Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Guðni Ágústsson, formaðurFramsóknarflokksins, sagði í gær, að loknum fundi þingflokks Framsóknarflokksins, að hann væri reiðubúinn að taka við ef ríkisstjórnin gæfist upp á því verkefni að stýra efnahagsmálum þjóðarinnar.     Í fréttum Sjón-varpsins sagði Guðni að ríkis- stjórnin væri handónýt. „Ég held að [þjóðin] þurfi auðvitað að fá nýja for- ystu í sam- félagið. Við er- um tilbúnir að axla þá ábyrgð, Framsóknar- menn,“ sagði Guðni.     Ef Framsóknarflokkurinn ættinú gífurlegu fylgi að fagna meðal þjóðarinnar en ríkisstjórnin nyti minnihlutastuðnings, væri þetta auðvitað hraustlega mælt hjá Guðna.     En hvernig lítur fylgi flokkannaút í raun? Í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup, í júní, voru stjórnarflokk- arnir samtals með 63% fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina reyndist 52%.     Framsóknarflokkurinn fékk 12%fylgi í síðustu þingkosningum. Það var versta útkoma flokksins í sögu hans. Fylgi hans hefur minnkað frá kosningum; hann nýt- ur nú fylgis 9% þjóðarinnar.     Getur verið að flokkur, sem get-ur haldið þingflokksfund í jeppa, ætti bara að horfast í augu við raunveruleikann í stað þess að heimta stjórnartaumana við erfið- ar aðstæður í þjóðarbúskapnum?     Guðni Ágústsson er annálaðurhúmoristi. Kannski átti þetta bara að vera fyndið. STAKSTEINAR Guðni Ágústsson Guðni alltaf jafnskemmtilegur                      ! " #$    %&'  (  )                        *(!  + ,- .  & / 0    + -       !! "   !!  #! #               12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (      !! "                       :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? #  # # #  # #   # #  # #  #                              *$BC                        !"#$%      &'       ( #) #*   &+,    *! $$ B *! $% & !  !% !  ' ( )( <2 <! <2 <! <2 $' & !* " +!,(-  C2D                  6 2            - +,  ( $ #$  &+,  B    ' .         (  /  *      $"#) %       0/       ( #) #!  &+,   ./ !!(00 ( !!1 ( (!* " Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÚTIHÁTÍÐUM fylgir gjarnan mikið drasl. Ruslatunnur eru oft af skornum skammti og að hátíð- unum loknum er öllum úrgangi, sem oftast hefur verið látinn detta í jörðina, safnað saman og hann urðaður sem almennt sorp. Á ný- legri sumarhátíð Vinnuskólans í Reykjavík sem haldin var á Mikla- túni var stigið tímabært skref í grænni átt. Þar var allt rusl flokk- að í endurvinnslutunnur en tíu stöðvum með flokkunartunnum hafði verið komið fyrir víðsvegar um svæðið. „Það er stefna Vinnuskólans að vera umhverfisvænn vinnustaður og vera framarlega í þeim málum,“ segir Sóley Þórisdóttir sem ásamt Bryndísi Þórisdóttur hefur stýrt Grænfánaverkefni í Vinnuskól- anum nú í sumar. „Það lá beinast við að þessi útihátíð yrði gerð eins græn og mögulegt var,“ segir Sól- ey. Tókst vonum framar Vinnuskólinn setti upp flokk- unarstöðvarnar í samstarfi við Gámaþjónustuna og var flokkað í skilagjaldsumbúðir, lífrænan úr- gang, plast og pappír. Aðspurð segir Sóley hátíðina hafa tekist vonum framar. Leið- beinendur í Vinnuskólanum skiptu með sér hálftímavöktum á hverri flokkunarstöð til að gæta þess að ruslið væri flokkað rétt. „Það lögð- ust allir á eitt að hjálpa til við að láta þetta ganga,“ segir Sóley. „Auðvitað var alltaf eitthvað sem þurfti að tína upp en það kom á óvart hvað það var lítið.“ Sóley segist sannfærð um að fyrirkomulag sem þetta sé raun- hæft fyrir stærri hátíðir. Spurð hvað þurfi til að átak sem þetta gangi upp nefnir hún upplýsingu og aðgengi. „Það þarf fyrst og fremst að upplýsa alla um hvað er í gangi, það er lykillinn að þessu. Á sum- arhátíðinni vissu allir að það væri flokkun í gangi. Svo þarf að vera nógu mikið af úrgangsílátum á svæðinu þannig að þetta sé alltaf við höndina. Fólk á ekki að þurfa að ganga langa vegalengd til að henda rusli,“ segir hún. Vistvæn útihátíð Sóley Þórisdóttir flokkar dósir á sumarhátíð Vinnuskólans í Reykjavík á Klambratúni. Græn útihátíð vinnu- skólans Krakkarnir í Vinnu- skóla Reykjavíkur flokkuðu ruslið á sumarhátíð sinni Stefna Þær Bryndís og Þórey segja það stefnu Vinnuskólans að vera um- hverfisvænn vinnustaður og standa framarlega í umhverfismálum. FÁIR eru jafnheppnir og bræðurnir á Ásvelli í Fljótshlíð sem fara allra sinna ferða á steinselnum góða í Lambey. Þeir Elías Páll og Matthías Jóns- synir eru jafnan á hraðferð enda skóp móðurbróðir þeirra, Þorsteinn Jóns- son, garðyrkjuverktaki á Hvolsvelli, selinn ekki til hægagangs. Því mátti ljósmyndarinn hafa sig allan við að ná þessari mynd af strákunum á selnum – á næsta andartaki voru þeir horfnir út í buskann. Morgunblaðið/Rax Strákarnir á stein- selnum í Lambey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.