Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson
hsb@mbl.is
Akureyri | Ekkert aldurstakmark
verður inn á tjaldsvæðin á Akureyri
um verslunarmannahelgina. Tjald-
svæðin sem skátarnir reka verða
hins vegar ætluð fjölskyldufólki og
ferðamönnum sem endranær. Sér-
stakt „þriðja tjaldsvæði“ verður rek-
ið af Íþróttafélaginu Þór um helgina.
Áhersla verður lögð á að beina þang-
að næturhröfnum, þótt ströng gæsla
á svæðinu eigi að koma í veg fyrir að
þar skapist stemning eins og var á
unglingatjaldsvæði við Hamra fyrir
nokkrum árum.
„Á Hömrum og Þórunnarstræti
verðum við með fjölskyldutjald-
svæði,“ segir Edward Huijbens, tals-
maður Skátafélagsins Klakks. „Bæði
tjaldsvæðin eru fjölskyldutjaldsvæði
og fyrir erlenda ferðamenn og verða
það einnig um verslunarmannahelg-
ina. Við ætlum einfaldlega að halda
þeirri línu gagnvart kúnnunum að
það verði næturfriður á tjaldsvæð-
unum um verslunarmannahelgina.
Ef gestir verða með ölvunarlæti um
helgina munum við beina þeim ann-
að, enda stangast það á við umhverf-
isreglur okkar.“
Verið er að ganga frá samningum
um staðsetningu þriðja tjaldstæðis-
ins. Að sögn Þórgnýs Dýrfjörð,
framkvæmdastjóra Akureyrarstofu,
verða útivistarreglur þar rýmri og
svæðið hugsað fyrir þá sem vaka
lengur. Hins vegar verður gesta-
gangur þar ekki leyfður og gríðarleg
gæsla á svæðinu.
Tjaldsvæði næturhrafna
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Tjaldsvæði Sérstakt tjaldsvæði verður rekið af Íþróttafélaginu Þór á Ak-
ureyri um verslunarmannahelgina. Nú verður ekkert aldurstakmark.
Ekkert aldurs-
takmark inn á tjald-
svæðin á Akureyri
Í HNOTSKURN
»Í fyrra voru sett aldurs-viðmið á tjaldsvæði bæj-
arins í Þórunnarstræti og að
Hömrum. Fólki yngra en 23
ára var ekki hleypt inn.
»Ákvörðunin var mjög um-deild, en í ár verða ekki
viðlíka aldurstakmörk.
»Fjölskyldufólk fær for-gang á tjaldsvæði skát-
anna um helgina, og sérstakt
þriðja tjaldsvæði verður opn-
að fyrir þá sem vilja vaka
lengi.
ÞAÐ þyrfti bara að rigna í Gljúfurá, þá væri þetta
fullkomið,“ sagði Haraldur Eiríksson á skrifstofu
SVFR í gær en fyrirtaksveiði og veiðihorfur eru á
laxveiðisvæðum félagsins. Hann tók sem dæmi að
í Krossá á Skarðsströnd séu yfir 130 laxar farnir
gegnum teljarann, mun fleiri en á sama tíma met-
veiðisumarsins 2006. Þótt vatn sé víða orðið mjög
lítið, eins og í Leirvogsá, þá hafa veiðimenn verið
að ná allt að 20 þar á dag á tvær stangir.
Mikið líf er á Nesveiðunum í Laxá í Aðaldal.
Hollið sem er þar núna var komið með á annan tug
laxa í gær og þá höfðu menn misst tvo sannkallaða
„tröll“ - fiska, vel yfir 20 pund. Tuttugu punda
múrinn var þó rofinn í Vitaðsgjafa er breskur
veiðimaður fékk rúmlega tuttugu punda hæng og
einn 19 punda náðist í Hornflúð. Fleiri stórir laxar
höfðu komið í fluguna í Presthyl, án þess að taka.
Góð veiði er í Tungufljóti í Biskupstungum, þar
sem allt að 18 punda laxar hafa veiðst í bland við
vænan smálax. Hefur á annan tug laxa fengist á
dag á stangirnar fjórar, aðallega við fossinn Faxa.
Síðasta vika gaf 398 laxa í Norðurá, á 14 stangir,
11 veiddust á jafnmargar stangir í Þverá-Kjarrá,
en 145 í Haffjarðará, á sex stangir. efi@mbl.is
Tröllin sýna sig í Aðaldalnum
Metgöngur hafa verið í Krossá Í Tungufljóti veiðist á annan tug laxa á dag
Í síðustu viku veiddust 398 laxar í Norðurá eða um fjórir á dagsstöngina
Vænn Dagrún Hálfdánardóttir með 7 kg lax.
„ALVEG örugg-
lega,“ sagði Öss-
ur Skarphéð-
insson af
sannfærandi
festu, aðspurður
um hvort hann
ætlaði að taka
áskorun Ingi-
bjargar Sólrúnar
Gísladóttur um
að hjóla í vinn-
una. Sjálf hefur Ingibjörg vakið at-
hygli fyrir að hjóla til vinnu í utan-
ríkisráðuneytinu í sumar og reynt
að nota hjólið í styttri ferðir innan-
bæjar.
„Ég þarf að kaupa mér hjálm, ég
á forláta hjól sem ég nota stundum
til að hjóla með mínum dætrum.
Solla gaf mér [hjólið] ásamt Sam-
fylkingunni þegar ég varð fimm-
tugur,“ útskýrir Össur sem full-
yrðir að hann hafi mikið hjólað í
gegnum tíðina. andresth@mbl.is
Össur tekur
áskoruninni
Hjólar Össur ætlar
að fá sér hjálm
LANDSNET og
Landgræðslan
hafa haldið
áfram samstarfi
sínu um upp-
græðslu sunnan
Langjökuls. Til
stendur að
dreifa þar í
sumar áburði og
sá í um 240
hektara lands.
Samstarfið hefur verið frá árinu
2006 vegna uppgræðslu og stöðv-
unar jarðvegseyðingar í nágrenni
háspennulína á afréttinum sunn-
an Langjökuls. Í sumar á að
beina kröftunum að verkefnum
annars vegar við Tjaldafell og
hins vegar að nýju svæði á móts
við vegamót línuvegar og Kalda-
dalsvegar.
Uppgræðslustarf sumarsins
hófst í síðustu viku þegar ung-
lingavinnuflokkur Landsnets
vann undir verkstjórn Land-
græðslunnar að handsáningu í
rofabörð. bjb@mbl.is
Sáð í mela við
Langjökul
Sáð í mel sunnan
við Langjökul.
BETUR fór en á horfðist þegar
ökumaður fólksbifreiðar sofnaði
undir stýri á þjóðvegi 1 skammt frá
verslun Bónuss í Borgarnesi um há-
degisbil í gær, að því er mbl.is
greindi frá. Að sögn lögreglu valt
bifreiðin á hliðina eftir að hún rakst
á jeppa sem var að beygja inn á
planið við matvöruverslunina. Eng-
an sakaði.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu voru ökumaður fólksbílsins
og farþegar fluttir á heilsugæslu-
stöðina til aðhlynningar, en þeir
sem voru í jeppanum fóru sjálfir
síðar um daginn. Meiðsl fólksins
eru minniháttar.
Sofandi öku-
maður velti
Á DÖGUNUM færði Ingibjörg R.
Magnúsdóttir Háskóla Íslands afar
rausnarlega gjöf er hún bætti
1.750.000 krónum við sjóð sem
starfar í hennar nafni við Rann-
sóknastofnun háskólans í hjúkr-
unarfræði.
Þetta rausnarlega framlag Ingi-
bjargar er í tilefni af eins árs af-
mæli sjóðsins og 85 ára afmæli
hennar sjálfrar.
Markmið sjóðs Ingibjargar R.
Magnúsdóttur er að efla rannsóknir
í hjúkrunarfræði og ljósmóð-
urfræði. Sjóðurinn mun styrkja
rannsóknaverkefni hjúkrunarfræð-
inga og ljósmæðra í doktorsnámi
sem falla að markmiði sjóðsins.
jonhelgi@mbl.is
Háskóli Ís-
lands fær gjöf