Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 23
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 23 Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson „ÞETTA var mjög skemmtilegt og fróðlegt,“ segir Hermína Fjóla Ingólfsdóttir sem er 14 ára og tók þátt í Fornleifaskóla barnanna í annað sinn í vikunni. „Við fengum að grafa og fundum margt fallegt. Til dæmis fundum við glerperlu sem er sjaldgæft á Íslandi. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað hún er gömul og vil ekki ljúga neinu að neinum. En hún var frá vík- ingaöld.“ Hermína tók líka þátt í Fornleifaskóla barnanna í fyrra en þá fengu þau eingöngu að skoða uppgreftrar- svæði en í ár tóku börnin þátt í uppgreftri í fornum ruslahaug að Skútustöðum í Mývatnssveit. „Ég var dá- lítið smeyk við þetta,“ segir Hermína. „Aðallega við að vera of harðhent, ég hélt að ég myndi brjóta eitthvað ef ég færi of hratt. Hins vegar sá ég fljótt að fornleifa- fræðingarnir sem voru vanir voru enn þá harðhentari.“ Starfið í Fornleifaskólanum hefur kveikt áhugann hjá Hermínu sem segist jafnvel ætla að leggja fyrir sig fræðigreinina í framtíðinni. Hún myndi þá sérhæfa sig í skordýrum. Í haust mun hún vinna að einhverju verkefni í tengslum við skólann sem enn er óskil- greint. Læra grunnatriði í fornleifafræði Fornleifaskóli barnanna er sérstakt verkefni sem er starfrækt í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Ásamt Hermínu tóku fjögur önnur börn úr Vinnuskólanum á Laugum þátt í uppgreftrinum en Fornleifaskólinn fel- ur í sér að börn fara á vettvang fornleifarannsókna í Þingeyjarsýslu og njóta leiðsagnar íslenskra og banda- rískra fornleifafræðinga. Krakkarnir fá leiðsögn við uppgröft, sigtun, fleytingu ásamt því að læra grunn- atriði við skýrslugerð, uppdrætti og margt fleira. „Þetta er verkefni sem er sprottið upp úr áhuga- mennsku um fornleifafræði,“ segir Unnsteinn Ingason sem starfrækir Fornleifaskólann ásamt Baldri Daníels- syni og Pétri Ingólfssyni. „Við höfum myndað tengsl við bandaríska fræðimenn við New York-háskóla sem vinna með börnunum á uppgreftrarsvæðum. Í gegnum þá fá börnin t.d. innsýn inn í starf vísindamannsins og nákvæmnina sem felst í vinnubrögðum hans.“ Fornleifaskóli barnanna hefur vaxið hratt frá því hann byrjaði sem góð hugmynd en að sögn Unnsteins er ætlunin að halda vel á spöðunum og leyfa honum að eflast hægt og bítandi. Skólinn er starfræktur í sam- starfi við fjölda aðila, m.a. Fornleifastofnun Íslands, Hið þingeyska fornleifafélag og Þingeyjarsveit og nýt- ur stuðnings Menningarráðs Eyþings og Barnamenn- ingarsjóðs. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Fornleifaskóli „Þetta var mjög skemmtilegt og fróðlegt,“ segir Hermína Fjóla sem var á meðal fimm barna og unglinga sem tóku þátt í verkefninu. Perlan Á sjötta tug perla af þessari gerð hafa fundist við rannsóknir á Íslandi. Þær voru blásnar úr gleri og eru til í mörgum litum. Fundu perlu frá víkingaöld ÁFENGI getur framkallað ofnæmi hjá konum. Hættan er mest ef for- eldrar viðkomandi konu eru með astma og ef hún drekkur meira en sem samsvarar 14 glösum af létt- víni á viku. Danskir vísindamenn hafa kom- ist skrefi nær því að skilja hvers vegna sumar manneskjur þróa með sér ofnæmi en aðrar ekki að því er Berlingske tidende greindi nýlega frá á heimasíðu sinni. Ný rannsókn sem gerð var á 6.000 dönskum kon- um á aldrinum 20 til 29 ára sýnir að mikil áfengisneysla eykur hættuna verulega. Þær konur sem drekka meira en sem samsvarar 14 léttvínsglösum á viku eru sérstaklega í hættu. Borið saman við konur sem drekka minna en eitt vínglas á viku eru þær í 80 prósent meiri hættu á að þróa með sér ofnæmi, sem ekki er tengt árs- tíðum, s.s. rykofnæmi. Erfðir hafa einnig afgerandi áhrif. Séu foreldrar konunnar með astma er ofnæmishættan meira en tvöföld borið saman við aðrar kon- ur. Horfurnar eru sýnu verstar ef báðir foreldrarnir eru með astma og konan drekkur meira en 14 létt- vínsglös á viku. Hún er í sexfaldri hættu með að fá ofnæmi borið sam- an við kynsystur hennar sem á báða foreldra hrausta og drekkur minna en glas á viku. Vísindamennirnir hafa þó ekki fundið fylgni milli áfengis og of- næmis sem tengt er árstíðum, s.s. gras- og frjókornaofnæmis. Vín vekur ofnæmi hjá konum, ekki körlum Reuters Áfengi Ekki er gott fyrir konur að drekka mikið af því. Nú verður eitthvað undan aðláta,“ sagði Ólafur G. Einarsson kl. 6.30 að morgni, þegar hann fór í vöðlurnar í Haukadalsá um daginn. Hann keyrði síðan yfir mýrar og móa án þess að skeyta um vegi eða slóðir. Hjálmar orti: Veiðimann ég mikinn þekki er margan hefur sett í lax. En troðnar slóðir ekur ekki Ólafur að morgni dags. „Vissulega veiddi hann lax á þessum morgni,“ segir Hjálmar, sem ekki var hættur að yrkja. Að kvöldi veiðidagsins veiddi Einar Gottskálksson þrjá á stuttum tíma. Þótt aðrir reyndu ákaflega gekk ekkert. Þess vegna safnaðist hollið á bakkann og horfði á Einar. Hjálmar orti: Mennirnir reynslu og þekkingu þrá svo þroskaleið eigi þeir greiða. Hefurðu verið við Haukadalsá og horft þar á Einar veiða? Hreiðar Karlsson á Húsavík heyrði vísuna og orti: Oft reynist flókið að uppfylla þrána, öruggar fáar leiðir (þekki). Hefurðu tafið við Haukadalsána horft á prestinn sem veiðir (ekki)? Hjálmar svaraði Hreiðari: Út af hógværð úr ég dreg auði, magni, gróða, en vestur í Dölum veiddi ég væna laxa og góða. Í Biblíu langömmu segir að Jesús hafi gengið með sjónum og séð Símon og Andrés leggja net sín. Hann sagði við þá: „Fylgið mér eptir, og mun ég gjöra yður að mannaveiðurum.“ Ólafur Stefánsson lagði út af því og orti í léttum dúr: Herrann mælti:„Hættið strax að fiska, hér eftir þið veiða skulið menn“ En Hjálmar gerir laxi löngum miska, lærisveinar bregðast svona enn. Hreiðar orti þegar: Prestur lagast lítið enn, lundarfarið tryggt er. Veiðir fiska, veiðir menn, veiðir það sem kvikt er. VÍSNAHORNIÐ Af veiði og presti pebl@mbl.is ÞETTA kínverska par stillir hér sér upp úti á götu í einu af hutong- hverfum Pekingborgar fyrir brúðarmyndatöku af óvenjulegra taginu. Að sögn kínverskra ríkisfjölmiðla er því spáð að rúmlega 9.000 kínversk pör muni ganga í það heilaga þann 8. ágúst nk. Talan átta er happatala að mati Kínverja, en hljóðmyndun hennar er sú sama og hluti hugtaksins að auðgast. Þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna ber upp á þennan sama dag þetta árið þykir hann öðlast enn sterkari merkingu. Reuters Í blíðu jafnt sem stríðu             Útsölustaðir eru í verslunum Byko og verslun Rangá. 3.-24. júlí í Kringlunni Bandarískur hermaður hvílist upp við skotbyrgi í Korengal-dalnum í Afganistan, 16 september Tim Hetherington, UK fyrir Vanity Fair

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.