Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 47
Geimvera? Sitt sýnist hverjum um
ágæti Dior-tískuhússins sem vill
hafa metal-glans á sem flestu.
Eru skærblá
jakkaföt málið
næsta sumar?
Svalur Gaultier gerði góða hluti í
París. Það getur ekki hver sem er
látið örstutta sundskýlu og stráhatt
vinna svo flott saman.
Bresk klassík Paul Smith kann að
vinna vel með klassískan stíl.
Meira blátt Skærblá jakkaföt sáust
víða á tískuvikunni í París. Þessi eru
úr smiðju Lanvin.
Agalegt Ömmulegir sólhattar með
blómum voru áberandi hjá Lanvin.
Hattarnir eru auðvitað skelfilegir,
en það mætti brúka þessi jakkaföt.
Á stjórnarfundinn Er ekki um að
gera að hlýða kalli Pauls Smith og
hneppa skyrturnar svolítið lágt á
sumrin, láta skína á bringuna?
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
PAUL Smith sýndi góða takta í herratískunni vor/
sumar 2009 sem sýnd var í París á dög-
unum. Bretinn smekklegi reiddi fram
skemmtilega hversdags-sparilega
blöndu. Einkum huggulega sniðin
jakkaföt sem brotin voru upp með
smekklegum hönnunartilþrifum
og samsetningum. Paul Smith
veit sem er að maður þarf ekki að
vera bjúrókratalegur þó maður
klæðist fallegum teinóttum
jakkafötum.
Töff Gaultier
Kúrekaþema var yfir sýn-
ingunni hjá Jean-Paul Gaul-
tier, jafnvel spaghettí-vestra
yfirbragð á sumum fatnaðinum.
Dökkir frumlitir á sumum fyr-
irsætunum en á öðrum var eit-
urfínt svart og/eða hvítt ráðandi.
Það er eitthvað óvenjutöff við
Jean-Paul þetta árið, þó reyndar
megi efast um röndótta stráhatta.
Franck Boclet á heiðurinn að línu
Emmanuel Ungaro í ár. Neonlitir eru
áberandi í línunni þetta skiptið,
skærbláir og skærbleikir jakkar. Einnig
var eitthvað um hálsklúta. Fyrirmælin
frá Ungaro næsta sumar eru sumsé að
karlar sem fylgjast með tískunni sjáist
langar leiðir.
Ræfilslegar línur Dior
Svo var það Dior, sem Belginn Kris
Van Assche hannar herralínuna fyrir.
Eins og síðustu ár hittir Dior ekki í mark
hjá undirrituðum. Þó finna megi stöku
smekklegan aukahlut í vöruúrvali Dior
er herrafatnaðurinn agalega ræfilslegur.
Þá er kvennatískan sem hinn smái en
knái John Galliano á heiðurinn að tölu-
vert klæðilegri.
Metalglans á peysum og buxum og
skærbleikir eða skærbláir jakkar í bland
við níðþröngar svartar buxur er það sem
Dior ætlast til að tískuþenkjandi borgi
fúlgur fjár fyrir næsta sumar. Kirsuberið
á ísnum á síðan að vera stórundarleg kloss-
uð sólglerugu sem fáanleg verða í svörtu,
bláu og rauðu.
Það held ég að hún amma myndi gera mig
arflausan ef hún sæi mig í þessu!
Talandi um ömmur: Ömmulegir stráhattar voru
gegnumgangandi í sýningu Lanvin sem Alber Elbaz á
heiðurinn að. Léttkrumpað silki og nokkuð pokaleg snið
og blágrár tónn ráðandi með stöku skærlitri flík, eins og
í bláu jakkafötunum sem fylgja þessari grein. Forsjónin
forði okkur frá því að ömmuhattarnir festist í tísku.
Herratískan í París vor/
sumar 2009, seinni hluti
Litagleði
Það gerist
varla litríkara en
á skærlitri sýning-
unni hjá Ungaro.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 47
- kemur þér við
Paul Ramses gæti
kært íslenska ríkið
Stúdentar í vanda
vegna fría á leik-
skólum
700 milljónir farið
í þjóðlendumál
Iðnaðarráðherra gagn-
rýnir Landsvirkjun
Miðborgarþjónn
hjálpar fólki heim
eftir skemmtun
Loftárás gerð
á brúði og gesti
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?