Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞEGAR Franz Kafka lést arfleiddi hann vin sinn Max Brod að öllum sínum handritum og lét hann sverja þess eið að brenna þau öll. Eins og frægt er orðið stóð Brod ekki við það heit, en nær ómögulegt er að ímynda sér bókmenntasögu 20. aldar ef hann hefði reynst maður orða sinna. Þegar Brod sjálfur dó hins vegar átti hann ennþá töluvert af skjölum Kafka í sínum fórum sem enn voru óútgefin, þótt megnið hafi hann ánafnað Bodleian-bókasafninu í Ox- ford-háskóla. Það var Esther Hoffe, ritari Brods, sem erfði skjölin eftir hann og hún hefur alla tíð neitað öll- um bónum um að gera skjölin op- inber, þrátt fyrir mikinn þrýsting frá ísraelska ríkinu sem telur þetta dýrmætan hluta menningarsögu gyðinga. Þýski útgefandinn Artemis & Winkler borgaði Hoffe raunar væna fyrirframgreiðslu fyrir útgáfu- réttinn á þessum pappírum fyrir ald- arfjórðungi en hefur þó enn ekki fengið að sjá svo mikið sem eitt bréf- snifsi. Kafka með köttum og hundum En í kjölfar andláts Hoffe, sem varð 101 árs gömul, þá eru Kafka- fræðingar vongóðir um að skjölin fái loks að líta dagsins ljós, en það á þó enn eftir að koma í ljós hver vilji af- kvæma Hoffe er. Um er að ræða alls kyns skjöl, handrit, póstkort, skissur og einkamuni Kafka, en yfirvöld í Tel Aviv hafa varað við því að óvíst sé að safnið sé í almennilegu ástandi. Íbúð Hoffe í miðbæ Tel Aviv hafi verið rök og hún hafi haldið heilan her af hundum og köttum sem óvíst sé að hafi allir verið meðvitaðir um menningarlegt gildi Kafka-safnsins á heimilinu. En fræðimenn eru þó margir bjartsýnir á að skjölin geti varpað nýju ljósi á þennan einn dul- arfyllsta rithöfund 20. aldarinnar, þótt enginn geti fullyrt neitt að svo stöddu. En hver veit, kannski leynist enn eitt meistaraverkið þarna? | asgeirhi@mbl.is Franz Kafka Ný verk frá Kafka? Óbirt skjöl skáldsins skipta um eigendur DÚÓ Harpverk heldur tón- leika kl. 14 í dag í Sólheima- kirkju í Grímsnesi. Meðlimir þess eru Katie Elizabeth Buckley hörpuleikari og Frank Aarnink slagverksleik- ari, en bæði eru þau hljóðfæra- leikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á efnisskránni er að finna ýmis ný, íslensk verk, meðal annars eftir Daníel Bjarnason og Báru Grímsdóttur ásamt fleiri verk- um. Katie og Frank hafa spilað saman sem dúett síðan þau kynntust í Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2007. Þau segja að búast megi við glæsilegum tónleikum þar sem nýsamin íslensk tónlist fær að njóta sín. Aðgangur ókeypis. Tónlist Dúó Harpverk í Sólheimakirkju Dúó Harpverk ÁTJÁN örverk eftir Þorvald Þorsteinsson rithöfund og myndlistarmann – með eft- irmála – verða flutt í Útvarps- leikhúsinu í átján daga frá og með mánudegi og alltaf kl. 13. Vasaleikhúsið sló í gegn svo um munaði þegar það hóf göngu sína á öldum ljósvakans árið 1991. Í frétt frá ríkisút- varpinu segir að nú sé kominn tími til að endurnýja kynnin. Vasaleikhúsið muni næstu þrjár vikurnar heim- sækja stóra bróður sinn, Útvarpsleikhúsið. Sam- an rifji þau upp mörg af bestu leikritum Vasaleik- hússins. Eins verði áheyrendum gefinn kostur á að skyggnast á bak við tjöldin með Þorvaldi. Leiklist Vasaleikhúsið í Útvarpsleikhúsið Þorvaldur Þorsteinsson EINAR Jóhannesson klarí- nettuleikari og Douglas A. Brotchie organisti leika á há- degistónleikum í Hallgríms- kirkju kl. 12 í dag á Norrænni orgelhátíð. Þeir félagar héldu tónleika í Dómkirkjunni fyrir skömmu en í Hallgrímskirkju verða þeir með aðra efnisskrá og leika fyrst Concertino eftir ítalska barroktónskáldið Giu- seppe Tartini í útsetningu Gordons Jacobs. Þá leika þeir Music when soft voices die eftir John Speight sem hann samdi sérstaklega fyrir þá, við ljóð Shelleys, og tónleikunum lýkur með Hugleið- ingu um ummyndum Krists á fjallinu eftir Hafliða Hallgrímsson sem Douglas leikur. Tónlist Tónlist þegar veikar raddir þagna Douglas Brotchie Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is MYNDLISTARDÚETTINN Sally og Mo opnar sýningu í galleríi Auga fyrir auga í dag þar sem hann sýnir ljósmyndir, vídeó og styttur. Yfirskrift sýningarinnar er Sally og Mo, Ríða á vaðið og tengist því hvernig hún var unnin. „Við lögðum af stað án þess að hugsa útkomuna fyrirfram, við létum bara vaða. Í þessu samstarfi verður til einhver dýnamík sem er spennandi fyrir okkur báðar. Þetta er mikil áskorun að vinna svona með öðrum, sleppa svolítið tökunum og sjá hvað gerist þegar við leiðum hesta okkar sam- an,“ segir Mo, öðru nafni Elín Anna Þórisdóttir. „Það er mikið glys og léttúð á yfirborðinu en síðan er alltaf einhver alvarlegur undirtónn.“ „Við erum alltaf á mörkunum á örugga svæðinu,“ segir Sally sam- starfskona hennar sem heitir Þóra Gunnarsdóttir. „Við reynum að hrista upp í hlutunum á gaman- saman hátt.“ Leyndardómurinn á bak við nöfn- in Sally og Mo verður afhjúpaður í vídeóverki á sýningunni, sem verður opnuð klukkan þrjú. Glys og léttúð í galleríi Auga fyrir auga Sally og Mo ríða á vaðið SALLY og Mo kalla þrívíðu verkin sín ekki skúlptúra, eins og flestir listamenn, heldur tala þær um styttur. „Við erum að leika okkur með hugmyndina um stofustáss og það hvað fólk lítur á sem myndlist. Það er eitthvað misræmi á milli nú- tímamyndlistar og þess hvað fólk er tilbúið að hengja upp hjá sér eða setja á sófaborðið,“ segir Þóra. Myndirnar á sýningunni eru rammaðar inn í þykka gyllta ramma og styttunum er stillt upp á stöpla. „Uppsetningin sjálf skiptir máli. Umgjörðin virðist oft merki- legri en hluturinn sjálfur.“ Morgunblaðið/Ómar Stofustáss Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HIN klassísku gildi, er yfirskrift sumarsýningar Listasafns Íslands sem opnuð var í vikunni. Sýning- arstjóri er safnstjórinn, Halldór Björn Runólfsson. Hann dæsir og hlær þegar hann er inntur eftir því hvar byrjað sé þegar fyrir liggur að búa til svo stóra og viðamikla sýn- ingu á verkum safnsins, en alls eru 89 verk á sýningunni, gömul og ný. „Ég byrjaði á kjarnanum Finni Jónssyni, Kjarval og Jóni Stef- ánssyni. Þá fór allt hitt að koma. Það verður að segjast eins og er að sterki þráðurinn hjá íslenskum málurum hefur alltaf verið formfræðin. Mynd- byggingin er okkur nærtæk. Þannig raðaðist þetta auðveldlega saman af sjálfu sér. En ég var líka með óskap- lega góða hjálparkokka, þá Ólaf Inga Jónsson forvörð, og Ívar Val- garðsson myndlistarmann. Sýningin er verk okkar þriggja.“ Tvö ný verk meðal þeirra eldri Verkin á sýningunni eru gömul og ný og þar standa tvö verk frá Listahátíðarsýningu safnsins, verk Steinu og Elínar Hansdóttur. „Þau passa alveg inn í hinn hluta sýning- arinnar. Verk Steinu rímar líka ákaflega fallega við „Sólvagn“ Jóns Gunnars Árnasonar uppi á lending- unni. Elín er með þennan endalausa gang, sem er eins og gamalt völund- arhús – sem er fornklassísk hug- mynd.“ Í neðri sölunum eru svo verk listamanna okkar allt til okkar daga. Alls staðar er reynt að draga fram skipuleg vinnubrögð listamannanna sem leita aftur til klassískra gilda, formpælinga og litflata. Leitað í hin klassísku gildi Sumarsýning Listasafns Íslands teflir saman nýjum verkum og gömlum sem sýna næmi íslenskra listamanna fyrir formi og lit Í HNOTSKURN » Í litla salnum á neðri hæð-inni eru 47 verk. Þar eru Kjarval, Jón Stefánsson og Finn- ur Jónsson þéttur kjarni. Þar er líka Ásgrímur Jónsson og sér- stök rækt lögð við teikningar hans og litlar vatnslitamyndir. Þar eru líka teikningar eftir Gunnlaug Scheving. Í hjarta sal- arins eru Þórarinn B. Þorláks- son, Muggur og Júlíana Sveins- dóttir. Þar er líka brjóstmynd af Þorvaldi Skúlasyni eftir Sig- urjón Ólafsson og fleira. » Á efri lendingunni er Ás-mundur Sveinsson og nýmóð- ins verk eftir Árna Pál Jóhanns- son og Magnús Kjartansson, en á þeirri neðri eru nafnarnir Magn- ús Pálsson og Magnús Tómasson. » Kjarni sýningarinnar erbrjóstmynd eftir Picasso af Jacqueline Roque, síðustu eig- inkonu hans. Roque gaf Lista- safninu og íslensku þjóðinni myndina í heimsókn sinni til Ís- lands. » Í stóra salnum er módernísklist. Þar eru verk eftir Snorra Arinbjarnar, Louisu Matthíasdóttur, Karl Kvaran, Þorvald Skúlason, Kristján Dav- íðsson, Eyborgu Guðmunds- dóttur og Nínu Tryggvadóttur. Þar eru líka höggmyndir eftir Guðmund Benediktsson og Gerði Helgadóttur og verk eftir Erró, Hörð Ágústsson og Svavar Guðnason. Morgunblaðið/G.Rúnar Form og litir Abstraktion eftir Gerði Helgadóttur og Mynd eftir Gunnar Örn Gunnarsson. Sumarsýningin í Listasafninu stendur til septemberloka. Tvíeyki Þær Elín Anna Þórisdóttir og Þóra Gunnarsdóttir eru Sally og Mo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.