Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Anna SigríðurÞórhallsdóttir
fæddist á Vopna-
firði 14. desember
1910. Hún lést á
Landakoti 29. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Þórhallur
Sigtryggsson versl-
unarstjóri á Djúpa-
vogi, f. 4. jan. 1885,
d. 11. sept. 1959,
síðar kaupfélags-
stjóri þar og á
Húsavík og kona
hans Kristbjörg Sveinsdóttir, f. 7.
apríl 1886, d. 23. nóv. 1965.
Systkini Önnu Sigríðar eru: a)
Leifur Sveinbjörn, f. 1912, d.
1975, kvæntur Stellu Steingríms
(Ingibjörgu Jónsdóttur), d. 1966;
b) Garðar, f. 1914, d. 2002,
kvæntur Kristínu Sölvadóttur, d.
1981; c) Baldur, f. 1915, d. 1987,
kvæntur Guðrúnu Sigurð-
ardóttur, d. 2000; d) Sigtryggur,
f. 1917, d. 2008, kvæntur Bryn-
dísi Bjarnadóttur; e) Þorbjörg, f.
1919, d. 1992, gift Ara Krist-
inssyni, d. 1964; f) Hulda, f. 1921,
gift Jónasi Egils-
syni, d. 1998 og g)
Nanna, f. 1924.
Anna Sigríður
fluttist ung til
Reykjavíkur. Hún
hóf störf hjá Stjórn-
arráðinu um 1939,
fyrst í fjár-
málaráðuneytinu en
síðar viðskiptaráðu-
neytinu og vann
þar sem fulltrúi uns
starfsævinni lauk.
Anna Sigríður
giftist ekki en hélt
heimili með Nönnu systur sinni
og einnig með foreldrum sínum
eftir að þeir fluttust til Reykja-
víkur árið 1953. Síðustu hálfa öld
var heimili þeirra á Langholts-
vegi 187 og var þar gestkvæmt.
Þangað sóttu ættingjar ekki að-
eins til að rækta tengslin við þær
systur, heldur var þar miðlað
fréttum af öðrum nákomnum og
styrkti það sambandið í þessari
stóru fjölskyldu.
Útför Önnu Sigríðar fór fram
frá Fossvogskirkju 9. júlí, í kyrr-
þey.
„Og fegurri söngva á svanurinn öngva
en sálminn um blómið eina.“
(Davíð Stefánsson.)
Langri vegferð góðrar frænku
lauk sunnudaginn 29. júní. Anna
Sigga var á 98. aldursári þegar
hún lést og stutt er síðan hún var
að velta fyrir sér, reyndar í gríni,
hvort ekki væri kominn tími til að
panta sér lagningu fyrir 100 ára af-
mælið. Þar var henni vel lýst. Allt-
af dömuleg, fín og vel tilhöfð og að
athuguðu máli komumst við að því
að við hefðum aldrei séð hana í síð-
buxum. Alltaf annaðhvort í pilsi og
blússu eða kjól. „Ég hef alltaf ver-
ið með sömu sídd á pilsunum og
alltaf í tísku öðru hvoru,“ sagði
hún einu sinni. Það lýsir henni líka
vel. Lítið fyrir að elta ólar við
tískuna eða láta segja sér fyrir á
einn eða annan hátt.
Margar minningar tengjast sam-
veru við Önnu Siggu enda góð
heim að sækja og dugleg að sækja
samkvæmi í fjölskyldunni. Það var
alltaf gaman að ræða við hana.
Hún var víðsýn og fylgdist vel með
öllum ættingjunum, landsmálunum
og ýmsu erlendis líka, enda dyggur
lesandi dönsku blaðanna. Eftir-
minnilegar eru veislur á gamlárs-
kvöld hjá þeim systrum, Önnu og
Nönnu, hér fyrr á árum þar sem
stórfjölskyldan, systkini þeirra og
fjölskyldur, kom saman og fagnaði
áramótum. Þar voru veitingar ekki
skornar við nögl og ótrúlega glæsi-
leg veisluborð. Margt fleira væri
hægt að rifja upp en tilgangur
þessarar greinar er aðeins að
bregða upp svipmynd af konu sem
oft rétti hjálparhönd þar sem þess
var þörf og fór heilsteypt í gegnum
lífið. Vann verk sín af kostgæfni og
samviskusemi og bar hag síns fólks
fyrir brjósti.
Anna Sigga átti ágætis ævi, var
heilsugóð og vel ern þangað til
allra síðustu ár. Þá var hún farin
að muna betur löngu liðna tíð en
nýliðna og fróðlegt að heyra hana
rifja upp bernsku- og æskuárin
fyrir austan. Hún fékk ljóma í aug-
un og röddin fylltist hlýju þegar
hún talaði um foreldra sína og
systkini og líf og störf á barn-
mörgu, gestkvæmu heimili. Henni
var mikið í mun að búa á sínu
gamla heimili til loka og það var
nokkuð sem ekki fór úr huga henn-
ar. Hún vildi ekki vita af neinum
úrræðum eða þjónustu utan heim-
ilisins og með dyggri aðstoð Nönnu
systur hennar tókst að uppfylla
þessa ósk fram undir það síðasta.
Miðvikudaginn 9. júlí var hún jarð-
sungin í kyrrþey að eigin ósk. Lýs-
ir það henni líka vel.
„Um auðmjúk blómin lék upprisuljóminn
og eilífð um fjöll og dranga.“
(Davíð Stefánsson.)
Við þökkum Önnu Siggu frænd-
rækni, vináttu og gefandi samferð.
Sveinn Arason, Jóna Möller.
Við kveðjum með huga klökkum
þig kærasta frænka í dag
og stundirnar með þér við þökkum
þær ljóma sem sólarlag.
Hver lífsstund að láni er fengin
og loks henni skila ber,
til enda þín gata er gengin
en Guð mun samt fylgja þér.
Kveðja frá systkinunum í Ár-
holti,
Baldur Jónasson.
Það var mikill spenningur og til-
hlökkun fyrir lítinn dreng á Húsa-
vík að fá að fara til Reykjavíkur
hér á árum áður. Ferðalagið tók
marga klukkutíma og malarvegirn-
ir buðu upp á það að taka bílveik-
ispillu sem maður varð syfjaður af.
„Pabbi erum við ekki að verða
komin“ var byrjað að spyrja strax í
Skagafirði. Allt hafðist þetta á
endanum.
Áfangastaðurinn var Langholts-
vegur 187. Obbu krakkar höfðu
hjólað upp í Ártúnsbrekku til að
taka á móti okkur. Á Langholts-
veginum tóku á móti okkur amma
Kristbjörg og móðursystur mínar,
Anna Sigga og Nanna. Á Lang-
holtsveginum biðu hlýjar móttökur
og góður matur. Þessi sérstaka
lykt sem mætir manni í forstofunni
þar og ekkert hefur breyst er mér
sterk í minni. Svo var svarti sjálf-
virki skífusíminn mér nýjung. Á
kvöldin taldi maður bílana í stofu-
glugganum. Alltaf fannst mér ýsan
góð hjá þeim systrum þó að ég
kysi að beinhreinsa stykkin áður
en ég borðaði þau en það gerði
Anna Sigga ekki. Þó var Anna
Sigga þessi myndarlega kona sem
vissi alla skapaða hluti og var inni í
öllum málum og ættarnöfnum.
Svo gaf amma mér brjóstsykur.
Ekki má gleyma heimsóknum í við-
skiptaráðuneytið þar sem Anna
Sigga vann lengi, þar var tekið vel
á móti manni og ævinlega fékk
maður kalda kók í flösku. Á Lang-
holtsveginum biðu síðan dönsku
blöðin.
Balli frændi og Gunna áttu
heima hinum megin við götuna og
var því stutt að fara, bara líta til
hliðar því bílarnir voru margir,
Balli sat í stólnum sínum með
dökku gleraugun og brosti og
spurði nokkurra spurninga um lífið
fyrir norðan og Gunna faðmaði mig
og kyssti.
Lengra var að fara í Karfavog-
inn en það var næstnæsta gata frá.
Voðalega eru margar götur í
Reykjavík hugsaði ég. Þar hitti ég
Garðar frænda og Stínu, Garðar
rólegur í fasi en ræðin og Stína
faðmaði mig líka og kyssti og var
með gott í skál. Í næstnæsta húsi
var Leifur frændi og Stella og var
gaman að koma þar, m.a. til að
horfa á Kanasjónvarpið og hlæja
með Stellu og Leifur fylgdist með.
Aðeins lengra var á Skeiðarvoginn
en ég náði því fljótt að rata þangað
enda líf og fjör þar. Obba tók vel á
móti mér og krakkarnir allir. Hús
á þremur hæðum. Við Haddi fórum
nokkrar salíbunur með Grandi –
Vogar til að skoða borgina. Þar
hringdi ég í sjálfvirkan svartan
skífusíma í fyrsta skipti. Systkinin
fylgdust vel með mér við þá frum-
raun. Þegar farið var í Teigagerðið
til Didda frænda og Bryndísar var
farið á bíl svo ekki reyndi á rat-
leikni mína. Garðurinn skoðaður og
Bryndís faðmaði þennan litla Hús-
víking og Diddi frændi í sinni hóg-
værð fylgdist með.
Seinni árin þegar sonur minn
Óskar, sem ekki skilur allan heim-
inn, kom til sögunnar heimsóttum
við þær systur alloft og var okkur
alltaf jafnvel tekið. Þær skildu
hann og virði ég þær alltaf fyrir
það. Það er til eftirbreytni.
Því viljum við feðgar þakka þá
vinsemd, virðingu og frændsemi
sem okkur var sýnd.
Guð blessi minningu Önnu Siggu
frænku.
Hörður og Óskar.
Kæra sterka og staðfasta
frænka, með þitt glaðlynda hjarta
og glæsta fas – sem gekkst að öllu
starfi með ábyrgð, samvizkusemi
og dugnaði – og varst alla daga
vakin og sofin yfir velferð stórfjöl-
skyldunnar. Nú er þinni löngu vakt
lokið, en ástin, ábyrgðin og um-
hyggjan, sem þú innrættir frænd-
fólkinu er sá arfur, sem okkur er
falið að færa áfram.
Anna Sigga var að sönnu viti og
heimahöfn föðurfjölskyldu minnar
allrar. Heimili hennar og Nönnu
systur hennar á Langholtsvegi
varð fastur samkomustaður allra,
ekki sízt á gamlárskvöld og þá
geislaði þessi glæsilega kona og
fagnaði innilega hinum uppvaxandi
og stækkandi hópi. Á öllum tímum
þess á milli komum við þangað;
börn, unglingar og foreldrar og
fram voru reiddar ríkulegar veit-
ingar.
Bróðurpart starfsævinnar var
viðskiptaráðuneytið í Arnarhváli
vinnustaður Önnu Siggu; þangað
var spennandi að koma á unglings-
árum, bæði til að spjalla við hana
og ekki sízt að þiggja ískalda kók
úr glerflösku, sem hún átti alltaf í
ísskáp bak við skrifborðið. Þar vék
hún að mér ólesnum eintökum af
Financial Times, og þykir eflaust
óvenjulegt að ungur maður, vart af
barnsaldri, læri upp á eigin spýtur
ensku af lestri um heimsviðskipti
og alþjóðapólitík. Og liði langt á
milli heimsókna fékk ég nokkur
nýleg eintök af þessu merka blaði í
pósti, og vissi þá að tímabært væri
að leggja leið sína niður í Arn-
arhvál og þiggja kalda kók og
ræða um gang lífsins við frænku.
Anna Sigga fylgdist náið með
öllu lífi og starfi ört vaxandi fjöl-
skyldu; bar umhyggju fyrir öllum
og tók jafnan skilyrðislausa af-
stöðu með okkur hvernig sem á
stóð. Hún tók létt og með kímni á
yfirsjónum okkar en gladdist ein-
læglega þegar vel gekk.
Nú hafa systkinin, faðir minn og
Anna Sigga, kvatt með skömmu
millibili í hárri elli. Saman koma
þau aftur heim til föðurhúsa. Þau
fara yfir þá miklu brú, sem Einar
Benediktsson orti um, er hann
fjallaði um „heiðloftið sjálft sem
huliðstjald“ en ástina sem tilgang
kynslóðanna:
En ástin er björt sem barnsins trú,
hún blikar í ljóssins geimi,
og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú,
oss finnst þar í eining streymi.
Frá heli til lífs hún byggir brú
og bindur oss öðrum heimi.
Guð blessi heimkomu þeirra.
Bjarni Sigtryggsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Frá því að ég fyrst man eftir
mér hefur Anna Sigga verið stór
partur af minni tilveru. Hún var
glæsileg kona sem naut mikillar
virðingar allra sem henni kynnt-
ust. Æskuheimili mitt var í húsinu
á móti húsi þeirra systra, Önnu
Siggu og Nönnu.
Margar minningar hafa komið
upp í hugann á síðustu dögum.
Stundum fékk ég að taka strætó
niður á Lækjartorg, labba yfir
Arnarhólinn og heimsækja Önnu
Siggu frænku í viðskiptaráðuneyt-
ið. Þar var ávallt tekið vel á móti
manni. Fyrst var jafnan boðið upp
á bláan ópal og svo var hápunkt-
urinn þegar ég fékk ískalt kók í
gleri úr dularfulla ísskápnum sem
var í felum á bak við hurðina á
skrifstofu hennar. Að loknum
vinnudegi leiddi síðan frænka mín
mig aftur yfir hólinn þar sem við
tókum strætó saman heim. Er inn
á Langholtsveg var komið gaf hún
mér rúgbrauð með smjöri sem hún
skar í litla bita, raðaði á disk og
bjó úr þessu blóm sem ég svo
borðaði. Oft þegar ég kom „út í
hús“ til þeirra systra fékk ég að
skoða í skartgripaskrínið hennar
frænku, þar sem hún geymdi
eyrnalokkana sína meðal annars.
Gat ég dundað mér lengi við að
máta og skoða. Þeir voru allir svo
flottir. Fastur punktur hjá okkur
pabba var að fara á sunnudags-
morgnum yfir götuna í kaffi. Fékk
maður þá mjólk með agnarlitlu
kaffi út í, úr bollum með bleikum
rósum. Eftir smá spjall um lífið,
tilveruna og kosti Framsóknar-
flokksins, sem var þeim systkinum
afar hugleikinn var farið í Skeið-
arvoginn til Obbu frænku og
Aragrúinn sóttur í bíltúr.
Ég og fjölskylda mín höfum allt-
af verið með þeim systrum á að-
fangadagkvöld. Er ég kynntist
manni mínum, gekk hann inn í
mínar jólahefðir með minni fjöl-
skyldu. Í byrjun leist honum ekki
alls kostar á jólamatinn sem allaf
voru rjúpur. Mörgum árum seinna
hafði Anna Sigga á orði „Óli er al-
veg orðinn vanur rjúpunum“. Þá
hafði hann borðað rjúpur í yfir 20
ár, oft veitt þær sjálfur og vildi
ekki neitt annað. Sagði oft að jóla-
stemmingin kæmi alltaf yfir sig um
leið og ilmurinn af rjúpunum á
Langholtsveginum helltist yfir
hann í dyrunum á aðfangadags-
kvöld. Á gamlárskvöld hittist jafn-
an öll stórfjölskyldan heima hjá
Önnu Siggu og Nönnu. Systkina-
hópurinn var stór og við frænd-
systkinin mörg. Öll eigum við al-
veg ómetanlegar minningar frá
þessum kvöldum þar sem gamlir
vinir hittust og nýir bættust í hóp-
inn sem makar eða afkomendur.
Trúlega má þakka það þessum
boðum þeirra systra hve samheldni
frændgarðsins er góð.
Alltaf hefur verið gaman að líta
inn í kaffi til Önnu Siggu og
Nönnu. Þar hitti maður oft eitt-
hvað af sínu fólki eða í það minnsta
fékk af þeim fréttir. Þar lágu alltaf
fyrir nýjustu upplýsingar um flest
smátt og stórt sem á daga skyld-
menna og venslafólks hafði drifið
frá því að síðast hafði verið litið
við. Anna Sigga frænka var 97 ára
þegar hún dó. Hún var svo lánsöm
þrátt fyrir veikindi sín seinustu ár-
in að geta verið heima hjá sér allt
þar til heilsan gaf sig, nokkrum
vikum áður en hún kvaddi þennan
heim. Naut hún þar dyggrar að-
stoðar Nönnu systur sinnar sem
með ótrúlegum dugnaði annaðist
hana.
Ég, Óli og börnin okkar þökkum
allar góðar stundir sem við áttum
með henni Önnu Siggu. Blessuð sé
minning hennar.
Erna Björg Baldursdóttir.
Nafna mín Anna Sigga „stóra“
er nú látin í hárri elli. Hún hefði
orðið 100 ára eftir rúm 2 ár – ég
hafði reyndar búist við að hún gæti
náð 200 ára aldri, svo hress var
hún lengst af.
Það eru margar yndislegar
minningar sem að koma upp þegar
horft er til baka. Við litlu frænkur
hennar – systkinadæturnar að
skottast á Langholtsveginn til
systranna –fá smákökur og mjólk,
leika okkur með dótakörfuna
frægu, þá sömu sem börn mín léku
með og nú barnabörnin.
Ég er heppin að eiga í minning-
arpakkanum allar hlýju mótttök-
urnar sem við fengum á Lang-
holtsveginum hjá þeim Önnu Siggu
og Nönnu.
Fyrir utan það að alltaf var opið
hús í félagsmiðstöðinni á Lang-
holtsveginum þá stendur gamlárs-
kvöld upp úr. Þá var opið hús fyrir
alla fjölskylduna sem að jók sam-
heldni hennar. Það var Önnu Siggu
mikið kappsmál að rækta fjöl-
skyldutengslin. Hennar aðaláhuga-
mál var stórfjölskyldan – hún
fylgdist með öllum stórum og
smáum. Hún var með allt á hreinu
hvað hver og einn tók sér fyrir
hendur – það var alltaf hægt að
„fletta“ upp i frænku til að fá frétt-
ir úr fjölskyldunni.
Mér er minnisstætt þegar ég var
eitt sinn stödd í Kjalfelli – hverf-
isverlsun þess tíma – þegar kaup-
maðurinn spurði mig hvað væri að
frétta af „drottningu hverfisins“! –
þar átti hún auðvitað við frænku,
hana Önnu Siggu sem alltaf gekk
vel tilhöfð um hverfið okkar.
Hun fylgdist líka afar vel með
öllu sem var að gerast í þjóðlífinu.
Ég man að þegar Anna Sigga var
85 ára sagði hún mér í óspurðum
fréttum að Björk Guðmundsdóttir
söngkona yrði brátt 30 ára. Mikið
var rætt um gestalistann og veisl-
una í fjölmiðlum – Anna Sigga
sagði mér að Bono yrði boðið –
hún var með allt hreinu. !
Mér er þakklæti efst í huga fyrir
alla þá hlýju og umhyggju sem hún
veitti mér og fjölskyldu minni.
Dillandi hlátur nöfnu minnar um
hljóma um ókomna tíð í huga mér.
Ég vil þakka Nönnu frænku fyr-
ir alla þá umhyggju sem hún sýndi
Önnu Siggu. Hún var henni stoð og
stytta í veikindum hennar.
Elsku Nanna, Hulda og stórfjöl-
skyldan öll – við erum öll ríkari að
hafa átt Önnu Siggu stóru.
Minning þín verði ljós í lífi okk-
ar.
Anna Sigríður
Garðarsdóttir.
Ástkær móðursystir mín, Anna
Sigríður Þórhallsdóttir, lést hinn
29. júní sl. Andlát hennar var frið-
sælt á fögrum sumardegi og líkn
eftir veikindi undanfarinna ára.
Anna Sigga, eins og hún var oftast
kölluð, hefur í mínum huga alltaf
verið hluti af stórfjölskyldu minni.
Hún og móðir mín voru í hóp átta
systkina og síðan átti Þorbjörg
móðir mín átta börn. Eins og að
líkum lætur er nauðsynlegt í
stórum fjölskyldum að hver og
einn leggi sitt af mörkum og að
samhugur ríki til að tryggja sem
best farsæld hvers og eins. Anna
Sigga og Nanna systir hennar
bjuggu saman í um hálfa öld og
sköpuðu vettvang sem varð til þess
að systkini þeirra og afkomendur
áttu sér samastað sem varð mið-
stöð stórfjölskyldunnar og þar gat
maður fengið allar upplýsingar um
hver var að gera hvað og hitt
frændur og frænkur. Í árafjöld var
áramótum fagnað hjá þeim og
menn minntust liðinna stunda og
lögðu á ráðin um framtíðina. Þeim
systrum verður seint þakkað og
áfram munum við öll njóta gest-
risni og frændrækni Nönnu
frænku.
Það sópaði að Önnu Siggu, hún
var myndarleg, ákveðin og stóð oft
fast við sínar skoðanir. Hún var
líka umhyggjusöm og fylgdist
grannt með og studdi frændsystk-
ini sín. Alveg frá því að ég man
eftir því hef ég notið leiðsagnar
hennar í ýmsum málum og eftir að
ég flutti frá Patreksfirði til
Reykjavíkur, 9 ára gömul, hef ég
leitað til hennar og Nönnu til að
hlusta á sögur um stórfjölskylduna
Anna Sigríður
Þórhallsdóttir