gegn þeirri hug- mynd af ótta við að nýja sambandið myndi grafa und- an stofnunum Evrópusam- bandsins. Merkel fékk því framgengt að öll ESB-ríkin fengju aðild að Miðjarð- arhafssambandinu. Bashar al-Assad Ehud Olmert NEMENDURNIR í grunnskólanum í borginni Arosa í Sviss nutu veðurblíðunnar og sundaðstöðunnar í gær, ekki er þó víst að tilburðir þess sem þarna stingur sér í vatnið fengju náð fyrir augum strangra dómara á ól- ympíuleikunum sem verða í næsta mánuði í Beijing. En alpalandslagið er fagurt og minnir á gæðaostana og súkkulaðið góða sem Svisslendingar eru svo þekktir fyrir auk úranna. AP Sundfimi í alpablíðunni Eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur sigrunhlin@mbl.is KONUR hafa hlotið mikla athygli forsetaframbjóðendanna Baracks Obamas og Johns McCains síðustu vikuna. Rannsóknir hafa sýnt að þær ákveða sig seinna en karlar, en síð- ustu þrjátíu árin hafa fleiri konur kosið demókrata en repúblikana. Þá er einnig talið líklegt að það verði Obama í hag að konur láti sig efna- hagsmál varða, því hann hefur lagt meiri áherslu á þau í kosningabar- áttu sinni en McCain, sem hefur fremur lagt áherslu á utanríkismál. Líklegt þykir að Obama geti unnið sér inn stuðning stórs hóps kvenna ef hann fær liðsmenn Hillary Clinton á sitt band. Að undanförnu hefur hann fundað ásamt Clinton og fylg- ismönnum hennar í leit að stuðningi þeirra, nú síðast í New York og Fair- fax í Virginíu. Obama höfðar til ungra kvenna Obama beinir sjónum sínum einn- ig að einhleypum, vel menntuðum yngri konum og hefur gagnrýnt McCain fyrir að hafa lagst gegn frumvarpi sem fór fyrir öldungadeild um að jafna laun kynjanna. Obama gagnrýnir McCain einnig fyrir að leggjast gegn rétti kvenna til að láta eyða fóstri. Hann lýsti því yfir í gær að hann myndi aldrei snúa baki við baráttunni fyrir réttindum kvenna til að velja hvað hún gerði við líkama sinn. Hann hefur þó látið í veðri vaka í samskiptum sínum við kristileg samtök að sá réttur eigi ekki að vera skilyrðislaus. McCain fundaði í gær með kven- kyns fyrirtækjaeigendum í St. Paul í Minnesota og í Hudson í Wisconsin hélt hann fund í ráðhúsinu þar sem áherslan var á málefni kvenna. Hann telur að baráttu fyrir réttindum kvenna sé best að heyja án beinna af- skipta ríkisins. Lög sem knýja á um jöfn laun kynjanna telur hann til þess fallin að mál verði höfðuð á hendur vinnuveit- endum að óþörfu. McCain sagði í vik- unni að sú stefna hans að lækka skatta og styðja við minni fyrirtæki gæti höfðað til kvenna, því margar bandarískar konur vinni í litlum fyr- irtækjum. Eitt sem Obama hefur þó fram yf- ir McCain gæti þó riðið baggamun- inn fyrir óákveðna kvenkyns kjós- endur: Hann er yngri, myndarlegri og hefur meiri útgeislun. Slást um hylli kvenna AP Keppinautar Liggur leiðin að Hvíta húsinu í gegnum hjörtu kvennanna? Í HNOTSKURN »Síðan 1980 hafa konurfrekar kosið demókrata. »Obama vill höfða tilkvenna með því að stuðla að jöfnum launum kynjanna og frelsi til fóstureyðinga. Þá gæti stuðningur fylgismanna Hillary Clinton skipt sköpum. »McCain segir að stuðn-ingur hans við minni fyr- irtæki, starfsvettvang margra kvenna og loforð um óbreytta skatta eigi að höfða til kvenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.