Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 40
Það er eitthvað óvenjutöff við Jean- Paul þetta árið, þó reyndar megi efast um röndótta strá- hatta… 47 » reykjavíkreykjavík HLJÓMSVEITIN Hjálmar frá Keflavík er mörgum að góðu kunn og margir urðu til að trega það þeg- ar sveitin hætti á sínum tíma. Þeir tóku þó gleði sína er hún sneri aftur og urðu svo enn harmi slegnir þegar Hjálmar hættu aftur. Það er þó svo að fátt eiga Hjálmar eins erfitt með og að hætta, því þeir eru enn aft- urgengnir eins og gefst kostur á að heyra í kvöld (og nótt) í Nasa. Hjálmar eru semsé komnir saman aftur og leika á tónleikum í Nasa í völd, sumartónleikum í anda við sumarsmellinn „Þá mun vorið vaxa“ sem hljómað hefur í útvarpi und- anfarið. Guðmundur Kristinn Jónsson segir að þeir Hjálmar séu aðallega komnir saman aftur til að vinna með sænska rapparanum og reggílista- manninum Timbuktu (Jason Mich- ael Robinson Diakité) sem leitaði til sveitarinnar um að gera með sér nokkur lög og hugsanlega plötu. Plata í aðsigi „Hann heyrði í okkur í þætti í sænska sjónvarpinu og fann sér svo eitthvað til að hlusta á á Netinu. Hann er svo staddur hérna núna og fyrst við vorum komnir saman aftur fannst okkur upplagt að spila á nokkrum tónleikum, meðal annars til að leyfa honum að heyra í okkur,“ segir Kristinn. „Ætli okkur takist ekki að drösla honum á sviðið með okkur í kvöld.“ Ekki eru þó bara tónleikar og sænskt hipphopprapp heldur eru þeir félagar líka að taka upp lög fyrir sjálfa sig, Hjálmalög, en hann gefur lítið út á það hvort plata sé í burð- arliðnum. „Við ætlum bara að vinna við þetta og sjá hvað gerist,“ segir hann. „Hvenær þetta endar veit enginn og alls ekki við sjálfir,“ segir hann en bætir svo að þetta sé heldur frísklegri tónlist en á síðustu Hjálmaskífu (Ferðasóti), enda séu þeir eiginlega helst að skemmta sér. Nasa verður opnað á miðnætti en næst gefst svo færi á að sjá Hjálma á innipúkanum um verslunarmanna- helgina, en þá helgi leika þeir félag- ar líka á Græna hattinum. arnim@mbl.is Sumartónleikar Hjálma Hjálmar Geta ekki hætt ... ekki frekar en Barbra Streisand. Hjálmar vinna að sænskri reggírappskífu og eigin lögum  Í heimi kvik- myndanna getur álit kvikmynda- gagnrýnanda skipt miklu um aðsókn, ekki síst vegna þess að gagnrýnendur fá alla jafna að sjá myndirnar á undan venjulegum bíógestum sem reiða sig á faglegt álit gagnrýnandans þegar það kem- ur að því að velja bíómynd. En gagnrýnendur geta verið skrítnar skepnur og þá er mikilvægt að meta dómana út frá trausti og áreiðanleika miðilsins sem dóm- urinn birtist í. Og hvað skyldu hinir áreiðanlegu miðlar segja um Jour- ney to the Center of the Earth? Látum okkur sjá: Washington Post gefur myndinni 80/100 og seg- ir hana frábæra fjölskylduskemmt- un. Wall Street Journal gefur myndinni 60/100 og segir þrívídd- artæknina heillandi. Los Angeles Times segir myndina henta þeim sem ólust upp við Jurassic Park og Harry Potter en gefur henni bara 50/100 í einkunn. New York Times veitir henni sömu einkunn og segir myndina meira í ætt við rússíban- aferð en kvikmynd. Chicago Trib- une segir svo myndina vera vel leikna og gefur henni 75/100. Hverjum á maður svo að treysta? Traustir miðlar – traustir gagnrýnendur  Take me sexy boy Don’t go, need you now So tough, makes me blush – Get it on, get it on We’re gona (sic) get hot tonight No fear, don’t protest Scream out, let it go Fill me up, make me come – Get it on, get it on (Desire með Merzedes Club) Ekki mótmæla Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is AÐ KVÖLDI 29. maí fögnuðu þrír ungir menn því að hafa hlotið fyrstu verðlaun á Stutt- myndadögum. Þeir hafa örugglega allir ímynd- að sér stórar fyrirsagnir í öllum helstu blöðum landsins og greinargott viðtal um stuttmyndina; framtíðardrauma þeirra og mögulega sigra á kvikmyndavellinum. En náttúruöflin gerðu út um þær vonir þrímenninganna. Sama dag skalf Suðurlandsundirlendið og einhvern veginn urðu úrslit stuttmyndahátíðar í Reykjavík að lítilli, myndalausri frétt á öftustu síðum blaðanna. „So it goes“ hefði Vonnegut sagt. Á Cannes að ári Kvikmyndagerðarmennirnir heita Arnar Már Brynjarsson, Gunnar Anton Guðmundsson og Hjörtur A. Guðmundsson. Stuttmyndin heitir Hux, er 21 mínúta að lengd og fjallar um fáfróð- an og lífsleiðan einstakling sem sér fram á að missa móður sína úr lungnakrabba. Í myndinni gera hann hvað hann getur til að aftra þeim ör- lögum móður sinnar, „á kaldhæðinn og skemmti- legan máta,“ að sögn Arnars Más, leikstjóra og aðalleikara myndarinnar. Verðlaunin fyrir fyrsta sætið voru ferð til Cannes á næsta ári þar sem myndin verður sýnd á stuttmyndahátíðinni Short Film Corner sem haldin er í tengslum við stóru kvikmyndahátíðina í Cannes. Ef til vill komast þeir Arnar, Gunnar og Hjörtur á for- síður blaðanna að ári, takist þeim að sigra á frönsku rivíerunni. Við sjáum til með það. Royal & Zlátur Í millitíðinni hefur Arnar Már ásamt nokkrum félögum standsett tækjaleigu í Reykjavík. Royal & Zlátur kallast hún og leigir út tæki og tól til kvikmyndagerðar. Þar fæst til dæmis góð kvik- myndatökuvél í sólarhringsleigu á 10 þúsund krónur. En hvernig kom þetta til? „Upphaflega vildum við bara koma okkur upp nægum tækjum en síðar fórum við að leigja þessi tæki út svo að úr varð tækjaleigan Royal & Zlát- ur. Áhugamannaleikhúsin eru okkar stærstu við- skiptavinir en svo er alls konar fólk að banka uppá,“ segir Arnar Már og bætir við að sjálfir séu þeir fáanlegir í vinnu með tækjunum. „Þetta fyrirtæki er til dæmis mjög sniðugt fyr- ir unga tónlistarmenn sem vilja gera myndband en hafa kannski ekki kunnáttu né mikla fjármuni á reiðum höndum. Við getum aðstoðað þessar hljómsveitir fyrir minni pening en gengur og gerist og lokaútkoman verður ekki síðri hvað út- lit varðar.“ Réttu samböndin mikilvæg Hvað þeirra eigin framtíðardrauma varðar er stefnan að sjálfsögðu sett á toppinn. Hug- myndum að handritum er varpað á milli og nú þegar er eitt handrit komið langt á veg. „Það er svakalega epískt og bitastætt en vandamálið er að maður er heldur latur við að skrifa. Sagan er kannski tilbúin en samtölin eiga það svo til að sitja á hakanum. En það er að sjálfsögðu draum- urinn að geta lifað á þessu en það er erfitt þegar maður er algerlega ómenntaður.“ Royal & Slátur með z-u Suðurlandsskjálftinn setti strik í reikning ungra kvikmyndagerðarmanna Morgunblaðið/G.Rúnar Royal & Zlátur Þeir Arnar Már Brynjarsson og Gunnar Anton Guðmundsson bjóða, meðal annars, ungum tónlistarmönnum upp á ódýra leið til að gera tónlistarmyndbönd. Tvær HD kvikmyndatökuvélar Jafnvægis-tökuvél (e. steady-cam) Stýri Fjórar rafhlöður Bóma og stöng Reyk- og þokuvél Mónitor – skjár Þrífótur Ýmis ljósa- og hljóðbúnaður Áhugasamir leigutakar sendi póst á net- fangið arnar43@hotmail.com Græjur til leigu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.